Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 31
Jóhanna mín, nú kveðjumst við í
hinsta sinn.
Ég veit að Guð hefur fagnað
komu þinni til sín og tekur vel á
móti þér, en við aðstandendur þín-
ir syrgjum og söknum þín. Þú
varst svo mikill gleðigjafi í lífi okk-
ar allra. Barnabörnin koma til með
að sakna þín, ömmu sem söng,
spilaði á spil og sagði skemmtileg
ævintýri og sögur. Þann stutta
tíma sem ég gisti á heimili þínu og
Eiríks, kynntist ég góðmennsku
þinni og gleði. Ég minnist þess að
þegar ég skildi gítarinn minn eftir
á glámbekk truflaði það þig í til-
tektinni á heimilinu. Þá var slökkt
á ryksugunni og gítarinn tekinn,
spilað og sungið allt upp í klukku-
tíma. Þrifin töfðust þá bara í þann
tíma og við fengum að njóta söngs-
ins og gítarhljómanna.
Ég mun alltaf minnast þín fyrir
glaðværð þína, hjálpsemi og góð-
mennsku.
Blessuð sé minning þín.
Einar Bjarnason.
Kæra Jóhanna Sæunn.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Megi góður Guð geyma þig,
elsku tengdó.
Hrönn Ágústsdóttir.
Kæra Jóhanna.
Það er einkennileg tilfinning að
þú sért farin. Það hefði verið gott
að hafa þig lengur hér í þessari
jarðvist. En svona er lífið. Þessir
brottfarartímar mannanna úr
þessum jarðneska heimi eru bara
þar sem þeir eru. Við sem eftir
stöndum getum aðeins fetað veg
minninganna í huganum og verið
þakklát fyrir þær liðnu stundir
sem okkur hafa verið gefnar.
Ég er þér afskaplega þakklát
fyrir margt. Ég er svo lánsöm að
hafa verið tengdadóttir þín und-
anfarin ár og finnst ég ríkari eftir
þann tíma, að hafa kynnst þér og
fólkinu þínu. Þú varst mér afskap-
lega góð og sýndir áhuga því, sem
ég og mitt fólk vorum að gera. Ég
þakka þér ferðirnar norður til okk-
ar Ottós og ómetanlega aðstoð.
Það var góð orka í kringum þig og
mikið ljós. Í þau skipti sem þú
komst til okkar, varstu nánast allt-
af með bók í hendinni, yfirleitt að
lesa eitthvað stórmerkilegt, blístr-
andi og sönglandi. Það var gefandi
að umgangast þig, þú gast ein-
hvernveginn fengið aðra til að
finnast þeir skipta máli, sást það
góða í öðrum og svo var oftast
stutt í kímnina.
Það er gott að hafa fengið tæki-
færi til þess að stjana smávegis við
þig, launa þér á einhvern hátt fyrir
það ómak sem þú varst síflellt
tilbúin til þess að veita öðrum.
Stundum fékk ég að njóta ein-
hverra gamalla minninga með þér
sem skutust upp á yfirborðið. Þeg-
ar við vorum að spjalla snerust
þessi minningarbrot oftast um
kórsöng eða eitthvað sem tengdist
músík. Þú söngst áður fyrr í kór
og hafðir greinilega notið þess
mikið.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnst yndislegu fjölskyldunni
þinni og því góða fólki sem í henni
er. Það er ómetanlegt ríkidæmi að
kynnast fólki sem er af heilindum í
hverju því sem það tekur sér fyrir
hendur.
Þú snertir hjarta mitt
með óendanlegri blíðu
gafst og gafst
allt, allt.
Uppspretta gæsku
af meiði þínum skynja ég mýktina
frá hjarta þínu
takmarkalausan kærleika.
(VS)
Takk fyrir mig.
Valgerður Stefánsdóttir.
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
✝ Helgi Hunter, áð-ur Geoffrey Tre-
vor Hunter, fæddist í
Surrey í Englandi 5.
mars 1935. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss 14.
júní 2010.
Foreldrar hans
voru Frederick Hun-
ter og Ingunn Ingi-
marsdóttir Hoffmann.
Bróðir Helga var Pet-
er John Hunter, f. 9.
júní 1933, d. 24. apríl
1962. Fósturforeldrar hans voru
Anna Jónsdóttir og Karl Krist-
insson; fóstursystkini eru Guðrún
Karlsdóttir og Kristinn Karlsson.
Árið 1958 kvæntist Helgi Lauf-
eyju Guðrúnu Lárusdóttur. Börn
þeirra eru þrjú. 1) Ingunn Anna
Helgadóttir, f. 18. janúar 1959;
maki Óli Harðarson, f. 11. maí 1949;
barn þeirra er Hörður Ólason, f. 17.
maí 1987; börn Óla, eru Lára Helen,
Ásta Kristín og Daníel Leó. 2) Lár-
us Hjörtur Helgason, f. 19. apríl
1961; maki Guðrún Pétursdóttir, f.
18. mars 1962; börn þeirra eru
Helgi Pétur, f. 4. janúar 1986; unn-
usta Sigurrós Hymer, f. 27. desem-
ber 1986; barn þeirra er Hrafn, f.
18. júní 2010. 3) Pétur Helgason, f.
25. ágúst 1965; maki Rósa Guðjóns-
dóttir, f. 24. september 1969; barn
þeirra er Hannes Guðjón, f. 7. sept-
ember 2009. Helgi og Laufey skildu
1976.
Helgi var í sambúð með Jóhönnu
Sæunni Jóhannsdóttur, f. 26. októ-
ber 1933, frá árinu 1980. Jóhanna
Sæunn lést 8. júní
2010. Börn Jóhönnu
eru Vernharður,
Ottó, María Anna,
Ágúst og Marína er
lést 18. janúar 1980.
Fyrstu æviárin ólst
Helgi upp í Englandi í
góðu yfirlæti ásamt
Peter John bróður
sínum. Þegar seinni
heimsstyrjöldin skall
á haustið 1939 fór að
harðna í ári í Bret-
landi og árið 1942,
eftir langvarandi loft-
árásir á London, með föðurinn í
hernum og móður veika af illvígum
sjúkdómi, var ákveðið að senda þá
bræður til Íslands og komu þeir
með herskipi til landsins 1942. Þeim
var komið í fóstur hjá frænda Ing-
unnar, Karli Kristinssyni og konu
hans Önnu Jónsdóttur. Helgi var
kallaður í breska herinn 18 ára
gamall og gegndi hann herþjónustu
í tvö ár. Árið 1956 sneri Helgi til
baka til Íslands og lærði prentiðn.
Hann vann sem prentari í nokkur
ár eða þar til að hann tók við
rekstri Björnsbakarís í Vallarstræti
4 að ósk Karls, fósturföður síns.
Hann lærði bakstur og varð bak-
arameistari Björnsbakarís ehf.,
Vallarstræti 4 og síðar v/ Skúla-
götu, þar til börn hans, Ingunn og
Lárus tóku við rekstrinum árið
1995. Helgi og Jóhanna áttu náðug
efri ár í bústaðnum sínum í Gríms-
nesi þar sem landið var ræktað af
mikilli alúð.
Helgi var jarðsettur 22. júní 2010
og fór útförin fram í kyrrþey .
Elsku hjartans afi minn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku afi minn, takk fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
saman.
Þinn
Hörður Ólason.
Helgi Hunter
Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3
Hafnarfirði, Sími: 822 4774
legsteinar@gmail.com
✝
Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka,
AÐALHEIÐUR ERNA ARNBJÖRNSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 28. júní.
Útförin fer fram frá Kristskirkju Landakoti, þriðju-
daginn 6. júlí kl. 15.00.
Fjóla Einarsdóttir,
Einar Ó. Arnbjörnsson, Runa Kerstin Arnbjörnsson,
Arnbjörn H. Arnbjörnsson, Bergþóra Karlsdóttir
og bræðrabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN GUÐJÓNSSON
listmálari,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn
30. júní.
Útförin auglýst síðar.
Sigurður Kjartansson, Hólmfríður Erla Finnsdóttir,
Bjarni Kjartansson, Lilja Grétarsdóttir,
Gunnar Hrafnsson, Sólveig Baldursdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
SIGURBERG BOGASON,
frá Flatey á Breiðafirði,
Kleppsvegi 32, Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 1. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Guðjónsdóttir,
Erla Sigurbergsdóttir, Haukur Már Haraldsson,
Margrét S. Sigurbergsdóttir, Þór G. Vestmann Ólafsson,
Guðjón Sigurbergsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, tengdasonar
og afa,
GUNNARS GEIRSSONAR
tæknifræðings,
Sóltúni 9.
Jytte Hjaltested,
Sigríður Gunnarsdóttir, Stefán Hallgrímsson,
Haraldur Gunnarsson, Ingibjörg Gísladóttir,
Hildur Gunnarsdóttir, Ásgeir Valur Snorrason,
Guðmundur Gunnarsson,
Björn Hjaltested Gunnarsson, Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir,
Grethe Hjaltested
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR
vefnaðarkennara,
Orrahólum 7,
sem lést föstudaginn 11. júní .
Þórður Sigurjónsson, Þórhildur Hinriksdóttir,
Auður Björg Sigurjónsdóttir, Kristinn Gíslason,
ömmubörn og langömmubörn.