Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Hjalti Geir Erlendsson og Önundur Páll Ragnarsson Stjórn Íbúðalánasjóðs mun ráða nýjan fram- kvæmdastjóra sjóðsins á fundi sínum á fimmtu- daginn í næstu viku, að sögn stjórnarmanna sem rætt var við í gær. Guðmundur Bjarnason lét af starfi fram- kvæmdastjóra á fimmtudaginn, fyrir aldurs sakir, eftir um tíu ára starf hjá sjóðnum. Áður gegndi hann embætti landbúnaðar- og umhverfisráð- herra. Þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn mun Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmda- stjóri, gegna starfinu. Ásta er einnig meðal um- sækjenda um starf framkvæmdastjóra. Margir um hituna Auglýst var eftir umsækjendum í starfið 30. apríl síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út 23. maí. Alls bárust 27 umsóknir um starfið. Auk Ástu sóttu um stöðuna þau Ágúst Önundar- son miðlari, Elín Sigrún Jóns- dóttir framkvæmdastjóri, Erla Sjöfn Jónsdóttir viðskipta- fræðingur, Guðrún Árnadóttir ráðgjafi, Gunnsteinn R. Óm- arsson verkefnastjóri, Hallur Magnússon ráðgjafi, Ingólfur V. Guðmundsson ráðgjafi, Kristjón Jónsson ráðgjafi, Magnús Ingi Erlingsson verkefnastjóri, María Grétarsdóttir verkefnastjóri, Olga Hanna Möller sérfræðingur, Ragnar Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Ragnar Sigurðsson lögfræð- ingur, Sif Jónsdóttir doktorsnemi, Sigrún Kjart- ansdóttir ráðgjafi, Sigurður Erlingsson verkefna- stjóri, Sigurður Geirsson forstöðumaður, Smári Ríkarðsson ráðgjafi, Snorri Styrkársson verk- efnastjóri, Trausti Harðarson forstjóri, Vigfús Kr. Hjartarson framkvæmdastjóri, Vignir Björnsson byggingarfræðingur, Vilhjálmur Wiium verkefna- stjóri, Yngvi Örn Kristinsson ráðgjafi og Þórhall- ur Biering Guðjónsson framkvæmdastjóri. Víðtækrar reynslu krafist Samkvæmt auglýsingu þarf framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi og búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu af fjármálastarfsemi. Þá er þekking á íbúðalánum sögð æskileg og sömuleiðis reynsla af stjórnun og rekstri. Núverandi stjórn Íbúðalánasjóðs var skipuð í janúar 2007 af Magnúsi Stefánssyni, þáverandi fé- lagsmálaráðherra, og er skipunartími hennar fjög- ur ár. Formaður stjórnar er Hákon Hákonarson og varaformaður er Gunnar S. Björnsson. Auk þeirra eiga sæti í stjórn þau Elín R. Líndal, Jó- hann Ársælsson og Kristján Pálsson. Framkvæmdastjóri enn óráðinn  Guðmundur Bjarnason hefur látið af störfum hjá Íbúðalánasjóði  Eftirmaður hans verður ráðinn á stjórnarfundi á fimmtudaginn í næstu viku  Umsóknarfrestur rann út 23. maí en 27 sóttu um starfið Guðmundur Bjarnason Í höndum stjórnar » Ekki liggur fyrir hver verður næsti framkvæmdastjóri, en rúmur mánuður er síðan um- sóknarfrestur rann út. » 27 umsækjendur sóttu um starfið en umsóknarfrestur rann út 23. maí. » Stjórnarmenn sjóðsins vilja lítið segja hvers vegna ráðningarferlið tekur jafn lang- an tíma og raun ber vitni, en stefnt er að því að klára málið á stjórnarfundi á fimmtudag. Nýjar tölur Capacent um áhorf á sjónvarp sýna að Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu nýtur gífur- legrar hylli hjá notendum RÚV. Af 10 vinsælustu dagskrárliðum RÚV vikuna 21.-27. júní voru 9 liðir tengdir HM í Suður-Afríku. Þar af voru sjö leikir í beinni útsendingu og tvö HM-kvöld. Af öðrum liðum er það aðeins hinn skoski Taggart lög- regluforingi sem nær inn á listann, en hann er í 8. sæti. Jafnvel fréttir ná ekki inn á þennan lista. Mesta áhorfið var á beina útsendingu frá leik Argentínu og Mexíkó. Hlutfall þeirra sem horfðu á leikinn í 5 mín- útur eða lengur, þ.e. svokallað upp- safnað áhorf, var 59,2%. Miðað er við aldurshópinn 12-80 ára. Argentína nýtur greinilega mestra vinsælda af liðum á HM því næstflestir horfðu á leik Argentínu og Grikklands, eða 51,5%. Hjá aldurshópnum 12-49 ára var HM í níu efstu sætunum. Að- þrengdar eiginkonur náðu 10. sæt- inu. Mælingar Capacent sýna einnig að RÚV hefur mikla yfirburði yfir aðrar sjónvarpsstöðvar þegar heildaráhorf er skoðað. RÚV er með 64,4% áhorf, Stöð 2 er með 17,5% áhorf og Skjáreinn með 6,4% áhorf. sisi@mbl.is HM í 9 af 10 efstu sætunum Reuters Vinsælir Messi og félagar njóta mestrar hylli hjá áhorfendum. Taggart er sá eini sem náði inn á listann „Mínar ráðleggingar til þeirra Íslend- inga sem hyggjast flytjast hingað til Noregs eru að hafa norskuna á valdi sínu og hafa í vasanum peninga sem duga til tveggja mánaða. Margir hafa samband og gjarnan er það fólk sem er komið í öngstræti heima t.d. vegna peningavandræða og vill þá byrja upp á nýtt í nýju landi,“ segir Eyþór Jó- hannsson, formaður Íslendingafélags- ins í Rogalandi í Noregi. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fluttu 354 Íslendingar til Noregs og fetuðu þar með í fótspor þeirra 1.584 landa sinna sem fór utan 2009, skv. tölum norsku hagstofunnar. Frá hruni hefur Íslend- ingum í Noregi fjölgað mjög og eru nú 6.000-7.000. Margir hafa flutt til Rogalands, sem eru byggðirnar í Suður-Noregi og ná yfir Stafangur, Haugasund og Björgvin. Ágætt atvinnuástand hefur verið á þessu svæði en þar gætir meðal annars áhrifa frá olíuvinnslunni í Norðursjó. Nákvæmar tölur um fjölda Íslendinga í Rogalandi liggja ekki fyrir en stjórn Íslendingafélagsins á svæðinu áætlar að þetta séu um 1.000 manns. Verkfúsir ekki í vanda „Þegar við stofnuðum félagið fyrir sjö árum bjuggu hér um 300 Íslendingar. Stóra sprengingin varð í fyrra. Fjölgunin þá varð mikil og er fólk að heiman enn að koma hingað,“ segir Eyþór sem fluttist utan fyrir níu ár- um. Hann bjó fyrsta kastið í Ósló en hefur sl. átta ár búið í Karmey við Haugasund og keyrir strætó. „Þegar fólk kemur er mikilvægt að vera með pappíra að heiman en þannig er því greið leið inn á vinnumarkað. Tveimur Íslendingum hef ég komið í vinnu sem strætó- bílstjórar. Þá hafa komið hingað smiðir, rafvirkjar, ein- hverjir hafa farið í skrifstofustörf eða þá í vinnu við olíu- vinnslu í Norðursjó. Verkfúsir Íslendingar hafa ekki átt í vandræðum með að fá vinnu hér.“ sbs@mbl.is Landnemarnir hafi pen- inga til tveggja mánaða  Áætlað að um þúsund Íslendingar búi í Rogalandi í Noregi  Rafvirkjar, smiðir, olíuverkamenn og strætisvagnastjórar Morgunblaðið/Golli Ósló Íslendingum í Noregi fjölgar stöðugt, ekki síst í Rogalandi þar sem áhrifa olíuvinnslu gætir helst. Gísli Jóhannsson. Tveir dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna vændis- kaupa karlmanna af vændisþjónustu Catalinu Mikue Ncogo eða konum í hennar þjónustu á síðasta ári. Að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur, saksóknara, er öðrum karlmann- inum gert að greiða 80 þúsund krón- ur í sekt en hinum 40 þúsund krón- ur. Maðurinn sem þarf að greiða 80 þúsund krónur er sektaður fyrir full- framið brot, það er hann keypti vændisþjónustu og greiddi 15 þús- und krónur fyrir. Hinn maðurinn gerði tilraun til þess að kaupa vændisþjónustu en ekki var um full- framið brot að ræða. Að sögn Huldu mun embætti ríkissaksóknara taka sér tíma til að kanna hvort niður- stöðu héraðsdóms verður áfrýjað til Hæstaréttar. Alls voru 11 karlmenn ákærðir fyrir vændiskaup og á Hulda von á því að dómur í máli níu þeirra falli í haust. Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er fyrir vændiskaup hér á landi og verða dómarnir fordæmis- gefandi. 80 þúsund krónur fyrir vændiskaup Alls sóttu 22 um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar, sem nýlega var aug- lýst laust til umsóknar. Meðal umsækjenda eru Magnús Jónsson, fyrrv. veðurstofustjóri, Ragnar Jörundsson, núv. bæjar- stjóri, og Ragnar Sær Ragnarsson, fyrrv. sveitarstjóri. Fleiri sveitar- stjórar eru þá meðal umsækjenda um bæjarstjórastöðuna því þeir Ágúst Kr. Björnsson, fyrrv. sveitar- stjóri Súðavíkur og Hrunamanna- hrepps, og Björn Ingimarsson, fyrrv. sveitarstjóri Þórshafnar, voru einnig meðal umsækjenda. Farið verður yfir umsóknirnar og unnið úr þeim næstu daga. 22 vilja í bæjarstjóra- stólinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.