Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 16
málglöðum mönnum frá því áður.
Hreyfingin á heldur ekki mann á
listanum en Þór Saari er ekki langt
undan, en hann talaði samtals í 959
mínútur.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing-
maður VG, sker sig nokkuð úr á
listanum yfir þá sem tala styst. Hún
kom 26 sinnum í ræðustól og talaði í
samtals 68 mínútur.
Á 138. þinginu voru fluttar alls
6064 ræður og 7722 athugasemdir.
Samtals töluðu þingmenn í rúmar
643 klukkustundir. Meðallengd
ræðna var 4,5 mínútur.
Ýmsir hafa haldið því fram að
þingmenn Sjálfstæðisflokksins tróni
á toppi ræðulistans vegna þess að
þeir hafi staðið fyrir málþófi í
nokkrum málum til að koma í veg
fyrir að þau næðu fram að ganga.
Þessu neituðu þingmenn flokksins
staðfastlega og sögðu að vegna mik-
ilvægis málanna þyrfti umræðan að
vera vönduð og ítarleg.
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknar-
flokki, hefur nú flutt frumvarp um
að stytta ræðutíma alþingismanna.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir m.a: „Hér á landi er umræðu-
hefð þingsins fyrir löngu orðin úr-
elt. Ekki er reynt að áætla hvað
hver umræða taki mikinn tíma
hverju sinni miðað við eðli mála.
Nefndir þingsins hafa að mati flutn-
ingsmanns getu og burði til að
áætla umræðutíma þannig að hvert
mál fái næga og vandaða umfjöllun.
Yrði slíku fyrirkomulagi komið á
væri fyrir fram hægt að halda utan
um dagskrá þingsins og tímaáætl-
anir stæðust.“
Málþóf þekkt fyrirbæri
Siv bendir einnig á að um langt
skeið hafi svokallað málþóf verið
þekkt fyrirbæri. „Oftast er það
stjórnarandstaða hvers tíma sem
stundar málþóf og oftast í aðdrag-
anda þinghléa hvers árs. Engir ís-
lensku stjórnmálaflokkanna eru
undanskildir í þessu samhengi.
Hafa þeir allir stundað málþóf í ein-
hverjum mæli allt eftir því hvort
þeir eru í stjórn eða stjórnarand-
stöðu í það sinnið,“ segir Siv.
Í greinargerðinni færir hún rök
með og á móti málþófi. „Þingmenn
hafa þó fært þau rök fram að mál-
þóf sé ein fárra leiða sem stjórn-
arandstaðan hefur til að hafa
áhrif á framgang mála á Al-
þingi, sérstaklega undir
þinglokin. Þótt færa megi
slík rök fram telur flutn-
ingsmaður rétt að breyta
fyrirkomulagi ræðutíma
þannig að mál fái eðlilegan
umræðutíma en málþóf legg-
ist af,“ segir Siv.
Pétur var ræðukóngur í þriðja sinn
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins á lista yfir þá 10 sem töluðu lengst Enginn þingmaður Samfylk-
ingar komst á listann Steingrímur eini ráðherrann á listanum Þingmaður VG talaði styst allra
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi
1. Pétur Blöndal 1.947 mín.
2. Guðlaugur Þór Þórðarson 1.443 mín.
3. Ásbjörn Óttarsson 1.314 mín.
4. Einar K. Guðfinnsson 1.309 mín.
5. Gunnar Bragi Sveinsson 1.271 mín.
6. Steingrímur J. Sigfússon 1.208 mín.
7. Unnur Brá Konráðsdóttir 1.180 mín.
8. Birgir Ármannsson 1.161 mínúta
9. Ragnheiður E. Árnadóttir 1.106 mín.
10. Eygló Harðardóttir 1.072 mín.
Skemmst töluðu
1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 68 mín.
2. Guðfríður L. Grétarsdóttir 167 mín.
3. Oddný G. Harðardóttir 170 mín.
4. Björgvin G. Sigurðsson 190 mín.
5. Jónína Rós Guðmundsdóttir 199 mín.
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010
„Á undanförnum vikum hef ég
æ betur orðið þess áskynja að
þjóðin gerir þær kröfur til okkar
að við bætum vinnubrögðin hér
á Alþingi og þá ekki síst hér í
þingsalnum. Sú gagnrýni sem
við sætum stafar ekki síst af
þeirri stjórnmálamenningu og
umræðuhefð sem Alþingi er
mótað af,“ sagði Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir þing-
forseti, þegar hún frestaði
fundum Alþingis til hausts.
„Á þeirri stöðu berum við öll
ábyrgð, ég ekki síður en aðrir.
Ég tel mikilvægt að við reynum
að bæta þingið en eyðum ekki
kröftum okkar í að tala illa um
það,“ sagði Ásta. Hún sagði að í
þeirri gagnrýni sem Alþingi
sætti væru að hennar dómi
margs konar ranghugmyndir
sem þyrfti að leiðrétta. „Hitt
gleymist líka oft, hvað sam-
vinna þingmanna og eindrægni
getur verið mikil, umræða góð
og vinnubrögð vönduð,“
sagði Ásta.
Undir lok þingsins
lagði hún fram frum-
varp um breytingar á
störfum Alþingis.
Mikilvægt að
bæta þingið
FORSETI ALÞINGIS
Ásta R. Jóhannesdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, var ræðukóngur
138. þings Alþingis, sem lauk fyrir
skömmu. Er þetta þriðja þingið í
röð sem Pétur hampar þessum titli.
Pétur kom 696 sinnum í ræðustól
Alþingis á síðasta
þingi. Hann flutti
197 ræður og
gerði 499 athuga-
semdir við ræður
annarra. Talaði
Pétur samtals í
1947 mínútur eða
í rúmar 32
klukkustundir. Á
136. þinginu
flutti Pétur 425
ræður og athugasemdir og talaði í
samtals 1320 mínútur. Samkvæmt
þessu hefur Pétur heldur hert
róðurinn á síðasta þingi. Á 137.
þinginu, sumarþinginu 2009, talaði
Pétur einnig manna oftast og
lengst.
Þegar skoðaður er listi yfir þá 10
þingmenn sem töluðu mest á ný-
liðnu þingi kemur í ljós að sjálf-
stæðismenn eru málglaðastir. Þeir
eiga sjö þingmenn á listanum yfir
þá 10 þingmenn sem mest töluðu.
Framsóknarflokkurinn á tvo menn
á þessum lista. Einn ráðherra
kemst á listann, Steingrímur J. Sig-
fússon, en hann er margfaldur
ræðukóngur frá því á árum áður.
Hann er jafnframt eini þingmaður
Vinstri grænna á listanum. Athygli
vekur að enginn þingmaður Sam-
fylkingarinnar kemst á listann.
Skartar þingflokkurinn þó nokkrum
Pétur H. Blöndal
Surtseyjarstofa var opnuð í Vest-
mannaeyjum í gær. Svandís Svav-
arsdóttir umhverfisráðherra opnaði
stofuna, sem er gestastofa fyrir
friðlandið Surtsey. Í Surtseyjar-
stofu er að finna fróðleik um frið-
landið og heimsminjasvæðið Surts-
ey.
Surtseyjarstofa hýsir einnig
skrifstofu Umhverfisstofnunar í
Vestmannaeyjum og Surtseyjar-
sýningu sem byggð er á sýningu
Náttúrufræðistofnunar Íslands frá
árinu 2007.
Hægt er að nálgast allar fáan-
legar upplýsingar um Surts-
eyjargosið í Surtseyjarstofu, land-
mótun og þróun lífs í eyjunni.
„Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir
einstakt náttúrufar og í Surts-
eyjarstofu geta innlendir og er-
lendir ferðamenn jafnt og skóla-
nemar á öllum aldri kynnst
einstakri myndunarsögu eyjanna
og náttúrufari í Surtsey,“ segir í
fréttatilkynningu umhverfisráðu-
neytisins um opnun stofunnar.
Einstök á heimsvísu
Surtsey var friðlýst á meðan eld-
virkni var enn í gangi og í nær
hálfa öld hefur vísindamönnum
gefist tækifæri til að fylgjast með
myndun og mótun Surtseyjar,
landnámi dýra og plantna, þróun
lífríkis og vistkerfa. Vöktun og
rannsóknir vísindamanna, ásamt
friðun eyjarinnar, hafa gert Surts-
ey einstaka á heimsvísu og í júlí
2008 var hún skráð á heims-
minjaskrá Sameinuðu þjóðanna.
Umhverfisstofnun hefur umsjón
með friðlandinu og Surts-
eyjarstofu.
Surtsey var tilnefnd á heims-
minjaskrána á árinu 2007, en þá
voru jafnframt liðin 40 ár frá því
að Surtseyjareldum lauk. Af því til-
efni setti Náttúrufræðistofnun Ís-
lands upp sýningu í
Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík
og nefndist hún „Surtsey – jörð úr
ægi“. Sýningin byggðist á rann-
sóknum og gagnasöfnun vísinda-
manna frá upphafi Surtseyjarelda
1963 til ársins 2006. Sýningin hefur
nú verið flutt heim til Vest-
mannaeyja og löguð að sýning-
arrými Surtseyjarstofu.
Starfsmaður Umhverfisstofnunar
í Vestmannaeyjum og sérfræðingur
friðlands Surtseyjar er Lovísa Ás-
björnsdóttir jarðfræðingur.
Fróðleiksstofa um frið-
landið Surtsey opnuð
Fróðleiksstofa Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði Surts-
eyjarstofu, sem er gestastofa fyrir friðlandið Surtsey.
Geymir upplýs-
ingar um land-
mótun og þróun lífs
Friðlýst eyja
» Surtsey var friðlýst árið
1965 í þágu rannsókna og nátt-
úruverndar á meðan eldvirkni
var enn í gangi.
» Markmið friðlýsingarinnar
var að tryggja náttúrulega þró-
un eyjarinnar án áhrifa manns-
ins.
» Surtsey var skráð á heims-
minjaskrá Sameinuðu þjóð-
anna í júlí 2008.
„Þetta var fremur rólegt,“ sagði
Hlynur Sveinsson í björgunar-
sveitinni Gerpi frá Neskaupstað.
Gerpir var að ljúka fyrstu vik-
unni í hálendisvakt Slysavarna-
félagsins Landsbjargar. Þau í
Gerpi fengu þó ýmsar beiðnir um
aðstoð.
„Þetta er þriðja árið sem við
erum á hálendinu. Miðað við
undanfarin tvö ár þá var þetta
fremur rólegt. Eftir því sem við
heyrðum þá kenna menn um eld-
gosinu hugsanlega og að ein-
hverju leyti HM í fótbolta. Þetta
geti haft áhrif á ferðamennsk-
una,“ sagði Hlynur.
Liðsmenn Gerpis voru stað-
settir í Landmannalaugum. Alls
voru sjö björgunarsveitarmenn
þar og voru með einn bíl og tvö
fjórhjól. Hlynur sagði að verk-
efnin sem þau í Gerpi fengu hafi
verið nokkuð dæmigerð, það er
leit að ferðamönnum og að draga
fasta bíla upp úr ám.
„Við fengum eitt útkall vegna
bíls sem var fastur í á og týndur í
svartaþoku á milli ákveðinna
staða. Við þurftum að finna bíl-
inn, draga hann upp og koma
fólkinu í skjól. Bíllinn var skilinn
eftir,“ sagði Hlynur.
Þetta var fyrsta vikan í sumar
sem björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar voru á há-
lendinu. Auk Landmannalauga
var önnur sveit á Kili. Nú bætast
einnig við vaktir í Öskju og í
Nýjadal á Sprengisandi.
Hálendisvaktin Þó rólegt hafi verið þessa fyrstu viku á hálendisvaktinni
hafa liðsmenn Gerpis engu að síður þurft að sinna ýmsum verkefnum.
HM freistar
meira en hálendið