Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is Útsalan er hafin • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsalan er hafin www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 útsala Str. 36-56 30%-70% afsláttur Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Póstsendum 30-70% afsláttur Langur laugardagur Opið til kl. 17 í dag Stórútsala Tollgæslan á Seyðisfirði hafði af- skipti af fjórum Rúmenum sem komu til landsins með Norrænu í gær, en þeir reyndu að smygla skartgripum til landsins. Tollverðir fundu 26 kíló af skartgripum sem búið var að koma haganlega fyrir í innri brettum tíu ára gamallar Mercedes Benz-bifreiðar. Árni Elísson, yfirmaður tollgæsl- unnar á Seyðisfirði, segir að skart- gripirnir, mestmegnis hringar og hálsmen, hafi verið gerðir upptækir. Árni telur líklegt sé að um gull- eftirlíkingar sé að ræða. Fólkið, tveir karlar og tvær konur, hafi sennilega ætlað að koma skartgrip- unum í verð hér á landi. Það megi að sjálfsögðu flytja inn skartgripi til landsins en það verði að gera með löglegum hætti, sem var ekki gert að þessu sinni. eyrun@mbl.is Glingrið gert upptækt  Tilraun gerð til að smygla 26 kílóum af skartgripum til landsins með Norrænu Glingur Skartinu hafði verið komið haganlega fyrir í brettum bifreiðar. Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Kærkomin sumarblíða er nú í Nes- kaupstað. Börnin á Sólvöllum notkuðu tækifærið og fóru í karnivalgöngu um bæinn, klædd í gulu, rauðu, grænu og bláu. Lamið var í trommur og kallað: „Gulir eru bestir!“ Framundan eru frekari hátíðahöld, enda sjómannadags- helgin að ganga í garð með tilheyrandi skemmtidagskrá. Bærinn fyllist af brottfluttum Norðfirðingum og ferm- ingarbarnamót verða áberandi. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Karnivalstemning í Neskaupstað Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir fyrir- tækið tilbúið að standa straum af kostnaði við að reisa flugstöð á eigin svæði á Reykjavíkurflugvelli. Áætl- að er að ný samgöngumiðstöð kosti um 2-2,5 milljarða króna en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári. „Þetta er klárlega ódýrari lausn út frá því sjónarmiði að á nýjum stað þarf að gera ný flughlöð og þau eru áætluð á eitthvað í kringum 700 milljónir króna. En hér þarf aðeins að viðhalda þeim flughlöðum sem fyrir eru. Þannig að sá kostnaður er meiri við það að fara í samgöngu- miðstöð heldur en að vera á þessum stað sem við erum á núna,“ segir Árni. Sú lausn gæti verið óháð um- ræðunni um framtíð flugvallarins og bara verið svo lengi sem flugvöllur- inn er. Hann segir flugfélagið þó áfram vilja koma að samgöngumiðstöðinni sé hún eini kosturinn í stöðunni. Flugfélagið getur sjálft byggt flugstöð Morgunblaðið/Ómar Flugtak Flugstöð Flugfélags Ís- lands hefur lengi verið í Vatnsmýri. Þorleifur Gunn- laugsson, fulltrúi VG í velferðarráði Reykjavíkur, hefur óskað eft- ir aukafundi í ráðinu sem fyrst, í ljósi þess að hjálparstofn- anir hafi lokað fyrir mat- argjafir í sumar. Fram kemur í tilkynningu að hann hafi jafnframt óskað eftir upplýsingum um hvað það hafi kostað borgina að veita 15.000 kr. sumarbónus til hvers einstaklings sem þiggi fjárhagsaðstoð og 5000 kr. vegna barns. Þorleifur hyggst leggja til að veittur verði sumarstyrkur til fá- tækra skjólstæðinga velferðarsviðs á aukafundi ráðsins verði formað- ur þess við ósk hans. Sumarstyrk til fátækra skjólstæðinga Þorleifur Gunnlaugsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, telur það misráðið af hálfu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins að gefa út tilmæli um vaxtakjör, þrátt fyrir fyrirvara, ofan í dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán. „Ef lánveitendur efast um skyldur sínar og réttmæti niðurstöðu Hæstaréttar eða telja þar eitthvað óútkljáð verða þau að fá niðurstöðu fyrir dómi,“ skrifar Ögmundur á heimasíðu sína. Að mati Ögmundar er hlutverk ríkisvaldsins nú tvíþætt. Í fyrsta lagi að gera allt sem í valdi framkvæmdavaldsins stendur til að tryggja skjóta úrlausn mála fyrir dómstólum og í öðru lagi að setja í gang markvissa vinnu um almennar aðgerðir í þágu skuldara. Misráðið af Seðlabanka og FME að gefa út tilmæli um vaxtakjör Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.