Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 16
16 15. október 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 V ið erum eiginlega dálítið hátt uppi, það er svo gaman að vera til hérna,“ segir Kristín Steinsdóttir, formaður Rit- höfundasambands Íslands, um Bókamessuna í Frankfurt í samtali við Fréttablaðið í dag. Ekki er nema von að íslenskir höfundar og útgefendur svífi um á bleiku skýi þessi dægrin, enda hafa þeir verið miðpunktur athyglinnar á einni áhrifamestu bókakaupstefnu heims. Fræjunum hefur verið sáð og nú bíðum við uppskerunnar. Heiðurssess Íslands á Bókamessunni í Frankfurt er ein viðamesta landkynning sem Íslandi hefur hlotnast. Langmesta afrekið í því sambandi er að yfir 200 bækur hafa verið þýddar á þýsku. Það hefur í för með sér ófá tækifæri fyrir höfunda á málsvæði sem er svo lítið að það er óaðgengilegt þorra útgefenda í heiminum. Full ástæða er til að fagna þeirri athygli sem íslenskar bókmenntir njóta í Þýskalandi. Að sama skapi er einnig mikilvægt að halda sig á jörðinni og gera raunhæfar vænt- ingar um árangurinn í kjölfarið. Haft hefur verið á orði að heiðurs- sess Íslands í Frankfurt í ár marki tímamót; að íslenskar bókmenntir séu nú orðnar alþjóðlegar; í haust hafi til dæmis sá fáheyrði atburður gerst að bók eftir íslenskan höfund, Hallgrím Helgason, hafi komið út á þýsku áður en hún kom út á frummálinu. Velgengni á erlendum mörkuðum getur sannarlega skipt sköpum fyrir rithöfunda í litlu landi, þar sem fáir selja mikið meira en fimm til tíu þúsund eintök af hverjum titli. Velgengni eins höfundar erlend- is getur jafnvel reynst lyftistöng fyrir heilt bókaforlag, sem aðrir höfundar njóta þá jafnvel góðs af. Auðvitað er það ánægjuefni fyrir íslenska höfunda að eygja möguleika á aukinni útbreiðslu og fleiri lesendum. Um leið hlýtur það að vera þeim tilefni til að leiða hugann að því fyrir hvern þeir skrifa. Arnaldur Indriðason, sem notið hefur mestrar alþjóðlegrar velgengni íslenskra höfunda í seinni tíð, svar- aði þeirri spurningu fyrir sitt leyti í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum árum. „Ég skrifa fyrst og fremst fyrir íslenska lesendur, þeim á ég allt að þakka …“ Erlend útgáfa er aftur á móti engin trygging fyrir góðri sölu. Af þeim 200 bókum sem komið hafa út á þessu ári eiga sjálfsagt tiltölu- lega fáar eftir að ná almennum vinsældum og enn færri íslenskir höfundar eftir að ná þeirri stöðu að verða „alþjóðlegir“. Ekki er loku fyrir það skotið að í kjölfar Bókamessunnar verði jafnvel tímabundið bakslag í útgáfu á íslenskum ritum í Þýskalandi; að markaðurinn þar í landi verði hreinlega mettur í bili. Þetta er ekki sett fram sem hrakspá, heldur varnagli sem verður að slá. Eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er vafalítið bókmenntaarfurinn, og Bókamessan í Frankfurt er sann- arlega merkur áfangi í útgáfusögu á Íslandi. Höfum samt hugfast að íslenskar bókmenntir eru ekki á leið í útrás að sigra heiminn. Við eigum ekki eftir að eignast tugi alþjóðlegra metsöluhöfunda á næsta áratug. Við getum í besta falli vonast til að íslensk skáld haldi áfram að leggja eitthvað til umheimsins og að íslensk rit leggi undir sig aðeins fleiri hillumetra í bókaskápum heimsins. Það væri í sjálfu sér ekki lítið afrek. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR SKOÐUN Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is Athygli vakti á dögunum að ríkisstjórnin vildi ekki gera þær sakir upp við forseta Íslands í ríkisráði þegar hann fór í erlenda fjölmiðla til þess að tala gegn þeirri ákvörð- un Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Viðtal fjár- málaráðherra á BBC í vikunni skýrir vel vanmátt ríkisstjórnar- innar í þessum efnum. Erlendir stjórnmálamenn og fréttamenn eiga erfitt með að skilja að þjóðhöfðingi tali gegn löggjafar- þingi sínu og stefnu utanríkisráð- herra síns. En augu þeirra verða eins og undirskálar þegar fjármála- ráðherra lýsir því að flokkur hans hafi verið fylgj- andi umsókn um aðild en sé henni þó í grundvallar- atriðum andvíg- ur. Forsetinn verður að sönnu ekki sakaður um tvöfeldni. Hann hefur hins vegar breytt túlkun stjórnarskrár- innar þannig að framkvæmdar- valdið starfar nú í tveimur sjálf- stæðum stoðum sem bera tvær gjörólíkar stefnur í utanríkismál- um á borð fyrir stjórnvöld erlendra ríkja og erlenda fjölmiðla. Einu gildir hvort menn fylgja forsetan- um eða utanríkisráðherranum að málum. Ekkert alvöru ríki getur leyft sér að búa við stjórnskipun af þessu tagi. Þegar fjármálaráðherrann kemur fram í BBC og lýsir stefnu sinni í Evrópumálum er hann hins vegar að sýna umheiminum hvernig menn eru tvöfaldir í roðinu á Íslandi. Við því er lítið að segja því að það er ákvörðun fólksins að hafa hlutina með þessum hætti. En það breytir ekki hinu að slík pólitísk tvöfeldni veikir stöðu Íslands í einhverjum mikilvægustu samningum sem Alþingi hefur tekið ákvörðun um. Tvöfeldni Framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins birti í vik-unni skýrslu um fram-vindu aðildarviðræðna við Ísland. Hún er um margt athygl- isverð. Íslenska stjórnsýslan fær til að mynda viðurkenningu fyrir öguð og vönduð vinnubrögð. En þar segir einnig að tiltölulega hægt miði með undirbúning aðild- ar á sviðum sem að hluta eða öllu standa utan við samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Þetta er alveg rétt mat. Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk fram- kvæmdastjórnarinnar að skýra hvers vegna staðan er ekki betri. En einmitt þar kemur pólitíska tvöfeldnin til sögunnar. Hún er meginskýringin á því að fram- vinda málsins hefur ekki verið hraðari. Það er ekki aðeins að tvö- feldnin dragi úr trúverðugleika gagnvart viðmælendunum heldur tefur hún beinlínis allan framgang málsins. Á þessu er einföld skýring. Á þeim sviðum sem eru utan evr- ópska efnahagssvæðisins þarf í mörgum tilvikum að móta pólitíska afstöðu Íslands og verja hagsmuni þess. Þeir sem eru efnislega and- vígir öllum þeim breytingum sem hljótast af hugsanlegri aðild þrjósk- ast við að axla ábyrgð á því sem er andstætt skoðunum þeirra. Þetta eru mannleg viðbrögð og skiljanleg frá því sjónarmiði. En hér er verið að veikja stöðu Íslands og tefja viðreisn efnahagslífsins. Hinn stjórnarflokkurinn sem er fylgjandi aðild ber fulla pólitíska ábyrgð á þessari stöðu. Ráðherrar VG sitja í umboði Samfylkingarinnar. Hér eru miklir almannahagsmun- ir í húfi. Mikilvægt er því að menn geri sér grein fyrir því hvar vanda- málin liggja og á hverra herðum ábyrgðin hvílir því kannanir benda til að ríflegur meirihluti vilji ljúka samningum. Veikleikamerki Í skýrslu framkvæmda-stjórnar Evrópusambandsins er vikið að stöðu efnahags-mála. Þar segir að vaxandi verðbólga hafi nýlega knúið Seðla- bankann til að hækka stýrivexti en aftur á móti hafi á sama tíma verið gefinn slaki í ríkisfjármálum. Hér bendir framkvæmdastjórnin réttilega á misvísandi skilaboð frá þeim stjórnvöldum sem bera ábyrgð á ríkisfjármálum og pen- ingamálum. Fjármálaráðherra sagði að slak- að hefði verið á klónni í ríkisfjár- málum vegna batnandi efnahags. Seðlabankinn herti aðhaldsað- gerðir vegna merkja um versn- andi stöðu. Nákvæmlega þetta sama gerðist á árunum fyrir hrun. Þá var gefið eftir í ríkisfjármálun- um á sama tíma og Seðlabankinn hækkaði vexti upp úr öllu valdi til að draga úr þenslu. Allir vita hvernig fór. Er þessi sögulega end- urtekning skynsamleg? Hvort sem menn eru fylgjandi Evrópusambandsaðild eða and- vígir má ljóst vera að þessi ábend- ing framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins sýnir veikleika í stjórn efnahagsmála. Aftur á móti er alveg ljóst að ríkisstjórn sem þannig stendur að málum er með hugann við allt annað en aðildar- viðræðurnar. Fjármálaráðherra stefnir ekki að því að fullnægja þeim efnahagslegu stöðugleikakröfum sem fylgja aðild að Evrópusambandinu. Hugmynd hans er að beita gengisfellingum og verðbólgu. En hitt er alveg óútskýrt hvers vegna ráðherrar Samfylking- arinnar fylgja honum í þessu eins og ýmsu öðru. Endurtekin saga Bókamessan í Frankfurt þykir hafa tekist vel. Fögnum með báða fætur á jörðinni heim ili& hönn un  SÉRB LAÐ F RÉTTA BLAÐS INS UM HÍBÝL I  júlí 20 11 UNAÐ SREIT UR Hjóni n Jani na og Jozef Misie juk ræ kta ga rð me ð alls ky ns fög rum b lómum og su mum frama ndi. BLS. 4 Faldir fjársj óðir Sigga Heim is fjall ar um eftirsó tta ny tjahlu ti. SÍÐA 2 Marg t að s já Kaupm annah öfn kraum ar af s penna ndi hönnu narvið burðu m. SÍÐA 6 VIKU TILBO Ð Á 5 00G B FLA KKAR A REYK JAVÍK AK UREY RI EGILS STAÐ IR KEFLA VÍK SELFO SS HAFN ARFJ ÖRÐU R BETR AALLT AF VERÐ SEX V ERSLA NIR WD Pass port 50 0GB 2,5" flak kari með 500GB hörðum disk, US B 3.0, e inföldum mynd- rænum a fritunarh ugbúnað i og 256-bita lás sem verndar gögnin. 13.9 90 TILBOÐ menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] ágúst 2011 SÍÐA 4 Listasagan Líftækni í ljósi bókmennta Vélmenni, gervimenni og klón eru viðfangsefni bókar Úlfhildar Dagsdóttur. SÍÐA 6 Hrafninn kyssir í Rekavík Evan Fein hefur samið kammeróperu sem gerist í Rekavík á Hornströndum. SÍÐA 2 FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEFUR ORÐIÐ Ve ðr á ður TILBOÐ Philips CR7D5JB25 25 stk. CD-R diskar á spindli 2.990 1.990 Philips CR7D5NB00 100 stk. CD-R diskar á spindli 9.990 6.990 Philips DR4S6B25F 25 stk. DVD+R diskar á spindli 4.990 3.490 Philips DR4S6J10C DVD+R diskur í hulstri 249 169 VIKUTILBOÐ Á GEISLADISKUM BETRA ALLTAF VERÐ REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR SEX VERSLANIR ÁPRENTANLEGIR matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]júlí 2011 Feta og fersk jarðarberSumarlegt salat að hætti mat-reiðslumanna veitingahússins 73.SÍÐA 6 Lífrænt lostætiMarentza Poulsen töfrar fram veislu úr garðinum.SÍÐA 2 Ástríða er besta kryddið Hjónin Gísli Egill Hrafnsson og Inga Elsa Bergþórsdóttir elda af alúð og natni. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR VIKUTILBOÐ Á ÞRÁÐLAUSU19.990 ogitech ClearChat PCÞráðlaus heyrnatól með hljóðnemaDrægni er u.þ.b. 10 metrarHljóðnemi með umhverfishljóðsíu2.4GHz USB sendir fylgir BETRA ALLTAF VERÐ SEX VERSLANIR föstu dagu r FYLG IRIT F RÉTTA BLAÐ SINS 29. júlí 2 011 ● Harpa Einar sdótti r hanna r nýja fatalí nu ● Á rúm stokk num ● Tísku táknið Amy W ineho use THELM A BJÖ RK EINAR SDÓT TIR Stefni r á atvinn umen nsku Kr. TILBOÐ 47.950 TILVALIN Í FERÐA LAGIÐ 10.1” SEPTEMBERTILBOÐ HITAKÚTAR OG OFNAR MEÐ 15% AFSLÆTTI Olíufylltir rafmagnsofnar Norskir ryðfríir hitakútar H ópur áhugafólks um Tyrk-land er á leið í menningar-ferð til landsins um miðjan október með rithöfundinn og sálfræðinginn Jón Björnsson í broddi fylkingar. Hópurinn varð til á tveimur námskeiðum um Tyrkland sem Jón hélt í Endurmenntun Háskóla Íslands. „Það var í raun fólkið á nám- skeiðinu sem kallaði eftir ferðinni en það langaði til að heimsækja þá staði sem við fjölluðum um. Við sett- um okkur því í samband við starfs- fólk ÍT-ferða sem tók að sér að skipu- leggja ferðina.“ Jón segir sífellt fleiri Íslendinga leggja leið sína til Tyrklands en þá helst á suður- og vesturströndina. „Þar er ekki endilega að finna það sem er allra markverðast en Istan- bul er til að mynda engu lík. Cappad- ocia-héraðið, þar sem menn hafa holað bústaði og kirkjur í stein, er svo ennþá fjarri því að vera nokkru öðru líkt.“ Jón hefur hingað til ekki farið fyrir hópi ferðafólks en hann fer sjálfur í eina hjólaferð á ári og hefur talsvert hjólað um Istanbul og Tyrkland. Hann hefur skrifað tvær ferðabækur. Hin síðari kom út árið 2006 og heitir Með skör járntjaldsins. Hún lýsir ferð hans meðfram gamla járntjaldinu frá Pól- landi og suður til Istanbul. „Ég hef [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalögSEPTEMBER 2010 Heillandi Heidelberg Kastalinn er stolt borgarinnar, segir heimamaður-inn Þórdís Linda Þórarinsdóttir.SÍÐA 6 Smæsta landið Íbúar Vatikansins eru aðeins tæplega þús-und og eru allir læsir.SÍÐA 4 FRAMHALD Á SÍÐU 6 HEIMSVELDI OG KLETTABORGIR Menningarferð um Tyrkland er fyrirhuguð í október en þar mun ótal sögu-legar minjar bera fyrir augu. FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • ÁGÚST 2011 VICKYMÝKRI LÖG Á NÝRRI PLÖTUBJÖRKGEFUR ÚT RÁNDÝRT BOX FYRIR SAFNARA vodafone.is Í skólann Stórsnjallir símar á frábæru verði í verslunum Vodafone Benedikt Freyr Jónsson S: 5125411, gsm 8235055 benediktj@365.is Ívar Örn Hansen S: 5125429 , gsm 6154349 ivarorn@365.is Sigríður Dagný S: 5125462, gsm 8233344 sigridurdagny@365.is AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI! fjölskyl an[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] CANDY AFSLÁTTARDAGAR 15% afsláttur september 2011 Börnin velja bækurnar Sara Hlín Hálfdánardóttir hefur gefið út barnabækur undir nafninu Unga ástin mín í fimm ár. SÍÐA 6 Leikið með grænmeti Bregðið á leik með fat af nýuppteknu grænmeti. Búið til skóg úr brokkólí- stönglum (hægt að stinga þeim ofan í kork) og skerið gulrætur í bita og leik- ið með bitana á eldhúsborðinu; látið þá mynda andlit og hlaðið hús og blokkir. Ræðið liti grænmetisins og skoðið form og áferð. Þroskandi og hollustu- hvetjandi. Létt matreiðslaFinnið uppskrift að hollum ávaxta- drykk sem hægt er að setja í bland- ara og er líklegt að falli barninu í geð. Tínið hráefnið til, ávexti, ber, ísmola og annað, skerið það niður í bolla og leyfið barninu að hella úr bollunum ofan í blandarann. Lokið blandar- Brugðið á leik eftir vinnu og leikskóla NORDICPHOTOS/GETTY Þær klukkustundir sem foreldrar eiga með börnum sínum að loknum vinnu- og leikskóladegi eru dýrmætar enda ekki alltaf svo margar. Þær má nýta á margvíslegan og skemmtilegan hátt en Fjölskyldublaðið tíndi til nokkrar hugmyndir að eftirmiðdagsskemmtun. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Sannir skógarmenn Feðgarnir Hannes Pétursson og Fannar Logi Hannesson skemmtu sér ærlega saman á feðgahelgi í Vatnaskógi.SÍÐA 2 Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi mismunandi sérblaða kemur út í hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá ráðgjöfum okkar um hvar auglýsingin þín nær best til markhópsins. AUGLÝSINGAR Í SÉRBLÖÐUM *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl – júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.