Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 110
15. október 2011 LAUGARDAGUR78
25
25 ára velgengni
EÐAL GINSENGS
á Íslandi
Eingöngu notaður
virkasti hluti rótarinnar
Skerpir athygli - eykur þol
Kveðjum slen og streitu
PERSÓNAN
Jóhanna Metúsalemsdóttir
Aldur: 41 árs.
Starf: Skartgripahönnuður.
Búseta: New York.
Fjölskylda: Er gift Paul Weil og á
tvo gullmola, Indíu Salvöru og Lólu
Salvöru.
Stjörnumerki: Naut og hundur í
því kínverska.
Jóhanna hannar skart undir nafninu Kría.
Hún var á meðal þeirra íslensku hönnuða
sem sýndu á Norræna tískutvíæringnum
í Seattle á dögunum.
„Það er nóg að gera hjá mér þessa vikuna,“ segir
Ragnhildur Gunnarsdóttir trompetleikari.
Ragnhildur kemur 18 sinnum fram á Iceland
Airwaves-hátíðinni, sem hófst á miðvikudag. Hún
blæs í trompetið með hljómsveitunum Nora, Valdi-
mar, Útidúr, Orphic Oxtra og hinni gríðarlega vin-
sælu Of Monsters and Men. Dagskráin hjá Ragnhildi
hófst á þriðjudag, með tónleikum með Útidúr á Kaffi-
barnum, en þegar Fréttablaðið náði í hana var hún
stödd í auga hvirfilbylsins, ef svo má að orði komast.
„Þetta er mjög skemmtilegt, en þetta er erfitt —
trompet er ekki auðveldasta hljóðfærið til að spila
mikið á. Þannig að ég verð þreytt þegar það er mikið
að gera, en þetta er gaman.“
Ertu þá ekki með þanin lungu?
„Jú, það mætti segja það.“
En þarf að huga að einhverju sérstöku mataræði til
að þrauka út svona törn?
„Nei, ég er aðallega að reyna að finna tíma til að
borða. Ég er hlaupandi út um allt.“
Ragnhildur hefur spilað á trompet síðustu tólf ár,
frá því hún var tíu ára gömul, og nemur djass í FÍH.
Hún segir vinsældir trompetsins vera að aukast þar
sem það sé vart þverfótað fyrir trompetleikurum á
Iceland Airwaves. „Það eru trompetleikarar úti um
allt,“ segir hún. „Trompetið er loksins orðið töff. Það
var ekki töff fyrir svona tíu árum, enda bara tengt
við lúðrasveitir og svona. Nú getur maður spilað í
víðara samhengi.“ - afb
Trompetið er loksins orðið töff
NÓG AÐ GERA Ragnhildur kemur 18 sinnum fram á Iceland
Airwaves-hátíðinni með fimm hljómsveitum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Mér er illa við þetta því fólk veit yfirleitt ekki hvað
það er að kaupa, það getur verið ákaflega svekkjandi
að vera kominn á tónleikastað og uppgötva að maður
hafi keypt köttinn í sekknum fyrir tugi þúsunda,“
segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Airwaves-
hátíðarinnar. Á vefsíðunni bland.is er að finna 164
auglýsingar þar sem armbönd á tónlistarhátíðina eru
auglýst til sölu.
Fyrsta auglýsingin var sett inn fyrir tuttugu dögum
og eftir það fór þeim ört fjölgandi. Fyrstu söluaðilarn-
ir reyndu að hagnast á miðasölunni og seldu armbönd-
in fyrir meira en 20 þúsund krónur en venjulegur miði
kostaði í kringum 16 þúsund í forsölu. Grímur segist
hafa séð á netinu miða auglýstan fyrir fjörutíu þús-
und en vissi þó ekki hvort sá miði hefði selst. Þá hefði
starfsfólk hátíðarinnar lagt gildru fyrir aðila sem
reyndi að selja forgangspassa á netinu.
Eftir að hátíðin hófst ber hins vegar meira á því
að fólk vilji losa sig við miðana og fá einhvern smá-
aur tilbaka. Þetta er þá fólk sem á ekki heiman-
gengt af einhverjum orsökum. Grímur varar hins
vegar við þessu og segir að þau vilji auðvitað helst
að endursala á armböndunum væri ólögleg. „En
þetta er bara lífið, maður leggur ekki
niður almannabótakerfið af því að það
eru nokkrar hræður að reyna að svindla
á kerfinu.“ - fgg
Braskað með miða á Airwaves
GRÍMUR ATLASON Framkvæmdastjóri
Iceland Airwaves hefur séð miða á hátíðina
auglýstan á fjörutíu þúsund krónur.
„Ég elska að vera hérna og allir eru
búnir að vera rosalega almennileg-
ir við mig,“ segir kanadíski dans-
arinn Rebecca Holst sem er stödd
hér á landi til að koma fram á Ice-
land Airwaves með hljómsveitinni
Human Woman.
Holst, sem er þekkt undir lista-
mannsnafninu Becca Hoop, sér-
hæfir sig í að húla hringjum en hún
er menntuð í nútímadansi og ball-
ett. „Ég sneri mér að húlahringjum
fyrir tíu árum og var meðal annars
með námskeið og uppákomur í Kan-
ada áður en ég flutti mig um set
til Berlínar til að einbeita mér að
ferli mínum. Maður þarf að æfa sig
mikið til að verða góður í að húla
en það er svo gaman að flestir setja
það ekki fyrir sig,“ segir Holst,
sem ferðast nú um allan heim til
að halda námskeið og kenna dans
með húlahringjum.
Jón Atli Helgason, sem er í
hljómsveitinni Human Woman
ásamt Gísla Galdri Þorgeirssyni,
sá Holst koma fram á næturklúbbi
í Berlín og heillaðist af hæfileik-
um stúlkunnar og bað hana um að
koma fram í tónlistarmyndbandi
sveitarinnar. Í kjölfarið bað Jón
Atli hana um að troða upp með
sveitinni á Iceland Airwaves-hátíð-
inni en svo skemmtilega vill til að
Holst á ættir að rekja til Íslands og
var því fljót að samþykkja boðið.
„Ég var ekki lengi að ákveða að
koma með strákunum hingað þar
sem ég á rætur að rekja til lands-
ins og hef aldrei komið áður,“ segir
Holst en langamma hennar og afi
fluttu frá Íslandi til Kanada árið
1886.
„Þannig að ég á fullt af ættingj-
um hérna sem ég ætla að nýta tæki-
færið og heimsækja,“ segir Holst,
sem dvelur á Íslandi næstu tvær
vikurnar og ætlar að ferðast um
landið og skoða hvaðan forfeður
hennar komu. „Ég kann ekki að
segja nöfnin á stöðunum sem ég
ætla að skoða en verð úti um allt
land,“ segir Holst en þeir sem vilja
sjá Beccu Hoop leika listir sínar
er bent á að koma við í Bláa lóninu
í dag um klukkan 13.00 en þar er
hið svokallaða Blue Lagoon Chill
í tengslum við Airwaves-hátíðina.
alfrun@frettabladid.is
BECCA HOOP: GETUR HÚLAÐ 20 HRINGJUM Í EINU
Vestur-Íslendingur slær í
gegn með húlahoppi sínu
BECCA HOOP Dansarinn Rebecca Holst hefur vakið athygli fyrir fimi sína með húla-
hringina en hún er stödd hér til að koma fram á Airwaves og hitta ættingja sína en
Holst er af íslenskum ættum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Kreppan í dag er bara barnaleikur miðað við 18.
öldina,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Björn
Brynjúlfur Björnsson. Hann hefur unnið að gerð
fjögurra þátta sjónvarpsseríu um 18. öldina, sem
lék íslensku þjóðina ansi grátt.
Björn Brynjúlfur vinnur þættina með rithöf-
undinum Pétri Gunnarssyni. „Pétur skrifar hand-
ritið og er síðan hálfgerður David Attenborough
þegar hann leiðir áhorfendur í gegnum söguslóðir
í þáttunum,“ útskýrir Björn, en tökur hafa þegar
farið fram á Íslandi.
Björn segir af nógu að taka frá þessum
tíma; Stóra bóla gekk um Ísland í byrjun ald-
arinnar og felldi rúmlega fjórðung þjóðar-
innar. Svo komu Skaftáreldar um miðja öld-
ina og móðuharðindin í kjölfarið en þá náði
fjöldi Íslendinga sögulegu lágmarki. „En
þetta var líka tími Innréttinga Skúla fógeta
sem áttu að iðnvæða Ísland,“ segir Björn.
Þættirnir verða sýndir á RÚV í vetur. - fgg
Vond öld á skjáinn
18. ÖLDIN
Björn
Brynjúlfur
gerir nýja
þætti.