Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 12
15. október 2011 LAUGARDAGUR12
FRÉTTASKÝRING: Hlutverk forsetans í stjórnarskrá Íslands
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
JÓN KALMAN LOKAR HRINGNUM
Dagskrá í Bókabúð Máls og menningar kl. 15-16 í dag
Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson Í gamalli arabískri læknisbók segir að hjarta mannsins
skiptist í tvö hólf, annað heitir hamingja, hitt örvænting. Hjarta mannsins er sjálfstætt framhald
bókanna Himnaríki og helvíti (2007) og Harmur englanna (2009) sem hlotið hafa einróma lof um
alla Evrópu. Hjalti Rögnvaldsson leikari les upp úr bókinni.
Tilboð 4.490 í stað 5.890,-
Værð - Sveinn Dúa og Hjörtur Ingvi. Værð er fyrsta einsöngsplata Sveins Dúu Hjörleifssonar.
Hún inniheldur þjóðþekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn eða "Fjárlögunum".
Lögin er útsett af Hirti Ingva Jóhannssyni úr Hjaltalín, sem einnig leikur á píanó
Sveinn og Hjörtur leika nokkur lög af plötunni.
Tilboð 2.190 í stað 2.790,-
Ljósmyndasýning
Sýning á gömlum ljósmyndum úr bókabúðinni hangir uppi víðsvegar um verslunina.
Hún var unnin af starfsfólki Bókabúðar Máls og menningar í góðu samstarfi við
Ljósmyndasafn Reykjavíkur vegna 50 ára starfsafmælis verslunarinnar í húsinu.
Hjörleifur Valsson og Jón Þorsteinn Reynisson spila ljúfa tóna á fiðlu og harmonikku.
Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, segir athyglis-
vert hve
hægt sé að
lesa ákvæði
stjórnar-
skrártillögu
stjórnlagaráðs
varðandi
forsetann á
ólíka vegu.
Óheppilegt
sé hve opin
þau séu fyrir
túlkunum.
„Það átti að vera eitt af
leiðarljósum vinnunnar kringum
stjórnlagaráð að skýra texta
stjórnarskrárinnar; það stæði for-
seti þar sem forseti ætti að vera
og eitthvað annað þar sem við
ætti. Samkvæmt þessu hefur það
ekki lánast eins og að var stefnt.“
Gunnar Helgi segir þó að
þingið eigi eftir að fara í gegnum
textann og geti skerpt á ákvæð-
unum. Mikilvægt sé að skýra þau,
enda hafi nánast þurft þýðingar-
handbók með stjórnarskránni
frá 1944 til að skilja hvað þar er
á ferð.
„Margir útlendingar hafa lesið
kaflana um forsetann þannig
að hér væri mjög valdamikill
forseti. Hér á Íslandi hafa verið
deilur um hve mikil völd forsetinn
hefur. Það er náttúrulega mjög
óheppilegt að svo sé og því er eitt
af verkefnunum í vetur að hrein-
skrifa þennan texta.“
Of óskýr ákvæði
GUNNAR HELGI
KRISTINSSON
Björg Thorarensen lögfræð-
ingur segir tillögur stjórn-
lagaráðs gera ráð fyrir
mjög skertu hlutverki for-
seta Íslands. Ólafur Ragnar
Grímsson hefur sagt tillög-
urnar auka hlutverk forset-
ans. Björg segir stjórnar-
skrána lítt endurspegla að á
Íslandi sé lýðveldi og breyt-
ingar þurfi að bæta úr því.
Skýrsla forsætisnefndar um tillög-
ur stjórnlagaráðs um breytingar
á stjórnarskrá Íslands var lögð
fyrir Alþingi á þriðjudag. Málið
var tekið til fyrstu umræðu, en að
henni lokinni vísað til stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar. Nefnd-
inni er ætlað að taka tillögurnar
til meðferðar, en ekki liggur end-
anlega ljóst fyrir hvenær málið
kemur aftur fyrir þingið.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, forseti Alþingis, mælti fyrir
skýrslunni. Hún minnti á að aðeins
Alþingi geti breytt stjórnarskrá
landsins og þingið gæti ekki fram-
selt vald sitt til breytinga á stjórn-
arskrá.
Óljóst er hver málsmeðferð-
in verður, hvort frumvarp byggt
á skýrslunni verður lagt fyrir á
yfirstandandi þingi eða því næsta.
Núverandi þing þarf að samþykkja
breytingar á stjórnarskrá, boða til
kosninga og nýkjörið þing að sam-
þykkja þær til að ný stjórnarskrá
taki gildi.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra sagði í samtali við
Fréttablaðið í síðasta mánuði að
hún vildi að málið færi í ráðgef-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu sam-
hliða forsetakosningum, sem verða
í júní á næsta ári.
Ólík túlkun
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
sagði við setningu Alþingis í byrj-
un mánaðarins að tillögur stjórn-
lagaráðs fælu í sér efld umsvif for-
setans á vettvangi stjórnkerfisins
og færðu forsetanum aukna ábyrgð.
„Það þekkja allir í þessum sal
og reyndar þjóðin líka að á undan-
förnum árum og áratugum hefur
oft verið um það deilt hvort forseti
lýðveldisins eigi að hafa mikil eða
lítil umsvif á vettvangi stjórnkerf-
isins. Svar stjórnlagaráðsins er
skýrt. Tillögur þess fela í sér mun
valdameiri forseta,“ sagði forset-
inn við setninguna.
Ekki eru allir sammála Ólafi
Ragnari um að svarið sé skýrt.
Tveir fulltrúar stjórnlagaráðs,
þeir Eiríkur Bergmann Einarsson
og Vilhjálmur Þorsteinsson, hafa
áréttað þá skoðun sína að túlkun
Ólafs Ragnars sé ekki rétt.
Vilhjálmur fer ekki í grafgöt-
ur með að stjórnlagaráð leggi
„ekki til verulegar breytingar á
völdum forseta frá því sem verið
hefur“. Meðal þess sem Ólafur
túlkaði sem aukið vald forseta var
meiri aðkoma að
stjórnarmynd-
un. Vilhjálmur
segir hins vegar
að forsetinn
hafi, samkvæmt
tillögum ráðs-
ins, enn form-
lega aðkomu að
stjórnarmyndun
sem verkstjóri
og jafnvel sátta-
semjari. „En
vitaskuld er lokaorðið þingsins,
eins og vera ber í þingræðisríki,
þar sem ríkisstjórn situr í umboði
þingsins og er ábyrg gagnvart því.“
Eiríkur Bergmann sagði í sam-
tali við DV að vægi forsetans í
stjórnskipun væri áþekk í tillög-
um stjórnlagaráðs og núgildandi
stjórnarskrá. Völdin hvorki ykjust
né minnkuðu.
„Tillögur stjórnlagaráðs fela
ekki í sér mikla vægisbreytingu á
stöðu forseta Íslands. Það er hins
vegar skýrt frá hinni óskýru stöðu
sem er í núverandi stjórnarskrá.
Vægi þess er engu að síður sam-
bærilegt því sem það er í núver-
andi stjórnarskrá.“
Ekki lýðveldisstjórnarskrá
Fréttablaðið leitaði álits Bjarg-
ar Thorarensen, prófessors við
lagadeild Háskóla Íslands og sér-
fræðings í stjórnskipunarrétti, á
því hvað fælist í stjórnarskrártil-
lögum stjórnlagaráðs hvað varðar
forseta Íslands.
Í ljósi hugmynda um endur-
skoðun stjórnarskrár Danmerkur,
en ríkisstjórnin þar vill minnka
vægi konungsvaldsins til sam-
ræmis við raunverulega stöðu, er
athyglisvert að velta hugmyndum
um stöðu forseta Íslands fyrir sér.
Björg geldur þó varhug við
því að setja of mikið samasem-
merki þar á milli. Hún segir hins
vegar ljóst að hlutverk forsetans
í íslenskri stjórnarskrá sé ekki í
samræmi við raunverulegt vald.
„Danska stjórnarskráin er
allavega meira í samræmi við það
að Danmörk sé konungsríki, en sú
íslenska samræmist því að Ísland
sé lýðveldi.“ Það segir Björg helg-
ast af því að lýðveldisstjórnarskrá-
in sé arfleifð frá konungsdæminu,
þó að hér hafi verið komið inn
synjunarákvæði forseta.
Formlegt vald minnkar
Björg segir engum blöðum um
það að fletta að vald forsetans sé
minnkað í tillögum stjórnlagaráðs.
Í raun og veru sé tekið mikið af
formlegu valdi hans.
„Hann er til að mynda ekki
almennt annar framkvæmdar-
valdshafa sem undirrita ráðherra-
ábyrgðina eins og í núverandi
stjórnarskrá. Stjórnlagaráðstillög-
urnar draga því mjög úr formlegu
valdi forsetans.“
Spurð hvort um eðlilega þróun
sé að ræða segir Björg það háð
vilja þjóðarinnar. Hver stjórnar-
skrá í hverju ríki hafi sín sérkenni
og enginn staðall sé um hvað sé
eðlilegt í þeim efnum. „Hins vegar
er venjulega, í lýðveldum eins og
Ísland er, ekki sambærileg upp-
setning á völdum forseta og hér
er.“
Dregið úr hlutverki forseta Íslands
ÞINGSETNING Orð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta við setningu Alþingis hafa vakið upp umræður um hvaða tillögur stjórnlaga-
ráð hefur um breytingar á stöðu forseta Íslands í tillögum að stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
BJÖRG
THORARENSEN
Stjórnarráðstillögurnar
draga því mjög úr
formlegu valdi forsetans.
BJÖRG THORARENSEN
PRÓFESSOR VIÐ LAGADEILD HÍ