Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERNIG GENGUR PABBA ÞÍNUM Í KEILU? BARA ÁGÆTLEGA... UM DAGINN HÉLT HANN AÐ HONUM TÆKIST AÐ NÁ ÞRJÚ HUNDRUÐ STIGUM... HANN VARÐ SVO SPENNTUR AÐ HANN KLÚÐRAÐI SÍÐASTA RAMMANUM ÞÚ VINNUR ALLT OF MIKIÐ, HRÓLFUR! ÞÚ ÆTTIR AÐ TAKA ÞÉR SMÁ FRÍ OG SKEMMTA ÞÉR AÐEINS! LÆKNIR, HVAÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ GERA HÉRNA? ÉG ÁKVAÐ AÐ FARA AÐ EIGIN RÁÐUM, TAKA MÉR SMÁ FRÍ OG SKEMMTA MÉR AÐEINS EN HVERNIG ÆTLUM VIÐ AÐ FARA AÐ ÞVÍ AÐ MUNA RÖÐINA? ÞAÐ ER ENGINN SKÓLI Í DAG, KRAKKAR. KENNAR- ARNIR FÓRU Í VERKFALL HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ EIGINLEGA? ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ KENNARARNIR ERU EKKI ÁNÆGÐIR MEÐ ÝMSA HLUTI OG ÞEIR NEITA AÐ KENNA YKKUR FYRR EN ÞEIM ER KIPPT Í LIÐINN ER ÞETTA ÚT AF ÞVÍ AÐ ÉG VAR ÓÞEKK SÍÐASTA VETUR? NEI, ÞETTA TENGIST YKKUR KRÖKKUNUM EKKI NEITT GERA KENNARAR EITTHVAÐ ANNAÐ? AAAHH! ÉG LEYFI EKKI ÞESSARI LEST AÐ BJARGA ÞÉR... FRÁ ÞÍNUM EIGIN FANGA- KLEFA FANGA- KLEFI VÆRI EKKI SVO SLÆMUR OOOOOOO... ER KISI LITLI SVANGUR ÉG HELD ÞAÐ... Kraftaíþrótta- keppni innan ÍSÍ Það eru nú stundaðar allmargar löglegar kraftaíþróttir innan vé- banda Íþrótta- og Ól- ympíusambands Ís- lands (ÍSÍ) – en þær eru aðallega:  Kraftlyftingar (hné- beygja, bekkpressa, réttstöðulyfta)  Kastgreinar frjálsra íþrótta (kúluvarp, sleggjukast, kringlu- kast og spjótkast)  Lyftingar (snörun og jafnhending) Kraftlyftingasamband Íslands varð fullgilt og löglegt sérsamband Íþrótta- og Ólympíusambands Ís- lands þann 15. apríl 2010. Nú eru virk og í uppbyggingu átta lögleg kraft- lyftingaíþróttafélög (sérsambands- aðilar) innan sérsambandsins og fyr- irhugað er að stofna félög t.d. í Borgarbyggð (Borgarnesi) og á öðr- um landsbyggðarstöðum – auk þess að styrkja starfið á „Höfuðborg- arsvæðinu“. Má hér með leyfi ritstjóra Morg- unblaðsins setja fram tilvísun í formi veflykils á nýja glæsilega vefsíðu Kraftlyftingasambands Íslands: http://www.kraft.is Tilgreindar, merkar, kraftaíþrótt- ir ÍSÍ fá ekki nægjanlegt rými ís- lenskum fjölmiðlum eða í jákvæðri almennri opinberri umræðu. Þá gilda nú lög ÍSÍ um lyfjamál frá 18. apríl 2009 um allar löglegar kraftaíþróttir en í þeim felst lögfest- ing ÍSÍ á þjóðaréttarskuldbind- ingum Íslands á sviði lyfjaeftirlits- mála í íþróttum. Þær þjóðaréttarskyldur fela í sér að íslenskum opinber- um aðilum, ríki og sveitarfélögum, er skylt með áhrifaríkum hætti (e. „principle of effectiveness“) að styðja baráttu Lyfja- eftirlits ÍSÍ og sér- sambanda ÍSÍ. Þessar þjóðarétt- arskyldur Íslands á sviði lyfjaeftirlits í íþróttum og lög ÍSÍ um lyfjamál frá 18. apríl 2009 er lúta jafnframt við lögskýringu og beitingu yfirþjóðlegum (e. „supranational“) reglum og valdsviði Al- þjóðalyfjaeftirlitsstofnunar (World Anti-Doping Agency (WADA)). Halldór Eiríkur S. Jónhildarson. Gullhringur tapaðist Stór gullhringur með fjólubláum steini tapaðist fyrir nokkru síðan í Reykjavík (sjá mynd). Ef einhver hefur fundið hann, þá vinsamlega hringið í Hildigunni í síma 899-2859. Fundarlaun. Ást er… … það sem yngir þig um nokkur ár. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Björn Ingólfsson fitjaði upp ágómsætri matarlimru: Sannlega mjög var til sóma Sævaldi matsvein á Ljóma matseldin þar, fyrir mannskapinn bar þorskhaus með þeyttum rjóma. Pétur Stefánsson bætti við öðru hnossgæti: Allmargir uppaf hrukku er Ægir bryti á Lukku matreiddi júgur og maðkaðar bjúgur, með Bíldudalsbaunum úr krukku. Þá lostæti frá Birni: Kristófer Cavaradossi var kokkur á Jökulsárfossi. Þá tókst honum best er hann bar fram í rest súrsaða hófa af hrossi. Pétur var ekki hættur! Margeir var matsveinn á sænum, á mótorskipum og kænum. Hann eldaði stundum innyfli úr hundum, og eggjastokka úr hænum. Að síðustu lagði Stefán Vil- hjálmsson orð í belg: „Þakka prýðlegar limrur um matargerðarlist sjókokka! Hjálmar, stóri bróðir minn, kvað eitt sinn til sjós á rannsókn- arskipi: Kokkurinn kennir tíðum krankleiks með þrautum stríðum. Hans kvöl nú í kveld, kölluð matseld, fer að með fæðingarhríðum. Sjálfur heimsótti ég nú í júní bæði Korsíku og Sviss. Þar var víða gott að borða en ekki orti ég nú mikið í ferðinni. Þó var ekki al- veg frítt við það. Ég féll einu sinni fyrir sérlega girnilegri tertusneið og þegar ég hafði umreiknað verðið í ísl. krónur sendi ég Frí- manni syni mínum vísu. Hann svaraði að gott væri að heyra að enn væri árið 2007 á Korsíku: Um það finnst mér eigi að kveða stöku hve ósínkur á fé ég var í dag. Ég fékk mér eina þúsund krónu köku, á Korsíku ég sýni höfðingsbrag.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Af limrum og hnossgæti Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.