Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Fara yfir stöðu Icesave-mála
Næstu fundir ekki fyrr en í ágúst vegna sumarfría Breta segir fjármálaráðherra
Samninganefnd íslenskra stjórnvalda fundaði í
gær og fyrradag um Icesave-deiluna með fulltrú-
um Breta og Hollendinga. Að sögn Steingríms J.
Sigfússonar fjármálaráðherra er fyrst og fremst
verið að fara yfir stöðu mála. Á fundunum skiptust
málsaðilar á upplýsingum og undirbjuggu frekari
viðræður. Steingrímur segir að næstu fundir verði
sennilega ekki fyrr en í ágústlok vegna sumarleyfa
í Bretlandi. Síðasti fundur um deiluna var haldinn
5. mars.
„Undanfarnar vikur og mánuði [hefur] verið
unnið að því að koma hreyfingu á málið og það er
ánægjulegt að það tókst,“ segir Steingrímur og
kveður hljóðið í fulltrúum Bretlands og Hollands
fremur jákvætt; menn séu tilbúnir að setjast að
samningaborðinu og ræða málin fyrir alvöru.
„Vonandi tekst að ákveða eitthvað um framhaldið í
lok þessarar lotu,“ segir Steingrímur.
„Þetta heldur áfram“
„Við verðum í samskiptum áfram og erum að
vinna úr ákveðnum málum,“ segir Jóhannes Karl
Sveinsson, lögmaður og meðlimur samninga-
nefndar Íslendinga um Icesave-málið. „Þetta
heldur áfram.“
Segist Jóhannes ekki geta tjáð sig um frekari
fundahöld en segir að fulltrúar gagnaðilanna séu
að mestu þeir sömu og áður. Stjórnarskipti í lönd-
unum virðast þannig ekki hafa haft á áhrif á skip-
an viðræðunefndanna.
Bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit fer
fyrir íslensku samninganefndinni. Auk hans og Jó-
hannesar skipa nefndina Guðmundur Árnason og
Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármála-
ráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Lárusi
Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnar-
andstöðuflokkunum sameiginlega.
Þeim til ráðgjafar eru sérfræðingar ráðgjafar-
fyrirtækisins Hawkpoint og lögfræðistofunnar
Ashurst, að því er fram kemur á vef fjármálaráðu-
neytisins. skulias@mbl.is
Fundað var um Ice-
save-deiluna í gær og
fyrradag en síðast
var fundað um hana
5. mars síðastliðinn.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
Áhöfn eftirlitsflugvélar Landhelgis-
gæslunnar, TF-Sifjar, mun að öllum
líkindum sinna mengunarleit og
eftirliti á Mexíkóflóa í sumar.
Það var samgöngustofnun Kan-
ada, Transport Canada, sem óskaði
eftir því við Landhelgisgæsluna að
hún leysti stofnunina af við eftirlitið.
Ástæðan er sú að flugvél gæslunnar
er búin fullkomnum tækjabúnaði
hliðstæðum þeim sem Kanadamenn-
irnir hafa yfir að ráða. Nú er þeirra
vél hins vegar á leið í viðhaldsstopp
og áhöfnin þarf að komast í frí. Þess
vegna þarf einhvern til að leysa af á
meðan.
Vélin með rétta útbúnaðinn
Fyrirspurnin kom í gegnum fram-
leiðanda tækjabúnaðarins í Svíþjóð,
sem hafði samband við aðra eigend-
ur sams konar tækjabúnaðar til að
athuga hvort hægt væri að fá aðstoð.
Meðal annars er vélin útbúin með
öflugri ratsjá sem sér til beggja
hliða, svokallaðri SLAR-ratsjá sem
gagnast vel þegar fara þarf yfir stór
hafsvæði á skömmum tíma og leita
eitthvað uppi.
Gera samning um verkefnið
Að sögn Sólmundar Más Jónsson-
ar, rekstrarstjóra Landhelgisgæsl-
unnar, er ekki búið að semja um mál-
ið enn, en það er í vinnslu.
„Það kom fyrirspurn vegna bún-
aðar vélarinnar, hvort við gætum
komið þarna í afleysingar fyrir aðra
vél. Við erum að vinna að því, bæði
hér innanhúss og svo með samning-
um við þá sem koma að þessu,“ segir
Sólmundur.
Vilji stendur til þess að fá TF-SIF
ásamt áhöfn frá miðjum júlí fram í
miðjan ágúst, til að sinna eftirlitinu.
Flugvél Gæslunnar líklega
send í eftirlit á Mexíkóflóa
Leysir vél samgöngustofnunar Kanada af frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-SIF Eftirlitsflugvélin er eftirsótt til verkefna, enda sérlega vel tækjum búin. Hér sést hún á flugi yfir Fimmvörðuhálsi þegar þar gaus fyrr á árinu.
Á fundi borgarráðs á fimmtudag
var samþykkt 37,5 milljóna króna
aukafjárveiting til að ráða 125 ung-
menni 17-18 ára í sumarstörf. Að
auki 2,5 milljónir af fé eyrna-
merktu atvinnusköpun fatlaðra
sem setja á í sumarstörf fyrir fólk
með þroskahömlun á vegum Hins
hússins.
40 milljónir
í sumarstörf
Í lok júní síðastliðins höfðu 127 fast-
eignir verið seldar nauðungarsölu
hjá sýslumanninum í Reykjavík frá
því í ársbyrjun.
Fyrstu sex mánuði síðasta árs
voru 118 eignir seldar nauðung-
arsölu en allt árið í fyrra voru 207
fasteignir seldar nauðungarsölu
hjá sýslumanninum í Reykjavík.
Athygli vekur að af þeim nauð-
ungarsölum sem fram fóru fyrstu
sex mánuði ársins 2010 hjá sýslu-
manninum í Reykjavík var nærri
helmingurinn í júnímánuði eða 63
nauðungarsölur af 127 alls.
Fyrstu sex mánuði þessa árs voru
skráðar nauðungarsölubeiðnir
vegna fasteigna 968 talsins. Skráð-
ar nauðungarsölubeiðnir vegna
fasteigna í fyrra urðu alls 2.504.
Þak yfir höfuðið Nauðungarsölubeiðnum
á fasteignum hefur fjölgað frá bankahruni.
Helmingur
eigna seldur á
uppboði í júní
Morgunblaðið/ÞÖK
Enn er vatnslítið á Djúpavogi eftir
að aurskriða féll í Búlandsdal og
skemmdi vatnsveitumannvirki í
fyrrinótt. Bæjarbúar þurfa enn að
sjóða neysluvatn, að tilmælum Heil-
brigðiseftirlits Austurlands.
Samkvæmt frétt á vef sveitarfé-
lagsins stóð viðgerð yfir í gær og
miðaði vel. Ekki er hægt að klára
verkið fyrr en sjatnar í ánni. Við-
gerðinni var því hætt í bili.
Starfsmenn vatnsveitunnar hefja
störf að nýju með morgninum.
Vatnsveita Djúpa-
vogs enn í ólagi
Ljósmynd/ÓB
Íslenska landsliðið í brids hefur
tryggt sér sæti á heimsmeistara-
mótinu sem fram fer í Hollandi á
næsta ári, að sögn Ólafar Þorsteins-
dóttur, framkvæmdastjóra Bridge-
sambands Íslands. Ísland gerði
jafntefli við England í næstsíðasta
leik sínum á Evrópumeistaramótinu
í gær og er í fjórða sæti fyrir leik
við Rússa í dag. „Ég er mjög ánægð
með þennan árangur og við erum öll
stolt af fólkinu sem er þarna úti.
Það er sérstaklega ánægjulegt að
liðið skuli komast á mótið á næsta
ári þegar haldið verður upp á 20 ára
heimsmeistaraafmæli íslenska liðs-
ins,“ segir Ólöf.
Ísland hefur aðeins einu sinni áð-
ur keppt á heimsmeistaramóti í
brids. Það var árið 1991 og þá gerði
liðið sér lítið fyrir og tryggði sér
heimsmeistaratitil og kom heim
með sigurgrip mótsins, Bermúda-
skálina.
Tveir úr landsliðinu voru einnig í
liðinu sem sigraði árið 1991, þeir
Jón Baldursson og Þorlákur Jóns-
son. Aðrir í liðinu eru Magnús
Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson,
Þröstur Ingimarsson og Júlíus Sig-
urjónsson. Ragnar Hermannsson er
fyrirliði og þjálfari og Anna Þóra
Jónsdóttir er fararstjóri hópsins.
Leikur Íslands og Rússlands
hefst kl. 10.15 og hægt verður að sjá
beina útsendingu á vefnum,
www.bridge.is.
Ísland á heimsmeistaramótið
Tveir úr sigurliðinu
frá 1991 keppa aftur
um Bermúdaskálina
í brids 2011
Morgunblaðið/Þorkell
Forsætisnefnd
Alþingis hefur
skipað undirbún-
ingsnefnd stjórn-
lagaþings. For-
maður hennar er
Þorsteinn Magn-
ússon, aðstoðar-
skrifstofustjóri á
Alþingi, en með
honum í nefnd-
inni sitja þau Páll
Þórhallsson, skrifstofustjóri í for-
sætisráðuneytinu, og Sigrún Bene-
diktsdóttir héraðsdómslögmaður.
Þorsteinn segir að nefndin hafi
þegar fundað í tvígang og sé byrjuð
að setja sig inn í verkefnin. Eitt
fyrsta verkið er að ráða fram-
kvæmdastjóra nefndarinnar í fullu
starfi við skipulagninguna, enda
eru nefndarmenn ekki í fullu starfi
við það. Auglýst er eftir fram-
kvæmdastjóranum í Morgun-
blaðinu í dag.
Annað stórt verkefni sem blasir
við er að finna húsnæði. Aðspurður
segir Þorsteinn Alþingishúsið ekki
koma til greina undir stjórnlaga-
þingið, þar sem það eigi að sitja á
sama tíma og Alþingi og ómögulegt
sé að hafa húsið tvísetið. Ekki er
frágengið hversu miklar fjárheim-
ildir nefndin fær en Þorsteinn býst
við að það verði afgreitt á fjár-
aukalögum nú eða fjárlögum 2011.
Stjórnlaganefndin sem undirbúa
á þjóðfund og stjórnlagaþing með
hliðsjón af stjórnskipunarfræðum
kýs sér formann og varaformann
eftir helgi. onundur@mbl.is
Alþingishúsið kemur
ekki til greina undir
stjórnlagaþingið
Alþingi Þar verður
stjórnlagaþing ekki.