Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 30
15. október 2011 LAUGARDAGUR30 L ars Lagerbäck virk- ar sem afar geðugur maður. Hann ber sig vel, er yfirvegaður, kurteis og spar á allar stórar yfirlýsingar. Hann virkar lítillátur. Kollegar mínir í Svíþjóð segja að hann sé frekar þurr á manninn og gefi lítið af sér. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, enda kom Lagerbäck afar vel fyrir í gær og almenn jákvæðni var meðal íslenskra fjöl- miðlamanna með fyrstu kynnin af Svíanum. „Ég á tvö börn og konu. Ég get sagt þér að börnin mín eru 40 og 36 ára. Meira ræði ég ekki um fjölskylduna, enda hef ég aldrei viljað tala um einkalíf mitt. Það breytist ekkert núna,“ sagði Lagerbäck og brosti vinalega til blaðamanns, sem brosti á móti enda tilgangur viðtalsins ekki að þjarma að þjálfaranum um einka- líf hans. Blaðamaður hafði meiri áhuga á viðhorfi hans til fótbolt- ans og hvernig hann ætlaði sér eiginlega að koma landsliðinu okkar í gang eftir allt of mörg vonbrigðaár. „Ég var alltaf spenntur fyrir því að taka við íslenska landslið- inu. Ég hef haft gaman af því að koma til landsins og líkar afar vel við fólkið. Ég hef þess utan allt- af borið virðingu fyrir íslenskum fótbolta og þegar ég stýrði Svíum gegn Íslandi tók ég þá leiki mjög alvarlega,“ sagði Lagerbäck, en það kemur kannski einhverjum á óvart að hann sé á þeirri skoð- un að heimamaður eigi að þjálfa landsliðið. „Ég tel það vera best að heimamaður þjálfi landslið. Sá maður finnst samt ekki alltaf og það er mér mikil ánægja að koma hingað og deila minni reynslu með íslenskum þjálfurum.“ Lagerbäck tekur ekki form- lega við liðinu fyrr en um áramót en mun eðlilega byrja að leggja grunninn að sinni vinnu sem fyrst. „Íslenska landsliðsþjálfara- starfið er áhugavert starf. Það sem ég þekki til Íslendinga er gott. Þeir hafa jákvætt hugarfar, eru duglegir og leggja hart að sér. Það eru að koma upp efnileg- ir strákar í landsliðið. Allt þetta gerir verkefnið spennandi,“ sagði Lagerbäck, en hann viðurkennir fúslega að þekkja ekki mikið til íslensku leikmannanna. „Ég hef ekki fylgst vel með lið- inu og aðeins séð það spila gegn Noregi í Ósló. Ég sá aðeins til U-21 árs liðsins á EM í Danmörku og svo hef ég séð Kolbein Sig- þórsson spila með Ajax. Ég við- urkenni því að ég þarf að kynna mér strákana í liðinu og fer í það fljótlega að skoða myndbönd með leikjum íslenska liðsins.“ Lagerbäck segist koma að algjörlega hreinu borði. Hann þekki ekki forsögu liðsins og gagnrýni um agaleysi. Allir leik- menn munu byrja með hreint borð hjá honum er hann sest í þjálfara- stólinn eftir áramót. Setti Zlatan í skammarkrókinn Það orð fer af Lagerbäck að hann sé harður í horn að taka og sætti sig illa við agaleysi. Það fékk stór- stjarnan Zlatan Ibrahimovic að reyna á sínum tíma. Hann braut þá agareglur landsliðsins er hann var of lengi úti á lífinu. Lagerbäck tók hann engum vettlingatökum heldur henti honum út úr lands- liðinu. „Vonandi verða engin aga- vandamál í íslenska landsliðinu. Ég mun gera leikmönnum lands- liðsins grein fyrir því að til þess að ná árangri þurfa menn að vera agaðir innan sem utan vallar. Ég mun gera þeim það alveg ljóst og ef menn geta ekki farið eftir því sem ég legg upp með spila þeir ekki með landsliðinu. Allir leik- menn þurfa að vera 100 prósent tilbúnir fyrir landsliðið,“ sagði Lagerbäck en telur hann sig vera harðstjóra? „Nei, ég er alls enginn harð- stjóri. Ég er samt ekki hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir. Ef leikmaður hagar sér ekki á réttan hátt þarf að taka í taumana. Ég er þess utan alltaf til í viðræður og trúi á að menn geti skipst frjáls- lega á skoðunum. Það er mjög mikilvægt. Það er best ef allir ná saman og eru á sömu línu. Þegar ég var með sænska liðið töluðum við allir mikið saman og bjugg- um til sterka liðsheild. Það skil- aði sænska liðinu þessum fína árangri undir minni stjórn,“ sagði Svíinn, sem kom sænska landslið- inu á fimm stórmót í röð. Ekki pláss fyrir þá sem brjóta viljandi agareglur Þó svo að Lagerbäck sé óhrædd- ur við að taka erfiðar ákvarðanir og taki fast á agamálum vill hann hafa sem fæstar reglur. „Þegar ég var með sænska landsliðið voru ekki margar regl- ur. Leikmenn vissu samt að þeir gætu ekki verið að fá sér í glas og fara út á lífið þegar þeir voru með landsliðinu. Ef ég lendi í því að einhver leikmaður íslenska liðsins brýtur agareglur mun ég byrja á því að spyrja viðkom- andi út í málið. Kannski er eðli- leg skýring og þá finnur maður lausn á vandamálinu. Ef einhver er aftur á móti að brjóta agaregl- ur viljandi er ekkert pláss fyrir viðkomandi leikmann í landslið- inu.“ Lagerbäck spilaði leikkerfið 4-4-2 með Svíum. Ísland hefur meira og minna verið að spila 4-5-1 síðustu ár. Hvernig sér Sví- inn fyrir sér að íslenska liðið spili undir hans stjórn? „Það er of snemmt að segja hvernig ég læt liðið spila. Ég vil hafa ellefu bestu leikmennina inn á hverju sinni. Ég mun samt allt- af spila með fjóra varnarmenn. Ég vil líka spila svæðisvörn. Hvernig ég útfæri sóknarleikinn á eftir að koma í ljós og mun líka velta á því hvaða leikmenn standa mér til boða hverju sinni. Ég kýs helst að spila með tvo framherja en hvort það gengur með íslenska liðið á eftir að koma í ljós.“ Eyjamaðurinn Heimir Hall- grímsson mun aðstoða Lagerbäck en hvernig verður hans aðstoðar- lið þess utan? „Ég vil helst hafa sem fæsta aðstoðarmenn. Því fleiri sem koma að málum, þeim mun flóknari verður vinnan. Í kringum liðið vil ég hafa mark- varðaþjálfara, aðstoðarþjálfara og svo þarf ég að minnsta kosti einn útsendara sem njósnar um andstæðinga okkar. Svo þarf myndbandasérfræðing og það verður líklega Heimir til að byrja með,“ sagði Lagerbäck, sem mun ekki flytja til landsins enda er hann nær flestum landsliðsmönn- um okkar í Svíþjóð. „Ég mun engu að síður reyna að koma hingað eins oft og ég þarf. Það er samt auðveldara fyrir mig að hitta leikmennina ef ég verð áfram í Svíþjóð. Ég mun síðan reyna að eiga gott samband við þjálfarana á Íslandi og funda með þeim.“ Óttaðist veðrið á Íslandi en ekki Laugardalsvöll Það hefur ekki hjálpað lands- liðinu á undanförnum árum að heimavöllur Íslands, Laugar- dalsvöllur, er ekki nein gryfja. Áhorfendur eru langt frá vell- inum og láta þess utan lítið í sér heyra. Lagerbäck hefur stýrt liði á Laugardalsvelli gegn Íslandi og segir það ekki hafa verið ógn- vekjandi reynslu. „Það sem maður óttaðist við að koma til Íslands var veðrið en ekki áhorfendurnir og völlurinn. Það er mikilvægt að eiga sterk- an heimavöll sem andstæðingur- inn óttast. Það er ekki hægt að byggja upp hræðslu fyrir vell- inum fyrr en árangurinn kemur. Þá kemur líka meiri stemning í stúkuna og leikmennina. Þeir trúa því að þeir geti náð árangri á heimavelli. Við þurfum því ein- faldlega að byrja að vinna leiki,“ sagði Lagerbäck kíminn. Þetta er ekki svo flókið eftir allt saman. henry@frettabladid.is Ég er alls enginn harðstjóri Hinn 63 ára gamli Svíi Lars Lagerbäck var í gær ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta er í annað sinn sem hann þjálfar utan Svíþjóðar. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Lagerbäck í gær og ræddi að sjálfsögðu við hann um fótbolta og hvernig hann ætlaði að haga sinni vinnu með landsliðið. Lagerbäck segist ætla að taka hart á agabrotum. TEKUR HART Á AGABROTUM Lars Lagerbäck er óhræddur við að taka á agabrotum og segir að ekkert pláss sé fyrir þá í landsliðinu sem brjóti agareglur. Hann segir mikilvægt að leikmenn haldi aga innan sem utan vallar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak? „Ég gerði það á sínum tíma. Ég byrjaði 15 ára gamall en hætti fyrir HM 2010. Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri,“ sagði Lagerbäck, en honum var ekki kunnugt um að KSÍ stæði fyrir átakinu „Bagg er bögg“ sem er ætlað að draga úr munntóbaksnotkun. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Átakið varð fyrir ákveðnu áfalli þegar forveri Lagerbäcks, Ólafur Jóhannes- son, sást með neftóbak í leik hér heima á dögunum. Hann baðst þá afsök- unar og lofaði að gera það aldrei aftur. Ólafur stóð þó ekki við loforðið því í lokaleik hans í Portúgal sást aftur til hans með tóbakshornið á bekknum. ■ HÆTTUR AÐ TAKA Í VÖRINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.