Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Til Vesturheims Forstjóri Iceland Express hefur mikla trú á Kanadaflugi. áhugi á Íslandi, og að sama skapi mikill áhugi á Manitoba á Íslandi,“ segir hann. Kanada sé framtíðar- staður. Nokkuð hefur verið rætt um að flugfélög hér á landi selji ferðir langt fram í tímann og það sé til marks um rekstrarerfiðleika þeirra. Matthías segir þetta af og frá. Hann segir rekstur félagsins ganga vel, félagið sé skuldlaust. Spurður um breytt eignarhald Icelandair Group segist hann ekki hafa sérstaka skoðun á því. Iceland Express kjósi að einbeita sér að eigin rekstri. einarorn@mbl.is Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, gefur lítið fyrir það að nokkrar ferðir til Kanada hafi verið felldar niður vegna lélegrar aðsókn- ar. „Það voru nokkrir þættir sem urðu til þess að ferðum til Winnipeg var fækkað. Allir vita um áhrif eld- gossins í Eyjafjallajökli. Við það bættist, að samstarfsaðili okkar úti hætti rekstri,“ segir hann. „Það var vissulega áfall, en hins vegar höfum við mjög mikla trú á Manitoba og Winnipeg. Þetta er markaður með yfir 1,5 milljónir íbúa og engar flug- ferðir til Evrópu. Þarna er mikill Hafa trú á Kanada þrátt fyrir skakkaföll STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAM Manage- ment, GAMMA: GBI, hækkaði um 0,1% í gær, í 6,4 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar, GAMMAi: Verðtryggt, hækkaði lítillega í 2,9 millj- arða króna veltu og óverðtryggði hlut- inn, GAMMAxi: Óverðtryggt, hækkaði um 0,2% í 3,5 milljarða króna við- skiptum. Heildarvelta skuldabréfa í kauphöllinni í gær nam því 6,4 millj- örðum króna. Lítil breyting í kauphöll ● Atvinnuleysi mældist að meðaltali 10% í maí í þeim sextán ríkjum Evrópusambandsins sem eru aðilar að myntbandalagi Evrópu. Er þetta sama hlutfall og í apríl. Í ríkjum ESB mældist atvinnuleysið að meðaltali 9,6% líkt og í apríl. Í gær voru einnig birtar tölur um at- vinnuleysi vestanhafs, en þar dróst það aðeins saman og nam 9,5% í maí, samanborið við 9,7% í apríl. Atvinnu- lausum fækkaði um 350.000, en þeim sem voru með vinnu fækkaði einnig, um 301 þúsund manns. Fólki utan vinnu- markaðar fjölgaði um 842.000 í mán- uðinum. Á Íslandi mældist atvinnuleysið 8,3% í maí. ivarpall@mbl.is Atvinnuleysi breytist lítið vestra og í Evrópu ● Olís, Olíuverslun Íslands, mun að öll- um líkindum flytja höfuðstöðvar sínar í september, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Núverandi höf- uðstöðvar, að Sundagörðum 2, voru auglýstar til sölu eða leigu í Við- skiptablaði Morgunblaðsins á fimmtu- daginn, en félagið seldi eignina árið 2007 og hefur leigt hana síðan. Félagið flutti í húsið árið 2002 og er myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. Hús- ið er á sjö hæðum, alls 4.400 fermetr- ar; hver hæð u.þ.b. 550 fermetrar að stærð. Olís flytur núna starfsemi sína í nýja glerturninn við Höfðatorg. ivarpall@mbl.is Olís flytur höfuðstöðvar að líkindum í september Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Í árshlutauppgjöri Íslandsbanka fyrir fyrsta fjórðung þessa árs er ekki tekið tillit til mögulegra áhrifa niðurfærslu gengistryggðra lána. Uppgjörið, sem birt var síðastliðinn fimmtudag, nær frá áramótum til og með 31. mars en þá var dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis- tryggingar lána vitaskuld ekki fall- inn. Undanfarnar vikur hafa bankar og lánastofnanir legið yfir bókum sínum og reynt að gera sér grein fyrir um- fangi væntanlegs áfalls sem kerfið verður fyrir, hvort sem miðað verður við samn- ingsvexti eða vexti Seðlabank- ans. Lítið sam- ræmi er í þeim ágiskunum sem komið hafa fram um umfang niður- færslu, en ætla má að um töluverðan fjölda milljarða sé að tefla. Þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í fyrir- huguðum dómsmálum verða slíkar tölur þó ekki annað en getgátur. Á bókum Íslandsbanka er töluvert gjaldeyrismisvægi. Samkvæmt at- hugasemd með uppgjöri bankans leiðréttist þetta misvægi að ein- hverju leyti við það að hluti við- skiptavina, sem hefur tekjur í krón- um, er með skuldbindingar í erlendri mynt. Slík lán eru meðhöndluð sem krónueignir, og leggur bankinn inn á afskriftareikning til að mæta hugsanlegum lánahækkunum vegna gengislækkunar krónunnar. Gengis- misvægið í lok fyrsta fjórðungs var um 43 milljarðar króna, og vinnur bankinn nú að því að draga úr því. Ekki tekið tillit til niður- færslu vegna gengislána  Uppgjör gefur lítið upp um áhættu vegna gengislána Birna Einarsdóttir, hafa gilda ábyrgðartryggingu hjá vá- tryggingarfélagi vegna hugsanlegs fjárhagslegs tjóns sem leitt getur af störfum þeirra, samkvæmt lögum um lögmenn frá 1997. Umfang og eðli ábyrgðar lögmanna fer eftir starfs- fyrirkomulagi þeirra, t.a.m. hvort þeir eru sjálfstætt starfandi, starfa á lög- fræðistofu eða sem hluti af lögfræði- deild banka. Viðmælendur Morgun- blaðsins úr lögfræðingastétt hér á landi hafa tekið undir það að þetta ákvæði laganna gæti komið til skoð- unar á næstunni þegar afleiðingar frekari dóma Hæstaréttar verða skýrar, teljanlegar í krónum og aur- um. Lánveitendur gætu krafist skaðabóta Morgunblaðið/Árni Sæberg Afleiðingar Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána heldur áfram að draga dilk á eftir sér og ekki sér fyrir endann á því.  Lögmenn gætu þurft að axla ábyrgð hafi þeir sýnt af sér vanrækslu í störfum Skaðabætur » Fjárhagslegt áfall banka og lánastofnana vegna endurmats á gengistryggðum lánum gæti hlaupið á tugmilljörðum. » Svo gæti farið að lögmenn sem komu að gerð samninga um viðkomandi lán bæru bóta- ábyrgð samkvæmt lögum. » Eðli ábyrgðarinnar fer eftir starfsfyrirkomulagi lögmanna, t.d. hvort þeir starfi sjálfstætt. FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Svo gæti farið að í ljós kæmi að lög- menn hefðu bakað sér bótaskyldu með aðkomu sinni að samningsgerð vegna gengistryggðra lána, sem nú hafa verið dæmd ólögmæt. Vissum skilyrðum þarf þó að vera fullnægt – sýna þarf fram á raunverulegt fjár- hagslegt tjón og að það sé sannanlega tilkomið vegna gáleysis í störfum lög- manns eða -manna. James Lee, bandarískur lögfræð- ingur sem hefur fylgst náið með þró- un mála hér á landi, segir það hafa verið sín fyrstu viðbrögð að bankar og lánastofnanir hlytu að beina sjónum sínum að lögmönnum. Lee, sem jafn- framt er ritstjóri hjá lagabókmennta- útgáfunni Thomson West, segir að sýna þyrfti fram á fernt. Í fyrsta lagi að gjörningurinn hafi verið borinn undir lögfræðing. Í öðru lagi að lög- fræðingi hafi láðst að benda á að gjörningur bryti í bága við lög. Í þriðja lagi að bankinn hafi treyst áliti lögfræðingsins og boðið lánin vegna þess. Að síðustu þarf að sýna fram á að tjón hafi hlotist vegna traustsins sem lagt var á orð lögfræðingsins. Rétt er að hafa í huga að bandarísk og íslensk lög eru vitaskuld ekki eins. Hér á landi er lögmönnum skylt að ● Dagsvelta með skuldabréf í kaup- höllinni í júní var sú mesta á árinu til þessa, samkvæmt tilkynningu frá kaup- höllinni. Heildarviðskipti með skulda- bréf námu 238 milljörðum í mán- uðinum, sem svarar til 11,3 milljarða króna veltu á dag. Ávöxtunarkrafa þriggja mánaða óverðtryggðu skulda- bréfavísitölunnar lækkaði (gengið hækkaði) um 118 punkta og stóð í 4,59% um mánaðamótin. Ávöxt- unarkrafa eins árs óverðtryggðu vís- istölunnar lækkaði um 30 punkta og er núna 4,24%. Krafa fimm ára óverð- tryggðu vísitölunnar lækkaði um 39 punkta og stóð í 5,66% um mán- aðamótin. ivarpall@mbl.is Dagsvelta með skulda- bréf ekki meiri á árinu Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið að leggja lægri skatt á námafyrir- tækin þar í landi en til stóð. Fyrr- verandi forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, hafði tilkynnt að til stæði að leggja 40% skatt á hagnað námafyrirtækjanna. Arftaki hans í embætti, Julia Gillard, hefur nú lækkað skatthlutfallið í 30%, en það eru kola- og málmgrýtisfyrirtækin sem eiga að greiða skattinn. Hins vegar munu gas- og olíufyrirtækin greiða 40% skatt, samkvæmt upp- lýsingum BBC. Minni námafyrir- tæki, sem eru með árlegan hagnað undir 50 milljónum Ástralíudala, 5,3 milljörðum króna, þurfa ekki að greiða viðbótarskatt. 30% skattur á náma- fyrirtækin                     !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-./0 +1/./2 ++3.1, ,/.1-1 +1.24- +4.25 ++3.5 +.0,4, +-4.03 +54.2- +,5.20 +1/.01 ++-.,3 ,+./5 +1.0,5 +4.21- ++3.-2 +.02/0 +-3./2 +54.-, ,+,.02-- +,5.40 +1/.15 ++-.4, ,+.+++ +1.0-, +4.004 ++-.+4 +.0204 +-3.51 +53.,4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.