Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
Meintur utanvegaakstur þátta-
gerðarmanna hinna bresku Top-
gear-sjónvarpsþátta er enn í rann-
sókn hjá lögreglunni á Hvolsvelli.
Svandís Svavarsdóttir umhverfis-
ráðherra sagði í fjölmiðlum að hún
vonaðist til að málið yrði rannsakað
enda væri utanvegaakstur óheimill.
Umhverfisstofnun fór fram á það
við lögregluna á Hvollsvelli að hún
rannsakaði málið og er það enn í
rannsókn að sögn hlutaðeigandi
aðila.
Sjónvarpsþátturinn sem tekinn
var upp á Íslandi var sýndur ný-
lega á Bretlandi. Þar sést hvar
stjórnendur þáttarins aka sér-
útbúnum jeppum glæfralega upp
að gosrásinni á Fimmvörðuhálsi
þegar fyrra eldgosið var í fullum
gangi. Ekkert verður þó fullyrt um
meintan utanvegaakstur enda eru
brellur vel þekktar í sjónvarpi.
hjaltigeir@mbl.is
Löggan
skoðar
Top-gear
Torfæruakstur Ekið var á glóandi
hrauninu fyrir myndavélarnar.
Sumarútsölur eru hafnar í mörgum verslunum og hagsýnir neytendur
hugsa sér því gott til glóðarinnar og vonast til að geta gert góð kaup.
Hugsanlegt er jafnvel að sumarútsölurnar hafi góð áhrif á efnahag lands-
ins og stuðli að lægri verðbólgu.
Þessi kona skoðaði kjóla á gangstétt fyrir utan verslun á Laugaveginum
með hundinum sínum, sem heitir Sesar. Hundurinn sýndi kjólunum lítinn
áhuga, enda skartar hann feldi sem kjólar frægustu tískukónganna í
Mílanó komast ekki í hálfkvisti við.
Hundsaði alveg kjólana
Morgunblaðið/Eggert
Brákarhátíð var haldin í sól og
blíðu um síðustu helgi. Dagskráin
hófst með Brákarhlaupi um morgun-
inn og lauk með kvöldskemmtun í
fyrrnefndri Englendingavík. Borg-
nesingar og gestir skemmtu sér í
Skallagrímsgarði að deginum, þar
sem ýmis atriði fóru fram, auk þess
sem hægt var að kaupa alls konar
víkingavarning og veitingar. Borg-
nesingar grilluðu kvöldmatinn sam-
an, hver í sinni götu í „götugrilli“ og
enduðu hátíðina á kvöldskemmtun-
inni.
Ferðaþjónustan hefur glæðst í
Borgarnesi, og nú hafa ferðamenn
val um fleiri gistimöguleika en áður.
Farfuglaheimilið sem er til húsa í
gamla ráðhúsinu við Borgarbraut er
komið í fulla starfsemi, en það tók til
starfa fyrir ári í hluta af húsinu. Á
Farfuglaheimilinu býðst fólki gist-
ing á góðu verði, aðstaða er til eld-
unar, hægt er að setja í þvottavél,
þar er þráðlaust net og ódýr kaffi-
bolli. Enn sem komið er eru það
fremur erlendir ferðamenn sem nýta
sér Farfuglaheimilið. „Borgarnes
bed & breakfast“ er annar mögu-
leiki, en það er gisting í vinalegu
húsi á fallegum stað í miðbænum. Og
gamla góða Hótel Borgarnes er enn
á sínum stað og stendur þar sem
klettur.
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var
haldinn í Borgarnesi nýverið og var
vel sóttur. Þarna gafst ungmennum
tækifæri til að prófa í fyrsta sinn
frjálsar íþróttir eða efla sig. Íþrótta-
æfingar voru uppistaða dagskrár-
innar en þátttakendur gáfu sér líka
tíma til að halda kvöldvökur, fara í
gönguferðir og kveikja varðeld.
Skóli sem þessi er jafnframt haldinn
á sjö öðrum stöðum á landinu í sum-
ar.
Ný sveitarstjórn í Borgar-
byggð samþykkti á fundi sínum
þann 23. júní síðastliðinn, ályktun
um rannsókn á málefnum Sparisjóðs
Mýrarsýslu, en málefni hans brenna
á íbúum Borgarbyggðar. Sparisjóð-
ur Mýrasýslu var fysta banka-
stofnunin sem féll á Íslandi sumarið
2008, en hann var að fullu í eigu
Borgarbyggðar og hrun hans því
mikið áfall. Skv. Rannsóknarskýrslu
Alþingis vannst ekki tími til að taka
vandamál sparisjóðakerfisins til um-
fjöllunar og er það á valdi Alþingis
hvort svo verður gert. Í ályktuninni
segir „Það er nauðsynlegt að skýra
aðdraganda og ástæður þess að
sparisjóðakerfið á Íslandi hrundi og
hvort mistök eða vanræksla hafi orð-
ið til þess að starfsemi sjóðanna hafi
á einhvern hátt farið á skjön við lög
og reglur um fjármálastarfsemi á Ís-
landi.“
Brúðuheimar sem gleðja og kæta
Morgunblaðið/ Guðrún Vala Elísdóttir
Skemmtun Brákarhátíð var haldin í blíðviðri í Borgarnesi um síðustu helgi.
ÚR BÆJARLÍFINU
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarbyggð
Alltaf er eitthvað um að vera í
fallegasta bæ landsins, Borgarnesi.
Nú hafa Brúðuheimar bæst við
menningarflóruna, en þar er leik-
hús, brúðusafn, gallerí, kaffihús og
ýmsir viðburðir. Brúðuheimar eru
staðsettir í Englendingavíkinni og
hafa gömlu pakkhúsin og kaup-
félagshúsin fengið nýtt hlutverk
sem svo sannarlega gleður og kætir
okkur Borgnesinga. Yndislegt er
að fá sér kaffibolla og njóta, með
útsýni yfir víkina. Þau Hildur M.
Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik eiga
heiðurinn af framtakinu og auðvit-
að Hollvinasamtök Englend-
ingavíkur sem sáu til þess að húsin
þar voru varðveitt í upprunalegri
mynd. Þau eru fullkomin sem ævin-
týraheimur brúðnanna, en sjón er
sögu ríkari. Kíkið í Brúðuheima og
sjáið sjálf.
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Jón Gnarr borgarstjóri lagði fram
tillögu á fundi borgarráðs í fyrradag
um breytingu á fjárhagsáætlun „í því
skyni að veita fleiri vinnufúsum
höndum störf við mannaflsfrekar
framkvæmdir í borginni á næstunni.
Breytingarnar hafa í för með sér að
samnlagt verður varið 500 milljónum
króna til sérstakra atvinnuátaks-
verkefna til viðbótar við 150 milljónir
á fjárhagsáætlun þessa árs,“ segir í
tillögunni sem rædd verður á sér-
stökum aukafundi borgarráðs á
mánudag.
Gera þarf umtalsverðar breyting-
ar á fjárhagsáætlun nái tillagan fram
að ganga, en samkvæmt greinargerð
með tillögunni er um að ræða til-
flutning á verkefnum innan núgild-
andi framkvæmdaáætlunar en ekki
óskað eftir viðbótarfjármagni.
30 milljónir í stað 400
milljóna í kaup á eignum
Meginbreytingin í tillögunni felst í
því að lagt er til að stærstur hluti
áætlaðs fjár-
magns til kaupa á
eignum í
tengslum við
skipulags-
breytingar verði
nýttur í mann-
aflsfrekar fram-
kvæmdir, að því
er fram kemur í
greinargerðinni.
Á áætlun borgarinnar er að verja 400
milljónum króna til kaupa á eignum,
en í tillögu borgarstjóra er einungis
gert ráð fyrir 30 milljónum króna til
þess. Mismunurinn, 370 milljónir
króna, nýtist til framkvæmda og við-
haldsverkefna. Þá er lagt til að tals-
vert minna fé fari í endurgerð á horni
Lækjargötu 22 og Austurstrætis en
áætlað var, enda hafi framkvæmdir
þar tafist og viðbúið að ekki þurfi
jafnmikið fé í það verk á þessu ári
eins og áætlanir geri ráð fyrir.
Af öðru sem lagt er til að breytist í
núgildandi áætlunum má nefna að
100 milljónir króna í stað 40 fara í
endurgerð Tjarnarbíós og 15 millj-
ónir króna verða settar í ýmis verk-
efni í Laugardal.
500 milljónir í atvinnuátak
Borgarstjóri vill aukið fé í leikvelli, göngustíga og viðgerðir á grunn- og leik-
skólum Minna fé varið í kaup á eignum og framkvæmdir við Lækjargötu 22
Jón Gnarr.
Leikvellir/græn svæði
/gönguleiðir 250 m.kr
Þakviðgerðir á sex
leikskólum 100 m.kr.
Fellaskóli: frágangur lóðar
/battavöllur 50 m.kr.
Seljaskóli: endurgerð
innanhúss 50 m.kr.
Austurbæjarskóli:
gluggaviðgerðir 50 m.kr
Samtals 500 milljónir króna
Skipting
verkefna
GRUNNSKÓLAR OG GRÆN
SVÆÐI Í FORGRUNNI