Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 104
15. október 2011 LAUGARDAGUR72 FÓTBOLTI Mikil umræða hefur átt sér stað um laun landsliðsþjálf- ara Íslands. Eftir að umræðan um erlendan þjálfara fór í gang hefur heyrst að það kosti 60-70 milljónir króna á ári að vera með erlendan þjálfara. Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, segir að sú umræða eigi sér enga stoð í raunveruleik- anum. „Stjórn KSÍ setti okkur ákveð- inn fjárhagslegan ramma fyrir þessa ráðningu. Við erum innan þess ramma. Ég vil ekki segja hvað Lars er nákvæmlega með í laun en það er talsvert minna en þessar 65 milljónir sem talað var um í sænskum fjölmiðlum,“ sagði Geir ákveðinn og bætti við að þó svo að Lagerbäck væri með hærri laun en fyrirrennarar hans væru launin ekki það há að þau trufluðu starfsemi KSÍ á nokkurn hátt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem KSÍ neitar að gefa upp laun en launaleynd hefur fylgt sam- bandinu lengi. Af hverju er það? „Við höfum ekki viljað gera það áður og það hefur einfaldlega ekki breyst. Lars er samt klárlega með hærri laun en þjálfararnir á undan honum,“ sagði Geir en er Lager- bäck með hærri laun en hann? „Já, Lars er með hærri laun en formað- urinn.“ Svíinn segist vera sáttur við sinn samning og tekur fram að hann sé ekki að koma til Íslands peninganna vegna. „Ef ég hefði ekki verið sáttur við samninginn þá hefði ég aldrei skrifað undir hann. Ef ég væri á höttunum eftir peningum hefði ég farið eitthvert annað en til Íslands. Ég er að koma hingað á fótbolta- legum forsendum því hér er spenn- andi tækifæri fyrir mig,“ sagði Lagerbäck og glotti við tönn. - hbg Formaður KSÍ segir allt tal um að Lagerbäck sé með 60-70 milljónir króna í árslaun sé úr lausu lofti gripið: Lagerbäck er með hærri laun en formaðurinn TEYMIÐ Formaður KSÍ ásamt nýja landsliðsþjálfaranum og aðstoðarmanni hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Í hádeginu í gær var eitt verst geymda leyndarmál síð- ustu vikna afhjúpað þegar að það fékkst staðfest að hinn sænski Lars Lager bäck yrði næsti þjálf- ari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu. Tekur hann við starfinu af Ólafi Jóhannessyni, en aðstoð- armaður Lagerbäcks verður Eyja- maðurinn Heimir Hallgrímsson, sem hefur náð frábærum árangri með ÍBV síðustu tvö ár. „Þetta eru forréttindi fyrir mig,“ sagði Lagerbäck á blaða- mannafundi KSÍ í gær. „Ég er ánægður með að hafa fengið þetta starf, enda eru öll mín kynni af íslenskri knattspyrnu af hinu góða. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sparaði ekki lofið. „Lars er í hópi reyndustu landsliðsþjálf- ara Evrópu og það er mikill feng- ur fyrir íslenska knattspyrnu að fá hann til starfa. Heimir hefur síðan staðið sig mjög vel og hefur menntað sig mikið í þjálfarafræð- um. Það er ljóst að við höfum ráðið mjög færa þjálfara til starfa.“ Lagerbäck er þó enn að störfum hjá sænska knattspyrnusamband- inu, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi. Samningur hans við Svíana rennur út um áramótin og þá mun hann hefja störf að fullu. Margt líkt með Íslandi og Svíþjóð Lagerbäck starfaði í tólf ár sem þjálfari sænska landsliðsins; fyrstu tvö árin sem aðstoðarþjálf- ari og næstu fjögur sem aðalþjálf- ari í samstarfi við Tommy Söder- berg áður en hann tók alfarið við starfinu sjálfur. Hann óttast ekki að að koma inn í starfsum- hverfi sem er minna í sniðum en hann hefur vanist. „Ég tel að það sé margt líkt með íslenskri knatt- spyrnu og þeirri sænsku. Bæði lönd eiga til að mynda marga leik- menn sem eru í atvinnumennsku erlendis og miðað við mína reynslu er viðhorf knattspyrnumanna hér á landi mjög gott,“ sagði Lager- bäck. Hann hafði ekki áhyggjur af því að fjárhagur KSÍ væri ekki jafn sterkur og hjá knattspyrnu- samböndum stærri landa, eins og Svíþjóðar. „Ef við erum að tala um peninga eru stærstu upphæðirnar í boltan- um í dag í kringum leikmanna- kaup. Það er síðan allt annað mál þegar kemur að undirbúningi landsliða fyrir leiki. Öll landslið fá jafn marga daga og því snýst þetta meira um ferðakostnað og hversu dýr hótel eru valin. Ég von- ast til að ég geti undirbúið íslenska landsliðið jafn vel fyrir leiki og ég undirbjó það sænska.“ Eigum möguleika eins og allir Lagerbäck segir að Ísland hafi verið nokkuð heppið með riðil í undankeppni HM 2014. „Þetta er jafn riðill og nokkuð áhugaverður. Ég tel að öll lið eigi möguleika ef þau undirbúa sig vel og eru skipu- lögð í sínum leik. Hvort það verður nóg í tilfelli Íslands er of snemmt að segja til um,” sagði Lagerbäck. Hann nefndi tvö atriði til sögunn- ar sem hann lítur á sem lykilþátt í starfi landsliðsþjálfara. „Það fyrsta er að hann verður að skipuleggja leik liðsins eins vel og mögulegt er. Á þeim tólf árum sem ég eyddi sem landsliðsþjálfari Sví- þjóðar fóru um 70 prósent tímans í að undirbúa leikskipulagið. Hitt sem ég vil nefna er að skapa góða liðsheild, jafnt innan vallar sem utan. Hún verður að vera jákvæð því öðruvísi mun liðið aldrei ná árangri,“ sagði hann og sendi síðan leikmönnum skýr skilaboð. „Þeir sem vilja spila með landsliðinu verða að vera tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram. Annars eiga þeir ekkert erindi í liðið.“ Spurður hvort það væri raun- hæft markmið að fara með Ísland á HM sagði hann nauðsynlegt að útiloka ekki neitt. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Ísland er lítið land en við verðum samt að gefa þessu möguleika. Ég vil vinna fótboltaleiki – ég er ekki hrifinn af því að tapa.“ Ítarlega er rætt við Lars Lager- bäck í helgarkafla Fréttablaðsins, á blaðsíðu 30. eirikur@frettabladid.is Leikskipulag og liðsheild lykilþættir Lars Lagerbäck var í gær ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, verður aðstoðarmaður hans. Verkefni Lagerbäcks verður að koma Íslandi á HM í Brasilíu 2014. ÞEIR EIGA AÐ KOMA ÍSLANDI Á HM Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Íslands, og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður hans, á blaðamannafundi KSÍ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Undankeppni Svía undir stjórn Lagerbäcks HM 2002* 8 sigrar, 2 jafntefli, 0 töp komst á HM í Japan og Suður-Kóreu EM 2004* 5 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap komst á EM í Portúgal HM 2006 8 sigrar, 0 jafntefli, 2 töp komst á HM í Þýskalandi EM 2008 8 sigrar, 2 jafntefli, 2 töp komst á EM í Sviss og Austurríki HM 2010 5 sigrar, 3 jafntefli, 2 töp komst ekki á HM í Suður-Afríku Samanlagt: 34 sigrar, 9 jafntefli, 7 töp Sigurhlutfall 71,2% Markatala: 105-24 (2,1 mark í leik - 0,5 mörk fengin á sig í leik) *Með Tommy Söderberg FÓTBOLTI Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart hversu marg- ir erlendir þjálfarar sýndu því áhuga að þjálfa landsliðið. „Við fengum gríðarlega margar umsóknir um starfið og ég hef varla tölu á því hvað þær voru margar. Það voru samt í það minnsta 30 þekkt nöfn úr knatt- spyrnuheiminum sem sóttu um,“ sagði Geir um áhugann á starfinu og hann staðfesti að hann hefði meðal annars átt fund með Roy Keane um starfið. „Það voru margir Englending- ar sem sóttu um en einnig komu umsóknir frá Þýskalandi, Hol- landi og Skandinavíu. Þessi mikli áhugi kom mér nokkuð á óvart ef ég á að segja eins og er.“ - hbg Margir vildu þjálfa Ísland: 30 þekktir sóttu um starfið ROY KEANE Ræddi við KSÍ eftir allt saman. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari Íslands, mun áfram búa í Svíþjóð en sagðist þó ætla að eyða eins miklum tíma og mögulegt væri hér á landi. „Ég vil eyða eins miklum tíma og ég get hér,“ sagði Lagerbäck í gær. „Ég mun líka ferðast mikið og fylgjast með íslenskum knatt- spyrnumönnum á meginlandi Evrópu og því er það ekkert verra fyrir mig að búa í Svíþjóð,“ sagði Lars. - esá Nýr landsliðsþjálfari: Býr áfram ytra FÓTBOLTI Lars Lagerbäck verður áttundi erlendi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem stýrir íslenska landsliðinu í undankeppni stórmóts þegar hann tekur við á næsta ári. Tuttugu ár eru liðin síðan Svíinn Bo Johansson hætti með landsliðið, en hann var síðasti erlendi þjálfari landsliðsins. Sjö íslenskir þjálfarar hafa síðan fengið tækifærið, en Bo tók á sínum tíma við starfi Þjóðverjans Siegfried Held. Bretinn Tony Knapp er ennþá sá þjálfari sem hefur stýrt A- landsliðinu í flestum leikjum. Ólafur Jóhannesson var einum leik frá því að jafna met Knapp, sem stýrði íslenska liðinu í 40 leikjum í tveimur lotum, 1974- 1977 og 1984-1985. - óój Erlendir þjálfarar í undan- keppnum HM eða EM: Bo Johansson 1 sigur í 6 leikjum (5 töp) Siegfried Held 2 sigrar í 15 leikjum (7 töp) Tony Knapp 3 sigrar í 18 leikjum (13 töp) Júri Ilitchev 0 sigrar í 8 leikjum (8 töp) Henrik Enoksen 0 sigrar í 3 leikjum (3 töp) Duncan McDowell 0 sigrar í 2 leikjum (2 töp) Alexander Weir 0 sigrar í 4 leikjum (4 töp) Erlendir landsliðsþjálfarar: Sá fyrsti í heil tuttugu ár BO JOHANSSON Stýrði íslenska liðinu frá 1990 til 1991. MYND/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.