Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 102
15. október 2011 LAUGARDAGUR70 sport@frettabladid.is SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR og Þóra Björg Helgadóttir geta orðið sænskir meistarar í fótbolta vinni lið þeirra LdB Malmö sigur á Örebro, liði Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjörg Viðarsdóttur, í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. Malmö hefur eins stigs forskot á Kopparbergs/Göteborg fyrir lokadaginn. Þóra varð meistari með Malmö í fyrra en Sara Björk er á sínu fyrsta ári með félaginu. Kolbeinn Tumi Daðason íþróttafréttamaður „Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manc- hester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjend- unum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsam- legri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikil- vægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálf- ari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt. Aðallinn í heimsókn hjá kónginum Iceland Express karla í körfu Haukar-Snæfell 89-93 (43-43) Stig Hauka: Jovanni Shuler 20, Örn Sigurðarson 16, Haukur Óskarsson 14, Davíð Páll Hermannsson 14, Sveinn Ómar Sveinsson 9, Sævar Ingi Haraldsson 9, Helgi Björn Einarsson 5, Emil Barja 2. Stig Snæfells: Brandon Cotton 33, Quincy Hankins-Cole 17 (15 frák./6 stoðs.), Palmi Freyr Sigurgeirsson 16, Sveinn Arnar Davidsson 12 (7 stoðs.), Ólafur Torfason 7, Jón Ólafur Jónsson 6, Hafþór Ingi Gunnarsson 2. Tindastóll-Stjarnan 91-105 (46-54) Stig Tindastólls: Maurice Miller 22, Svavar Birgisson 20, Helgi Rafn Viggósson 17, Trey Hampton 17 (12 frák.), Þröstur Leó Jóhannss. 9, Pálmi Jónss. 2, Loftur Eiríkss. 2, Einar Einarss 2. Stig Stjörnunnar: Fannar Freyr Helgason 26 (8 frák./5 stoðs.), Justin Shouse 24, Guðjón Lárusson 18, Keith Cothran 18, Marvin Valdimarsson 17, Sigurjón Örn Lárusson 2. Valur-Njarðvík 63-92 (35-52) Stigahæstir: Igor Tratnik 22, Birgir Björn Pétursson 13 - Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Travis Holmes 16, Cameron Echols 12, Ólafur Helgi Jónsson 12, Elvar Már Friðriksson 11. N1 deild kvenna í handb. Stjarnan-HK 36-34 (23-17) Mörk Stjörnunnar(Skot): Jóna M. Ragnarsd. 9/3 (15/4), Hanna G. Stefánsd. 6 (6) , Sólveig Lára Kjærnsted 6 (10), María Karlsd. 5 (6), Hildur Harðard. 5 (5), Rut Steinssen 4, (7), Esther 1 (1). Varin skot: Jennifer Holmberg 7(26, 26.9%), Kristín Ósk Sævarsdóttir 3 (7, 42.8%) Mörk HK (skot): Brynja Magnúsd. 9/1 (14/1), Arna Björk Almarsd.6 (9), Elín Anna Baldursd. 5 (5), Elva Björg Arnarsd. 4(5), Jóna Sigríður Halldórsd.4 (7), Elísa Ósk Viðarsd. 3(6), Valgerður Ýr Þorsteinsd. 2(3), Heiðrún Björk Helgad.1 (1). Varin skot: Ólöf K. Ragnarsdóttir 8/0 (30/2, 26,7%), Dröfn Haraldsdóttir 4 (20, 20%) Fram-Haukar 39-21 (19-12) Markahæstar: Stella Sigurðardóttir 11, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6 - Gunnhildur Pétursdóttir 4. ÚRSLIT Í GÆR KÖRFUBOLTI Haukar köstuðu frá sér tveimur stigum gegn Snæfelli þegar leikur liðsins hrundi á lokasprettinum á Ásvöllum í gær. Snæfell skoraði 12 stig gegn þremur á síðustu tveimur mínútum leiksins og vann 93-89 sigur. „Við vorum algjörlega með allt niður okkur. Vorum á hælunum, þungir og áhugalausir,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells um fyrstu 38 mínútur leiksins. „Við misstum ekki trúna þó þeir kæmust níu stigum yfir. Við héldum okkur við svæðið sem við skiptum í og fórum að frákasta upp úr því og fengum hraðaupphlaup. Ég er stoltur og ánægður með sjálfan mig að hafa ekki skipt aftur yfir í maður á mann þegar þeir komust í níu stig og hafði trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Ingi Þór jafnframt. Haukar komust níu stigum yfir 82-73 þegar rétt rúmar sex mínútur voru til leiksloka en fengu skotin ekki til að detta á lokasprettinum. „Hvort sem við lékum vel í 38 mínútur eða Snæfell illa þá skipt- ir það mig engu máli úr þessu. Ég hefði frekar viljað spila illa í 38 og vel í tvær og vinna. Svona er þetta en þeir eru með hörkulið,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka að leiknum loknum. „Þeir breyttu um varnartaktík og við settum skotin ekki ofan í. Við sættum okkur við þriggja stiga skot í stað þess að sækja að körfunni. Þeir spiluðu ákveðið og komust upp með það,“ sagði Pétur. Ingi Þór og Snæfell eiga deildarmeistaratitil að verja en Ingi Þór er ekki ánægður með stöðuna á liðinu í upphafi leiktíðar. „Það er enginn liðsbragur á þessu. Ég er ekki ánægður með liðið og spilamennskuna. Þó ég sé ánægður með hvernig við unnum leikinn, þetta hlýtur að efla menn, er ég er ekki ánægður með hvernig við vorum á hælunum,“ sagði Ingi Þór að lokum. Stjarnan fór í góða ferð á Sauð- árkrók og vann 14 sigur á heima- mönnum í Tindastól, 105-91. Stjörnumenn voru með örugga forystu stærstan hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upp- hafi fjórða leikhlutans. Njarðvíkingar unnu síðan 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda en báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrir mótið. -gmi, - óój Tvær góðar mínútur dugðu Frábær endasprettur Snæfellinga færði þeim sigur á Haukum á Ásvöllum í fyrstu umferð Iceland Express-deild karla í körfubolta. Njarðvík burstaði nýliða Vals á Hlíðarenda og Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Króknum. HAUKAR KÖSTUÐU FRÁ SÉR SIGRINUM Haukar fóru illa með góða stöðu á móti Snæfelli í gær. Hér reynir Davíð Páll Hermannsson sendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Stjörnustúlkur unnu 36-34 sigur á HK í Garðabænum í N1 deild kvenna í gærkvöldi en þetta var fyrsti sigur Garðabæjarliðsins í deildinni í vetur. HK hafði unnið tvo fyrstu leiki sína, þar á meðal óvæntan sigur á bikarmeisturum Fram. Stjörnustúlkur náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik og voru 23-17 yfir í hálfleik en HK komu grimmar inn eftir hálfleik og náðu að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleikinn. Stjarnan tók þá leikhlé sem skilaði árangri og þær náðu aftur forystunni. „Ég er ánægð með karakterinn hjá okkur,“ sagði Stjörnukonan Jóna Margrét Ragnarsdóttir. „Við vorum sífellt að reyna að verja forskotið en hleypum þeim aftur inn í leikinn. Gústaf tekur þá leikhlé og vekur okkur, þá kom aftur stemning og við náðum að halda þetta út,“ sagði Jóna. „Þetta var mjög leiðinlegt tap, við vorum ekki mættar í fyrri hálfleik,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, eftir leikinn. „Við getum gert mun betur en það, við ætlum okkur að sýna það í vetur og gerðum það í sigrinum á Fram. Ég vona að þessi leikur komi okkur niður á jörðina. Mér fannst við þó sýna flottan karakter í seinni hálfleik með að vinna upp þetta forskot því það eru ekki mörg lið sem gætu unnið upp níu marka forystu gegn Stjörnunni,“ sagði Brynja. - kpt Stjörnukonur unnu í gær fyrsta sigur sinn í N1-deild kvenna í handbolta í vetur: Gústi vakti okkur í leikhléinu JÓNA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR. Skoraði 9 mörk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.