Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 32
15. október 2011 LAUGARDAGUR32
N
anna Bryndís Hilmarsdótt-
ir og hinir meðlimir hljóm-
sveitarinnar Of Monsters
of Men hafa verið á útopnu
undanfarnar vikur. Fyrsta
plata þeirra, My Head Is an
Animal, kom í verslanir 20. september síð-
astliðinn og hefur verið í stöðugri spilun
á flestum útvarpsstöðvum síðan. Útgáfu-
tónleikarnir fóru fram 6. október og þurfti
að bæta einum við vegna mikillar aðsókn-
ar. Þá voru þrír tónleikar á dagskránni á
Airwaves-tónlistarhátíðinni sem nú stendur
yfir, auk þriggja aukatónleika í tengslum
við hana. Í kvöld spila þau í fyrsta sinn í
Hörpunni.
Ömmurnar syngja með
Hljómsveitarmeðlimir Of Monsters and
Men koma úr tveimur áttum. Annars vegar
af Reykjanesinu og hins vegar úr vinahópi í
Garðabænum. Nanna sjálf ólst upp í Garð-
inum og gekk í skóla með Brynjari Leifs-
syni, gítarleikara hljómsveitarinnar, sem
er frá Keflavík. Þau tvö stofnuðu hljóm-
sveitina upphaflega ásamt Garðbæingnum
Ragnari Þórhallssyni, hinum söngvara
hljómsveitarinnar. Síðar bættust fleiri
Garðbæingar í hópinn.
Það er einkennandi fyrir tónlist Of
Monsters hvað hún rennur ljúflega ofan
í breiðan hóp hlustenda. Það er líka fjöl-
breyttur hópur sem hefur sést á tónleik-
um hjá þeim. „Ég hef alveg séð ömmurnar
syngja með og yngri krakkana líka,“ segir
Nanna og brosir breitt. „Við virðumst ná til
hópa sem við héldum aldrei að myndu hlusta
á okkur. Það er ótrúlega gaman að því.“
Líður vel á sviðinu
Of Monsters and Men vann Músíktilraunir í
fyrra og síðan þá hefur líf meðlima hennar
verið á fullum snúningi. Áður hafði Nanna
komið fram ein undir nafninu Songbird,
svo hún er orðin þaulvön að standa á sviði
frammi fyrir fjölda manns. Hún kann vel
við sviðsljósið. „Mér líður vel á sviðinu og
ég verð ekkert mjög stressuð. Finn aðal-
lega þetta góða stress. Það er samt ótrú-
lega skrýtið að standa á sviði fyrir fram-
an helling af fólki sem er að syngja lögin
manns. Það var skrýtið á Nasa á miðviku-
daginn, þegar við spiluðum Little Talks og
allir sungu með. Við hefðum getað sleppt
því að syngja sjálf. Þetta er eitt það skrýtn-
asta sem ég lendi í og er alveg geggjað!“
Vinsæl á þjófasíðum
Platan My Head Is an Animal var ekki búin
að vera lengi í sölu hér á landi áður en búið
var að leka henni á erlendar niðurhalssíður.
Þar hefur hún verið vinsæl og var meðal ann-
ars um tíma á topp tíu lista stærstu lokuðu
niðurhalssíðu í heiminum, www.what.cd. Þar
var Of Monsters and Men rétt á eftir stór-
stjörnum á borð við Björk, Florence and the
Machines og Outkast. „Það er skrýtið að það
sé eitthvert fólk þarna úti í heimi að ná í plöt-
una okkar. Að hún skyldi leka sýnir alla vega
að það er einhver áhugi þarna úti. Platan er
eins og er ekki aðgengileg fyrir utan Ísland,
þannig að kannski er þetta eina úrræðið fyrir
fólk sem myndi annars kaupa hana. Þannig
að maður getur sko ekki verið allt of reiður
yfir þessu.“
Á toppnum í Fíladelfíu
Það er ekki ólíklegt að Nanna og hljómsveitin
muni bregða sér til Fíladelfíu í Bandaríkj-
unum á næstunni. Þar hafa þau fyrir furðu-
lega tilviljun vakið athygli og trónað á toppi
vinsældalista útvarpsstöðva. „Það var maður
hérna á Íslandi sem heyrði okkur spila í sánd-
tjékki og hreifst af okkur, fór með plötuna
okkar til vinar síns sem er útvarpsmaður í
Fíladelfíu og sagði honum að tékka á okkur.
Sá spilaði okkur í vinsælum útvarpsþætti og
síðast þegar við vissum vorum við í fyrsta
sæti á spilunarlista þessarar stöðvar, sem er
víst nokkuð stór á bandarískan mælikvarða.
Við erum farin að fá þónokkuð af „Please
come to Philadelphia“ póstum, svo það er
aldrei að vita nema við skellum okkur!“
Stríðnispúkar
Nanna er greinilega alveg tilbúin til að fara
á tónleikatúr með hljómsveitinni, þó að hún
verði eina stelpan í þéttsetinni og sveittri
hljómsveitarrútu. „Ég er búin að prófa það
einu sinni. Við fórum hringinn með Agent
Fresco og Lockerbie-strákunum í alltof litlum
bíl. Ég var eina stelpan og þó það hafi óneit-
anlega verið dálítið spes var það ógeðslega
gaman.“
Hún hugsar sig vel um þegar hún fær
spurninguna hvort hún sé strákastelpa. „Já,
ætli það ekki bara. Samt á ég mikið af bæði
stráka- og stelpuvinum. Ég hef aldrei spáð
mikið í þetta en núna undanfarið hef ég feng-
ið þessa spurningu svolítið oft. Það er auðvitað
allt annar fílingur að vera með fimm strákum
en stelpum. Þeir eru meiri stríðnispúkar. En
það eru allir teknir fyrir og allt gert í góð-
látlegu gríni. Ég geri sko líka grín að þeim!“
Myndlist, heimspeki, sálfræði …
„Ég er nýbúin að átta mig á því að tónlist-
in geti verið eitthvað svona „alvöru“,“ segir
Nanna Bryndís þegar hún er spurð út í hvert
hugur hennar stefnir í framtíðinni. Fleiri
hlutir heilla hana þó og hún er líka í mynd-
listarnámi við Myndlistaskóla Reykjavíkur og
hefur áhuga á ýmsu bóknámi. „Ég hef alltaf
verið mikið að teikna og var á tímabili mikið í
því að búa til teiknimyndasögur. Ég er aðeins
að komast aftur inn í þær pælingar. Annars er
ég líka hrifin af bæði heimspeki og sálfræði.
Mér finnst gaman að fylgjast með fólki.“
Miðað við vinsældir hljómsveitarinnar nú
bendir ýmislegt til þess að tónlistin eigi eftir
að hafa yfirhöndina enn um sinn. „Við erum
öll í námi sem við höfum mikinn áhuga á. En á
sama tíma erum við alveg ákveðin í að leggja
okkur hundrað prósent í tónlistina. Við erum
öll sammála um að taka þetta alla leið.“
Ætlum að taka þetta alla leið
Flestir þeir sem hafa hlustað á útvarpið í meira en hálftíma á undanförnum mánuðum þekkja rödd Nönnu Bryndísar Hilmars-
dóttur. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir settist niður með þessari ungu og hæfileikaríku söngkonu, sem stúderar teiknimynda-
sögur í frítíma sínum og líður vel innan um strákana og stríðnispúkana í hljómsveitinni Of Monsters and Men.
Á NASA Á MIÐVIKUDAGINN Of Monsters and Men
var með þétt tónleikaplan á Airwaves-tónlistarhá-
tíðinni. Þau spiluðu á Nasa á miðvikudaginn, á
Glaumbar í gærkvöldi og verða í Hörpunni í kvöld.
Þá eru ótaldir „off venue“ tónleikarnir sem voru
þrír. MYND/MAGNÚS ELVAR
FINNUR BARA GÓÐA STRESSIÐ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söng-
kona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, kann alltaf betur
og betur við sig á sviði. Hún veit ekkert skrýtnara en að heyra fólk
syngja hástöfum með lögum sem hún hefur samið sjálf.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA