Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 33
klukkustundunum saman hjá henni og spjallað út í eitt um hvað sem er. Amma mín var dugnaðarkona og hafði margt í sínu fari sem er hægt að taka sér til fyrirmyndar, allt sem hún tók sér fyrir hendur kláraði hún og gerði hlutina eins vel og hægt var og hún hafði alltaf allt á hreinu. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki litið í heimsókn til ömmu að spjalla þegar ég kem heim í frí- um frá skóla eins og ég hef gert síð- ustu árin en minninguna um hana og brosið sem mér þótti svo vænt um mun ég alltaf geyma. Herdís Magna Gunnarsdóttir. Gengin er Magna Jóhanna Gunn- arsdóttir, eiginkona Jóns Egils Sveinssonar móðurbróður míns og móðir frænda minna, Sveins, Gunn- ars, Egils, Þrastar, Róberts og Björns. Sveinn afi minn og synir hans, Jón Egill og Ingimar, bjuggu félagsbúi á Egilsstöðum. Ég ólst mikið til upp í húsi afa og ömmu, og móðurbræður mínir og þeirra fjöl- skyldur hafa verið mér sem fjöl- skylda og systkin alla tíð og alltaf tekið mér og mínu fólki opnum örm- um. Magna var mikil húsmóðir og stýrði heimili sínu af styrk og prýði. Með sex öfluga og óstýriláta stráka og skapmikinn eiginmann var það áreiðanlega ekki alltaf tekið út með sældinni en reglusemi og metnaður var henni í blóð borinn og heimilið og framganga drengjanna bar þess gott vitni. Heimasaumuð jakkaföt, skyrtur, úlpur og peysur, eins og úr fínustu búðum, spruttu fram úr höndum hennar eins og ekkert væri og oftar en ekki sat hún inni á Sauma, eins og eitt herbergið var kallað, þegar ég kom í heimsókn. Magna var geðrík kona og ekki alltaf auðvelt að umgangast hana. Hún gat skammað mann hressilega en oft átti maður það reyndar skilið. Sumarpart bjó ég útfrá hjá þeim þegar mamma var erlendis, líklega hef ég verið á ellefta árinu, og kom einu sinni inn, á flótta undan ein- hverjum stráknum og fór ekki úr skónum í óðagotinu. Það hafði rignt og ég sporaði inn allan ganginn. Yfirhalninguna sem ég fékk hjá Mögnu man ég enn, en hún húð- skammaði strákana líka fyrir að vera að stríða mér. Réttlæti var henni í blóð borið. Magna var heilsteypt kona með ákveðnar skoðanir, alltaf trú sann- færingu sinni og ætíð stór í sniðum. Sumarið sem móðir mín bar mig undir belti bjó hún heima hjá Mögnu og Jóni Agli sem þá voru ný- flutt í sitt hús. Hvíslandi spurning- um hneykslaðra eldri frænkna um hver væri faðir að barninu, svaraði Magna að bragði: „Þið skuluð bara spyrja hana sjálfa!“ og stöðvaði þannig snarlega frekara hvískur. Móðir mín mat Mögnu alla tíð mik- ils og sagði mér þessa sögu oftar en einu sinni til marks um mannkosti hennar. Þeir komu enda ekki síst fram í staðföstum stuðningi Mögnu við móður mína í veikindum hennar síðar. Mögnu verður ekki minnst án þess að nefna garðinn við hús þeirra hjóna þar sem þau hafa í gegnum árin blandað af sérstöku listfengi einkennum skrúðgarðs og villtrar náttúru þar sem hver tegund jurta fær að njóta sín. Þarna renna lækir eins og úti í íslenskri náttúru, þarna er gosbrunnur eins og í erlendum skrúðgörðum, þarna vaxa stórar, suðrænar blómjurtir innan um eini, birki og smágerð, íslensk blóm í hlöðnum steinbeðum. Magna var ákaflega fríð kona, dökk að yfirbragði og svipsterk. Mér þótti það undursamlegt fyrir tæpu ári, þegar mér var sýnd són- armynd af yngsta afkomandanum, Heklu Líf Eiríksdóttur, að sjá þar fagurmótaðan munnsvip langömm- unnar Mögnu, sem flestir sona hennar og svo margir annarra af- komenda bera, svo skýran á ófæddu barninu. Jóni Agli frænda mínum, sonum þeirra Mögnu öllum og fjölskyldum þeirra, vottum við Gríma samúð okkar við fráfall hennar. Megi minning Mögnu veita frið. Ingunn Ásdísardóttir. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 ✝ Sonur minn, bróðir okkar og mágur, DR. KJARTAN G. OTTÓSSON prófessor, við háskólann í Osló, sem lést mánudaginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 11.00. Gyða Jónsdóttir, Óttar Ottósson, Helga Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, Theodór Ottósson, Árný Elíasdóttir, Helga Ehlers, Reinhard Wolf. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLS SIGURBJÖRNSSONAR fv. skattstjóra, Grundargerði 3d, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Aðalheiður Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Hallsson, Ane Thomsen, Margrét Hallsdóttir, Kristinn Einarsson, Gunnar Hallsson, Friðrik Haukur Hallsson, Angelika Woldt-Hallsson, Þórarinn Óli Hallsson, Karin Rova, Hallur Heiðar Hallsson, Hlynur Hallsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir minn og afi okkar, DAÐI DANÍELSSON, dvalarheimilinu Höfða, síðast Stillholti 19, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða 15. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elín Ingibjörg Daðadóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir þann hlýhug og vináttu sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HJALTA BJARNASONAR fyrrv. bifreiðastjóra, frá Sólvangi, Árskógsströnd. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð og lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri, fyrir persónulega og hlýja umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Gíslína Vigfúsdóttir, Bjarni H. Hjaltason, Anna G. Sigurðardóttir, Bjarki V. Hjaltason, Dýrleif K. Steindórsdóttir, Elín Hjaltadóttir, Þórarinn Kristjánsson, Reynir Gísli Hjaltason, Helga Ó. Finnbogadóttir, Vignir Hjaltason, Edda B. Kristinsdóttir, Vigdís E. Hjaltadóttir, Guðmundur Þ. Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við minningu elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS RAGNARS BJÖRGVINSSONAR garðyrkjufræðings, Rjúpnasölum 8, Kópavogi, sem lést föstudaginn 11. júní. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans Fossvogi og séra Gunnars R. Matthíassonar fyrir ómetanlegan stuðning. Elsa Hildur Óskarsdóttir, Björgvin Jónsson, Guðlaug Hrönn Björgvinsdóttir, Óskar Jónsson, Þóra Hrönn Óðinsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þórður Helgi Jónsson og barnabörn. ✝ Elskuleg mamma okkar, tengdamamma og amma, KLARA BJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 30. júní að Hornbrekku, Ólafsfirði. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 14.00. Bjarkey Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannsson, Hrólfdís Helga Gunnarsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Maria Kærulf og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR BJARNASONAR leigubílstjóra, Markholti 22, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á krabbameinslækningadeild 11E og Karitas konum, fyrir hlýja og persónulega umönnun í veikindum hans. Hanna Þóra Bergsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Gunnar Örn Steingrímsson, Gígja Magnúsdóttir, Magnús Andri Pálsson, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BRYNTÝS ZOEGA MAGNÚSSONAR, Dalbraut 16, Reykjavík. Pálína Ellen Jónsdóttir, Örn Björnsson, Jóhanna Guðrún Zoega Jónsdóttir, Ragnar Ólafsson, Helgi Jón Jónsson, Heiðar Bryntýr Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 60, áður til heimilis að Syðsta-Ósi í Miðfirði. Þorvaldur Böðvarsson, Hólmfríður Skúladóttir, Hólmfríður Böðvarsdóttir, Sveinn Kjartansson, Jón Böðvarsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir, Pétur Böðvarsson, Hildur Árnadóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit- inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.