Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Það er óumflýjan- legt að veröldin taki breytingum, það sann- aðist þegar ég fór í frí og kvaddi ykkur íbúana að kvöldi 1. júní og hlakkaði til að koma aftur til ykk- ar að 2 vikum liðnum. Það hefur ver- ið höggvið stórt skarð í hópinn okk- ar, Erla okkar fékk hjartastopp og er horfin úr þessum heimi. Þau okk- ar sem hlutu þau forréttindi að kynn- ast henni vita að þar var sterk per- sóna á ferð. Þegar ég byrjaði að vinna hjá ykkur tókst þú mig að þér og kenndir mér réttu handtökin. Þú varst einstaklega þolinmóð en stund- um hristirðu hausinn yfir brussu- skapnum í mér og sagðir: „Ég er öllu vön,“ en þetta lærðist og okkur gekk vel að komast í gegnum þetta saman. Við áttum þá sérvisku sameiginlega að vilja helst kalt kaffi og áttum við margar góðar stundir á kvöldin yfir köldu veigunum þegar hinir íbúarnir voru farnir að sofa. Þú hafðir svo gaman af að segja mér frá gömlu dögunum, bæði þeim góðu og slæmu. Þú talaðir af væntumþykju um systkini þín, börnin þeirra og barna- börn. Þú varst mjög ákveðin í því að halda góðu sambandi við þína nán- Erla Magnúsdóttir ✝ Erla Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1935. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 13. júní 2010. Útför Erlu fór fram frá Seljakirkju 18. júní 2010. ustu og notaðir stund- um kvöldin til að hringja í vini og ætt- ingja. Þú hafðir svo gaman af því að fara eitthvað í bæinn og vorum við búnar að skipuleggja nokkrar smáferðir í sumar. Við ætluðum í eina ferð í Kolaportið til að kaupa geisladiska í safnið þitt, einnig voru ferðir í Perluna og Kringluna á döfinni. Í dag hefðir þú mín kæra vinkona átt 75 ára afmæli og búið var að ráðgera mikla veislu. Því miður náði jarðvist þín ekki þeim áfanga, en þú munt vera í hjörtum okkar þegar við förum í Perluna og drekkum afmæliskaffi þér til heið- urs. Erla mín, ég vona að þú sért bú- in að hitta pabba þinn og þið séuð bú- in að fara í lautarferð með kaffi og jólaköku eins og í gamla daga. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Ég veit ekki eftir hvern þetta ljóð er, en það er í þínum anda, elsku Erla mín, takk fyrir allt. Þín vinkona, Bjarney Aðalheiður (Heiða). ✝ Jón Sölvi Helga-son fæddist að Efra-Apavatni í Laugardal 5. apríl 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þann 27. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Jóns- dóttir frá Stóru-Borg, f. 1875, d. 1969, og Helgi Guðmundsson frá Efra-Apavatni, f. 1877, d. 1958. Bræð- ur Jóns Sölva voru Guðmundur Kristinn, f. 1914, d. 1995, og samfeðra Skúli Helgason, f. 1916, d. 2002. Auk þeirra ólst upp á heimilinu Baldur Guðmunds- son til fullorðinsára. Jón Sölvi á eina dóttur, Rúnu Jónsdóttur, f. 25.9. 1948, hennar maki er Jón Þór Ragnarsson, f. 27.12. 1949. Þau eiga þrjú börn sem eru: 1) Eyjólfur Óli Jónsson, f. 3.4. 1970, sambýliskona hans er Emilía Jónsdóttir. Börn Eyjólfs eru: a) Jón Þór Eyjólfsson, f. 2.11. 1991, móðir Ingveldur Björg Jóns- dóttir. b) Anna Sóley Eyjólfsdóttir, f. 25.10.1995. c) Eyjólfur Snær Eyj- ólfsson, f. 13.3. 1998. d) Guð- mundur Helgi Eyjólfsson, f. 20.10. 1999, þeirra móðir er Elsa Lind Guðmundsdóttir. Emilía á tvö börn frá fyrra sambandi. 2) Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, f. 14.5. 1974, sam- býlismaður hennar er Jóhann Reynir Svein- björnsson. Þeirra dóttir er Thelma Rún Jóhannsdóttir. 3) Sig- ríður Jónsdóttir, f. 20.11. 1985, sambýlis- maður hennar er Örvar Ólafsson. Örv- ar á tvö börn frá fyrra sambandi. Barnsmóðir Jóns Sölva var Halldóra Sigurjónsdóttir, f. 1924, d. 1999, þau slitu samvistum. Jón Sölvi dvaldi alla sína ævi á Efra-Apavatni utan nokkurra ára er hann var ungur maður á vertíð í Grindavík og einnig var hann nokkur ár í Reykjavík þar sem hann starfaði sem atvinnubílstjóri á bifreiðastöðinni Bifröst. Árið 1951 tók hann við búi foreldra sinna ásamt Guðmundi Kristni bróður sínum og bjuggu þeir tveir saman þar allt þar til Guðmundur lést árið 1995 og bjó Jón þá einn á búi sínu þar til Rúna dóttir hans flutti ásamt Jóni Þór manni sínum að Laugarvatni árið 1999 en þá tók Jón Þór við að hugsa um búskap- inn og hefur gert það til dagsins í dag. Útför Jóns Sölva fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 3. júlí 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður að Mosfelli. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson)# Elsku afi. Nú er komið að kveðju- stundinni og ég er bara ekki tilbúin fyrir hana, mig langar ekki til að sleppa takinu. Þegar við vorum hjá þér á sunnu- daginn, ég, Jói og Thelma Rún, þá fann ég að þú varst orðinn þreyttur en ég gerði mér samt ekki grein fyr- ir því að eftir rétt rúma þrjá klukkutíma yrðir þú búinn að yf- irgefa þetta jarðlíf og ég er svo þakklát fyrir það að við skyldum eiga þessa stund saman. Þú sitjandi á stól, við í kringum þig og við spjölluðum um daginn og veginn, gerðum grín og hlógum mikið. Ég á ótal margar minningar um samverustundirnar okkar sem eru svo dýrmætar og það sem er mér einnig afar dýrmætt er hvað litla stelpuskottið mitt hún Thelma Rún kynntist langafa sínum vel og að hún skuli líka eiga fullt af góðum og fallegum minningum. Þú varst mik- ill áhugamaður um landið og hafðir ferðast víða og hafðir unun af ferða- lögum. Hálfum mánuði áður en þú lést ákváðum við litla fjölskyldan að bjóða þér á rúntinn í fallegu veðri. Þú ætlaðir alls ekki að nenna út en með smá þolinmæði og tiltali fórum við út að keyra. Við fengum okkur ís og fórum og skoðuðum nýju brúna yfir Hvítá og hana fannst þér mjög gaman að sjá. Við vorum í góða tvo klukkutíma úti að þvælast og svo enduðum við þennan bíltúr okkar á því að keyra niður að vatni og svo keyrðum við hringinn sem þú varst vanur að fara daglega meðan þú keyrðir sjálfur, upp á tún, upp á Kjöl og þar var stoppað og horft yf- ir sveitina þína, jörðina þína og yfir kindurnar þínar sem voru um allt að kroppa með lömbin sín. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þennan dag og þessa stund með þér því ekki óraði okkur þá fyrir því hversu stutt þú ættir eftir. Þú varst svo mikill viskubrunnur á svo marga hluti og kvæðin og vísurnar sem þú kunnir voru óteljandi og því miður hafði ég ekki vit á því að punkta hjá mér kveðskapinn sem þú fórst svo oft með fyrir mig. Ég gæti setið hér og skrifað endalausar minningar á blað því við vorum mjög náin og höfum átt svo margar samverustundir en ég kýs að eiga þær fyrir mig því þú varst þannig gerður að þú vildir ekki beina athyglinni um of að þér sjálf- um þannig að við eigum þetta okkar á milli, elsku afi minn. Þín er sárt saknað af mér, Jóa og Thelmu Rún og af okkur öllum í fjölskyldunni og einnig er missir Björgólfs mikill því ykkar vinskapur var engu líkur og algjörlega ómetanlegur. Það verður tómlegt að koma að Apavatni þegar enginn afi er til staðar og Thelma mín er mikið búin að spá í það hvernig verði nú á Apavatni þegar langafi er ekki lengur þar.Við eigum ótal margar góðar og fallegar minn- ingar og með þær í hjarta kveð ég þig hinsta sinni, elsku afi minn, og þakka þér samfylgdina. Megir þú hvíla í friði. Guðbjörg Þóra. Jón Sölvi frá Efra-Apavatni var frændi konu minnar og þannig kynntumst við og höfum við verið góðir vinir. Jón lifði nær alla tutt- ugustu öld. Bærinn sem hann ólst upp á var með þiljaða baðstofu og trégólf en göngin og eldhúsið, sem var hlóðareldhús, voru með mold- argólfi og lögð hellum. Einu skórnir voru sauðskinnsskór sem foreldrar hans sniðu og saumuðu. Rafmagn var ekki á bænum og lýst upp með kertum og olíulömpum. Á unglings- árum vann Jón við vegagerð en þá var unnið að lagningu vegar að Laugarvatni. Fram að því voru eng- ir vegir um sveitina. Jón gekk í skóla á Laugarvatni og þurfti að ganga daglega klukkustundargang frá Apavatni að Laugarvatni báðar leiðir og oft í frosti og snjó. Á leið- inni þurfti hann að vaða Kvíslarnar og þá fór hann úr sokkum og skóm til þess að þeir blotnuðu ekki og óð svo berfættur jökulkalt vatnið. Líf fólks hefur því breyst mikið á ævi- ferli Jóns. Jón fór ungur til sjós. Hann reri á opnum báti frá Grinda- vík. Áhöfnin var 10 menn. Síðar flutti Jón til Reykjavíkur og bjó að Hverfisgötu 58. Um tíma vann hann á eyrinni meðal annars í uppskipun hjá Kveldúlfi. Eitt sinn strandaði finnskt flutningaskip með sykurf- arm utan við Gróttu. Jón aðstoðaði við að bjarga því af farminum sem bjargað varð en sykursekkirnir, sem voru neðst í lestinni, blotnuðu. Farið var á báti út að skipinu og sykursekkirnir fluttir í land. Hvern sekk þurfti að bera með handafli. Jón tók þrjá sekki með sér í lokin en menn máttu eiga þá sekki sam- kvæmt tollstjóra því þeir voru hugs- anlega skemmdir. Jón gaf eitthvað af sykrinum en seldi mestallt bruggurum. Síðar keypti Jón vöru- bíl og ók á honum möl í Reykjavík- urflugvöll þegar flugvöllurinn var í byggingu á stríðsárunum. Vörubíll- inn var Ford, árgerð 1929 án sturtu. Seinna gerðist Jón leigubílstjóri í Reykjavík og kynntist þannig mörg- um bæjarbúum. Um 1960 flyst Jón aftur að Efra-Apavatni. Jón og Guð- mundur bróðir hans bjuggu síðan saman á bænum. Á unglingsárum Jóns var klakstöð og silungsrækt á bænum. Jón var bóndi fram á síðasta dag en eftir að líkamlegt þrek fór að minnka hafa Rúna dóttir Jóns og Jón Þór tengdasonur hans aðstoðað hann mikið við rekstur búsins. Þau hafa reynst Jóni ákaflega vel. Krist- ján konungur X. kom til Íslands sumarið 1921 og ferðaðist meðal annars að Laugarvatni. Jón var þar ásamt fleirum úr sveitinni. Jón sagði að konungur hefði stigið af hvítum hesti og heilsaði öllum börn- unum með handabandi og einnig Jóni. Jóni þótti vænt um þessa kveðju. Jón var góður smiður bæði á tré og járn. Hann var glaðlegur og hló oft við eldhúsborðið þegar við ræddum pólitík og ekki síst banka- hrunið 2008. Hann var mjög sjálf- stæður, hafði ákveðnar skoðanir og stoltur Íslendingur. Hann var t.d. eindregið á móti ESB-aðild. Jón var minnugur á nöfn og kunni frá mörgu að segja. Hann hafði mjög gaman af að ræða um stjórnmál og pólitík og var mikill framsóknar- maður. En síðustu æviárin var hann farinn að efast um flokkinn og kaus að fara ekki á kjörstað. Ég sendi ættingjum Jóns mínar innilegu samúðarkveðjur. Auðun. Fallinn er frá í hárri elli góðvinur minn og félagi, Jón Sölvi. Ég kynntist Jóni aðeins lítillega á mínum yngri árum, hitti hann að- allega í réttum og þegar var verið að sækja kindur milli bæja eftir smölun í Lyngdalsheiðinni. En seinna þegar ég fór að þvælast um heiðina á snjósleðum á veturna og í tófuveiðum á vorin þurfti ég oft að fá að fara um landareign hans. Allt- af var það sjálfsagt mál og boðið upp á kaffi. Já, það var notalegt að koma í hlýtt húsið hjá honum, kaldur og hrakinn. Ekki þótti Jóni slæmt ef hann gat strítt mér á því að ég væri orðinn bensínlaus og gat hann þá yf- irleitt hjálpað upp á sakirnar. Síð- ustu ár hef ég komið reglulega til Jóns og alltaf komið endurnærður þaðan. Jón var þrátt fyrir háan ald- ur ótrúlega minnugur og fylgdist með öllu. Hann las blöðin spjald- anna á milli, hlustaði á fréttir í út- varpi og sjónvarpi. Þó að hann byggi einn var eins og hann frétti allt. Oft sagði hann við mig: „Hvað veistu þetta ekki, fréttir þú aldrei neitt?“ Hann þekkti landið mjög vel og vissi um staðhætti víða. Mér fannst alltaf að Jón væri töffari af Guðs náð, og það sem betra var að það eltist ekkert af honum. Hann var með mikla bíladellu og tækja- dellu ýmiss konar, já, öll hans tól og tæki þurftu að vera í góðu lagi og af betri gerðinni. Hann átti t.d. alltaf nýjustu og bestu gerðir af öllum tegundum af símum, ótrúlega tæknivæddur miðað við aldur. Á yngri árum tók Jón mikið af myndum. Það er okkur hjónum ógleymanlegt þegar við fengum að skoða þær með honum og fjölskyldu hans. Hann lýsti fyrir okkur mynd- unum en þetta eru slides-myndir, sýndar upp á vegg, að sjálfsögðu með græjum af bestu gerð. Jón átti góða fjölskyldu og góðan vin, Björg- ólf í Lækjarkvammi, sem gerðu honum kleift að vera heima til 97 ára aldurs og er það ómetanlegt í nútímaþjóðfélagi. Um leið og ég kveð góðan vin, þakka ég honum, Rúnu og Jóni Þór fyrir allar skemmtilegu stundirnar á Efra- Apavatni. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Tómas Tryggvason. Jón Sölvi Helgason Þegar „sumarfesti- valið“ okkar hópsins átti að vera núna um miðjan júní, eins og ávallt, breytti vegur- inn allt í einu um stefnu. Örin benti í aðra átt og vegurinn endaði skyndilega, þar sem sorgin beið. Við kveðjum kæra vinkonu, hana Dóru okkar, sem eftir snarpa, stutta og erfiða baráttu við krabbamein varð að lúta í lægra haldi. Á þriðja tug ára höfum við, hópurinn, farið um marga vegina og átt yndislegar samverustundir. Nú er stórt skarð komið í hópinn, þar sem stutt er liðið síðan einn úr hópnum féll frá. Móðir, kona, meyja sem hélt utan um fjölskyldu sína af mikilli alúð, vinur vina Halldóra Böðvarsdóttir ✝ Halldóra Böðv-arsdóttir fæddist á Akranesi 3. janúar 1949. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 9. júní sl. Útför Halldóru fór fram frá Akra- neskirkju 16. júní 2010. sinna, ráðagóð, ljúf, og hárgreiðslukona að ævistarfi. Þannig, í fáum orðum, er hægt að lýsa Dóru okkar og við minn- umst hennar þannig. Þakklát fyrir að hafa átt hana sem vin, og þakklát fyrir allar góðu stundirn- ar, biðjum við góðan Guð og englana að vísa henni leið á nýj- um og ókunnum veg- um. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Dodda og fjölskyldu. Við biðjum Guð að geyma þau á þessum erfiðu tímum. Jeppahópurinn, Sigríður Gróa og Helgi, Aðalheiður Ólöf og Benedikt, Lilja og Hjörtur. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.