Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 38
Berglind Björnsdóttir ljósmyndari
hlaut fyrir stuttu styrk úr Minning-
arsjóði Magnúsar Ólafssonar. Um-
sækjendur voru 70 talsins og marg-
ir með fleiri en eina umsókn.
Berglind er menntuð sem ljósmynd-
ari í Bandaríkjunum og lauk fyrir
stuttu námi í hagnýtri menningar-
miðlun við Háskóla Íslands. Hún
hefur hlotið fjölda verðlauna og við-
urkenninga hérlendis og erlendis,
auk þess að hafa tekið þátt í á þriðja
tug sýninga, ýmist einkasýninga eða
samsýninga.
Verkefni Berglindar sem styrkt
er heitir Kona og er ætlað að fjalla
um konur á öllum aldri, drauma
þeirra og þrár.
Í úthlutunarnefndinni voru Leifur
Þorsteinsson ljósmyndari fyrir hönd
afkomenda Magnúsar, Lárus Karl
Ingason, formaður Ljósmyndara-
félags Íslands, og María Karen Sig-
urðardóttir, safnstjóri Ljós-
myndasafns Reykjavíkur og
formaður sjóðsstjórnar.
Magnús Ólafsson (1862-1937) var
einn helsti frumherji í ljósmyndun
hér á landi og verk hans eru kjöl-
festan í safneign Ljósmyndasafns
Reykjavíkur. Afkomendur Magn-
úsar stofnuðu sjóð til minningar um
Magnús sem ætlað er að styrkja
ljósmyndun á Íslandi sem listgrein
og einungis ætlaður þeim sem vinna
að ljósmyndun á Íslandi. Sjóðurinn
var stofnaður árið 2000 og afhentur
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þetta
er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr
sjóðnum, en ráðgert er að veita
styrk úr honum þriðja hvert ár.
Berglind fær styrk úr
minningarsjóði Magnúsar
Styrkur María Karen Sigurðardóttir, Berglind Björnsdóttir, Sigrún
Tryggvadóttir, Magnús Karl Pétursson og Guðrún Tryggvadóttir.
Verkefni um konur á öllum aldri, drauma þeirra og þrár
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
Í dag kl. 16:00 opnar Ingunn
Fjóla Ingþórsdóttir sýningu í
Gallerí Ágúst sem byggist á
innsetningunni Painting Site.
Innsetningin er stórt og mikið
verk sem Ingunn Fjóla sýndi
fyrst í Cuxhavener Kunstver-
ein í Þýskalandi fyrir tveimur
árum.
Verkið er samsett úr fjöl-
mörgum mannhæðarháum tré-
plötum sem tengjast og mynda
skilrúm og gönguleiðir á milli. Hver plata má
segja að sé málverk í sjálfu sér en tengd saman
mynda skilrúmin abstrakt heim sem áhorfandinn
gengur inn í, nánast eins og völundarhús og
undraheim.
Myndlist
Ingunn Fjóla sýnir
í Gallerí Ágúst
Ingunn Fjóla
Ingþórsdóttir
Nú um helgina hefst 24. starfs-
ár Sumartónleika við Mývatn.
Fyrstu helgina verða tónleikar
bæði í kirkjunum í Reykjahlíð
og á Skútustöðum. Tónlistar-
mennirnir Kolbeinn Bjarnason
flautuleikari og Páll Eyjólfsson
gítarleikari leika á hvorum
tveggja tónleikunum, í kvöld
kl. 21:00 í Reykjahlíðarkirkju
og annað kvöld í Skútustaða-
kirkju, einnig kl. 21:00.
Sumartónleikar við Mývatn eru samstarfsverk-
efni Félaga tónlistarmanna og hljómlistarmanna
með styrk frá Tónlistarsjóði menningarmálaráðu-
neytisins. Aðgangur er ókeypis en tónleikagestir
geta stutt starfsemina með frjálsum framlögum.
Tónlist
Sumartónleikar við
Mývatn hefjast
Kolbeinn
Bjarnason
Leiðsögn verður um sum-
arsýningar Gerðarsafns á
morgun kl. 15:00. Á neðri hæð
er sýningin Gerður og Gurdji-
eff, sem vísar í það er Gerður
Helgadóttir byrjaði að iðka
hugrækt á sjötta áratugnum
hjá nemanda armenska dul-
spekingsins G.I. Gurdjieffs.
Á sýningunni Lífshlaup
Kjarvals og fleiri úrvalsverk í
einkasafni Þorvaldar og Ingi-
bjargar eru verk úr einkasafni Þorvaldar Guð-
mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður safns-
ins, gengur með gestum um sýningarnar og skýrir
fyrir þeim það sem fyrir augu ber.
Myndlist
Leiðsögn um
sumarsýningar
Guðbjörg
Kristjánsdóttir
Breska skáldkonan Beryl Bain-
bridge lést í gær á 76. aldursári.
Hún var einn þekktasti rithöfundur
Breta, hlaut tvívegis Whitbread-
verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna,
1977 og 1996, og var fimm sinnum
tilnefnd til Booker-verðlaunanna,
en fékk þau þó ekki.
Beryl Bainbridge fæddist í Liver-
pool 21. nóvember 1934. Hún átti í
talsverðum erfiðleikum framan af,
gifti sig snemma og varð síðan ein-
stæð móðir þriggja barna og hún
lýsti því sjálf að hún hefði reynt að
svipta sig lífi 1958 með því að
stinga höfðinu inn í gasofn.
Bainbridge framfleytti sér sem
leikkona, en tók síðan að skrifa
skáldverk í frístundum. Fyrsta
skáldsaga hennar, Harriet Said …,
sem hún lauk við 1958, þótti of op-
inská til að hægt væri að gefa hana
út, en var loks gefin út 1972 og
hlaut þá mikið lof. Það var ekki
fyrr en með skáldsögunni The
Dressmaker sem Bainbridge vakti
fyrst athygli. Sú bók var tilnefnd til
Booker-verðlaunanna og næsta bók
einnig, The Bottle Factory Outing,
sem kom út 1974 og hlaut Guardi-
an-verðlaunin sem skáldverk árs-
ins.
Ljósmynd/Little, Brown
Umdeild Beryl Bainbridge var af-
kastamikill rithöfundur.
Beryl Bain-
bridge látin
Einn helsti rithöf-
undur Bretlands
Ásgerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Jón Örn Loðmfjörð er ungt og upp-
rennandi ljóðskáld sem gaf nýverið út
ljóðabókina Gengismunur á vegum
Nýhil. Ljóðabókin er unnin með
ákveðinni tækni upp úr skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis en í henni
birtast ljóð sem tölva hefur unnið af
handahófi og segir Jón Örn að hann
hafi ákveðið láta tölvu vinna þetta í
von um að skapa eitthvað skemmti-
legt úr skýrslunni.
„Ljóðin voru unnin þannig að það
var tölva sem tók öll orðin úr skýrsl-
unni og greinir þau í nafnorð, sagnorð
o.s.frv. Síðan bjó ég til skapalón sem
stæla íslenskan módernisma allt frá
Tímanum og vatninu upp í nýrri verk.
Svo lét ég tölvuna troða orðunum úr
skýrslunni inn í þessi skapalón og að
lokum valdi ég úr það sem mér þótti
áhugavert. Úr varð þessi ljóðabók.“
Jón Örn segist hafa notað þessa
tækni áður einungis til að aðstoða við
sköpun en ekki unnið með þetta að
svona miklu leyti eins og hann gerir
nú. „Þarna geng ég bara út frá því
konsepti að tölvan taki yfir og geri
allt sem ég geri vanalega. Ég er mjög
meðvitaður um það hvaða áhrif tæki
hafa á mann og manns sköpun. Sem
ljóðskáld nota ég tölvu mjög mikið og
í staðinn fyrir að neita því að tölvan
hafi áhrif þá læt ég hana bara alveg
um ljóðið.“
Skýrsla rannsóknarnefndar Al-
þingis er gríðarmikið verk sem Ís-
lendingar biðu í ofvæni eftir fyrr á
þessu ári en ljóðin eru alfarið unnin
upp úr texta hennar. „Skýrslan er
rosalega massíft verk og jafnvel heil-
agt að einhverju leyti,“ segir Jón Örn
en hann skapar úr skýrslunni lista-
verk til að reyna að gefa fólki betri til-
finningu fyrir henni. „Það er af-
skaplega erfitt að skrifa um
skýrsluna án þess að einhverjir lofi
hana eða gagnrýni hana og ef maður
gerir það þá hefur maður örugglega
eitthvað óhreint á samviskunni. Mörg
orðin sem notuð eru í skýrslunni eru
mjög stór og flókin sem almenningur
þorir jafnvel ekki að nota og í staðinn
fyrir að taka þátt í umræðunni um
skýrsluna á alvarlegan hátt þá ætti
fólk bara að hafa gaman að henni og
grínast með hana.“
Jón Örn segir að það hafi komið sér
á óvart hverjir hafa sýnt ljóðabókinni
áhuga „Jakkafatafólk og buisness-
menn virðast hafa gaman af henni því
þetta eru svo mikið orð sem tengjast
viðskiptum og hagfræði en ætli þeim
þyki bókin ekki sniðug af því þeir
skilja orðin svo vel.“ Jón Örn segist
ekki vera að flytja neinn boðskap né
áróður um skýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar heldur sé þetta afrakstur til-
raunar með tölvutækni.
Tilraun Jón Örn Loðmfjörð vann ljóðabókina Gengismun upp úr skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis.
Tilraunir með
tölvutækni og
ljóðaformið
Eitt ljóðanna úr
Gengismun
ég ætla að staldra
við óstöðuleikann
við jöklabréfin verða
milljarðar stöðvaðir
undir lánanefndarfundi
þar sem sumarið
tekur skuldsetningu
Ljóð unnin úr rannsóknarskýrslunni
Gosið í Eyjafjallajökli var mikið
sjónarspil og sannkölluð veisla fyrir
ljósmyndara og nú rekur hver ljós-
myndabókin aðra með myndum frá
gosinu í Eyjafjallajökli. Í vikunni gaf
Salka út bókina Eldur uppi / Iceland
on Fire eftir Vilhelm Gunnarsson.
Bókin er í litlu broti og í henni ríf-
lega hundrað myndir, sú fyrsta tekin
24. mars en sú síðasta 30. maí sl. Auk
fjölda mynda af eldsumbrotunum
sjálfum eru í bókinni margar myndir
af íbúum á svæðinu sem sýna vel
hvaða áhrif hamfarirnar höfðu á líf
þeirra.
Vilhelm hefur starfað sem ljós-
myndari á Fréttablaðinu síðan 2003.
Hann hefur helst lagt áherslu á
frétta- og landslagsmyndir og mynd-
ir hans hafa birst í dagblöðum, tíma-
ritum og sjónvarpi víða um um heim.
Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda
ljósmyndasýninga og hlotið við-
urkenningar fyrir verk sín.
Eldur uppi á bók
Ný ljósmyndabók Vilhelms Gunnarssonar
Eldur Kápumyndin á Eldur uppi sýnir Skagfjörðsskála í Langadal í Þórsmörk.
Þar sem testosteron
á stóran þátt í
frammistöðu íþróttamanna,
hefur það löngum tíðkast að
þjálfarar banni allt kynlíf
kvöldið fyrir keppni. 44
»