Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 27
FRÍTT Í BÍLASTÆÐAHÚS! VERSLANIR OPNAR TIL KL. 17:00 • Lifandi tónlist • Bjarni töframaður • Framandi dansar • Útimarkaður á Hljómalindarreit o.m.fl. Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Athugasemd við grein Kára Kárasonar Vegna greinar Kára Kárasonar, formanns öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Morgunblaðinu 2. júlí, vill sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið taka eftirfarandi fram: Tveir fulltrúar öryggisnefndar FÍA sátu fund með sérfræðingum ráðuneytisins 11. maí síðastliðinn þar sem fjallað var um þá reglu- gerð sem Kári Kárason fjallar um í greininni. Kári var annar þeirra. Fulltrúar FÍA spurðu hvers vegna ákvæði um varavakt hefði verið fellt út úr reglugerðardrög- unum á síðari stigum. Því var svarað að ekki hefði verið hægt að koma til móts við allar þær at- hugasemdir sem fram komu á drögin og að ólíkar hugmyndir hefðu verið uppi um útfærslu ákvæðisins. Ákveðið hefði verið að fella umrætt ákvæði úr reglugerð- inni en einnig að meta hvernig aðrar þjóðir í Evrópu útfæri hvíld- artímaákvæðið. Lýstu fulltrúar ráðuneytisins því yfir að settur yrði saman starfshópur hags- munaaðila til að skoða á ný hvíld- artímaákvæði sem og önnur ný ákvæði sem komið hafa inn í EES- samninginn eftir að umrædd reglugerð var sett. Málið er því til skoðunar í ráðuneytinu. Taka má undir þá umfjöllun greinarhöfundar að þreyta flug- manna er áhættuþáttur í flugi sem með réttu er gefinn sífellt meiri gaumur í margs konar rann- sóknum og því brýnt að draga sem mest úr slíkum áhættuþætti með góðum reglum um vinnu- og vakttíma. Í lokin má einnig benda á það ákvæði í 37. grein loftferðalag- anna, nr. 60/1998, þar sem lagt er bann við því að flugverji sé við stjórn loftfars ef hann er óhæfur til að rækja starfann á tryggilegan hátt vegna þreytu: ,,Enginn flug- verji eða annar starfsmaður má hafa með hendi starfa í loftfari, vera við stjórn loftfars, stjórna loftferðum eða veita öryggisþjón- ustu vegna loftferða sé hann vegna neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja, vegna sjúkdóms eða þreytu eða annarrar líkrar or- sakar óhæfur til að rækja starfann á tryggilegan hátt.“ Flugmönnum er því ávallt heimilt að neita að fljúga telji þeir sig of þreytta til að stjórna loftfari á tryggilegan hátt. Flugöryggi og vakttími Með samstarfi sínu við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn hefur rík- isstjórn Íslands tekið að sér að gera al- menning á Íslandi að þurfalingum. Alls staðar þar sem AGS kemur að með sínar „ráðleggingar“ lendir almenningur í gildru fátæktar og eymdar. Allar byrðar eru lagð- ar á almenning og þá einkanlega þá sem minna mega sín, svo þeir séu nú örugglega upp á náð stjórnvalda komnir. Erfiðleikar þjóðríkja fara nú stigvaxandi. Í erfiðleikum sínum eru þjóðríki þvinguð til að leita ásjár AGS sem krefst þess af ríkisstjórnum að þær leggi meiri byrðar á almenning og selji þjóð- areigur í hendur auðmanna. Þar sem AGS hefur komið að málum hefur hin svokallaða millistétt horfið og til verða tvær stéttir, þ.e. ríkir annars vegar og fátæk- ir hins vegar. Það sem heimurinn þarf að sjá, í stað aðkomu AGS, er „Jubilee“ eða eins og það heitir á íslensku „náðarár“ eða „fagn- aðarár“. Hvað er það? Jú, það þýðir það að allar skuldir eru látnar niður falla, felldar niður, afskrif- aðar. Það á við skuldir þjóðríkja, fyrirtækja og ekki síst ein- staklinga. Þannig hafa allir hreint borð, geta end- urskipulagt sig og hafið eðlilegt líf. Er sanngjarnt að allir fái slíka nið- urfellingu? Nei, það er ekki sanngjarnt, en það getur reynst nauðsynlegt til þess að bjarga því sem bjargað verður. Ef ekkert verður gert og öll byrði lögð á almenning, eins og nú er gert, mun það leiða til skelfilegra afleiðinga innan fárra ára sem við erum ekki enn farin að sjá hvað muni kosta heims- byggðina. Á sama tíma og „náðarárið“ tæki gildi þurfa að vera til taks lög og reglur sem setja þjóðríkj- um, fyrirtækjum og ein- staklingum skorður um hvernig þeir geti starfað, skuldsett sig og aðra. Heiðarleiki og sanngirni verður að vera leiðarljós okkar, en ekki græðgi, öfund eða hatur eins og viðgengist hefur um heimsbyggðina og ekki síst í landi okkar. Er ekki kominn tími til fyrir okkur sem þjóð að huga að gild- ismati okkar? Það gildismat sem við höfum haft undanfarna ára- tugi hefur leitt okkur í öngstræti. Í Heilagri ritningu stendur skrif- að, í Jeremía 6. kafla versi 16: „Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld …“ Er það ekki einmitt það sem við þurfum í dag, að finna sálum okk- ar hvíld? Ekki gefur AGS okkur hvíld og ekki heldur stjórn- málamenn. Það er aðeins einn sem getur veitt sálum okkar hvíld og þann frið sem við þurfum hið innra með okkur, það er sá sem skapaði okkur og þráir samfélag við okkur. Við finnum friðinn í samfélagi okkar við Hann. Sú leið sem Drottinn talar um hér að ofan er leið trúarinnar og traustið á Honum, það er hamingjuleiðin. En þar sem við höfum snúið við Hon- um bakinu og farið okkar eigin sjálfselskuleiðir höfum við ratað á glapstigu sem við sjáum afleiðing- arnar af í dag og hafa valdið okk- ur miklum og síauknum harm- kvælum, sem við höfum ekki enn séð fyrir endann á. Jubilee er það sem heimurinn þarfnast Eftir Tómas Ibsen Halldórsson » Þar sem AGS hef- ur komið að mál- um hefur hin svokall- aða millistétt horfið og til verða tvær stéttir, þ.e. ríkir ann- ars vegar og fátækir hins vegar. Tómas Ibsen Halldórsson Höfundur er viðurkenndur bókari. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.