Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 20
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Kartöfludeginum var fagnað í gær í
tilefni af því að fyrstu íslensku kart-
öflurnar voru teknar upp en upp-
skera er í fyrra lagi í ár. Fagnað var
með kartöfluhádegisverði fyrir
nokkra boðsgesti hjá Úlfari Ey-
steinssyni matreiðslumeistara á
Þremur frökkum. Gestir Úlfars voru
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, Ólöf Nordal,
þingmaður og nýkjörinn varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, Sólveig
Baldursdóttir, ritstjóri Gestgjafans,
Nanna Rögnvaldardóttir, mat-
reiðsluséní, og Rúnar Gíslason í
Kokkunum.
Uppskeran snemma í ár
Uppskeran er óvenju snemma í
ár, viku fyrr en á síðasta ári. Kristín
Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri
Sölufélags garðyrkjubænda ehf., tel-
ur að það sé vegna mikils sumarhita.
„Þetta var á réttum tíma í fyrra,
svona í kringum miðjan júlí er svona
almennt fyrir uppskeruna, en það er
bara góð tíð. Mikill hiti á daginn og
svo rigning á nóttunni. Það hefur
verið góð sprettutíð og við erum
núna viku á undan áætlun,“ segir
hún.
Kartöflurnar hafa ekki verið tekn-
ar upp fyrir norðan en samkvæmt
heimildum segja kartöflubændur að
norðan, að ekki sé von á uppskeru
þar fyrr en jafnvel í lok júlí eða alla-
vega seinnipart júlí. Kristín Linda
segir ástæðu þess vera að það sé ein-
faldlega kaldara fyrir norðan. „Það
er í seinna falli, en ekkert óeðlilegt
miðað við Norðurland. Þeir eru yfir-
leitt í seinni kantinum. En það fer í
rauninni bara eftir veðurfari“.
Fyrsta uppskeran kemur frá Vigni
Jónssyni og Ásdísi Bjarnadóttur,
bændum í Auðsholti á Flúðum.
Kartöflunum var ekið þaðan til
Reykjavíkur og pakkað í sérmerktar
umbúðir. Þessi tilhögun hefur fallið
vel í kramið undanfarin ár.
Nú eru nýju kartöflurnar komnar
í verslanir en þær voru komnar í hill-
urnar um hádegisbil í gær. „Fyrsta
uppskeran er ekki svo stór og við
fylltum ekki allar búðir í dag. Þetta
er lítið fyrst en magnast svo dag frá
degi,“ segir Kristín Linda. Kartöflur
verða teknar upp daglega næstu vik-
urnar og sendar í verslanir jafn-
óðum. Því munu allir geta gætt sér á
nýjum íslenskum kartöflum í sumar.
Nýjum íslenskum kartöflum
var fagnað á Þrem frökkum
Fyrsta uppskeran í Auðsholti á Flúðum og eykst uppskeran frá degi til dags
Morgunblaðið/Eggert
Gómsætar Gestir Úlfars voru ánægðir með matinn og þá sérstaklega með kartöflurnar. Voru þær sagðar sætar og
góðar á bragðið. Einnig var boðið upp á hrefnukjöt í forrétt og léttsteikta langreyði sem kom á land í vikunni.
Leiðbeiningar
» Nýjar kartöflur eru bestar
með hýðinu á og þær má alls
ekki sjóða lengi.
» Nýju kartöflurnar eru við-
kvæmari en venjulega.
Tvær konur sem voru handteknar
við komu Norrænu til Seyðisfjarðar
17. júní hafa verið úrskurðaðar í
áframhaldandi gæsluvarðhald að
kröfu lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Konurnar eru báðar þýskir ríkis-
borgarar og er önnur þeirra um fer-
tugt en hin rúmlega þrítug.
Lögregla og tollgæsla fundu 20
lítra af amfetamínbasa í bíl þeirra.
Sú eldri var úrskurðuð í áframhald-
andi gæsluvarðhald til 16. júlí en sú
yngri til 9. júlí. Báðar hyggjast kæra
niðurstöðuna til Hæstaréttar.
Að sögn lögreglu miðar rannsókn
málsins ágætlega. Húsleitir voru
framkvæmdar í Þýskalandi í
tengslum við rannsóknina og eru
lögreglumenn frá höfuðborgarsvæð-
inu staddir ytra.
Áfram
í gæslu-
varðhaldi
Rannsóknin teygir
sig til Þýskalands
Lögreglan á
höfuðborgar-
svæðinu stöðvaði
kannabisræktun í
húsi í Kópavogi
aðfaranótt mið-
vikudags. Við
húsleit á staðnum
fundust tæplega 150 kannabis-
plöntur á ýmsum stigum ræktunar.
Á sama stað var einnig lagt hald á
liðlega 200 grömm af marijúana.
Karl á fertugsaldri var handtek-
inn í þágu rannsóknarinnar, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu.
Hald lagt á
150 kannabis-
plöntur
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Gamla Sláturhúsið á Þingeyri hef-
ur gegnt margvíslegum hlut-
verkum síðan þar var hætt að
slátra og í dag verður opnuð þar
listasýning þar sem margir ættliðir
láta ljós sitt skína.
Það eru afkomendur þeirra
Gunnars Guðmundssonar og Guð-
mundu Jónsdóttur á Hofi í Dýra-
firði sem sýna sínar listrænu hliðar
í Sláturhúsinu, en þau eiga raunar
ekki langt að sækja listfengið því
þau Gunnar og Guðmunda heitin
voru bæði alþýðulistamenn.
Þau hjónin stunduðu lengst af
búskap á Hofi í Dýrafirði samhliða
því að koma 9 börnum til manns.
Haustið 1958 fluttu þau til Þing-
eyrar og unnu þar ýmis störf en á
efri árum, þegar þau hættu að
vinna, sneru þau sér hinsvegar
bæði að listsköpun. Gunnar málaði
olíumyndir á striga en Guðmunda
skapaði verk úr skeljum, steinum
og lituðum sandi sem hún límdi á
viðarplötur, flöskur o.fl.
Sýning með verkum þeirra hjóna
hefur nú verið opnuð að Gíslastað í
Haukadal í tilefni hinnar árlegu
bæjarhátíðar Dýrafjarðardaga,
sem hófst á fimmtudag. Greinilegt
er hinsvegar að hinn listræni
strengur teygist kynslóðanna á
milli því í tengslum við Dýra-
fjarðardaga tóku afkomendur
þeirra Guðmundu og Gunnars upp
á því að halda samhliða sýningu á
eigin verkum.
Margs konar listaverk
„Gömlu hjónin voru vísirinn að
þessu, en þetta eru bæði börn og
barnabörn og jafnvel barna-
barnabörn, það er alveg niður í
það,“ segir Kristján Gunnarsson,
vélsmíðameistari á Þingeyri, sem
er sonur þeirra hjóna og aðstoðar
við uppsetningu sýningarinnar.
„Margir afkomendur hafa tekið
upp á því líka að gera eitthvað í
höndunum. Það eru margs konar
minjagripir og listaverk, bæði
teikningar og málverk, útskurður
og smíði á smáhlutum í tækifær-
isgjafir. Þau koma með sína gripi,
öll sem geta komið og sumir senda
sitt,“ segir Kristján sem telur að
allt í allt leggi um 15 afkomendur
til verk á sýninguna.
Meðal annarra viðburða má
nefna gönguferðir með leiðsögn
um söguslóðir Gísla Súrssonar,
siglingu með víkingaskipinu Vé-
steini, golfmót og kaffihlaðborð,
grillveislu og stórdansleik með
Hjaltalín. Á sunnudag mun auk
þess Vilborg Davíðsdóttir rithöf-
undur flytja erindi um bók sína
um Auði djúpúðgu, en Vilborg er
einmitt barnabarn þeirra Gunnars
og Guðmundu á Hofi.
Listin tengir kynslóðirnar
Margir ættliðir
láta ljós sitt skína
á listasýningu
Listfengir Afkomendur þeirra Gunnars Guðmundsonar og Guðmundu Jónsdóttir á Hofi láta ljós sitt skína.
Ljósmynd/Kristján
Á Dýrafjarðardögum verður
meðal annars sýnd kvikmynd
sem klippt hefur verið saman úr
myndskeiðum sem Gunnar heit-
inn Guðmundsson tók upp á 8
mm filmu á 8. og 9. áratugnum.
„Hann tók þetta bara fyrir sjálf-
an sig, en við erum búin að setja
þetta saman í klukkutíma langa
heimildarmynd sem sýnir lífið á
Þingeyri,“ segir sonur hans,
Kristján Gunnarsson. Sýning-
arnar á listaverkum Gunnars,
konu hans, Guðmundu, og af-
komenda þeirra eru aðeins hluti
af viðamikilli dagskrá
Dýrafjarðardaga, sem hófust á
fimmtudag og standa fram á
sunnudagskvöld.
Heimildar-
mynd á
8 mm filmu
TÓKU SAMAN MYNDSKEIÐ
SEM SÝNIR LÍFIÐ Á ÞINGEYRI
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Dýrafjarðardagar Dagskrá
Dýrafjarðardaga er viðamikil.