Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það sem kom allra mest áóvart í þessum hláturjóga-tíma voru þær tölfræðilegustaðreyndir sem komu fram í kynningunni í upphafi tímans: Börn hlæja að meðaltali 300-400 sinnum á degi hverjum á meðan full- orðnir hlæja ekki nema fimmtán sinnum á sama tíma. Ég var í sjokki. Eiginlega gráti nær yfir þessari sláandi hláturfátækt okkar fullorðna fólksins. Hvert fer hann þá allur þessi hlátur sem við fæðumst með og býr væntanlega í okkur? Kafnar hann bara í fullorðins- áhyggjum? Eða er það kannski ótti sem heldur niðri hlátrinum? Óttinn við að vera asnaleg eða gera okkur að fíflum og að þess vegna kjósum við frekar að vera samanherpt og háalvarleg en að hlæja í tíma og ótíma. Dálítið vandræðalegt Þegar þessar spurningar höfðu flogið um hugann undir kynningu Ástu Valdimarsdóttur sem leiddi hláturjógatímann ásamt Sunnevu Jörundsdóttur, þá var ég heldur bet- ur tilbúin til að hleypa út öllum þeim hlátri sem hafði verið bundinn niður í áranna rás. Ég taldi mig vera tiltölulega af- slappaða og geta hlegið og sprellað vandræðalaust. En þegar á hólminn var komið var ótrúlega erfitt að sleppa þessu lausu innan um ókunnugt fólk. Nán- ast vandræðalegt. Reka út úr sér tunguna Eitt það fyrsta sem við vorum látin gera, þetta fólk sem stóð þarna saman í hring, var að opna munninn, reka út úr okkur tunguna, horfa í augun á næsta manni og hlæja. Mér leið eins og hálfvita, verð bara að játa það. En þetta var samt skemmtilegt. Af því að það var hlægilegt að vera staddur í þessum einkennilegu að- stæðum, að hlæja eftir æfingum og þurfa að hlæja gervihlátri framan í annað fólk. En við vorum öll saman í þessum vandræðalega hláturpoka. Þykjustuhlátur varð fljótlega að al- vöruhlátri og hlátur er smitandi. Hlátrasköllin glumdu. Nánast háðir hláturæfingum Fólk átti greinilega miserfitt með þetta enda kom í ljós að sumir höfðu komið mörgum sinnum og voru því vel sjóaðir í hláturbrans- anum en aðrir voru að koma í fyrsta sinn eins og ég. Þeir sem höfðu kom- ið oft sögðust nánast vera orðnir háðir þessu, svo mikla vellíðan fengju þeir úr hláturjógatímum. Sama fólk sagði að í byrjun hefði þetta verið erfitt en auðveldara eftir því sem oftar væri stundað. Ég þyrfti því ekki að óttast, ég gæti sleppt hlátrinum hömlulaust eftir að hafa mætt í nokkra tíma. Og svei mér ef það var ekki auðveldara að hlæja eftir því sem leið á tímann. Að vekja í sér barnið Þær Ásta og Sunneva skiptust á að láta okkur gera hinar ýmsu hlát- uræfingar með fettum og brettum. Ein hláturæfingin gekk til dæmis út á það að hlæja svokölluðum síma- hlátri en þá héldum við hendinni upp að eyranu eins og við værum að tala við einhvern í símanum, gengum svo um og skellihlógum í símann um leið og við litum í augu þess sem við mættum, sem líka hló í sinn ímynd- aða síma. Þetta var því eins og að fara í leiki en það er einmitt stór hluti af þessu öllu saman: Að vekja í sér barnið. Ásta minnti okkur á að þegar við vorum börn þá hlógum við oft án þess að vita hvers vegna. Við hlógum stundum bara upp úr þurru og við gátum hlegið innilega að einhverju afskaplega einföldu. Hún hvatti okk- ur óspart til að taka upp þessa fyrri siði okkar í hversdagslífinu, því það mundi bæta almenna líðan okkar mikið. Þegar hún kynntist hlátur- Vekja skal hlátur með öllum ráðum Af einhverjum ástæðum virðist fólk missa hæfileik- ann til að hlæja við það að fullorðnast. Til að bæta úr því þótti blaðamanni tilvalið að prófa hláturjóga og komst að því að ótti okkar við að vera asnaleg er með- al annars það sem heldur aftur af hlátrinum. Fela Kuti Sá sem horft er til hjá Fela Kuti tribute band. „Ég verð að spila á Funk í Reykjavík á Nasa í kvöld. Dagurinn hefst því á æfingu klukkan tíu, ég er yfirleitt orðinn góður eftir þriðja eða fjórða kaffibollann, og ég verð á æfingu til klukkan fjögur,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari og söngvari. „Ég er að fara að æfa með Kristínu Bergs en ég spila undir hjá henni. Svo er ég að fara að æfa með hljómsveitinni minni, Moses Hightower, þar sem ég spila líka og syng með henni í kvöld en við vorum að gefa út plötuna Búum til börn. Hún er eiginlega bara hönn- uð til að vera „baby making music.“ Ég er líka að fara að spila með Fela Kuti tribute band, þannig að ég æfi fyrir það líka. Fela Kuti var tónlistarmaður frá Nígeríu og forkólfur afrobeat stefnunnar sem er sérstök afrísk tónlist, blanda af fönki og europa- músík. Felakuti tribute bandið verður lokaatriðið á Funk í Reykjavík, þetta er risaband og það verður mikil gleði.“ Steingrímur æfir ekki bara fyrir kvöldið því Moses Hightower verð- ur líka með útgáfutónleika í Iðnó næsta fimmtudag. „Þetta er fyrsta platan okkar og við erum rosaspenntir.“ Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari og söngvari. Hvað ætlar þú að gera í dag? Æfingar og spilamennska Morgunblaðið/Eggert Einbeitni Steingrímur er góður eftir nokkra kaffibolla. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf Á vefsíðunni Weebl’s stuff kennir ým- issa misgöfugra grasa. Þar eru ýmsar teiknimyndir, grín og blogg og fleira. Göfugustu grösin er að finna undir liðnum Toons en þar er að finna teiknimyndaseríuna The Everyday Happenings of Weebl (and Someti- mes Weebl’s Friend Bob). Er þar um að ræða súra sketsa af bestu gerð sem hófu göngu sína árið 2002. Fjallar serían um ævintýri tveggja egglaga kumpána, Weebl og Bob, sem eru sólgnir í bökur hverskonar. Kynlegir kvistir eru iðulega skammt undan; Chris the Ninja Pirate, Hairy Lee, Wee Bull og Angry Pierre. Einfaldleikinn fer Weebl og Bob vel og eru því eldri sketsarnir yfirleitt áhugaverðari og fyndnari; í seinni tíð hefur meiri vinna verið lögð í allt útlit og Flash-vinnu. Þó eru nýrri skets- arnir hreint ekki slæmir. Sá nýjasti er mikið afbragð en í honum kallar Weebls saman samtökin L.O.S.T (League of Smart Thinkers) til að svara áleitinni spurningu um bökur og beikon. Bob hellir upp á te. Weebl og Bob eru þó varla við allra hæfi og þeir sem fá tár í augun af hlátri yfir Friends og Everybody Lo- ves Raymond, ættu ef til vill að leita á önnur mið. Baka. skulias@mbl.is Vefsíðan http://www.weebls-stuff.com/ Skáldið Hér fer Weebl með stórkostlegt, framsækið ljóð um sín hjartans mál. Weebl, bökur og stundum Bob Indverski læknirinn dr. Madan Kat- aria fór af stað með hláturjóga í Mumbai á Indlandi árið 1995. Hann hafði kynnt sér rannsóknir sem sýndu mjög svo jákvæð áhrif hláturs á mannshugann og lík- amann og hafði því áhuga á að gera eitthvað markvisst til að örva hlátur fólks. Fyrst fór hann af stað með hláturjóga í almenningsgarði og þá skiptist fólk á að segja brandara til að fá hina til að hlæja. En það gekk ekki til lengdar og þegar Kataria komst að því að þykjustuhlátur hefur nákvæmlega sömu góðu áhrifin á huga og líkama og alvöru hlát- ur, þá fór hann að þróa hlátur- æfingar. Hann samtvinnaði hin- ar ýmsu pranayama-æfingar við hláturjógað og gerði djúpöndun, teygjur og slökun hluta af hláturjóganu. Kemur frá Indlandi UPPHAFSMAÐURINN Nú þegar hásumartíðin gleður sálir Íslendinga er um að gera að draga fram tjöldin og halda út á land með nesti og nýja skó. Fátt er skemmtilegra en að hóa saman góðum hóp með gítar og sönghefti, finna fallegan stað úti í guðsgrænni náttúrunni, hlaða upp steinum og kveikja í kolum, grilla góðgæti, borða saman með vindinn í hárinu og vaka fram á morgun, nóttin er jú svo óskaplega ung núna. Leggjast svo til hvílu í svefnpoka og vakna við fuglasöng. Sumir fara ævinlega með göngu- skóna með sér í útilegur og kanna nýjar slóðir, spranga upp um fjöll og firnindi og fylla lungun af dásamlegu íslensku fjallalofti. Ef sólin lætur á sér standa er um að gera að grípa með sér pollagalla og gúmmístígvél og njóta vætunnar. Endilega.... ...skellið ykkur í tjaldútilegu Morgunblaðið/Golli Unaðslegt útsýni Horft út á Þingvallavatn úr tjaldi á fallegum morgni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.