Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 2
15. október 2011 LAUGARDAGUR2
Valur, er hún ekkert að
minnka – plágan?
„Nei, og ef þessu fer ekki að linna
verð ég orðinn loðdýraeyðir í stað
meindýraeyðis.“
Valur Richter er meindýraeyðir á Ísafirði
þar sem undanfarið hefur mikið borið á
minkum í byggð, jafnvel í heimahúsum.
LÖGREGLUMÁL Fréttablaðið og lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu hafa
efnt til samstarfs um að koma í
veg fyrir birtingar hugsanlegra
dulinna vændisauglýsinga.
Fréttablaðið hefur undanfarnar
vikur gengið ákveðið eftir því að
til samstarfsins yrði efnt og var
fyrsti fundur af því tilefni hald-
inn í gær. Niðurstaða fundarins
var að lögreglan sendi auglýs-
ingadeild Fréttablaðsins lista yfir
atriði sem bentu eindregið til þess
að um vændisauglýsingu væri að
ræða en grunur leikur á að slíkar
auglýsingar hafi verið dulbúnar
sem nudd auglýsingar.
Auglýsingadeild blaðsins mun
í framhaldinu gera nýjar vinnu-
reglur sem notaðar verða við mót-
töku smáauglýsinga um nuddþjón-
ustu en þar til þær eru tilbúnar
verður tekið fyrir birtingu allra
nudd auglýsinga
í smáauglýsing-
um blaðsins.
„Mér finnst
það mjög mikið
fagnaðarefni að
ráðist hafi verið
í svona sam-
starf og vænti
þess að það leiði
til að vændi
verði ekki eins
aðgengilegt og það hefur verið,“
segir Björgvin Björgvinsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfir-
maður kynferðisbrotadeildar.
Vegna ummæla sinna fyrir
rúmum tveimur vikum um að
Fréttablaðið kynni að vera milli-
gönguaðili um vændi var Björgvin
spurður hvort blaðið hefði verið
til rannsóknar vegna slíks. „Við
höfum velt fyrir okkur hvernig
eigi að túlka milligöngu í lögunum
en Fréttablaðið hefur aldrei verið
til rannsóknar hjá lögreglu vegna
milligöngu um vændi.“
Jón Laufdal, auglýsingastjóri
Fréttablaðsins, fagnar auknu sam-
starfi við lögregluna. „Við höfum
unnið með lögreglunni lengi á
þann hátt að við höfum upplýst
hana um kaupendur þessara aug-
lýsinga,“ segir Jón og bætir við
að stefna blaðsins sé að birta ekki
auglýsingar sem brjóta í bága við
lög eða snúa að ólöglegu athæfi.
Leiðbeiningum lögreglunnar
verði bætt við fyrri verklagsregl-
ur og dugi vonandi til að hindra
að þeir sem vilji auglýsa ólöglega
starfsemi finni smugu til þess.
„Við fögnum frekara samstarfi
við lögregluna og væntum góðs
árangurs af samvinnunni,“ segir
Jón Laufdal. - ss
Samvinna Fréttablaðsins og lögreglunnar gegn duldum vændisauglýsingum:
Vændi verði síður aðgengilegt
BJÖRGVIN
BJÖRGVINSSON
HEILSA „Slíkt er ekki samkvæmt
opinberum ráðleggingum,“ segir
Elva Gísladóttir, verkefnis-
stjóri næringar hjá landslæknis-
embætti, sem
mælir á móti
vikulegum
nammidögum.
Að sögn Elvu
er af og frá að
líkamanum
sé hollt að fá
vikulegt sjokk
skyndibita og
sykurs með
einum sukk-
degi. Slíkt sé
bábilja sem líkamsræktarfólk
prédiki gjarnan.
Þá hvetur hún fólk til að vanda
sælgætisval fyrir börn því víða
sé pottur brotinn í merkingum á
litarefnum sem eru talin tengj-
ast ofvirkni barna. - þlg / sjá allt 3
Vikulegt sykurjsokk óhollt:
Nammidagar
varhugaverðir
ELVA
GÍSLADÓTTIR
FÓLK Höfundur barnabókar um
forvarnir gegn einelti ætlar sér
að stefna samtökunum Regnboga-
börnum fyrir að hafa ekki greitt
sér fyrir bókina
fyrir átta árum.
Málið á rætur
sínar að rekja
til ársins 2003
þegar höfundur-
inn, Harpa Lúth-
ersdóttir, gerði
samkomulag
við þáverandi
framkvæmda-
stjóra samtak-
anna, Freyju Friðbjarnardóttur, um
að gefa öllum börnum sem áttu að
byrja í skóla haustið 2004 bókina að
gjöf. Fjöldi barna það ár var 4.173
og lét Harpa því prenta 5.000 ein-
tök. Framtakið var auglýst í bækl-
ingi frá samtökunum árið 2003, en
ekkert varð síðan af gjöfinni, því
bókin var ekki talin nægilega góð
til að gefa til grunnskólanna, að
mati sérfræðinga.
Harpa lagði út um tvær milljónir
króna í útgáfu bókarinnar á sínum
tíma. Hún hefur verið í regluleg-
um samskiptum við forsvarsmenn
Regnbogabarna síðan bókin var
gefin út, en upplagið hefur verið
geymt í húsnæði samtakanna í
fjölda ára.
„Þetta er mjög sárt. Mér líður
eins og ég hafi verið svikin,“ segir
Harpa, sem var sjálf lögð í mikið
einelti alla sína barnæsku og var
það kveikjan að bókinni, sem ber
heitið Má ég vera memm?.
Samtökin hafa boðið Hörpu hálfa
milljón króna og allar bækurnar til
baka, en hún vill ekki taka því.
„Ég viðurkenni að ég var svo vit-
laus að trúa því að eineltissamtök
stæðu við orð sín,“ segir Harpa. „En
ég er með sannanir sem sýna fram
á að samkomulagið var gert áður en
ég lét prenta bækurnar.“
Stefán Karl Stefánsson, stofn-
andi Regnbogabarna, viðurkennir
vissulega að mistök hafi verið gerð
á sínum tíma. „Þetta voru mistök og
bráðlæti í fólki í upphafi. Við tökum
hluta af því á okkur,“ segir Stefán
Karl. „Við buðum henni 500 þúsund
og bækurnar til baka, en hún vildi
ekki taka því. En við viljum leysa
úr þessu máli í góðu, það er engin
spurning.“
Stefán Karl segir samtökin hafa
reynt allt sem í þeirra valdi stendur
til þess að koma til móts við Hörpu,
en allt komið fyrir ekki.
Lögfræðingur Hörpu er nú að
undirbúa stefnu á hendur Regn-
bogabörnum, og hefur fundað með
forsvarsmönnum þeirra.
sunna@frettabladid.is
Ætlar sér að stefna
Regnbogabörnum
Höfundi forvarnabókar um einelti finnst hún hafa verið svikin af Regnboga-
börnum. Samtökin báðu hana um 4.000 eintök af bókinni árið 2003 en hafa
ekki greitt fyrir. Formaður Regnbogabarna segir málið byggt á misskilningi.
VILTU VERA MEMM? Harpa Lúthersdóttir segir sér líða eins og samtökin Regnboga-
börn hafi svikið sig, eftir að hafa ekki staðið við samkomulag sitt við hana árið 2003.
MYND/ÚR SAFNI
STEFÁN KARL
STEFÁNSSON
Ég viðurkenni
að ég var svo
vitlaus að trúa því að
eineltissamtök stæðu
við orð sín.
HARPA LÚTHERSDÓTTIR
ORKUMÁL Orkustofnun, með lið-
sinni Veðurstofu Íslands, ÍSOR
og Orkuveitu Reykjavíkur, er
að leggja lokahönd á minnisblað
vegna smáskjálftavirkni á Heng-
ilsvæðinu. Skjálftarnir tengjast
niðurdælingu á jarðhitavökva frá
Hellisheiðarvirkjun. Úttektin er
gerð að frumkvæði iðnaðarráðu-
neytisins en skjálftavirknin hefur
valdið íbúum nærliggjandi byggða
nokkrum áhyggjum.
Markmið úttektarinnar er að
varpa ljósi á eðli skjálftahvið-
anna og leitast við að spá fyrir um
hversu lengi þær geti varað. Leita
á einnig svara við því hvort smá-
skjálftarnir dragi úr spennu í jarð-
lögum og komi þannig í veg fyrir
stærri skjálfta. Þá á að afla upp-
lýsinga um samsvarandi virkni
erlendis.
Samkvæmt upplýsingum frá
Orkustofnun og OR má reikna með
því að mesta virknin vegna niður-
dælingarinnar á svæðinu sé að
baki, reikna má með mestri virkni
í upphafi. Búist var við jarðskjálft-
um þegar jarðhitavökvanum yrði
dælt niður í jörðina að nýju. - shá
Niðurstaða úttektar á smáskjálftavirkni á Hengilssvæðinu liggur fyrir í næstu viku:
Mesta virknin líklega að baki
FRÁ HELLISHEIÐI OR er gert skylt sam-
kvæmt starfsleyfi að skila afgangsvökva
aftur ofan í jörðina og auka þannig
sjálfbærni auðlindarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILSA Nýfædd börn sem fæðast
heima koma betur út á Apgar-
mælikvarðanum, sem mælir
ástand nýfæddra barna, en börn
sem fæðast á sjúkrahúsum.
Þetta er niðurstaða forrann-
sóknar sem Berglind Hálfdáns-
dóttir ljósmóðir hefur gert.
Hún skoðaði afturvirkt
mæðraskrár kvenna sem fætt
höfðu heima annars vegar og
hins vegar konur sem fætt hafa
á sjúkrahúsi. Hún flytur fyrir-
lestur um samanburð á heima-
fæðingum og sjúkrahúsfæð-
ingum á ráðstefnu í Hörpu 21.
október. - sg / sjá allt 2
Rannsókn á heimafæðingum:
Heimafædd
börn hressari
FÓLK Forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, fór í gærkvöldi í við-
tal við bandarísku útvarpsstöð-
ina KEXP, sem sendir nú út beint
frá Kex Hostel í miðborg Reykja-
víkur.
Fjöldi fólks fylgdist með for-
setanum í viðtalinu, enda er Kex
með dagskrá í tilefni af Air-
waves-tónlistarhátíðinni. For-
setinn ræddi meðal annars um
íslenska tungu, eldfjöll og menn-
ingarvitund Íslendinga í löngu
viðtali. Hann þakkaði útvarps-
stöðinni fyrir að mæta á hátíðina
og gefa fólki alls staðar í heimin-
um kost á því að hlýða á. - þeb
Ólafur Ragnar Grímsson í gær:
Forseti í viðtal
vegna Airwaves
Á KEX Í GÆRKVÖLDI Forsetinn mætti í
viðtal á útvarpsstöðinni frá Seattle.
BRETLAND Varnarmálaráðherra
Bretlands, Liam Fox, sagði af sér
embætti í gær.
Fox lét náinn vin, Adam Werr-
itty, fylgja sér í átján utanlands-
ferðir. Werritty hafði sagst vera
ráðgjafi Fox en svo var ekki. Fjöl-
miðlar í Bretlandi greindu frá því
að fjársýslumenn og ráðgjafafyr-
irtæki tengd Ísrael og Srí Lanka
hefðu borgað fyrir ferðir Werr-
itty. David Cameron forsætisráð-
herra hafði óskað skýringa frá
ráðherranum, sem svo sagði af
sér í gær. - þeb
Varnarmálaráðherra hættir:
Sagði af sér
vegna vinar
VEÐUR Rafmagn fór í gærkvöld af
Járnblendiverksmiðjunni og álveri
Norðuráls á Grundartanga eftir
að eldingu sló niður í háspennu-
línu á Mosfellsheiði. Að sögn
Páls Pálssonar, verkfræðings hjá
Landsneti, voru verksmiðjurnar
án rafmagns í um tuttugu mín-
útur og urðu ekki fyrir neinum
skaða. Þá segir Páll almenna við-
skiptavini Landsnets aðeins hafa
orðið vara við lítilsháttar flökt á
rafmagni vegna útsláttarins, sem
varð klukkan 20.11.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni mældust eldingar
allt frá Snæfellsnesi og austur
fyrir Mýrdalsjökul á tímabilinu
frá klukkan fimm síðdegis og
fram á kvöld. Ástæðan var mikið
skúraveður. Flestar eldingar voru
frá Hellisheiði og austur úr og sló
meðal annars niður í Hveragerði
og á Selfossi. - gar
Elding sló út háspennulínu:
Rafmagn fór af
verksmiðjum
Hádegisfundur | Allir velkomnir - frír aðgangur
Matvælaframleiðsla
morgundagsins
- verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar?
mánudagur 17. október
kl. 12:00-13:30
Fyrirlestrarsalur Íslenskrar
erfðagreiningar, Vatnsmýri.
Fundurinn fer fram á ensku
Nánari upplýsingar á www.bondi.is
Fyrirlesari: Julian
Cribb, höfundur
bókarinnar „The
Coming Famine:
The global food
crisis and what
we can do to
avoid it“
SPURNING DAGSINS