Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Sudoku Frumstig 9 8 2 1 5 8 4 7 5 9 2 8 1 4 8 5 1 4 3 8 2 9 5 4 3 2 7 9 2 5 1 4 5 1 9 1 9 8 2 1 6 7 5 2 7 5 6 6 9 8 4 2 6 7 3 4 5 8 5 7 6 5 8 6 9 4 3 1 7 9 2 3 1 4 9 3 7 9 2 4 6 8 3 1 5 6 5 3 2 1 7 9 8 4 4 1 8 5 3 9 2 7 6 2 7 9 6 5 1 8 4 3 1 8 6 9 4 3 5 2 7 3 4 5 8 7 2 6 9 1 5 2 1 3 8 4 7 6 9 8 3 7 1 9 6 4 5 2 9 6 4 7 2 5 1 3 8 2 3 4 7 9 5 1 8 6 8 7 1 4 3 6 9 5 2 9 5 6 1 2 8 7 4 3 6 2 5 9 8 7 3 1 4 4 9 3 2 6 1 8 7 5 7 1 8 3 5 4 6 2 9 3 4 9 8 1 2 5 6 7 1 6 7 5 4 3 2 9 8 5 8 2 6 7 9 4 3 1 8 9 6 1 4 2 5 3 7 7 3 1 8 9 5 2 4 6 2 4 5 6 3 7 8 9 1 4 6 2 7 5 9 1 8 3 3 5 8 2 1 4 7 6 9 9 1 7 3 6 8 4 5 2 6 2 3 4 8 1 9 7 5 5 7 4 9 2 6 3 1 8 1 8 9 5 7 3 6 2 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 3. júlí, 184. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú held- ur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.) Í gær var skrifað um upphaf hval-veiðivertíðarinnar í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu. Hvalveiðisinnum var þar legið á hálsi fyrir að vera ósamkvæmir sjálfum sér, hafni þeir öllum tilfinningarökum gegn hvalveiðum. Lóan var dregin inn í umræðuna og ekkert vit sagt í því að amast við sjálfbærum lóuveið- um, þrátt fyrir fegurð hennar og kvæði Jónasar um hana, ef menn samþykkja ekki gáfur og göfgi hvala sem rök fyrir friðun þeirra líka. x x x Þetta er í sjálfu sér skemmtilegurpunktur, en um leið fráleit vit- leysa. Lóan er í huga Víkverja ekki friðuð vegna þess að hún sé gáfaðri, fallegri eða betri en aðrir fuglar. Hún er hins vegar táknmynd vorsins og lífsins í hugum margra Íslendinga. Sem slík er hún óheppileg til veiða, því maður skýtur vorið og lífið ekki á færi. Aðrar mófuglategundir á Ís- landi eru friðaðar og hefur lítið upp á sig að skjóta þær flestar, enda smáar vexti. Sjálfur hefur Víkverji þó oft rennt hýru auga til spóans, sem ásýndar virðist hafa nokkuð kjöt- mikla bringu. Eins er óskiljanlegt að ekki megi skjóta álftir, sem varla verður þverfótað fyrir núorðið. Merkilegast er hversu styggar þær eru, þrátt fyrir að hafa verið friðaðar frá árinu 1913. x x x Hafi aðrar þjóðir sérstakt dálæti áákveðnum dýrategundum er sjálfsagt að þær hampi þeim sér- staklega og kjósi að drepa þær ekki. Víkverji veit til dæmis ekki til þess að Íslendingar hafi ályktað nokkurn skapaðan hlut gegn lóu- og hrossa- gauksáti margra Evrópuþjóða. Þar er lóan líka enginn sérstakur vorboði. Meginreglan er sú að nýta alla nýt- anlega stofna, með sjálfbærum hætti. Líki okkur sérstaklega vel við ein- hverjar þeirra, til dæmis ef þær skipa sérstakan sess í menningu okkar eða lífsháttum, getum við gert undan- tekningar. Ekki er þar með sagt að það verði að vera sömu undantekn- ingar og aðrar þjóðir gera. Leiðinlegt ef menningin þarf alls staðar að vera eins. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 troðningur, 4 tvíund, 7 grassvarð- arlengja, 8 á jakka, 9 und, 11 vitlaus, 13 venda, 14 eru í vafa, 15 illt umtal, 17 óhapp, 20 skel, 22 tig- in, 23 gerist sjaldan, 24 dimmviðris, 25 rugga. Lóðrétt | 1 flugvélar, 2 storkun, 3 drykkjarílát, 4 digur, 5 lengjan, 6 offra, 10 kvíaá, 12 megna, 13 eldstæði, 15 beinpípu, 16 legubekkir, 18 setur, 19 illfygli, 20 smáalda, 21 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bölvaldur, 8 Sævar, 9 ræðum, 10 tíð, 11 riðla, 13 innan, 15 stags, 18 kusur, 21 kál, 22 lemja, 23 ílöng, 24 brúðkaups. Lóðrétt: 2 ölvuð, 3 varta, 4 lærði, 5 urðin, 6 ásar, 7 smán, 12 lag, 14 níu, 15 soll, 16 armur, 17 skarð, 18 klípa, 19 skörp, 20 regn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rge2 d5 6. a3 Bd6 7. Rg3 Rbd7 8. cxd5 exd5 9. Rf5 Rb6 10. Rxd6 Dxd6 11. Bd3 Be6 12. a4 Hfe8 13. a5 Rc8 14. Dc2 Dd7 15. f3 Rd6 16. g4 Hac8 17. g5 Rh5 18. Bxh7+ Kh8 19. Bd3 c5 20. dxc5 d4 21. cxd6 dxc3 22. bxc3 Rf4 23. Be4 Rh3 24. Ha4 Rxg5 25. Hg1 f6 26. Hd4 Hc4 27. Ba3 Hec8 28. Bb4 Hxd4 29. exd4 He8 30. Kd1 Rxe4 31. fxe4 Bg8 32. Kc1 Bh7 33. He1 b6 34. a6 Db5 35. De2 Da4 36. Kb2 Hxe4 Staðan kom upp á hinu árlega of- urskákmóti í Poikovsky í Rússlandi sem kennt er við Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Bosníski stór- meistarinn Ivan Sokolov (2654) hafði hvítt gegn rússneskum kollega sínum Dmitry Jakovenko (2725). 37. Dxe4! Bxe4 38. Hxe4 Kh7 39. He7 Dd1 40. d7 Dd2+ 41. Ka3 b5 42. Ba5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Upplýsandi innákoma. Norður ♠G104 ♥D53 ♦KD4 ♣D932 Vestur Austur ♠D8653 ♠972 ♥Á9762 ♥KG108 ♦8 ♦73 ♣G5 ♣K1074 Suður ♠ÁK ♥4 ♦ÁG109652 ♣Á86 Suður spilar 5♦. Í hinum fjörmikla leik við Þjóðverja á EM vakti Sigurbjörn Haraldsson á 1♦ í suður. Í vestur var kjarkmaðurinn Elinescu. Hann lét óhagstæðar hættur ekki trufla sig og stakk sér inn á Mich- aels 2♦ til að sýna hálitina. Magnús Magnússon sagði 3♦ og Wladow í aust- ur stökk í 4♥. Frá bæjardyrum suðurs er slemma ekki útilokað, en svigrúm til rannsókna er ekkert og Sigurbjörn lét 5♦ duga. Út kom ♥Á og meira hjarta. Bessi spilaði nákvæmt. Hann tromp- aði, spilaði tígli á ♦K og stakk ♥D. Tók ♠Á-K, fór inn í borð á ♦D og trompaði ♠G. Spilaði loks litlu laufi á níu blinds. Austur átti slaginn á ♣10, en varð að spila frá ♣K og gefa þar úrslitaslaginn. Tvílita innákoman reyndist upplýs- andi. Hinum megin fóru Þjóðverjar tvo niður á 6♦. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Haltu þig við skammtímaáætl- anirnar og láttu hjá líða að skipuleggja til lengri tíma. Raðaðu hlutunum í forgangs- röð og taktu eitt verkefni fyrir í einu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er að færast meiri hraði í líf þitt og þú munt því hafa nóg að gera bæði heima við og í vinnunni. Líttu á þetta sem tækifæri til að þjálfa þig í þolinmæði. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Fegurðarskyn þitt verður óvenju næmt næsta mánuðinn. Ef einhver vanda- mál koma upp er best að ræða beint við viðkomandi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það skiptir þig miklu máli að sann- færa einhvern um eitthvað í dag. Sinntu þínu og þá munt þú verða ofan á þegar vinda lægir aftur á vinnustaðnum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér verður treyst fyrir miklu leynd- armáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Ef þú minnist gætilega á um- kvörtunarefni heilar það sambandið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er oft gagnlegt að leita á vit sögunnar þegar leysa þarf vandamál nú- tímans. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Í hönd fer tímabil mannfagnaða. Feg- urðarskyn þitt er í hámarki í dag. Ham- ingjan er fólgin í að treysta rétta fólkinu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Traust þitt á tiltekinni mann- eskju endurnýjast og þú uppgötvar margt í fari hennar sem hægt er að líta upp til, meta og elska. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt öllum séu sett einhver takmörk myndi fátt gerast ef enginn freistaði þess að komast örlítið lengra. Láttu það eftir þér að "eyða" tímanum í spjall yfir kaffibolla. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Leitaðu fé- lagsskapar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft ekkert að fyrirverða þig fyrir tilfinningar þínar, ef þær eru sannar og án sársauka fyrir aðra. Hlust- aðu vandlega á það sem aðrir segja. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fjárhættuspil er yfirleitt ekki góð hugmynd, en tilfinning þín fyrir heppni er svo mikil í augnablikinu að þú ættir að láta slag standa og taka smávegis áhættu. Breyttu um stefnu. Stjörnuspá 3. júlí 1948 Undirritaður var samningur um nær 39 milljón dala aðstoð Bandaríkjanna við Ísland, svo- nefnda Marshallaðstoð, sem meðal annars var nýtt til að kosta virkjanir í Sogi og Laxá og til byggingar Áburðarverk- smiðjunnar. 3. júlí 1973 Vísindamenn tilkynntu form- lega að eldgosinu í Heimaey væri lokið. Það hófst 23. jan- úar og stóð til 26. júní eða í 155 daga. Um 240 milljón rúm- metrar af hrauni og ösku komu upp í gosinu og á fjórða hundrað hús eyðilögðust. Sums staðar eru allt að 150 metrar niður á leifar húsanna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Úlfar Ágústsson kaupmaður á Ísafirði er sjötugur í dag, 3. júlí. Eiginkona hans Jósefína Gísladóttir varð sjötug 24. janúar síðastliðinn og gullbrúðkaupsdagur þeirra var 13. febrúar síðastliðinn. Í tilefni þessara áfanga bjóða þau vinum og vandamönnum til veislu í frímúr- arasalnum á Ísafirði, laugardaginn 10. júlí kl. 19. 70 ára Ingibjörg Gestsdóttir, Frí- holti 8 í Garði, verður sjötug mánudaginn 5. júlí. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á Flös- inni, Garðskaga frá kl. 20 á af- mælisdaginn. 70 ára „Ég ætla aldrei þessu vant að sofa til hádegis,“ segir Ragnar Magnússon, barnaskólakennari á Ólafsfirði. Hann er fertugur í dag og er mættur á æskuheimilið í Reykjavík þar sem hann ætlar að halda upp á daginn. Þegar hann vaknar tekur við hefðbundinn undirbúningur fyrir veisluna. „Skúra, skrúbba og bóna. Svo á ég nú von á að það komi hérna nokkrir vinir til margra ára. Það er stefnan að bjóða þeim hérna í bús, brauðtertur og brjálaða stemningu,“ segir Ragnar, sem sér fram á skemmtilegt kvöld. Um tuttugu manns hafa fengið boð um að mæta. „Þrítugsafmælið mitt þótti vel heppnað og þess vegna var nú meiningin að endurtaka bara leikinn og bjóða sama hópi heim. Reyndar minnkar stuðið í hlutfalli við aldurinn, en þó að afmælisgestirnir fari snemma heim ætlar af- mælisbarnið að halda gleðinni áfram,“ segir hann, staðráðinn í að halda uppi stuðinu. Ragnar býr á Ólafsfirði á skólatíma en hefur annan fótinn í bænum þess utan. Í sumar stefnir hann hringinn í kringum landið, í fyrsta skipti síðan 1974. „Með vikuviðkomu á Austfjörðum, þar er bústaður sem bíður eftir okkur á Héraði.“ onundur@mbl.is Ragnar Magnússon er 40 ára í dag Brauðtertur og brjálað stuð Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Jóhanna Kara fæddist 17. jnaúar kl. 0.44. Hún vó 3.315 g og var 49 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Soffía Guðrún Gísladóttir og Haraldur Jóhannesson. Dalvík Valgerður Fríður fæddist 3 maí. Hún vó 4.550 g og 56 cm löng. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Guðrún Skúladóttir og Tryggvi Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.