Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 14
Árbók Ferðafélags Íslands er komin út! Árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um eitt fegursta svæði Íslands, Friðland að Fjallabaki. Bókin fæst á skrifstofu félagsins, Mörkinni 6 og kostar 7900 kr. Félagsmenn fá bókina senda, sér að kostnaðarlausu, um leið og heimsendir gíróseðlar vegna félagsgjalda hafa verið greiddir. Kynnið ykkur kosti félagsaðildar og þau fjölmörgu fríðindi sem henni fylgja á heimasíðu félagsins. www.fi.is 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Tjaldsvæðið á Flúðum hefur verið stækkað þrefalt frá því í fyrra. Alls eru stæði fyrir 150 einingar í raf- magn á almenn- um tjald- svæðum. Gerð hafa verið sér- stök húsbíla- stæði og hjólhýsastæði. Jafnframt er búið að gjörbreyta aðstöðu fyrir hópa og ættarmót og sett upp kola- grill og vatnshanar þannig að flest er til taks þegar komið er á svæðið. Risastórt tjald- svæði á Flúðum Margir saman komnir á Flúðum Íslandsstofa hóf formlega rekstur hinn 1. júlí sl. Íslandsstofa sameinar starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfest- ingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Íslandsstofa verð- ur þó annað og meira en einföld samlagning þeirrar starfsemi sem þegar er fyrir hendi, því henni er ætlað víðtækara starf sem snýr m.a. að því að styrkja ímynd og orðspor Íslands og styðja við kynningu á ís- lenskri menningu erlendis. Hún verður til húsa í Borgartúni 35, Reykjavík, í húsi atvinnulífsins þar sem Útflutningsráð var áður til húsa. Íslandsstofa Í dag, laugardag, verður haldin kraftmikil fjölskylduskemmtun í Viðey, Viðeyjarjarlinn. Hjalti Árna- son mun stýra keppninni sem stend- ur frá kl. 13-16. Keppt verður í Sterkasti maður Íslands -105 kg og meðal keppnisgreina eru Atlas steinar, bændaganga, hönd fyrir hönd og kútakast. Eftir keppnina eru allir gestir hvattir til að vera með en þeir geta átt von á glæsi- legum vinningum. Þá verður boðið upp á veitingar í Viðeyjarstofu. Kraftajötnar Meðal keppnisgreina í Viðey eru bændaganga og kútakast. Viðeyjarjarlinn Á morgun, sunnudag, verður Forn- bílaklúbbur Íslands með forn- bílasýningu í Árbæjarsafni. Heimsókn á safnið gefur fólki tækifæri á að ferðast aftur í tím- ann. Starfsfólk klæðist fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld og úti í haga verða kindur, kýr, lömb og kálfur. Safnið verður opið kl. 10-17 en fornbílasýningin hefst kl. 13. Morgunblaðið/ Jim Smart Fornbílar Eðalvagnar í Árbænum. Fornbílasýning í Árbæjarsafni Húsavík Byrjað var að selja „Fish & chips“, eða djúpsteiktan þorsk og franskar, í Uggahúsinu við höfnina á Húsavík síðastliðinn fimmtudag. Hráefnið er þorskur, veiddur í dragnót, en það eru útgerðarhjónin Óskar Karlsson og Ósk Þorkels- dóttir í Flóka ehf. sem standa að þessu framtaki ásamt fjölskyldu sinni. Opnað var um miðjan daginn og fljótlega eftir að farið var að bjóða upp á þennan þjóðarrétt Breta myndaðist biðröð en afgreitt er út um sölulúgu. Ráðgert er að vera með borð og stóla utandyra þar sem hægt er að snæða þegar vel viðrar en einnig er hægt að taka matinn með sér í þar til gerðum bökkum. Ekki var annað að sjá og heyra en Húsvíkingar kynnu vel að meta fisk og franskar, enda boðið upp á góða vöru í Uggahúsinu. Til gamans má geta þess að Bret- ar halda upp á það í ár að 150 ár eru liðin frá opnun fyrsta Fish & chips-veitingastaðarins þar í landi. Það er því ekki ósennilegt að ferða- menn eigi eftir að renna á lyktina og fá sér fisk og franskar þegar þeir eiga leið um hafnarsvæðið á Húsavík. Biðröð eftir þjóðarrétti Breta, fiski og frönskum, í Uggahúsi Nýjung Fyrsti viðskiptavinurinn Heimir Bessason sjómaður fær hér að smakka hjá Árna Guðmundssyni. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Ólafsvík Nesbyggð hefur undan- farið verið með tilboð á síðustu íbúðunum á Fossabrekku 21 í Ólafsvík. Tilboðið felur í sér að íbúðirnar eru afhentar fullbúnar, með öllum húsbúnaði, svo að ekki þarf annað en að flytja inn og setja föt inn í skápana því að allt annað er til staðar. Nýlega var afhent ný íbúð í hús- inu en það var Laufey Guðbjörns- dóttir sem tók við lyklunum úr hendi Sigrúnar Pálsdóttur. Sigrún er dóttir Páls Harðarsonar, bygg- ingastjóra Nesbyggðar. Fjölskylda Laufeyjar er greini- lega mjög ánægð með frágang íbúðanna hjá Nesbyggð því að mjög stutt er síðan Ólafur bróðir Laufeyjar festi kaup á samskonar íbúð í sama fjölbýlishúsi. Meðalaldur húsa í Snæfellsbæ er orðinn nokkuð hár og því mikils virði að fyrirtæki eins og Nes- byggð sé tilbúið til að byggja nýtt húsnæði og gera þannig ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign án þess að hafa áhyggjur af viðhalds- kostnaði næstu árin. Ungt fólk í Snæfellsbæ hefur því möguleika á að kaupa sér nýja eign í heima- byggð í stað þess að leita á höfuð- borgarsvæðið. Í samtali við Pál Harðarson kom fram að Nesbyggð ætlar að byggja nýtt fjölbýlishús austan við Fossabrekku 21. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við það hefjist í júlí. Nesbyggð lánar allt að 20% af eftirstöðvum íbúðar eftir að íbúða- lánasjóður hefur lánað 80%. Þurfa ekki að gera annað en flytja inn Tekið við lyklunum Ný íbúð í húsinu á Fossabrekku 21 í Ólafsvík afhent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.