Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 11
Það er ekki að ástæðulausu að þeytarinn og önnur áhöld frá Rösle eru með fimm ára ábyrgð – þau eru einfaldlega óþreytandi. Þetta gróna þýska fyrirtæki hefur framleitt hágæða eldhúsáhöld úr stáli í nær hundrað ár og er reynslunni ríkara. Rösle leggur mikla áherslu á gæði og stílhreina hönnun. Óþreytandi – engin áhöld um það Gaman Sunneva tekur bakföll í miðjum hópi hlæjandi þátttakenda. Leikrænir tilburðir Hér leggur blaðamaður sig fram í sláttuvélahlátrinum. Morgunblaðið/Ernir Leikur Sunneva og Ásta sýna gott fordæmi og reka út úr sér tunguna í hláturæfingu sem heitir ljónahláturinn. jóga fyrir tæpum tíu árum hafði hún í áraraðir vart þorað að hlæja innan um annað fólk, hvað þá skella upp úr með bakföllum. Nú væri hún löngu búin að losa sig við þessi höft og hún væri allt önnur manneskja, bæði innra með sér og út á við. Náttúrulegt gleðiefni Hlátur hefur margvísleg bæt- andi áhrif, hvort sem hann kemur beint frá hjartanu eða er gervihlát- ur. Hann eykur til dæmis endorfín- framleiðslu í heilanum, en endorfín er hið náttúrulega gleðiefni mann- skepnunnar. Þess vegna líður okkur svo vel eftir að hafa hlegið mikið. Einnig eykur hlátur súrefni í blóðinu og hann léttir almennt lundina. Því meiri hlátur, þeim mun betri líðan, svo einfalt er það. Í lok tímans gerðum við nokkr- ar teygjur og slökunaræfingar og allir fóru glaðir heim. www.hlatur.com www.laughteryoga.org Mér leið eins og hálf- vita. En þetta var samt skemmtilegt. Morgunblaðið/Ernir Á hverjum föstudegi er boðið upp á hláturjóga í Rauðakrosshús- inu Borgartúni 25, ókeypis og öll- um opið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Allir sem hafa ánægju af skemmtilegum ljósmyndum, þar sem myndefnið er meðal annars íslenskir hestar og ís- lensk náttúra, ættu að gera sér ferð í Ráðhús Reykjavíkur en þar opnar Jóhann Smári Karlsson ljósmyndasýningu í dag. Jóhann Smári er áhugaljósmyndari og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hér á landi og erlendis. Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu Ljósmynd/Jóhann Smári Hestar og íslensk náttúra séð með augum Jóhanns Smára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.