Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vilja ekki tengdadóttur eins og mig 2. Holland sló út Brasilíu 3. Liggur enn á sjúkrahúsi 4. Vala Grand í Ungfrú Ísland  Breski leikarinn Andrew Garfield hefur verið valinn til að fara með hlutverk Peters Parkers í næstu mynd um Kóngulóarmanninn. Myndin kemur út árið 2012 og verður sýnd í þrívídd. Garfield er næsti Kóngulóarmaðurinn  Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran fer nú með hlutverk Tisbe í Ösku- busku eftir Ross- ini á Iford- óperuhátíðinni í Bath á Englandi. Tisbe er önnur af stjúpsystrunum í ævintýrinu um Öskubusku. Sigríður Ósk lauk óp- eruskóla- og meistaraprófi vorið 2009 frá Royal College of Music í London. Syngur í Öskubusku á óperuhátíðinni Iford  Sæunn Ýr Marinósdóttir útskrifaðist í fyrradag með BA-gráðu í klass- ískum ballett frá einum virtasta ballettskóla í Evrópu, Ungversku dansakademíunni. Sæ- unn Ýr hóf þar nám árið 2007, en hún var ein af 15 stelpum sem teknar voru inn á þeim tíma af 250 sem mættu í inntökupróf. Sæunn Ýr var einungis þriggja ára göm- ul þegar hún hóf ball- ettnám. Útskrifast úr virtasta ballettskóla Evrópu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning með köflum syðra og eystra, en skýjað með köflum og dálitlar skúrir um landið suðvestanvert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast SV- og V-lands. Á sunnudag og mánudag Norðaustan 5-10 m/s norðvestantil, suðvestan 5-8 við suðurströndina en annars hæg breytileg átt. Víða skúrir og hiti yfirleitt 9 til 16 stig. Á þriðjudag Norðaustan 5-10 m/s um landið norðvestanvert, en annars fremur hæg austlæg átt. Skúrir víða um land og hiti breytist lítið. Salvador Cabanas, aðalmarkaskorari knattspyrnulandsliðs Paragvæ, er fjarri góðu gamni á HM. Hann er með byssukúlu í höfðinu eftir skotárás í janúar og er í endurhæfingu á meðan liðsfélagar hans standa sig með prýði í Suður-Afríku. Cabanas fylgist hins- vegar vel með leikjunum í sjónvarpi og leikmenn Paragvæ hringja reglu- lega í hann. »3 Markaskorarinn horfir á HM með kúlu í höfðinu Úrúgvæ og Holland munu mætast í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu eftir að bæði lið unnu sigur í 8-liða úrslit- um í gær. Holland vann fimmfalda heimsmeistara Brasilíu en Úrúgvæ lagði Gana að velli í hádramatísk- um leik þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að Gana klúðraði víti í lok framlengingar. 2-3 Úrúgvæ áfram eftir hádramatík Evrópumeistarar Spánverja fá það erfiða verkefni í kvöld að brjóta niður sterka vörn Paragvæa þegar liðin mætast í átta liða úrslitum heims- meistaramótsins í fótbolta. Mikið er í húfi, sæti í undanúrslitunum og leik- ur við annaðhvort Argentínu eða Þýskaland, og þeir David Villa og Fernando Torres verða vafalítið mikið í sviðsljósinu. »4 Ráða Villa og Torres við vörnina hjá Paragvæ? Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hafinn er undirbúningur að bygg- ingu Ofanleitiskapellu í Vest- mannaeyjum til heiðurs sjómönn- um, á háey Heimaeyjar þar sem í aldir var prestssetur Ofanleitis- sóknar og kapella alla tíð. Högna Sigurðardóttir, arkitekt úr Vestmannaeyjum, teiknaði kap- elluna að beiðni heimamanna í Eyjum fyrir 30 árum en þá rakst verkefnið á við byggingu glæsilegs félagsheimilis við Landakirkju og fór í bið. Nú hefur Herjólfsbæj- arfélagið, menningarfélag áhuga- manna í Eyjum, tekið af skarið og ýtt framkvæmdinni úr vör. Í for- svari eru Halldór Sveinsson, Gunnlaugur Geirsson og Árni Johnsen. Að sögn Árna er Högna Sigurð- ardóttir tvímælalaust einn þekkt- asti íslenski arkitektinn erlendis en hún hefur lengst af ævinnar starfað í París. Frægar eru húsa- teikningar hennar þar sem hún sækir form í náttúru Eyjanna, berg, fles, bringi, hlíðar og brekk- ur. Eina húsið eftir Högnu sem byggt hafði verið í Eyjum fór und- ir hraun í gosinu 1973. „Ekki þyk- ir einleikið að í Eyjum skuli ekki vera til bygging eftir þessa róm- uðu dóttur Eyjanna,“ segir Árni. Ofanleitiskapella Högnu er í raun teiknuð eins og klasi smáeyja og rímar við eyjarnar Hænu, Hana og Hrauney mót vesturhafinu og sólarlaginu. Húsið er alls um 200 fermetrar að stærð með útikapellu á móti hafi, en byggingin verður fjölnota fyrir menningarstarfsemi auk kirkjunnar hljóma að sögn Árna. Stefnt er að því að ljúka verk- inu á 3-4 árum og verður aflað fjár hjá fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og velunnurum verkefna í Eyjum sem eru þekktir fyrir að leggja hönd á árarnar þegar eitthvað sérstakt stendur til. „Ofanleitiskapella Högnu er engu lík, „eins og demantur á fingri Drottins“ eins og einn bjargveiðimaðurinn orðaði það,“ segir Árni Johnsen. Kapella rís loks á Ofanleiti Kapellan Ofanleitiskapella Högnu verður sérstakt mannvirki. Hún verður staðsett vestan við Höfðaveg við Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Einar Falur Vestmannaeyingur Högna Sigurðardóttir, sem er einn þekktasti arkitekt Íslendinga, sækir form í náttúruna.  Byggð eftir 30 ára gömlum teikn- ingum Högnu Sigurðardóttur Eyjainnblástur Kapellan er teiknuð eins og klasi smáeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.