Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 38
15. október 2011 LAUGARDAGUR38
6.400
Á
fengi er deyfilyf.
Ölvun er ástand án
sársauka. Þegar
maður er dofinn
hverfur öll kvöl.
Hvort þannig ástand
án sársauka er raunveruleg ham-
ingja er svo önnur saga og þeir sem
vilja þrasa um það eru beðnir að
snúa sér til Johns Stuarts. Sjálfur er
ég bersýnilega þeirrar skoðunar að
það sé allavega skárra og eftirsókn-
arverðara að vera þægilega dofinn
en að vera það ekki. Öðru hverju að
minnsta kosti.
Sumir láta sig dreyma um stöðuga
og taumlausa hamingjuvímu. Ég hef
ekki prófað svoleiðis vímu og kemst
allajafna þokkalega af með nokkur
hamingjuaugnablik á dag, til dæmis
þegar ég heyri barnabörnin skríkja,
finn ilm af nýslegnu grasi, nýuppá-
helltu kaffi eða nýprentaðri bók eða
þegar konan mín brosir til mín.
Þetta er víst kallað að stilla kröf-
um sínum í hóf. Snotur setning
gerir mér líka glatt í geði. Eða að
fá einhvern tímann góðar fréttir af
einhverju eða einhverjum.
Ég stefndi ekki hærra í hamingju-
leit minni þetta vorkvöld á Færeyja-
landi en að losna við kvöl og streitu.
Hamingjuleit er reyndar ekki
rétta orðið. Þetta var flótti frá
óhamingjunni. Laumulegur flótti.
Flóttatilraun að minnsta kosti.
Flóttatilraun og endar í áfengis-
meðferð á sjúkrastofnun innan um
langdrukkna almúgamenn, prófess-
ora, áttavillta unglinga, steraætur,
sprautufíkla, undirheimalýð, hús-
mæður, iðnaðarmenn, fólk úr öllum
áttum, gagnkynhneigt, samkyn-
hneigt, tvíkynhneigt, meira að segja
sjálfkynhneigt og fullt af svarta-
myrkri og blóðrauðri örvæntingu í
súrri lykt af köldum svita, sorgum
og ótta sem við erum að reyna að
flýja.
Við erum að læra að sigrast á
kvíða og ótta og öðlast jafnvægi og
frið í hjartað í stað þess að leggja
stöðugt á flótta eins og vindurinn
sem enginn getur fest hönd á.
Við erum að læra að lifa, að hvíla
í núinu í stað þess að óttast ókomnar
hættur sem að okkur munu steðja
einhvern tímann í framtíðinni.
Við sem erum að sligast undan
lífinu erum að læra að rogast ekki
með það allt á herðunum allar
stundir, heldur taka einn dag í einu,
eina klukkustund í einu, jafnvel eina
sekúndu í senn, eitt augnablik í einu.
Hamingjunnar, ef maður er svo
frekur að gera tilkall til hennar, er
að leita í núinu.
Einn ágætur maður sem var eins
og við að hugsa um hamingjuna hét
Abd er-Rahman III af Spáni. Hann
var emír eða herkóngur kalífans í
Bagdad yfir ríki Mára í Andalúsíu
fyrir meira en þúsund árum. Dáinn
árið 960.
Abd er-Rahman sagði:
„Ég hef nú ríkt í um hálfa öld
sem sigurvegari og í friði, elskað-
ur af þegnum mínum; óvinir mínir
óttast mig og bandamenn mínir
virða mig. Ríkidæmi og heiður,
völd og lystisemdir hafa verið mér
innan seilingar. Og gæfa mín hefur
ekki farið á mis við neina jarðneska
blessun.
Þannig hef ég samviskusamlega
talið saman þá daga sem ég hef notið
hreinnar og sannrar hamingju. Þeir
dagar eru samtals fjórtán.“
…
Mér er rótt þar sem ég sit í fyrir-
lestrasalnum á Vogi. Kannski ekki
beinlínis hamingjusamur en laus
við kvöl.
Þetta er fyrsti dagurinn minn í
meðferð sem hefst á afeitrun og mér
finnst ég vera á réttum stað. Hitt er
svo annað mál að ég hef fyrir löngu
látið berast burt með hugsunum
mínum og heyri ekki orð af því sem
fyrirlesarinn er að segja.
Sessunautur minn, Begga, ýtir
við mér og ég lít á hana spyrjandi.
Hún bendir til dyra. Þar stendur
einhver skipverji á dáraskipinu Vogi
og skimar yfir salinn, kemur síðan
auga á mig og endurtekur fullhátt
fyrir minn smekk:
„Þráinn að tala við Þórarin.
Læknaviðtal.“
Ein af oss – Alkasögur:
Begga hjúkrunarfræðingur
Begga er hjúkrunarfræðingur að
mennt, á að giska 45 ára. Hún hefur
aldrei unnið utan heimilis síðan hún
lauk námi. Hún giftist ung og eig-
inmaðurinn er moldríkur athafna-
maður. Hann er húsbóndi á sínu
heimili og þótt hann sé jafnréttis-
sinnaður og allt að því femínisti og
skilji kvennabaráttuna fullkomlega
stjórnar hann bæði Beggu og börn-
unum tveimur því að einhver verður
jú að stjórna.
Begga hefur helgað líf sitt börn-
unum og klukkunni, lífið hefur
verið í föstum skorðum, kvöldverð-
ur er fram borinn klukkan 19.05 og
staðið er upp frá borðum klukkan
19.25.
Hennar líf hefur verið bið eftir
fyrirmælum, tilmælum og óskum
eiginmannsins og atburðum sem
hún sá aldrei fyrir.
Eiginmaðurinn er talsvert vín-
hneigður og á nóg af áfengi heima-
fyrir, svo mikið að hann hefur ekk-
ert yfirlit yfir birgðirnar. Hann er
mikið á ferðalögum vegna þeirra
viðskipta sem hann stundar svo að
Begga prófaði að slá á einsemdina
með því að fá sér léttvín eða bjór á
kvöldin yfir sjónvarpinu. Magnið óx
smátt og smátt og eiginmaðurinn
var bara feginn að sjá að Begga var
farin að hafa smekk fyrir að fá sér
glas af góðu víni með mat og grun-
aði ekki að í eldhússkápnum stæði
vodkapeli fyrir Beggu að hressa sig
á milli rétta.
Eiginmaðurinn var svo lítið heima
að hann var alveg grandalaus fyrir
því að drykkjan jókst ár frá ári.
Fyrst eftir sólarferð til Jamaíku
með fjölskylduna fyrir tveim-
ur árum gat Begga ekki stöðvað
drykkjuna. Fram að því hafði hún
getað stjórnað neyslunni upp að
vissu marki, drakk til dæmis ekki
fyrir hádegi og ekki þegar þurfti að
keyra börnin. Nú gat hún ekki hætt,
hafði drukkið dag og nótt í þrjár
vikur og þegar heim kom var heils-
an þannig að hún sá engin önnur ráð
í sínum sálar- og líkamskvölum en
að halda áfram að drekka.
Begga fór í meðferð í mikilli
óþökk eiginmannsins. Hún notaði
reyndar tækifærið þegar hann var
í veiðitúr, kom börnunum fyrir hjá
ættingjum og fór á Vog. Hún varð
fyrir mikilli upplifun. Hún hafði
aldrei fengið aðra eins athygli, hún
eignaðist vini og kynntist fólki sem
hana hafði aldrei órað fyrir að gæti
verið til. Fyrir henni var meðferðin
uppljómun.
Eiginmanninum fannst hins
vegar nægilegur skandall að eigin-
kona hans skyldi lenda á Vogi svo
að hann þvertók fyrir að hún fengi
að fara í framhaldsmeðferð á Vík.
Þess í stað fór hún beint heim af
Vogi. Þar hafði hún engan stuðning
og ekki kom til greina að hún fengi
að fara á AA-fundi til að opinbera
þá skömm sem eiginmaðurinn taldi
að hún hefði gert sjálfri sér, honum
og fjölskyldunni með því að taka við
einhverjum alkóhólistastimpli.
Í stað þess að fara á AA-fundi
fór Begga því til heimilislæknisins
og fékk svefnlyf og róandi lyf til
að komast gegnum daga og nætur.
Áður en langt um leið var hún farin
að drekka vínglas með mat eigin-
manninum til samlætis og honum
til mikillar ánægju:
„Skilurðu núna hvað það var
mikið kjaftæði að þú værir alkó-
hólisti?“ spurði hann og hellti í
hvítvínsglasið.
Í þvottakörfunni geymir Begga
vodkaflösku til að geta kýlt á létt-
vínsáhrifin eftir þörfum og timbur-
mennina rekur hún brott með því að
taka dísur.
Allt gengur þetta mjög vel í næst-
um átta mánuði þegar hún miss-
ir stjórnina á neyslunni og er búin
að mölva allt postulín á heimilinu
þegar eiginmaðurinn kemur heim
frá vinnu og finnur hana sofandi
á gólfinu í þvottahúsinu með tvær
vodkaflöskur við hliðina á sér.
Heimilislæknirinn er kallað-
ur á vettvang og hann gefur henni
róandi sprautu því að hún er ákaf-
lega æst þegar hún vaknar.
„Skilurðu núna að ég er alkóhól-
isti?“ hvæsir hún að eiginmanni
sínum og fer sjálf í símann, dauða-
drukkin og drafandi til að panta
pláss á Vogi, þar sem hún hefur
núna verið í næstum þrjár vikur.
Það tekur langan tíma að afeitra
hana svo að hún geti útskrifast af
Vogi og farið í sína langþráðu fram-
haldsmeðferð á Vík því að hús-
mæðrapillurnar, valíum og dísur,
sitja lengur í blóðinu en flest önnur
vímuefni. Merkilegt nokk þá er ekki
síður erfitt að losna við þau sem
virðast saklausust af hjálpartækj-
um sálarlífsins en „alvörueiturlyf“
eins og heróín, morfín, amfetamín
eða kókaín.
Begga er ánægð með að vera á
Vogi. Eins og mér finnst henni að
hún sé á réttum stað, loksins. Hún
finnur og skilur að alkóhólismi er
sjúkdómur og hún ætlar sér að læra
að sigrast á honum.
Begga er kjarnakona og það er
gaman að sjá hvernig sjálfsmynd
hennar skýrist með hverjum degi.
Þegar maður er dofinn hverfur öll kvöl
Í bókinni Fallið segir leikstjórinn, rithöfundurinn og þingmaðurinn Þráinn Bertelsson frá því þegar hann datt í það á fallegu
júníkvöldi í Færeyjum og upprisunni sem varð möguleg með góðra manna hjálp. Fréttablaðið birtir hér brot úr bókinni.
FÍKN Í bókinni Fallið eftir Þráin Bertelsson, sem gefin er út af Sögum
útgáfu, kynnast lesendur meðal annarra tröllinu blíða og handrukk-
aranum Sigga súperman, Beggu hjúkrunarfræðingi, Bússa ættgöfga,
séra Bersa og fleiri samferðamönnum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA