Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 28
15. október 2011 LAUGARDAGUR28 Veigamiklar breytingar á Alþingi Ný lög um þingsköp Alþingis tóku gildi um síðustu mánaðamót. Með þeim fækkar fastanefndum, eftirlitshlutverk þingsins er eflt og gegnsæi er aukið frá því sem áður var. Þorgils Jónsson kynnti sér breytingarnar sem þykja marka nokkur tímamót. N ý lög um þingsköp Alþingis sem tóku gildi um síðustu mánaðamót fela í sér veigamiklar breytingar á störf- um og hlutverki þingsins. Yfirlýst markmið þeirra er að gera þinginu betur kleift að annast þau verk- efni sem því eru falin, meðal ann- ars með gagngerum umbótum á nefndakerfinu og eftirlitshlutverki þingsins. Þá verður staða minni- hlutans styrkt með frekari kröf- um um upplýsingagjöf og gagnsæi. Fastanefndum fækkað Stærsta breytingin er sú sem lýtur að breytingum á nefndaskipan. Fastanefndunum hefur verið fækk- að úr tólf í átta og nefndarsætum þar með úr 110 niður í 72. Meðal annars eru velferðarmál sett í eina nefnd, menntamálanefnd er sameinuð allsherjarnefnd, efna- hags- og viðskiptanefnd eru sam- einaðar og undir nýja atvinnuvega- nefnd falla mál tengd sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaðar- og orkumál- um. Þá er sett á laggirnar sérstök stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem nánar verður vikið að hér á eftir. Í nefndaráliti þingskapanefnd- ar með frumvarpinu segir að með þessum breytingum sé verið að styrkja og efla nefndastarfið. Með breytingunum munu flestir þingmenn aðeins sitja í einni nefnd í stað tveggja til fjögurra áður. Með því er leitast við að tryggja að hver nefndarmaður geti sér- hæft sig á ákveðnu sviði og þannig sinnt starfsskyldum sínum betur en áður var. Auk þess mun þessi breyting koma til með að auðvelda allt skipulag á nefndasviði þar sem ekki verður eins mikið um skaran- ir á fundum og starfsfólk þingsins getur einnig sérhæft sig frekar og þannig þjónustað þingmenn betur. Breytingar þessar beinast allar að sama marki, það er að nefndar- starf verði markvissara og þar af leiðandi verði lagasetningar fag- legri og betur undirbúnar og von- andi vandaðri. Eftirlitshlutverkið eflt Annað meginefni nýrra laga er að styrkja valdsvið þingsins gagnvart ríkisstjórninni með því að auka möguleika þess á að veita stjórn- völdum aðhald. Í nýju lögunum eru skýrar regl- ur um rétt Alþingis til að fá upp- lýsingar frá stjórnsýslunni og einn- ig er gert ráð fyrir að minnihluti nefnda geti kallað eftir gögnum. Þá hefur, eins og áður sagði, verið stofnuð ný fastanefnd, stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd. Sú er mótuð að norskri fyrirmynd og hefur það hlutverk að fjalla um þingmál sem falla undir hennar svið, til að mynda varðandi stjórn- arskrá, forseta Íslands, þingið og stofnanir þess, kosningamál og þar fram eftir götunum. Nefndinni er einnig gert að sýna frumkvæði í eftirlitshlutverki þingsins og getur í þeim efnum kannað ákvarðan- ir einstakra ráðherra og verklag eftir því sem tilefni er. Minnihluti nefndar, fjórðungur hið minnsta, getur kallað eftir þess háttar athugun. Í nefndaráliti þingskapa- nefndar er tilkomu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fagnað, en um leið er talið mikilvægt að hófsemi sé gætt í beitingu margra úrræða sem hún hafi yfir að ráða. Þá leggja lögin skyldu á ráðherra að Alþingi séu tryggðar allar þær upplýsingar sem hafi verulega þýð- ingu fyrir mál sem eru til meðferð- ar á þingi. Fjárlög fá meiri tíma Fyrir utan þessi tvö stóru atriði eru fjölmargar umbætur í nýju lögunum um þingsköp. Þar má sem dæmi nefna að frestinum til að leggja fram frumvörp var breytt til þess að þingmönnum sé tryggður nægur tími til að fjalla um mál sem koma frá stjórnvöld- um í stað þess að þau séu lögð fram seint til þess að þrýsta á um skjóta afgreiðslu. Í nefndaráliti þing- skapanefndar við afgreiðslu frum- varpsins segir að slík vinnubrögð séu ekki til þess fallin að auka gæði lagasetningar. Samkomudagur þings, sem hefur síðustu ár verið fyrsti virki dagur októbermánaðar, hefur verið færð- ur fram til annars þriðjudags í september frá og með næsta hausti og er ýmislegt talið munu vinnast með því. Þar má helst nefna að vinna við fjárlagagerð getur haf- ist fyrr og fær því ítarlegri með- ferð hjá þinginu. Varðandi fjárlög hafa þær breyt- ingar einnig orðið að nú þarf fjár- málaráðherra ekki síðar en 1. apríl ár hvert að leggja fram þingsálykt- unartillögu með grófri áætlun um útgjaldaliði næsta fjárlagaárs. Auk þess skal því fylgja áætlun um rík- isfjármál næstu þriggja ára á eftir. Einnig er kveðið á um að öllum stjórnarfrumvörpum muni fylgja kostnaðarmat og það skuli endur- skoðað verði miklar breytingar á frumvarpinu í meðförum þing- nefnda. Aðhald vegna fyrirspurna og þingsályktana Nýju þingsköpin fela einnig í sér mjög eflt aðhald að stjórnvöldum þar sem forsætisráðherra skal til dæmis skila skýrslu á hverju ári þar sem farið er yfir framkvæmd þeirra þingsályktana sem sam- þykktar hafa verið. Varðandi fyrirspurnir til ráð- Á sta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, var, ásamt formönnum allra þing- flokka, flutningsmaður frumvarps að lögum um þingsköp og segir í samtali við Fréttablaðið að margar og mikilvægar breytingar felist þar. FBL: Hver var hvatinn á bak við þessa endur- skoðun á þingsköpum? ÁRJ: „Í kjölfar þess að ég tók við skýrslu haustið 2009 sem forsætisnefnd Alþingis lét vinna fyrir sig um eftirlit Alþingis með fram- kvæmdarvaldinu var orðið nauðsynlegt að breyta þingsköpum Alþingis. Þar var farið yfir lög og reglur og metið hvort ástæða væri til breytinga. Í henni voru lagðar til margar laga- breytingar til að styrkja þingið svo það gæti sinnt eftirlitshlutverki sínu sem skyldi. Þar á meðal eru þessar breytingar á þingsköpunum og lagt til að sett yrðu lög um rannsóknarnefnd- ir. Ég lét þá strax hefja vinnu við frumvörp í samræmi við það. Frumvarpið um rannsókn- arnefndirnar var svo samþykkt í vor og tók þá gildi. Frumvarpið um breytingar á þingsköpum var einnig samþykkt samhljóða í vor, en það tók gildi nú 1. október. Rannsóknarnefnd Alþingis lagði ríka áherslu á það í skýrslu sinni að þingið gerði þessar breytingar. Þingmannanefndin sem tók rannsóknarskýrsluna til meðferðar tók undir það í skýrslu sinni sem samþykkt var samhljóða á Alþingi í fyrra. Aðalhvatinn við þessa gagngeru endurskoðun á þingsköpunum var sem sagt skýrslan um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og einnig skýrsla þing- mannanefndarinnar.“ FBL: Hver er veigamesta breytingin, að þínu mati, sem nýju lögin fela í sér? ÁRJ: „Þær eru margar mjög mikilvægar og veigamiklar, ég nefni breytingarnar á nefndunum, mjög mikilvæg er ný fastanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún er sambærileg eftirlitsnefndum á þjóðþingum Norðurlandanna, sem sinna þingeftirlitinu sér- staklega. Nefndunum var fækkað úr tólf í átta og ekki er lengur ein nefnd fyrir hvert ráðu- neyti eins og var, en það gagnrýndi rannsóknar- nefnd Alþingis. Þær verða því óháðar fagráð- herrum. Svo eru mikilvæg ákvæði um rétt þingmanna til að kalla eftir upplýsingum frá ráðherrum, hvort sem það eru trúnaðarupp- lýsingar eða ekki. Nýmæli eru opnir nefnda- fundir fyrir fréttamönnum og opnir fundir þar sem ráðherrar sitja fyrir svörum þing- nefndar í beinni útsendingu, en nú eru nefnda- fundir þrenns konar: lokaðir, gestafundir og opnir fundir. Síðan er líka mikilvægt ákvæð- ið um aukna ábyrgð stjórnarandstöðunnar í nefndastarfinu. Staða minnihlutans er styrkt á margan hátt í lögunum. Samkomudegi Alþingis er breytt og verður annar þriðjudagur í septem- ber í stað 1. október. Forsætisráðherra skal nú á hverju hausti leggja fram skýrslu um fram- kvæmd þingsályktana. Hagsmunaskráning þingmanna er nú lögbundin og alþingismenn munu setja sér siðareglur. Ýmis fleiri nýmæli eru þarna sem of langt yrði upp að telja.“ FBL: Finnst þér eitthvað enn vanta í lögin eins og þau eru núna? ÁRJ: „Já, það þarf að vinna áfram að frek- ari breytingum á þingsköpunum. Alþingi kaus nýja þingskapanefnd í vikunni sem mun halda vinnunni áfram í vetur. Í lok nefndarálits þing- skapanefndarinnar frá því í sumar eru talin upp nokkur atriði sem nýja þingskapanefndin mun væntanlega skoða, meðal annars skipulag þingstarfanna, ræðutíminn og vefur þingsins, þ.e. að bæta aðgengi almennings enn frekar að störfum þingsins, svo sem störfum fastanefnda og þingmálum.“ ■ MIKILVÆG MÁL Í HÖFN, EN FREKARI BREYTINGA ER ENN AÐ VÆNTA BREYTTIR TÍMAR Töluverð breyting verður á starfsemi þingsins með nýjum þingskapalögum þar sem fastanefndum er fækkað, eftirlitshlutverk þess er eflt og minnihlutinn mun hafa meira vægi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON herra, hefur tímafrestur til svara verið lengdur til að endurspegla raunhæfari tímaþörf, en ef mis- brestur verður á er ráðherra gert að gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir ástæðum tafanna og hvenær svars sé að vænta. Nýr tónn sleginn Í heild má segja að í nýju lögun- um sé leitast við að slá nýjan tón í störfum Alþingis sem miði að auknu sjálfstæði í stjórnskipun landsins og bættum vinnubrögð- um, sem hlýtur að vera fagnaðar- efni. Alltént var almenn samstaða um nýju lögin þar sem þau voru samþykkt með öllum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Enn á vit- anlega eftir að reyna á hin nýju „tæki“ þingsins og verður sér- staklega fróðlegt að sjá hina nýju stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að störfum. Endurskoðun þingskapa er þó alls ekki lokið þó að þessum stóra áfanga hafi verið náð, þar sem ný þingskapanefnd var kosin af Alþingi í síðustu viku og mun hún vinna að enn frekari endurskoðun. ● Forsætisnefnd gert að undirbúa siðareglur fyrir alþingismenn. ● Utandagskrárumræður heita nú „sérstakar umræður“. ● Fjárhagsleg hagsmunaskráning alþingismanna lögbundin. ● Íslenska lögfest sem þingmál. Aðrar nýjungar 1 SE leggur mat á hvort skipa eigi rannsóknarnefnd um ákveðin álitamál. 2SE gerir tillögu um skipan rannsóknar- nefndar og leggur fyrir þing. 3Eftir að rannsókn lýkur er skýrsla tekin fyrir í SE. 4 Álit SE á skýrslu kynnt fyrir þingi ásamt tillögum um frekari aðgerðir. Þing tekur ákvörðun um framhaldið. Fækkun fastanefnda ● Allsherjarnefnd ● Menntamálanefnd ● Efnahags- og skattanefnd ● Viðskiptanefnd ● Fjárlaganefnd ● Heilbrigðisnefnd ● Félags- og tryggingamálanefnd ● Iðnaðarnefnd ● Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd ● Samgöngunefnd ● Umhverfisnefnd ● Utanríkismálanefnd Fjöldi nefndarsæta: 110 FYRIR BREYTINGU EFTIR BREYTINGU ● Allsherjar- og menntamálanefnd ● Efnahags- og viðskiptanefnd ● Fjárlaganefnd ● Velferðarnefnd ● Atvinnuveganefnd ● Umhverfis- og samgöngunefnd ● Utanríkismálanefnd ● Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Fjöldi nefndarsæta: 72 Rannsóknarnefndir Nýju þingskapalögin fela stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (SE) að ákveða hvort og hvenær Alþingi skipar rann- sóknarnefndir. Ferill þeirra mála er svohljóðandi: NÝ LÖG UM ÞINGSKÖP ALÞINGIS Ásta Ragnheiður Jóhannes dóttir forseti Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.