Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Í frumkristni báðu lærisveinar Jesú hann um bæn til halds og trausts. Gaf hann þeim „Faðirvor“ og varð það haldreipi kynslóðanna gegnum aldirnar meira og minna. Löngu síðar yrkir svo séra Hallgrímur Pétursson Passíusálma sína er glæddu stórum trúarlíf þjóðanna og ekki síst ís- lensku kynslóðanna. Trúarauðmýkt hans var slík að naumast er hægt að hugsa sér aðra slíka nema hjá þeim sem lausir eru við umbúðir líkamans um sálina. Þannig háttaði um séra Hallgrím að verulegu leyti vegna veikinda hans. Okkur væri þarft að fylgja for- dæmi hans því við gleymum oft í smæð okkar að sýna þá auðmýkt og sjálfsvirðingu er okkur ber í sam- skiptum við Guð, og því er í dag með- al annars stór hluti þjóðarinnar svo fjárhagslega illa kominn. Þjóðin hafði gleymt þeim andlega styrk sem forfeðurnir margir höfðu stutt sig með bæninni og Guði. Þess vegna hafa neikvæðar hvatir leikið meir lausum hala og valdið því um- gengnisslysi er nú blasir við þjóð- inni. Þó að kreppan hefði farið hjá hefði þjóðin þrátt fyrir það átt við nóga erfiðleika að stríða. Grimmir sjúkdómar hafa á okkur herjað og hygg ég krabbameinið þar ill- skeyttast. Það fellir menn og konur á öllum aldri, allt niður í börn. Læknavísindin vinna stórvirki gegn þessu böli. Barátta hinna sjúku er hörð og oft þjáningarfull og lang- vinn áður en dauði eða líf sigrar. Óttalegust er sú uppgötvun lækna að gen hafi fundist í mönnum sem beri í sér krabbameinsfrumu og skili henni yf- ir í annan einstakling með einhvers- konar erfðafestu ferli og tengist jafnvel einstökum ættum. Ekki deili ég á niðurstöðu læknanna. Mér finnst þessi niðurstaða skelfileg. Ég trúi því ekki upp á Guð minn að hann skapi sitt eigið listaverk með slíkum fæðingargalla. Það get- ur ekki verið okkar Guð sem Jesús hefur frætt okkur um. Í skjóli þess ætla ég að leyfa mér að sýna hér nokkrar vangaveltur yf- ir sjúkdómnum. Ég get hugsað mér að þessi litla lífvera, vísir til mann- eskju, verði fyrir hnjaski, áfalli eða fyrir einhverju slæmu er móðirin verður fyrir: Falli úr tröppu, verði fyrir ofbeldi eða ofraun af einhverju tagi. Sýkill gæti sest að í fóstrinu og borist með því út úr fyrstu vöggu- stofunni í fyllingu tímans út í nýja tilvist, lífið sjálft framtíðin enn óviss og óræð. Nú vildi ég gjarnan sjá Guð í meiri nánd sem hjálparhellu í vit- und okkar því það er samfélagsvænt. Við þekkjum flest þessa setningu: „Guð skapaði manninn í sinni mynd“. Þá er eðlilegt að gera ráð fyrir návist hans og aðkomu þegar maður og kona maka sig í þeim til- gangi að skapa manneskju. En til þess að sköpunarverkið sé full- komnað þarf Guð að gefa því sína mynd með virkri útgeislun í sam- visku, réttlæti og kærleika og svo lífsandann sjálfan. Þegar maður og kona maka sig til að leggja drög að nýrri persónu sem á að verða eining í þeim mannauði sem nú er mikið talað um og eigi að erfa landið, eru þau hér í stóru hlut- verki. Þau eru að hlýðnast boði Guðs að viðhalda mannlífi á jörðunni. Þau fá að taka þátt í sköpun. Skapa manneskju. Hvernig á hún að vera? Svarið er einfalt. Í Guðsmynd. Guð er kærleikur og hann leggur henni til kærleika og kallar eftir hinu sama af hálfu gerenda. Við mökun þarf hugur beggja að vera gagntekinn af kærleika, ástúð. Sál og líkami sátt við hvort annað. Mikill gæðamunur er á verkum þar sem hugur fylgir máli og þeirra er kastað er til höndum. Hér þarf að gilda fyrra verklagið. Þar sem Guð er hér þátttakandi í sköpun þá hljótum við að biðja Hann að blessa þann ávöxt sem skapaður er í Hans mynd og biðja um Hans blessun með framhaldi. Er hér ekki um tilgang lífsins að ræða? Spyr sá er ekki veit. En ég trúi því. Þá verður það að teljast mikill níð- ingsskapur þegar konum er nauðgað það er bæði ruddaskapur gagnvart þeim og Guði. Allir þessir þrír skapendur þurfa að standa vörð um öryggi ávaxtarins í móðurvöggunni og fagna nýlið- anum við komuna í þennan heim. Það er einmitt þá sem allt of margir sofna á verðinum. Við höldum við séum komin með afburða leikfang í hendur til að njóta áhyggjulausra gleðistunda. Það er ekki svo. Við skulum reyna að eiga gleði- stundirnar, hlýjar og hljóðlátar. Ró og frið þarf barnið. Það þarf líka vernd fyrir óþægilegum uppá- komum svo að það finni að umhverf- ið er traust og öðlist sjálft yfirvegun og rósemi í fasi og viðmóti í framrás tímans. Við skapendurnir megum ekki gleyma því að við þurfum að standa um þau vörð fram yfir táningsárin og vera þeim fyrirmyndir samstilltar svo tilvera okkar, samstarf og sam- ferð verði samfélagsvæn, samstarfs- væn og umferðarvæn. Okkur er bent á veginn sem við eigum að fylgja, það er Jesús Krist- ur. Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Friðurinn er hann veitir og návist Guðs geta stórlega fækkað sjúkdómstilfellunum. Við fáum meiri von til að vinna sigra gegn krabbameini og öðrum friðarspillandi vágestum. Stressið minnkar og spennan og líkurnar aukast að veikindatilfellum fækki. Sú unga kynslóð er nýtur þeirra uppeldiskjara sem hér er á minnst yrði vissulega sá mannauður er þjóð- in hefði gagn af og þörf fyrir öðru fremur. Hin lifandi kristna trú kallar á notkun bænar sem forvörn neikvæð- um uppákomum veikindum og slys- um. Ef einlæg bæn er borin fram kvölds og morgna til Guðs um bless- un og varðveislu þá höfum við lagt fram okkar tilraun til forvarnar. En alltaf gerist þó eitthvað sem þroska- ferli. Þá getum við í fullri sæmd leit- að til Guðs af einlægni í kirkjurnar okkar ef stórslys og náttúruhamfarir verða sem valda manndauða. En við hin stóru sem höfnum ná- vist Guðs í hversdagslegu lífi eigum erfiðara með að leita til Guðs á slík- um stundum. Lykillinn til lausnar mörgu er þessi: Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. Meira: mbl.is/greinar Bænin má aldrei? Eftir Björn H. Jónsson » Þar sem Guð er hér þátttakandi í sköpun þá hljótum við að biðja Hann að blessa þann ávöxt sem skapaður er í Hans mynd og biðja um Hans blessun með fram- haldi. Björn H. Jónsson Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. Þ. 22. júní skrifaði Kristinn H. Gunn- arsson grein á vefsíðu sína undir fyrirsögninni „Skuldir þarf að greiða“. Greinin var birt samdægurs í Fréttablaðinu. Í fram- haldi af þessari grein Kristins fann ég á vef Alþingis ræðu þing- manns frá árinu 1992. Umræðuefnið var frumvarp Eggerts Haukdal og Matt- híasar Bjarnasonar til laga um láns- kjör og ávöxtun sparifjár, sem átti að afnema verðtryggingu lánsfjár við lánskjaravísitölu. Ég birti hér valda kafla úr ræðunni, en bendi á vef Al- þingis þar sem finna má ræðuna í heild sinni. Leturbreytingar eru mín- ar. „Ég vil fyrst nefna þann meg- ingalla að sá sem á að greiða skuldina og undirgengst skuldbindingar um vísitölu tekur á sig alla áhættu um þróun mála á lánstímanum hvað varð- ar vísitölu og vexti og önnur þau kjör sem kveðið er á um í lánssamningi að séu breytileg. Eitt af því sem mér hefur fundist orka mjög tvímælis er hvort það ætti að heimila lánveitingar með breytilegum kjörum. Það er að mínu viti nokkurt siðleysi fólgið í því að fá fólk til að taka lán á tilteknum kjörum, eins og þau líta út við undir- skrift samnings, en áskilja sér síðan rétt til að breyta þeim kjörum sér í hag og lángreiðandanum í óhag hve- nær sem er á lánstímanum. Þar á ég fyrst og fremst við vextina. Það er al- kunna og þarf ekki að minna menn á það að eitt af því sem hefur valdið verulegum vandræðum hjá fjölda- mörgum hér á landi eru þessir breyti- legu vextir.“ Og litlu seinna: „Mér hefur stundum fundist að það væru réttar leikreglur að skipta áhættunni til helminga og skylda þá sem veita lán eða vilja fá aðra til að taka lán hjá sér að hafa fast fyr- irkomulag á láninu og afnema ákvæði um breytileg lánakjör eða fyrirvara lánveitanda um það að hann áskilji sér rétt til að breyta kjörum á láninu hvenær sem honum dettur í hug. Það er eitt af þeim atriðum sem hafa reynst launafólki hvað erfiðust í gegnum tíðina og hefur ítrekað komið mjög hart niður á pyngju þeirra, t.d. hækkanir á afborg- unum af lánum til hús- næðiskaupa.“ Og síðar: „Mér finnst að mörgu leyti sanngjarnar leik- reglur að sá sem lætur lánið eða pen- ingana af hendi undirgangist þá kvöð að lánið, sem hann er að veita, sé með föstum kjörum. Hvort sem það er með verðtryggingu eða vöxtum sem samið er um þarf það að vera fast og óumbreytanlegt út lánstímann svo sá sem tekur lánið veit að hverju hann gengur og hefur þar fast land undir fótum allan lánstímann. Hann tekur að vísu áhættuna af því að afsala sér hugsanlega skárri lánskjörum ef vextir kynnu að lækka en sá sem læt- ur lánið af hendi verður líka að sæta því að taka áhættu því hann getur ekki tekið sér hærri vexti ef vaxta- stigið hækkar á lánstímanum. Það held ég að sé grundvallaratriði í fjár- málaviðskiptum að þeir sem taka lán geti búið við það öryggi að lánskjör séu föst. Eitt dæmi af hálfu stjórnvalda sem hefur breytt verulega miklu fyrir lán- takendur er hringlandaháttur og lagabreytingar sem koma aftan að fólki.“ Áfram heldur þingmaðurinn: „Ég vil líka nefna að með verð- tryggingunni sem slíkri er sá sem veitir lánin að taka sér býsna miklar tryggingar gagnvart öllum hugs- anlegum breytingum, t.d. breyt- ingum erlendis sem við getum ekki haft nein áhrif á og valda erfiðleikum í okkar þjóðarbúskap. Lánveitendur hafa tryggt sig fyrir þeim þó að þeir erfiðleikar lendi á almenningi í land- inu af fullum þunga að öðru leyti. Þannig má nefna sem dæmi, sem að sumu leyti er kannski dálítið broslegt, að uppskerubrestur á kaffi í Brasilíu leiðir til hækkunar skulda hjá fólki hér á landi af því að sá sem hefur lán- að hefur tryggt sig fyrir því með svo- kallaðri lánskjaravísitölu og hvernig að því er staðið að reikna hana út. Maður kann auðvitað að spyrja sjálfan sig: Er rétt eða eðlilegt að sá sem á útistandandi peninga hjá öðr- um þurfi ekki að taka neina áhættu í þessum efnum? Á hann að njóta þess að eign hans hjá öðrum hækkar við að erfiðleikar verði í kaffiuppskeru í Brasilíu? Það er nákvæmlega það sem gerist að það veldur hækkun á höfuðstól lánsins.“ Og svona endar ræða þingmanns- ins: „En í heildina finnst mér óeðlilegt að verðtrygging skuli vera slík trygg- ing fyrir þá sem lána peninga sem raun ber vitni. Þeir hafa í raun og veru allt sitt á þurru, taka enga áhættu og áskilja sér þar að auki heimild til þess að auka kostnaðinn við lántökuna með breytilegum vöxt- um ef tilteknar aðstæður leiða til þess að vextir almennt hækka í þjóðfélag- inu. Staða þeirra sem lána gagnvart stöðu þeirra sem skulda er allt of ójöfn. Staða þeirra sem skulda þarf að verða miklu styrkari en hún er í reynd. Því tel ég þetta frv. í sjálfu sér fyllilega tímabært og vænti þess að það leiði til skaplegrar umræðu um lánskjör og ávöxtun sparifjár, eins og hér segir, en kannski ekki hvað síst um stöðu skuldara í samfélagi mark- aðshyggjunnar.“ Þessi orð mælti Kristinn H. Gunn- arsson á 116. löggjafarþingi árið 1992, í 2. umræðu um frumvarp til laga um lánskjör og ávöxtun sparifjár, sem átti að afnema verðtryggingu lánsfjár við lánskjaravísitölu. Slóðin er: http:// www.althingi.is/altext/116/11/ r02144419.sgml Á að greiða skuldir svona? Eftir Erling Alfreð Jónsson » Það held ég að sé grundvallaratriði í fjármálaviðskiptum að þeir sem taka lán geti búið við það öryggi að lánskjör séu föst. Erlingur Alfreð Jónsson Höfundur er forstöðumaður. Dagar geta stund- um orðið langir hjá gömlum og sjúkum. Þegar ég, í elli minni og veikindum, er orð- inn þreyttur að lesa Eyrbyggju sezt ég stundum við tölvuna og fer að „vafra“ um Netið. Þá staðnæmist ég ævinlega við „mál- farsmola“ Eiðs Svan- bergs Guðnasonar, fyrrv. alþingismanns og sendiherra. Þeir eru slíkt hnossgæti að ég les suma þættina aftur og aftur, einungs til þess að smjatta á textanum. – Þessa þætti þurfum við nú reyndar að fá á bók, til þess að sem flestir geti notið þeirra. Í einum þessara þátta fjallar Eið- ur um síðasta hneykslið í stöðuveit- ingum á Íslandi, þar sem Sigrún Stefánsdóttir á RÚV var ráðin í nýja stöðu án auglýsingar og án þess að einræðisherrann í Efstaleitinu hefði talað um það við nokkurn mann. Honum finnst hann víst ekki þurfa að taka tillit til annarra, frekar en fyrri daginn. Eiður kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sýni, að útvarpið sé ekki lengur opinbert hlutafélag, heldur einkahlutafélag. Og hér talar einn reyndasti og menntað- asti fjölmiðlamaður, sem uppi er í landinu nú um stundir. (Mig lang- aði að vitna orðrétt í Eið, en náði ekki til hans í síma til þess að biðja leyfis. Og ég kann ekki „hólmsteinsku“!) Hér skiptir það ekki neinu máli þótt Sigrún Stefánsdóttir sé alls góðs makleg og þótt henni sé treystandi til góðra verka. Það er aðferðin sem er forkastanleg, og þetta, ásamt mörgu öðru, sýnir hversu svívirðileg glópska og ger- ræði það var hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að veita einum manni slíkt alræðisvald yfir jafn fjöl- breyttri og víðfeðmri menning- arstofnun sem sjálfu Ríkisútvarpinu. Alveg sama hversu góðan og menn- ingarlegan mann hún hefði valið, þessi aðferð átti aldrei að koma til mála. Og við þetta verður ekki unað. Þessu verður að breyta. Ég skora á mennta- og menningaryfirvöld í landinu að vinda bráðan bug að slíkri breytingu. Ég geri það í nafni okkar, útvarpsnotenda, og í nafni allra þeirra sem bera hag þessarar stofn- unar fyrir brjósti. Ég veit, að rúm blaða er takmark- að og að þeim berst mikið aðsent efni. Þess vegna læt ég hér staðar numið að sinni. En ég á margt fleira í pokahorninu, sumt nokkurra ára gamalt, um málefni Ríkisútvarpsins og ég sé að það hefur síður en svo úrelzt. Freistandi væri að birta eitt- hvað af því efni við tækifæri. Ríkisútvarpið ehf. Eftir Valgeir Sigurðsson Valgeir Sigurðsson »Eiður kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sýni, að útvarpið sé ekki lengur opinbert hlutafélag, heldur einkahlutafélag. Höfundur er varaformaður Hollvinasamtaka RÚV. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.