Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 36
15. október 2011 LAUGARDAGUR36 Hekla Dögg Jónsdóttir er það séní sem ég vel úr röðum annara sénía. Verkið saman- stendur af myndbandi og upplásnum plasts- kúlptúr sem inniheldur tæknidót og blá dialjós. Myndbandið er líkt og hreyfanlegt málverk. Þetta er upptaka af tvílitum skipsstafni, sjó og himni. Skipið duggar upp og niður og á ákveðn- um fullkomnum augnablikum, þegar línurnar skerast, heyrast hljóð og ljósin byrja að blikka innan í uppblásna belgnum. Eftirvæntingin sem fylgir því að sjá þegar línurnar skerast, ljósin kvikna og hljóðið heyr- ist eflist því lengur sem maður fylgist með framgangi mála. Áhrifin eru óáþreifanleg og ljóðræn, eins og þegar maður hendir peningi í óskabrunn og breytir þar með hinu efnislega í einhvað huglægt. Bæði vídeóskotið og upp- blásni skúlptúrinn eru merki um listamann sem er tæknilega mjög fær, sem sést glögglega í myndbyggingu, efnisvali og vandaðri fram- setningu.“ Það verk í Íslenskri listasögu sem ég hef mest dálæti á er eftir Hörð Ágústsson og heitir Þrískeyturöð I-III. Ég sé þessar límbandsmynd- ir ásamt mörgum í svipuðum dúr á sýningu Harðar á Kjarvalsstöðum haustið 1976. Ég er nýbyrjaður í for- námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Upplifunin á þessari sýningu var ein af þessum augnablikum þegar eitthvað opnast í huganum og maður veit að grundvallarbreyting hefur átt sér stað í manns eigin viðhorfi. Hörð- ur reyndist svo vera þegar fram liðu stundir einn langbesti kennari sem ég hef nokkurn tíma kynnst hingað til. Hann kenndi skilninginn.“ Þrískeyturöð I-III eftir Hörð Ágústsson Goddur Eftirlætis verk listafólksins Íslensk listasaga, sem kom nýverið út í fimm binda röð, hefur að geyma litljósmyndir af á annað þúsund íslenskum listaverkum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk nokkra listamenn til að lýsa einu verki úr bókinni sem þeir hafa sérstakt dálæti á. Titrandi strengir eftir Eyborgu Guðmundsdóttur Rétt er að taka fram að ég tel nýju listasöguna samanstanda af fjórum fyrstu bókunum. Sú fimmta getur ekki verið saga þar sem hún beinist að samtímanum og er heldur ekki bjóðandi hvað vinnubrögð varðar í samanburði við hin bindin. Verkið sem ég vel er úr þriðju bókinni og heitir Titrandi strengir. Þetta er málverk eftir Eyborgu Guðmundsdóttir frá árinu 1974. Formfræðilega er þetta einföld mynd og aðlað- andi, en hún er afar skæð. Bíður tækifæris til árásar og þegar áhorfandinn heldur að hann sé að fanga myndina innan sjónar- sviðs síns stekkur hún fram og bítur hann í augað. Dásamlegt listaverk.“ Jón B. K. Ransu Fullkomið augnablik eftir Heklu Dögg Jónsdóttur Sara Riel H jartað í mér tók dálítinn kipp þegar ég rak augun í verkið Brot eftir Guðjón Ketilsson. Ég man svo vel eftir þessari sýningu í Listasafni ASÍ, en þar sýndi hann málaðar lág- myndir af lendaskýlum og möttlum sem hann hafði skorið út eftir þekkt- um málverkum úr listasögunni. Guð- jón er í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Verkin hans hafa svo djúpar rætur og þau sameina svo fallega óaðfinn- anlegt handverk og tæra hugmynd. Þessar biblíusögulegu klæðisfelling- ar skírskota bæði til sögu listarinnar og kristninnar. En ekki síst eru þetta dásamlega fagrir gripir sem mann langar til að handfjatla og strjúka og auðvitað hafa fyrir augunum.“ Brot eftir Guðjón Ketilsson Áslaug Thorlacius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.