Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 ✝ Jóhanna SæunnJóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 26. október 1933. Hún lést á heimili sínu 8. júní 2010. Foreldrar Jó- hönnu voru hjónin Jóhann Þorkelsson og Þorbjörg Magn- úsdóttir. Þorbjörg móðir Jóhönnu missti mann sinn af slysförum 17. maí 1933, frá sjö ungum börnum en það átt- unda, sem var Jóhanna, bar hún undir belti. Þorbjörg reyndi eftir sínu besta megni að sjá fyrir börnunum en á endanum þurfti að ganga í að koma börnunum fyrir. Þau fóru þá eitt af öðru út á land, inn í bændasamfélagið sem tók við ungviðinu eins og al- siða var þá á þeim tíma. Jóhanna var stilltust og því valin fyrst til að fara úr hópnum. Fimm ára var Jóhanna send í fóstur að Reykj- um í Miðfirði. Hún sagðist sjálf hafa séð mömmu sína í rósrauð- um bjarma, en fékk mjög sjaldan skólasystrum sem haldið hafa hópinn allt til dagsins í dag. Fluttist Jóhanna svo til Reykja- víkur. Þegar Jóhanna vann á Sil- ungapolli kynntist hún fyrri manni sínum, Eiríki Her- mannsyni, sem var Þjóðverji ætt- aður frá Austur-Prússlandi, þau giftust nokkru síðar þann 2. júní 1956. Hann lést árið 1985. Eirík- ur og Jóhanna bjuggu lengst af í íbúð sinni að Melabraut 42 á Sel- tjarnarnesi. Eiríkur vann við sjó- mennsku og önnur störf, fékk síð- an fasta vinnu sem vörubílstjóri hjá Seltjarnarnesbæ. Jóhanna og Eiríkur eignuðust fimm börn, þau Vernharð, Ottó, Maríu Önnu, Ágúst og Marínu sem lést af slys- förum árið 1981. Barnabörn Jó- hönnu og Eiríks eru nú 12 og barnabarnabörn 11. Jóhanna og Eiríkur skildu árið 1980. Jóhanna vann til lengri tíma í Björnsbak- aríi, við þrif, afgreiðslu og fleira, síðan á skrifstofu. Vann Jóhanna hjá Sundlaug Vesturbæjar um nokkurt skeið og lauk þar störf- um skömmu eftir að hún komst á eftirlaunaaldur. Jóhanna kynntist sambýlis- manni sínum, Helga Hunter, við störf sín hjá Björnsbakaríi. Þau bjuggu saman hátt í 30 ár, en Helgi lést skömmu á eftir Jó- hönnu, þann 14. júní 2010. Útför Jóhönnu Sæunnar fór fram 16. júní 2010. að sjá hana. Lítið var um menntun, en Jó- hanna þurfti að vinna mikið og leggja hart að sér frá upphafi, bera mikið vatn úr bæj- arlæknum og vinna mörg erfiðisstörf. Einnig bar hún póst út á hesti um allar sveitir. Hún var allt sitt líf mikið náttúrubarn, hún elskaði hesta, gat sungið og notið þess að vera úti í náttúrunni á meðan hún kom pósti og bögglum á sinn stað í sveitinni. Þegar Jóhanna var orð- in stálpuð, tók hún það í sig að flytja í tjald úti á túni með bækur og aðrar eigur sínar. Dvaldi hún þar uns bleyta og vetur hröktu hana aftur inn í húsið. Hún var alltaf sjálfstæð og langaði að standa á eigin fótum. Hún gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Fór í Húsmæðraskólann á Varma- landi í Borgarfirði 1952-1953 þar sem hún kynntist yndislegum Ég minnist þín, móðir mín, með hlýju í hjarta, þú varst yndisleg móðir. Ég minnist þess hvað ég naut þess að bjóða vinkonum að kíkja á eldhúsgluggann til að hlusta á þig syngja við eldhúsverk- in. Oft kom fyrir að þú réttir okk- ur út um gluggann eitthvert góð- gæti, sem þú hafðir búið til sjálf. Mér fannst ég eiga bestu mömmu í heiminum. Þegar þú varst í Liljukórnum og Neskirkju- kórnum, yndislegar minningar þegar þú varst að æfa þig á milli kóræfinga, baðst mig gjarnan að syngja lagið og svo raddaðir þú lögin og sálmana, raddirnar hljóm- uðu svo fallega. Þá hlógum við mikið, brosið þitt og birtan sem umkringdi þig alltaf, móðir mín, varðveitist að eilífu í minningu minni. Hvað þú varst alltaf góð við alla, hvort sem það voru menn eða dýr. Líf þitt var ekki dans á rósum, en þú gast dregið fram það fallega og reynt að varðveita það. Síðasta bíóferðin sem við fórum í, við vorum tvær einar í litlum bíósal, nutum þess í botn, gátum talað saman á meðan við horfðum á „konumyndina“ eins og við köll- uðum hana. Mamma þekkti alla leikarana með nafni, hún var alltaf svo vel að sér um svo margt, svo vel lesin og fylgdist vel með. Alltaf athugaði mamma hvort mér væri kalt á höndunum hvar sem við vor- um, lánaði mér gjarnan vett- lingana sína, ef ég var ekki með mína, svo skiptumst við á að hafa vettlingana svo að okkur væri ekki kalt. Jóhanna hélt alltaf áfram, var iðin og dugleg, umhyggjusöm og hlý. Hún prjónaði hlýja vettlinga og sokka á börnin, barnabörnin og langömmubörnin eftir því sem hún gat, reyndi að gæta þess að enginn væri með kaldar hendur eða fætur. Verkin voru látin tala til hennar síðasta dags, það var hennar leið til að tjá væntumþykju og kær- leika. Ég kveð þig með sárum söknuði, en er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég hef fengið að eiga með þér, elsku móðir mín og vinkona. Ég veit að í hjarta mínu og í minning- unni verður þú alltaf hjá mér. Hvíldu í friði. Eins og þú, elskuleg móðir mín, skrifaðir nú fyrir stuttu í ljóði sem hæfir svo vel á kveðjustund sem þessari. Hvað ætlarðu að svífa, þú syngjandi vor með sólina og blæinn. Að kæta hvert auga, að kyssa hvert blóm, að kveða við allt, sem vill heyra þinn róm? Ég flýg með þér, vor, út um vellina skógana og sæinn. (Þorsteinn Erlingsson). Þín dóttir, María Anna Eiríksdóttir. Elsku hjartans Jóhanna amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma Jóhanna, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þinn Hörður Ólason. Elsku amma. Mikið er sárt að kveðja þig. Minningarnar streyma í gegnum huga okkar systkinanna svo margar, góðar og skemmti- legar. Þú tókst alltaf á móti okkur með bros á vör og alltaf ríkti gleðin í kringum þig. Þær voru ófáar stundirnar sem þú eyddir með okkur þegar við vorum börn við spjall, spil og bæjarferðir. Þér þótti svo gaman að fara í bíó og nutum við þess að fara með og var þá oft hlegið mikið og lengi. Augun þreyttu þurftu að hvíla sig. Það er stundum gott að fá að sofa. Armar drottins umlykja nú þig, okkar er að tilbiðja og lofa. Við þér tekur annað æðra stig, aftur birtir milli skýjarofa. Enginn fær flúið örlögin sín aldrei ég þér gleymi. Nú ert þú sofnuð systir mín sæl í öðrum heimi. Hlátra og hlýju brosin þín í hjarta mínu geymi. (Haraldur Haraldsson.) Við kveðjum þig með þakklæti og hlýju. Sofðu rótt með hinum englun- um. Elskum þig. Jóhanna Sæunn og Ágúst Hrafn. Elsku amma. Þú varst alltaf svo hress og kát þegar við hittumst. Ég mun alltaf sjá þig sem æv- intýraömmu. Ömmu sem sér alls- konar leiki út úr hversdagslegum hlutum. Margar af mínum elstu minn- ingum um ömmu eru frá um 23 árum þegar ég og Eiki bróðir fór- um í pössun. Þessi vika sem við vorum hjá ömmu var ótrúlega skemmtileg og hefur alltaf setið ofarlega í minningu minni, þó svo að ég hafi aðeins verið 7 ára. Fyrsta strætóferðin, jeppaferðir niður í miðbæ Reykjavíkur í grænu Lödunni, heimsókn í bak- aríið þar sem við fengum launaða vinnu við að skera pulsubrauð og sérstaklega eftirminnilegt fannst mér þegar við fórum í allsherjar tiltekt með ömmu og fengum okk- ar eigin tuskur. Þetta var allt svo ofsalega spennandi. Það mest spennandi af öllu var þegar við fórum með ömmu í Ömmuland í Hvalfirðinum. Þangað fórum við í dagsferðir þar sem amma sullaði með okkur í læknum og við lékum okkur með allskyns dollur og dót. Amma kveikti á kamínunni svo við gætum hlýjað okkur og borð- að nestið úti í blíðunni. Margar fleiri minningar koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til baka. Amma var ekki bara skemmtileg heldur gat hún líka verið hlægi- leg. Eins og þegar við fórum í bíó á Ronju Ræningjadóttur og amma steinsvaf bæði fyrir og eft- ir hlé … skondin og skemmtileg amma sem sagðist hafa skemmt sér ljómandi vel á bíómyndinni. Amma var líka svo umhyggjusöm. Hún söng alltaf fyrir mann áður en maður fór að sofa og sagði manni sögur. Hún var líka alltaf til í að fara í háttinn á sama tíma og við krakkarnir, sem manni þótti ofsalega notalegt. Umhyggjan sem hún sýndi manni minnkaði ekkert þegar maður stækkaði. Það fyrsta sem hún sagði þegar maður kom inn úr dyrunum var: „Elsku Fríða mín, viltu ekki inniskó? Ég vil ekki að þér verði kalt á fótunum.“ Hún hugsaði um þessa hluti allt frá því ég man eftir henni. Hún prjónaði yndislega vettlinga og sokka á barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún vildi sjá til þess að öllum væri hlýtt og liði vel. Ó, elsku amma, ég á eftir að sakna þín afskaplega heitt. Minn- ing þín mun ekki bara lifa áfram í öllum fallegu vettlingunum og sokkunum. Ævintýraamma mín mun jafn- framt lifa áfram í öllum skemmti- legu minningunum. Fríða Einarsdóttir. Jóhanna Sæunn Jóhannsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR G. GÍSLASON, Hrauni, Grindavík, lést á hjúkrunardeild Víðihlíðar miðvikudaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn eða Grindavíkurkirkju. Hrefna Ragnarsdóttir, Gísli G. Sigurðsson, Margrét Hinriksdóttir, Hörður Sigurðsson, Valgerður Valmundsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, HANSÍNA JÓHANNESDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 26. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 6. júlí kl 13.00. Guðmundur Níelsson, Þóra Þorvaldsdóttir, Ásta Kristín Níelsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Gunnar Níelsson, Steina B. Níelsdóttir, Herdís G. Jóhannesdóttir og ömmubörn. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI HELGASON prentari, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 30. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elísabet Skúladóttir, Rafn Sigurjónsson, Sólveig Lóa Magnúsdóttir, Ingi Þór Thorarensen, Guðbjörg Eva Rafnsdóttir, Berglind Ösp Rafnsdóttir, Sigríður Jóna Rafnsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI BESSASON, frá Kýrholti, Skagafirði, til heimilis að Kjarnalundi, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 1. júlí. Jarðsett verður mánudaginn 12. júlí kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Bessi Gíslason, Una Þóra Steinþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Jóhannes Mikaelsson, Elínborg Gísladóttir, Hörður Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, BENEDIKT FRANKLÍNSSON, frá Litla-Fjarðarhorni, Kollafirði, lést laugardaginn 26. júní á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.30. Regína Guðmundsdóttir, Ásdís Benediktsdóttir, Guðmundur F. Benediktsson, Guðrún Olga Clausen, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.