Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Aukinn þrýstingur á kanslarann  Flokksbræður Merkel kalla eftir styrkari forystu  Stjórnin þykir standa afar veikum fótum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari sætir vax- andi gagnrýni úr röðum flokksbræðra sinna sem saka hana um að hafa mistekist að marka skýr skil á milli fyrri stjórnar Kristilegra demókrata, systurflokksins CSU og Jafnaðar- mannaflokksins annars vegar og núverandi stjórnar Kristilegra demókrata, CSU og Frjálsra demókrata hins vegar. Gagnrýnin er tekin alvarlega enda eru hér á ferð áhrifamenn í flokki kanslarans. „Stjórnin hefur glutrað niður tækifærinu til að marka nýtt upphaf,“ sagði Stanislaw Til- lich, forsætisráðherra sambandsríkisins Sax- lands og einn helsti áhrifamaður í flokknum. Vandinn gleymist ekki Financial Times fjallar um málið á vef sín- um en þar er haft eftir þingmanni Kristilegra demókrata að dagurinn sem Christian Wulff var kjörinn forseti Þýskalands í vikunni hafi verið „ömurlegur“ en hann er í flokki Merkel. „Sú staðreynd að uppreisnarseggirnir skyldu hafi kosið gegn Wulff, eða setið hjá, sýnir hversu djúpstæð óánægjan er. Kosning- arnar verða hugsanlega gleymdar eftir nokkr- ar vikur en ömurleg staða stjórnarinnar verður það ekki,“ sagði þingmaðurinn sem kaus að koma fram undir nafnleynd. Quentin Peel, blaðamaður Financial Tim- es, túlkar stöðuna í þýskum stjórnmálum þannig að nokkur mál kljúfi stjórn Merkel, ágreiningur sem fátt bendi til að verði leystur. Ofarlega á blaði séu ólík- ar skoðanir á því hvaða leið beri að fara til að stoppa upp í 1.725 milljarða króna fjár- lagagat í heilbrigðis- geiranum árið 2011, halli sem ýmsir telja að kalli á aukna kostnaðarþátttöku sjúklinga. Philipp Rösler, heilbrigðisráðherra Frjálsra demó- krata, vilji leggja flatt aukagjald á sjúklinga, hugmynd sem Kristilegir demókratar leggist alfarið gegn. Heldur sig á hliðarlínunni Peel víkur að stjórnunarstíl Merkel með þeim orðum að hún leyfi ágreiningnum að fara fram fyrir opnum tjöldum þar til menn ræði sig að niðurstöðu, stíll sem sé til þess fallinn að styrkja þá ímynd af stjórninni að hún sé ákvarðanafælin. „Það er ekkert sem bendir til að hún muni breyta um stíl,“ hefur Peel eftir áðurnefndum þingmanni sem óttast að staðan breytist ekki. Annar valkostur sé ekki í stöðunni. Leiðarahöfundur dagblaðsins Frank- furter Rundschau, sem þykir til vinstri, tekur hins vegar dýpra í árinni með þeim orðum að forsetakjörið, þar sem Wulff náði ekki kjöri fyrr en í þriðju tilraun þrátt fyrir að virðast hafa tryggan meirihluta, þýði að stjórn Merkel sé að hruni komin. Kínverski ofurhuginn Adili Wuxor, betur þekktur sem „prins bláþræðis- ins“, tiplar eftir streng sem liggur yfir „fuglahreiðrinu“, eins og ólympíu- leikvangurinn í Peking er gjarnan kallaður. Wuxor gerði sér lítið fyrir og sló heimsmetið í þessari íþrótt en undan- farna 60 daga hefur hann dvalið í litlum kofa á þaki leikvangsins á milli þess sem hann gengur 5 tíma á dag eftir strengnum. Tvo mánuði í háloftunum Reuters Eins og sjá má á kortinu hér til hlið- ar glíma Afganar enn við mikinn vanda vegna jarðsprengna. Þrátt fyrir mikinn árangur síðustu ár við að uppræta jarðsprengjur finnast þær enn víða. Fram kemur í skýrslu sem lögð var fram í öryggisráði SÞ í septem- ber að á mánuðunum 12 þar á undan hafi um 80.000 jarðsprengjur, sem komið er fyrir til að valda mönnum skaða, verið grafnar úr jörðu í land- inu. Á sama tímabili voru um 900 sprengjur sem ætlaðar eru skrið- drekum grafnar upp og samanlagt um 2,5 milljónir ósprunginna sprengna gerðar óvirkar í landinu. Jafnframt kemur fram að á árinu 2009 hafi dregið úr mannfalli vegna jarðsprengna í Afganistan en þá lét- ust um 50 manns að meðaltali af þeirra völdum á mánuði. Höfðu þá ekki færri fallið í um áratug. Heimild: Landmine and Cluster Munition Monitor Tölur byggjast á nýjustu gögnum. Ljósmynd/Reuters/Tim Wimborne Afganskur leitarmaður leitar að ósprungnum sprengjum nærri flugvellinum í Kandahar í apríl. JARÐSPRENGJUR Í AFGANISTAN Þrátt fyrir margra ára starf við að grafa upp jarðsprengjur í Afganistan hafa áratuga átök og herseta Sovétríkjanna skilið eftir sig meira en 650 ferkílómetra af landsvæði þar sem enn má finna virkar jarðsprengjur. Látnir 1.612 Slasaðir 10.457 Borgarar 5.607 Hermenn 504 Leitarmenn 441 Aðrir 5.517 Karlar 91% Konur 9% Börn 49% AFGAN- ISTAN PAKISTAN Kabúl Afganistan Kambódía Kólumbía Írak Indland Rússland Angóla Sómalía Búrma Laos 7.300 12.069 6.696 5.184 2.931 2.795 2.664 2.354 2.325 2.295 MESTA MANNFALLIÐ Á árunum 1999 til 2008 200 150 100 50 0 24 16 27 17 22 40 26 28 52 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 104 97 104 70 91 139134 176173 HREINSUN LANDSVÆÐA Í ferkílómetrum í Afganistan Vígvöllur Önnur svæði Uppræta ógnvald í jörðu Enn er þó mikið verk óunnið í Afganistan Þegar Þjóðverjar burstuðu Eng- lendinga 4-1 í 16- liða úrslitum HM í knattspyrnu í Suður-Afríku gjörþekktu þeir leik andstæðings- ins og uppskáru eftir því. Það kemur svo sem ekki á óvart nema fyrir þá sök að tveir þýskir námsmenn höfðu þá gert sér lítið fyrir og legið yfir upptökum af breska liðinu mánuðum saman, í því skyni að finna á því veikleika. Meðal þess sem þeir lögðu þýska liðinu í hendur voru ábendingar um hvernig það gæti tekið varnarmenn Englendinga út úr stöðum, uppskrift sem gekk fulkomlega upp í leiknum. Námsmennirnir léku þannig á Fabio Capello, hinn ítalska þjálfara breska liðsins, sem þiggur vel á ann- an milljarð króna í árslaun. Stúdentar kortlögðu Bretana Bretar eiga þó fyrir gervistyttu. Salt í sárin eftir HM Breskt efnafólk sem heldur sig í Kensington og Chelsea, auðmanna- hverfum Lundúna, getur vænst þess að lifa ríflega áratug lengur en efnalítið fólk í Blackpool, einu af fátækari hverfum borgarinnar. Fjallað er um málið á vef Guard- ian en þar segir að karlar í Blackpool lifi að meðaltali í 73,6 ár eða 10,7 árum skemur en karlar í Kensington og Chelsea. Fréttin byggist á úttekt stofnun- ar sem fer með endurskoðun opin- berra reikninga en þar segir að bil- ið hafi haldið áfram að aukast þrátt fyrir viðleitni jafnaðarmanna, sem nýlega slepptu valdataumunum eft- ir þrettán ára stjórnarsetu. Sama staða hjá konunum Bilið er jafn afgerandi hjá kon- unum en það er mest á milli kvenna sem búa í Lancashire- sýslu, þar sem meðalævin er 78,8 ár, og í fínu hverfunum tveimur þar sem konur lifa að meðaltali í 89,9 ár. Meðal þess sem skorta þykir í heilbrigðisþjónustunni í Bretlandi er að efnalítið fólk hafi nægan að- gang að blóðþrýstingslyfjum og lyfjum sem slá á magn kólestróls í blóði. Læknana skortir líka í fátæku hverfunum en í fréttinni er þó sér- staklega tekið fram að ýmislegt horfi til betri vegar í heilsugæslu til handa efnalitlum. Ríka fólkið lifir áratug lengur  Minni ævilíkur fátækra Breta Þau fínustu » Hverfin tvö, Kensington og Chelsea, voru vinsæl hjá ís- lenskum útrásarvíkingum. » Karl Bretaprins er meðal íbúa fyrrnefnda hverfisins. » Ný glæsiverslun Louis Vuit- ton, sem selur lautarferðasett á tæpar 8 milljónir króna, er sniðin að lífstíl þessa hóps. Það eru ekki aðeins leiðarahöfundar Frankfurter Rundschau sem hafa lagt drög að dánarvottorði stjórnarinnar. Þannig segir í Bild, einu útbreiddasta dagblaði Þýskalands, að vandaræðagang- urinn í kringum kjör Wulffs gæti reynst upphafið að keðjuverkandi ferli þar sem stjórnin myndi að endingu leggja árar í bát andspænis vandanum. Tök Merkel á kosningabaráttunni dragi leiðtogahæfileika hennar í efa. Berliner Zeitung var með líku lagi harð- ort en það túlkaði úrslitin sem „ósigur Merkel“. Þá komst tímaritið Der Spiegel svo að orði að kosningin væri „stærstu mistök“ Merkel. Gæti gefist upp BLÖÐIN ERU HARÐORÐ Angela Merkel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.