Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Steingrímur J.Sigfússon,fjár- málaráðherra, sagði frá því fyrir tveimur mánuðum að hann mundi sæta lagi strax og nýir ráð- herrar tækju við í Bretlandi og Hollandi að draga þá að samn- ingaborðinu vegna Icesave. Þar sem íslenska þjóðin hafði þá þegar hafnað því í þjóð- aratkvæðagreiðslu að taka á sig Icesave-skuldbindingar þrota- bús Landsbankans sætti þessi afstaða fjármálaráðherrans mikilli furðu. Hann ákvað að láta sér ekki segjast við afger- andi niðurstöðu í þjóðarat- kvæðagreiðslunni en reyndi þegar í stað að vekja upp Ice- save-drauginn og koma skulda- klafanum á þjóðina. Nú hefur þetta tekist. Steingrímur er bú- inn að hafa það í gegn að draga Breta og Hollendinga að samn- ingaborðinu og fagnaði því sér- staklega þegar rætt var við hann í gær. Á það hefur margítrekað ver- ið bent að kröfur Breta og Hol- lendinga á hendur Íslendingum vegna Icesave byggjast ekki á lagalegum forsendum. Íslensk- um skattgreiðendum ber alls ekki að greiða þessar skuldir þar sem íslenska ríkið bar aldr- ei ábyrgð á endurgreiðslum til innistæðueigenda. Þetta hefur legið fyrir lengi og lá raunar fyrir löngu áður en bankarnir hrundu og Icesave-málið kom upp. Nú síðast mátti svo lesa um lagalega hlið málsins í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis sem studdi þessa niðurstöðu og þá hefðu síð- ustu talsmenn breskra og hol- lenskra stjórn- valda hér á landi átt að sannfærast. Svo fór þó ekki og ríkis- stjórnin situr við sinn keip í málinu og þrýstir mjög á um að fá að hengja Icesave-byrð- arnar á íslensku þjóðina. Þessi framganga er auðvitað með miklum ólíkindum og á henni getur ekki verið nein eðlileg skýring. Engin venjuleg rök hníga að því fyrir íslensk stjórnvöld að reyna að þvinga bresk og hollensk stjórnvöld til að semja við sig um skuldir annarra. Eina mögulega skýringin á háttalagi íslenskra stjórnvalda er sú áhersla sem þau leggja á að koma Íslandi inn í Evrópu- sambandið, en bæði Bretar og Hollendingar hafa talað skýrt um að við þurfum að fallast á ólögmætar kröfur þeirra áður en þeir samþykki að við fáum aðild að þeim félagsskap. Ríkisstjórnin hefur ekki meiri áhyggjur af þeirri stað- reynd að þjóðin er andvíg aðild en að þjóðin er andvíg því að greiða Icesave-skuldina. Af- staða landsmanna skiptir engu í þessu sambandi, það eina sem forysta Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur áhuga á er að aðlögunarferlið haldi áfram og Íslandi verði smám saman nuddað inn í Evr- ópusambandið, þvert á vilja þjóðarinnar. Steingrími J. hefur með þrautseigju tekist að vekja upp Icesave-málið} Draugagangur Rekstur stofn-ana ríkisins er jafnan vanda- samur en sjaldan sem nú þegar nauðsynlegt er að gæta meira að- halds en í venjulegu árferði. Um leið er ef til vill meiri skiln- ingur nú, bæði innan stofnana og utan, á nauðsyn aðhalds- aðgerða og í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga kemur fram að stofnunum með verulegan upp- safnaðan halla fækkaði í fyrra umtalsvert á milli ára. Rekstur Landspítalans hef- ur löngum verið úr takti við fjárveitingar og í fyrra var einnig svo, en þá var hallinn 8% af fjárveitingum. Sú jákvæða þróun hefur hins vegar orðið í rekstri spítalans á fyrstu mán- uðum þessa árs að útlit er fyrir að áætlun um hallalausan rekstur gangi eftir. Fari svo er óhætt að segja að forstjóri og aðrir starfsmenn spítalans hafi náð miklum ár- angri. Önnur stofnun sem löngum hefur verið rekin röngum megin við núllið er embætti lögreglu- stjórans á Suðurnesjum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að í fyrra hafi orðið af- gangur af rekstrinum, þó að enn standi eftir mikill halli sem orðið hafi í tíð fyrri forstöðu- manns. Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur einnig náðst góður árangur í rekstri emb- ættisins en þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að fortíðarvand- inn muni fylgja embættinu næstu árin. Árangur þessara tveggja ríkisstofnana er ágætt dæmi um það sem hægt er að gera í rekstri hins opinbera. Um leið er þessi árangur áminning um þá skyldu forstöðumanna að reka stofnanir sínar innan fjár- heimilda. Ekki síst á erfiðum tímum. Nauðsynlegt er að forstöðumenn haldi sig innan fjárheimilda} Jákvæður viðsnúningur M ér var kennt í æsku að ekki væri fallegt að monta sig og hef haft það í huga síðan. Mun því ekki gera það, en þó er óhjákvæmilegt að rifja upp það sem ykkar einlægur bauð upp á þessum vettvangi fyrir viku … Í draumi vitjaði mín sem sagt spekingur með innherjaupplýsingar um HM í fótbolta sem ég kom á framfæri. Við, ég og þetta draumkennda hliðarsjálf mitt, spáðum því að í 16-liða úrslitum ynnu Úrúgvæar lið Suður-Kóreu, að Hollendingar legðu Slóvaka, Brasilía ynni Chile, Argentína slægi út Mexíkó, Þjóðverjar ynnu Englend- inga og Spánverjar skildu Portúgala eftir með sárt ennið. Allt gekk þetta eftir. Rétt er að taka fram að í engu tilfellinu var um að ræða óskhyggju, aðeins hávísindalegt gisk. Við félagarnir spáðum sem sagt rétt um úrslit sex leikja af átta. Ég lít þó svo á að aðeins í einu tilviki höfum við beinlínis haft rangt fyrir okkur. Töldum að Japanir kæmu á óvart og sigruðu Paragvæja en þeir áttu aldrei séns og þegar flautað var til leiksloka sá ég hálfpartinn eftir því að hafa einu sinni átt Toyotu. Áttundi leikurinn var viðureign Bandaríkjanna og Ganverja. Þar spáðum við því að þeir fyrrnefndu ynnu en eftir á að hyggja kenni ég því um að mér hafi misheyrst. Það er næsta víst að heimildamaður minn hafi átt við og sagt Gana, þegar hann hvíslaði að mér hver sigurveg- arinn yrði en ég – harðmæltur að norðan – hélt hann hefði verið að tala um Kana. Get því ekki litið svo á að spáin sé röng. Er ekki bara hægt að kalla þetta andlega innsláttarvillu? Eða að það sé a.m.k. innan skekkjumarka. Við vorum vissir í okkar sök varðandi átta liða úrslitin og heimturnar eru nú þegar 50%. Það þykir fínt í 3ja stiga skotum í NBA. Við spáðum því að Bandaríkjamenn ynnu Úrú- gvæja (!) og – það sem margir skömmuðu mig fyrir eins og hund í vikunni – að Hollendingar myndu slá Brasilíumenn út. Sorrí. Þetta var ekki óskhyggja, bara rétt spá. Það er heldur ekki eiginleg óskhyggja að Spánn tapi fyrir Argentínu í undanúrslitum því það skal viðurkennt að ég ákvað fyrir mót að halda með dásamlegu liði Spánar. En Arg- entínuliðið er líka frábært. Svo er alls ekki víst að þjóðirnar mætist; Þýskaland gæti unnið Argent- ínu (jafnvel þó ég hafi spáð hinu gagnstæða fyrir viku) þó ég spái því vitaskuld enn og Spánverjar gætu svo sem legið fyrir Paragvæjum. Held það þó hvorki né vona. Endurtek svo bara lokaorðin frá því síðast: Úrslitaleikurinn verður á milli Hollendinga og Argent- ínumanna. Og líkt og 1978 fagnar suðurameríska stór- veldið heimsmeistaratitli. Liggur það annars ekki ein- hvern veginn í loftinu að Maradona fagni sigri? Upplýsingarnar skal taka með fyrirvara um óhagstætt veðurfar, geðrænar sveiflur leikmanna, rangstöðu og mistök dómara. Að öðru leyti öruggt. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Pottþétt, en örfáar innsláttarvillur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is D ómsmál sem bárust héraðsdómstólum á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru mun færri en á sama tíma í fyrra en þá náði málafjöldinn nýjum og áður óþekktum hæðum. Samt sem áður er ekki hægt að reikna með að álagið á dómstólana muni minnka, raunar þvert á móti, að mati formanns dómstólaráðs. Ástæðan er sú að búast má við að umfangsmikil mál frá sérstökum saksóknara vegna bankahrunsins komi brátt til kasta dómstólanna auk þess sem svokölluðum X-málum hefur fjölgað verulega. Í báðum til- fellum getur málsmeðferð verið bæði tímafrek og flókin. Upplýsingar um málafjölda komu fram í samantekt sem dóm- stólaráð birti í gær. Mestu munar að mun færri einkamál hafa verið þing- fest nú en í fyrra en einnig hefur sakamálum fækkað töluvert. Símon Sigvaldason, héraðs- dómari í Reykjavík og formaður dómstólaráðs, segir að ekki sé hægt að segja með vissu til um ástæður þess að einkamálum fækkar svo mjög. Einkamálum hefði fjölgað verulega rétt fyrir og eftir hrun, þ.e. á árunum 2008 og 2009. Skýringin á fækkun nú gæti verið sú að fljótlega eftir hrun hefði orðið ljóst hvaða mál þyrfti að höfða, s.s. vegna skulda eða til að leysa úr öðrum ágreiningi vegna samninga. Ekki væri heldur útilokað að hækkun gjalda fyrir að þingfesta einkamál hefði áhrif. Í ársbyrjun 2010 var gjaldskránni breytt þannig að gjald- ið tekur mið af þeim hagsmunum sem eru undir í málinu og getur orð- ið allt að 90.000 krónur ef krafan er hærri en 30 milljónir. Þótt einkamálum hafi fækkað er ekki þar með sagt að álagið á dómstóla muni minnka. Raunar má nú þegar sjá merki um hið gagn- stæða því svonefndum X-málum, þ.e. ágreiningsmálum sem skipta- stjórar þrotabúa og slitastjórna höfða við slit fjármálafyrirtækja, fjölgaði gríðarlega á fyrstu sex mán- uðum þessa árs, eða úr 15 í fyrra í 273. Búist er við að þessum málum fjölgi verulega í haust og á næsta ári. Meðferð X-mála fyrir dóm- stólum getur verið afar tímafrek enda er í þeim oft tekist á um mjög flókin lögfræðileg úrlausnarefni. Á hinn bóginn gæti niðurstaða í til- tölulega fáum málum gefið fordæmi fyrir mörg önnur mál og þannig myndi snarlega grynnka á mála- fjöldanum. Um þetta ríkir algjör óvissa, eins og gefur að skilja. „Þetta er annar af tveimur málaflokkum sem menn telja að geti orðið gríðarlega tímafrekir. Hinn pósturinn eru mál frá sérstökum saksóknara en enn sem komið er hefur bara eitt slíkt mál verið þing- fest,“ segir Símon. Aldan ekki komin að landi Mál sem sérstakur saksóknari höfðar verða að öllum líkindum afar tímafrek og sé Baugmálið haft til hliðsjónar má gera ráð fyrir að mál- flutningur geti tekið margar vikur. Á meðan gera dómarar í viðkom- andi máli lítið eða ekkert annað, en reikna má með að tveir embætt- isdómarar og einn sérfróður með- dómsmaður dæmi í slíkum málum. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem langflest, ef ekki öll, slík mál verða höfðuð, starfa nú 22 dóm- arar. Miðað við þetta má segja að sú alda erfiðra dómsmála og álags sem menn hafa vænst í kjölfar hrunsins sé ekki komin að landi, a.m.k. ekki af fullum þunga. X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir Fjöldi einkamála og ákærumála fyrstu 6 mánuði áranna 2005-2010 2005 2006 2007 2008 2009 2010 7.899 7.006 7.925 9.306 13.722 7.872 1.308 1.422 1.503 1.662 1.335 1.083 Einkamál, þingfest Ákærumál, alls Innkomin X-mál fyrstu 6 mánuði áranna 2005-2010 X-mál eru ágreiningsmál sem skiptastjórar þrotabúa og slitastjórnir við slit fjármálafyrirtækja vísa til dómstóla. 2005 2006 2007 2008 2009 2010 3 4 4 16 15 273 Héraðsdómurum var fjölgað um fimm í vor, þar af fjölgaði stöðu- gildum dómara um þrjú og hálft við Héraðsdóm Reykjavíkur. Símon Sigvaldason segir að hjá Héraðsdómi Reykjavíkur sé talið að bæta þurfi við um tíu dómurum til að sinna auknu álagi í kjölfar bankahrunsins. Það fari þó verulega eftir því hversu mörg og hvers kyns mál berist frá sérstökum saksókn- ara og hvernig X-málin verði rekin fyrir dómstólum, þ.e. hvort fordæmisgefandi dómar muni hugsan- lega flýta meðferð þeirra til muna. Dómarar eru skipaðir ótímabundið, þ.e. þeir geta starfað sem slíkir þar til þeir láta af störf- um sökum aldurs en það er gert til að tryggja sjálf- stæði dómstóla. Vill fá fleiri dómara SKIPAÐIR ÓTÍMABUNDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.