Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 8
Athygli vekur að í nýrri könnunGallups kemur fram að meira en 40% af stuðningsmönnum Samfylk- ingarinnar eru ekki stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandinu.     Andstæðingar aðildar í Framsókn-arflokki, VG og Sjálfstæðisflokki eru á bilinu 70-75%, og áhuginn er minnstur hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn, samkvæmt frétt Rík- isútvarpsins af könnuninni.     Nokkrir sjálfstæðismenn, fyrir at-beina fréttastofu RÚV, hafa gagnrýnt þann flokk fyrir að áhugi þeirra á aðild að ESB skuli ekki end- urspeglast í stefnu flokksins.     Eins og sjá má af könnun Gallupsværi mun meiri ástæða fyrir RÚV að grafa upp þá sem efast um aðild að ESB innan Samfylking- arinnar, því að þeir eru fleiri en stuðningsmenn aðildar innan Sjálf- stæðisflokksins. Hvernig stendur á þessu ósamræmi í fréttaflutningi fréttastofu RÚV?     Annað ósamræmi er einnig sláandien það er ósamræmið á milli af- stöðu Birkis Jóns Jónssonar, varafor- manns Framsóknarflokksins, og af- stöðu mikils meirihluta flokksmanna.     ÍMorgunblaðinu í gær, spurður umniðurstöðu þessarar könnunar, segir Birkir Jón að of snemmt sé að taka afstöðu til aðildar.     Framsóknarflokkurinn hefur áttundir högg að sækja bæði í kosn- ingum og í könnunum. Það skyldi þó ekki tengjast afstöðuleysi flokksins í þessu mikilvæga máli? Ósamræmi í fréttaflutningi 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Veður víða um heim 2.7., kl. 18.00 Reykjavík 16 skýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 12 skýjað Egilsstaðir 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Nuuk 9 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 26 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 32 heiðskírt Brussel 32 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 21 heiðskírt London 26 léttskýjað París 31 léttskýjað Amsterdam 29 heiðskírt Hamborg 32 heiðskírt Berlín 31 heiðskírt Vín 30 léttskýjað Moskva 29 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 29 léttskýjað Winnipeg 24 léttskýjað Montreal 21 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 26 heiðskírt Orlando 25 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 3. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:10 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 2:03 25:12 SIGLUFJÖRÐUR 1:38 25:02 DJÚPIVOGUR 2:27 23:37 Tryggja verður að fólk sem lifir á fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar komist upp fyrir lágtekju- mörk eins og þau eru skilgreind af Hagstofu Ís- lands. Þetta er inntak tillögu sem fulltrúar meiri- hlutaflokkanna í borgarstjórn samþykktu á fundi velferðarráðs í vikunni. Lágtekjumark einstak- lings er rétt tæpar 161 þúsund krónur á mánuði og lágmark hjóna er 241 þús. kr. Miðað við þessi mörk og að framfærsla einstak- lings sé 125.500 kr. mánaðarlega og húsaleigubæt- ur 18 þús. kr., vantar einstaklinginn, að sögn meirihlutans, 17.500 kr. í mánaðarlegar tekjur svo lágmarki sé náð. Hjón og sambýlisfólk þurfa 22 þúsund kr. á mánuði til viðbótar að teknu tilliti til fjárhagsaðstoðar og bóta vegna húsaleigu. Óskað hefur verið eftir tillögum að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð frá starfsfólki vel- ferðarsviðs og þjónustumiðstöðva borgarinnar. Þeirri vinnu á að ljúka í næsta mánuði. Vinnan sé fjárhagslegur hvati Á áðurnefndum fundi velferðarráðs létu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins bóka þá skoðun að fjár- hagsaðstoð sveitarfélaga ætti ekki að vera hærri en lágmarkslaun. Grunnstef velferðarþjóðfélags- ins væri jafnan að þeir sem nytu aðstoðar hefðu ekki hærri ráðstöfunartekjur en fólk í vinnu. „Mjög mikilvægt er að fjárhagslegur hvati sé fyrir einstaklinga að sækja út á vinnumarkaðinn. Frekar ætti að einbeita sér að því að byggja kerfið upp þannig að einstaklingar fái enn meiri hvatn- ingu í þessa veru,“ segja sjálfstæðismenn sem leggja áherslu á það grundvallaratriði að hver og einn beri beri ábyrgð á sér og sínum. Fjárhags- aðstoð sveitarfélaga eigi að vera tímabundin neyðarhjálp en ekki til lengri tíma. sbs@mbl.is Vilja aðstoð umfram lágmarkið  Meirihluti velferðarráðs vill auka fjárhagsaðstoð en minnihlutinn hvata til starfa Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fyrsta helgin í júlí hefur gjarnan verið fyrsta stóra útileguhelgi sum- arsins. Nóg er um að vera víða um land og því úr mörgu að velja. Ýmsar hátíðir verða í boði fyrir landsmenn, svo sem útihátíð á Galtalæk, humar- hátíð á Höfn í Hornafirði, Írskir dagar á Akranesi, Goslokahátíð í Vestmannaeyjum og útihátíð há- skólanema í Hallgeirsey, svo eitt- hvað sé nefnt. Mikið umstang er hjá lögreglu við að undirbúa löggæslu og hefur lögreglan á Hvolsvelli í nógu að snúast en hún hefur tvær útihátíðir til umráða, Galtalæk og Hallgeirsey. Fjölbreytt dagskrá Talsvert er um útihátíðir á land- inu og meðal annars verður haldin stór útihátíð á Galtalæk. Aldurs- takmark inn á hátíðina er 18 ár, nema í fylgd með forráðamanni. Lögreglan á Hvolsvelli segir orðið „forráðamaður“ oft flækjast fyrir sumum og tók fram að ekki þýði að vera í fylgd með t.d. eldra systkini sem náð hefur 18 ára aldri. Almenn löggæsla verður á svæðinu og marg- ir lögreglumenn á ferðinni. Margar hljómsveitir stíga þar á stokk og meðal annars kemur alla leið frá Þýskalandi evrótranshljómsveitin Scooter, en hún tróð upp í Laugar- dalshöll fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir. Auk þýsku hljóm- sveitarinnar munu ýmsar íslenskar hljómsveitir spila. Í Hallgeirsey verður hin árlega útilega háskóla- manna. Á humarhátíðinni á Höfn eru ýms- ar uppákomur en meðal annars verður þar skrúðganga, golfmót, sýningar listamanna, flóamarkaður, auk þess sem ýmsar hljómsveitir munu spila. Jóhanna Guðrún mun syngja á sínu fyrsta balli að sögn Valdemars Einarssonar, forsvars- manns hátíðarinnar. Einnig verður þar nóg af humri og gefst gestum tækifæri að kaupa sér humarloku, sem aðeins er seld á humarhátíðinni. Á Írskum dögum verða götugrillin á sínum stað út um allan Akranesbæ og er það einnig fjölbreytt dagskrá. Lopapeysan 2010 er ball Írskra daga og þar koma fram Dikta, Páll Óskar og Sálin hans Jóns míns. Gosloka- hátíð Eyjamanna verður á sínum stað þar sem minnst verður goslok- anna í Heimaey með harmonikku- leik og öðrum skemmtiatriðum. Ýmsir listatengdir viðburðir verða í Eyjum, svo sem opnun sýningar á völdum verkum eftir Högnu Sigurð- ardóttur arkitekt, en einnig verða fjölskyldutónleikar Gunnars Þórðar- sonar, „Vísur úr vísnabókinni“ og margt fleira. Veðurhorfur helgarinnar „Segja má að það skiptist á skin og skúrir á landinu um helgina,“ segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur. Hann segir líklegt að væta verði á landinu, þó sólin sýni sig eitthvað í flestum landshlutum. „Svo er í þessu milt loft á meðan það stendur ekki ákveðið af hafi fyrir norðan, þá er ágætis hiti eða 12-15 stig,“ segir Einar Morgunblaðið/Kristinn Sumarsveifla Önnur stærsta ferðahelgi sumarsins er nú skollin á og án efa margir sem halda í útilegu. Vonandi verður jafn gott veður og á myndinni. Heilmargar og fjölbreyttar hátíðir Stóra útileguhelgin » Margt spennandi er um að vera víða um land þessa helgi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. » Landsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af illviðri því milt verður í veðri um helgina þó búast megi við einhverri rigningu. » Sérstakt fjölskyldustæði verður á Galtalæk fyrir þá sem ekki vilja tjalda alveg upp við sviðið.  Skiptast á skin og skúrir á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.