Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 40
15. október 2011 LAUGARDAGUR40 1. Á sláturmarkaðnum Það fyrsta sem þú þarft að gera er að bregða þér út í næsta slátur- markað, til dæmis hjá Hagkaupum eða í Nóatúni. Eitt slátur inniheldur eina lifur, tvö nýru, eitt hjarta, einn sviðahaus, einn poka af lambamör, eina vömb og lambablóð. Þetta er ýmist hægt að kaupa frosið eða ferskt. Ef nokkrir eru saman um sláturgerðina tekur því varla að taka minna en fimm slátur. Úr þeim fást um það bil 25 keppir. 2. Gert að vömbum Þegar heim er komið hefst undirbúningur. Gott er að byrja á því að skella vömb- unum ofan í kalt vatn. Þær þarf að hreinsa. Gott er að skafa þær létt að innanverðu, en þess þarf þó að gæta að þynna þær ekki um of. Hverri vömb er svo skipt upp í fjóra til fimm hluta. Því næst eru þær saumaðar saman með grófu spori. Skilja þarf eftir nógu stórt gat til að hægt sé að troða í þær. 3. Mörinn skorinn Hefjist þá handa við að hakka mörinn. Það er gott að hafa hann í um það bil eins sentí- metra þykkum bitum. Stund- um eru dökkir fitukirtlar í mörnum. Þá þarf að skera frá. 4. Lifrin hökkuð Þá er komið að lifrinni. Hún er hreinsuð og allar himnur skornar í burtu. Þá er hún skorin í bita og sett í gegnum hakkavélina. Sumir láta hana renna tvisvar í gegn. Sláturgerð skref fyrir skref Manstu þegar þú fékkst heitt slátur með kartöflum, rófustöppu og uppstúf hjá ömmu og afa í gamla daga? Langar þig að endur- skapa slíka stund en fallast þér hendur við hugmyndina um sláturgerð? Örvæntu ekki. Fylgdu þessum leiðbeiningum Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur og þú munt áreynslulaust skapa þér þjóðlegan sess í sætum minningum þinna eigin afkomenda. Nú getur þú byrjað að útbúa blöndurnar. Ef þú ætlar að útbúa bæði blóðmör og lifrarpylsu þarftu að hafa þetta við höndina 6. Troðið í keppi Þá er komið að því að troða í keppinn. Gættu þess að fylla hann ekki meira en rúmlega til hálfs. Ef keppurinn er of fullur getur hann sprungið við suðu. Þegar búið er að fylla hann er saumað fyrir með slátur garni. Að lokum eru nokkur göt stung- in í keppinn með nálinni eða gaffli. 7. Slátrið er tilbúið! Lokaskrefið er að sjóða slátrið í tvo og hálfan tíma og útbúa á meðan meðlæti á borð við soðnar kartöflur, rófustöppu og uppstúf. Ef þú hefur ekki lyst á að snæða slátur strax að loknu þessu umstangi er best er að láta hvern kepp í frystipoka og beint í frysti. Þeir þjóðlegustu sjóða hluta af slátrinu og setja það í súr sem þeir snæða svo með bestu lyst á þorranum. 5. Öllu blandað saman Þú færð þér stóran pott, eða bala, eftir magni, skellir öllum efnunum í og hrærir vel. Gott er að byrja á lifrinni / vatnsblönduðu blóðinu, bæta svo við þurrefnunum og enda á mörnum. Blandan er tilbúin þegar sleif getur staðið í henni. Lifrarpylsa 1 lifur 2 nýru – má sleppa ½ l nýmjólk 100 g haframjöl 100 g hveiti 250 g rúgmjöl 500 g mör 1 msk. gróft salt Blóðmör 1 l blóð ½ l vatn 400 g haframjöl 800 g rúgmjöl 500 g mör 2-3 msk. gróft salt LIFUR NÝMJÓLK HAFRAMJÖL RÚGMJÖL BLÓÐ VATN + + + + + + + MÖR GRÓFT SALT 2 7 1 6 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.