Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. Bein útsending frá kirkju aðventista í Reykjavík. Anna Mar- grét Þorbjarnardóttir prédikar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja- nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðs- þjónusta kl. 12. Þóra Jónsdóttir prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Eric Guðmundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Stefán Rafn Stefánsson prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl 12. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Kyrrðarstund, ritningarlestur og bæn. Fé- lagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár organista og sr. Sigrún Óskarsdóttir leiðir stundina. Kaffisopi að stundinni lokinni. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris, prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson, félagar úr kór Digraneskirkju leiða söng. Sjá www.digra- neskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari, org- anisti er Kári Allansson. Hádegisbænir á þriðjudögum, kvöldkirkja á fimmtudögum. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Tónlistina leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller ásamt kór Frí- kirkjunnar, prestur er Hjörtur Magni Jó- hannsson. Altarisganga. GARÐAKIRKJA | Ljóðamessa og kyrrð- arstund kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og Jóhann Baldvinsson organisti leiðir tónlistina. Flutt verða ljóð, hugleiðingar, og tónlist. Boðið upp á akst- ur kl. 19.30 frá Vídalínskirkju, kl. 19.40 frá Jónshúsi og kl. 19.50 frá Hleinum. Sjá gardasokn.is GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kvartett syngur og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til ABC-barnahjálp- ar. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grens- áskirkju syngur, organisti er Árni Arinbjarnarson og prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRINDAVÍKURKIRKJA | Göngumessa í Húshólma. Safnast verður saman við kirkjuna kl. 10.30 og sameinast í bíla og keyrt á þann stað sem gengið verður frá. Gangan mun taka um 3 klst. Þegar komið verður til baka er gengið til kirkju. Daníel Jónsson fer fyrir göngunni. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Auður Inga Ein- arsdóttir prédikar, Guðlaug Pétursdóttir syngur einsöng og söngstjóri er Kjartan Ólafsson. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir og organisti er Hrönn Helgadóttir. Kaffi. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjón- ar, organisti er Bjartur Logi Guðnason, for- söngvari er Jóhanna Ósk Valsdóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Ferm- ing. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Sögustund fyrir börnin. Al- þjóðlegt orgelsumar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Christian Præstholm frá Danmörku leikur. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar og organisti er Jóhann Baldvinsson. Samstarf þjóð- kirkjusafnaðanna í Kópavogi. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hefur Edith Dorthea H. Dam. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Hjörtur Pálsson og organisti er Jó- hann Bjarnason. Tónleikar 14. Björg Þór- hallsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari. Ókeypis aðgangur. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Baldur Kristjánsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma og brauðsbrotning kl. 11. Skírn- arsamkoma. Vörður Leví Traustason pré- dikar. Alþjóðakirkjan kl. 14. Samkoma á ensku. Helgi Guðnason prédikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með vitnisburðum um mátt Guðs, fyr- irbænum og lofgjörð. www.kristskirkjan.is KAÞÓLSKA Kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa laugardag kl. 18. Bolungarvík | Messa kl. 16. Suðureyri | Messa kl. 19. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur er sr. Baldur Kristjánsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 14 í sam- starfi þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Al- mennur safnaðarsöngur. Sjá www.kopa- vogskirkja.is LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti kl. 14 á stigapalli á 2. hæð. Sr. Sigfinnur Þorleifsson og Ingunn Hildur Hauksdóttir organisti. LAUGARNESKIRKJA | Ljóðamessa og kyrrðarstund kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir altari og Árni Heiðar Karlsson organisti leiðir tónlistina. Flutt verða ljóð, hugleiðingar, og tónlist. Sjá laug- arneskirkja.is LÁGAFELLSKIRKJA | Guðþjónusta kl. 11. Ferming. Prestur sr. María Ágústsdóttir og organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson, „Tinda tríóið“ leiðir safnaðarsöng, Bjarni Atlason syngur einsöng og Atli Guð- laugsson spilar á trompet. LINDAKIRKJA Kópavogi | Helgistund kl. 14. Samstarf þjóðkirkjusafnaða Kópa- vogi. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Reynir Jónasson og sr. Sigurður Árni Þórð- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Sam- félag og kaffisopi á Torginu á eftir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. Ræðumaður Jóhann P. Herbertsson. SELJAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Fermd verða ungmenni búsett í Noregi. Barn borið til skírnar. Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju leiða safn- aðarsöng og Margrét Grétarsdóttir syngur einsöng, organisti er Friðrik Vignir Stef- ánsson. Prestur íslenska safnaðarins í Noregi sr. Arna Grétarsdóttir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. (Ath. breyttan messutíma). Flytjendur frá sumartónleikum helgarinnar taka þátt í messunni. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur, annast prestsþjónustuna og organisti er Jón Bjarnason. SÓLHEIMAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima. Vígð verður ný altaristafla. Jón Gnarr borg- arstjóri Reykjavíkur prédikar og fyrir altari þjóna sr. Birgir Thomsen, sr. Gylfi Jónsson og sr. Valgeir Ástráðsson, ritningarlestra les Guðmundur Á. Pétursson. Organisti er Ester Ólafsdóttir, óperusöngvararnir Davíð Ólafsson og Garðar Thor Cortes syngja við athöfnina. Meðhjálparar eru Ólafía E. Guð- mundsdóttir, Eyþór Jóhannsson og Erla Thomsen. STRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Skírnir Garðarsson messar, organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson. ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Messa kl. 14. Sr. Gunnar Jóhann- esson prédikar og þjónar fyrir altari, fé- lagar úr kirkjukór Hofsóss- og Hólaprestakalls syngja og organisti er Anna Jónsdóttir. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Ef veð- ur leyfir verður messan haldin sem göngu- messa og hefst á Valhallarreitnum. Þaðan verður gengið um Lögberg, Spöngina og Grafreitinn og lesið og sungið á hverjum stað. Gangan endar í kirkjunni með alt- arisgöngu. Guðmundur Vilhjálmsson leiðir söng og leikur á básúnu. Ljósmynd/ Birgir Thomsen Sólheimakirkja. ORÐ DAGSINS: Jesús kennir af skipi. (Lúk. 5) Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Gefins Topplistinn.is Topplistinn er ný leitarstöð fyrir íslenskar vefsíður. FYRSTU 1.000 FÁ ÓKEYPIS OG KRÖFULAUSA SKRÁNINGU. Skráðu vefsíðuna í dag! - http://www.topplistinn.is. Húsnæði í boði GISTING 60 m² íbúð í nýju húsi á Seltjarnar- nesi með fríu aðgengi að bíl. Leigist minnst í tvo sólarhringa. Verð 15.000 kr. per sólarhr. Upplýsingar í síma 899-2190 eða siggiggeris@talnest.is. Ökukennsla Kenni á BMW 116i og sjálfskipta Ford Fiestu. Bifhjólakennsla. Kennsluhjól Suzuki 500 og 125. Snorri Bjarnason, sími 892 1451. Bilaskoli.is Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Hann Bragi minn er farinn. Bragi á sér- stakan stað í hjarta mínu. Hann var einn af bestu æskuvinum mínum, þó svo að 40 ár hafi skilið okkur að í aldri. Ljóslifandi eru minningarnar. Ég lítil stelpa í Borgarnesi, síspyrjandi um lífið og tilveruna. Bragi svaraði ávallt um hæl og gægðist upp fyrir gleraugun sín, brosandi og kíminn. Hagleiksmaðurinn Bragi, sem allt kunni, að dytta að, lagfæra og smíða, ilmandi af fersku sagi og Half and half-píputóbaki, dokaði við til að troða í pípuna sína og þjappaði vel niður með eldspýtu- stokknum. Hnyttinn, glaðlyndur og Bragi Jóhannsson ✝ Bragi Jóhannssonfæddist á Heið- arhöfn á Langanesi hinn 7. október 1931. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 18. júní 2010. Útför Braga fór fram í Borgarnes- kirkju 24. júní 2010. hjálpsamur. Alltaf hafði Bragi tíma til að veita stelpunni at- hygli, hlýju og virð- ingu. Hann kunni lag- ið á henni sem enginn annar kunni. Ég bar ómælda virðingu fyrir þessum barngóða, knáa og skelegga vini mínum. Enda kallaði ég hann aldrei annað Braga „minn“. Bragi minn hafði verið heilsulaus í langan tíma. Ég heimsótti hann fyrir rúmu ári með Benedikt son minn. Þrátt fyrir heilsuleysið gat hann enn gefið af sér til hans, líkt og til mín áður fyrr. Hann var ekta alla leið. Elsku Bragi minn – þakka þér fyrir að vera vinur minn. Minningin um þig lifir. Ég sendi Kristínu, Ingu Láru, Oddnýju Þórunni og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Guðrún Alda Elísdóttir. Elsku Gauja amma okkar er dáin, 87 ára gömul. Við héldum fyrir nokkrum árum að hún væri að kveðja en hún tók á sig rögg og ákvað að það væri nú aldeilis ekki málið. Þetta var amma í hnotskurn, nett og smávaxin en ótrúlega harðger og þrautseig kona. Hún var fámál og blíðlynd, kallaði okkur elskuna sína og hló að vitleys- unni í börnunum sínum sem þekkt eru fyrir ýmsar brellur. Amma var meistari heimilisins, stoð þess og stytta, umhyggja og blíða. Við munum eftir henni sívinnandi í eldhúsinu, berandi fram ótal köku- sortir og hún fylgdist grannt með því að allir fengju sér minnst einu Guðrún Sigríður Jó- hannesdóttir Blöndal ✝ Guðrún SigríðurJóhannesdóttir Blöndal var fædd 21. október 1923 í Hrísey. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 18. júní 2010. Útför Guðrúnar var gerð frá Garða- kirkju í Garðabæ 28. júní 2010. sinni af hverri sort. Tekex með smjöri og osti sem búið var að smyrja hliðarnar á, hafrakex, hjónabands- sæla, grænkaka, lag- kaka, djöflaterta, karamelluterta, form- kökur og kleinur. Ást hennar kom til okkar í formi sætabrauðs. Hvern sunnudag kom- um við í heimsókn og settumst til hennar í eldhúsið. Á jólunum var svo beðið með eft- irvæntingu eftir ömmukossunum, sem engum hefur tekist að baka jafnvel, og ekki má gleyma heima- tilbúna ísnum. Við munum sakna hennar og vildum óska þess að hafa fengið fleiri tækifæri til að ræða við hana um horfinn heim, þegar fólk ólst upp í torfbæjum, konur fæddu tíu börn og áttu sitt ríki innan veggja heimilisins. Amma okkar var hlédræg og kímin, með iðnar hend- ur og hlýjan vanga. Við minnumst hennar með virð- ingu og þakklæti. Karlotta J. Blöndal, Eivor- Pála J. Blöndal og Anna Kristín B. Jóhannesdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.