Fréttablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 70
6 fjölskyldan
heilbrigði
hugum að heilsunni ...
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is EF
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Jazzballett fyrir 20 ára og eldri!
ansstudioD
Innritun stendur yfir á næsta byrjendanámskeið í síma
581 3730 og á jsb@jsb.is. Námskeið hefst 17. október
Frjáls aðgangur
að tækjasal meðan
á námskeiði
stendur!
Studio 1 – Námskeið fyrir byrjendur. Tímabil: 17. okt. – 25. nóv.
MOVE LIKE A DANCER – Langar þig að læra að hreyfa þig og komast
í gott líkamlegt form? Spennandi og skemmtilegt 6 vikna jazz og
púlnámskeið fyrir 20 ára og eldri. Kennt er í lokuðum hóp á mánudögum
kl.19:40 og fimmtudögum kl.19:30. Kennarar eru:
Arna Sif Gunnarsdóttir og Gerður Guðjónsdóttir
Verð: 16.500 kr.
Sjúkranuddarinn Elsa Lára Arnardóttir hefur nuddað börnin sín þrjú frá fæðingu. Hún segir það hafa gert
þeim gott og kennt þeim bæði að
gefa og þiggja. „Þau eru fimm, sjö
og tíu ára og eru öll farin að nudda
hvert annað,“ segir Elsa Lára. Hún
segir nuddið umfram allt mynda
góð tengsl milli foreldra og barna.
„Það eykur líka sjálfsmeðvitund
barna, auk þess sem hægt er að
nota nuddið gegn hinum ýmsu kvill-
um.“
Í bókinni Nudd fyrir barnið
þitt, sem Elsa Lára gaf út fyrir
skemmstu, kennir hún meðal ann-
ars nudd sem linar magakveisu,
en það er sagt losa um spennu og
loft, styrkja meltinguna, auka vel-
líðan og hjálpa barninu að ná slök-
un. Hún segir að almennt líði börn-
um vel eftir nudd og að mörg sofi
betur og nái dýpri svefni.
Elsa Lára starfar sem sjúkra-
nuddari í Vogum á Vatnsleysu-
strönd og nuddar fólk á öllum
aldri. Hún fer auk þess heim til
fólks á höfuðborgarsvæðinu og
víðar og kennir ungbarnanudd.
Þá segir hún talsvert um að hópar
taki sig saman með börnin sín og
fái hana til sín. Elsa segir ung-
barnanudd bara byrjunina á nuddi
fyrir börnin, en strokurnar í ung-
barnanuddinu er hægt að nota
alla barnæskuna. „Það er gott að
eiga notalegar nuddstundir á upp-
vaxtarárum, þær styrkja tengsl-
in, veita vellíðan og slökun,“ segir
Elsa. Hún segir nuddið einnig
geta verið mjög gott eftir íþrótta-
æfingar og bætt líðan barna sem
eru þreytt og illa fyrir kölluð svo
dæmi séu nefnd.
Elsa Lára nam sjúkranudd í
Kanada og útskrifaðist árið 2000.
Sjúkranudd er ekki kennt hér á
landi en sjúkranuddarar á Íslandi
eru um þrjátíu talsins. „Við höfum
sama grunn og sjúkraþjálfarar.
Við förum dýpra en heilsunudd-
arar og vinnum beint á meinin.“
Elsa er sérmenntuð í meðgöngu-,
fæðingar- og ungbarnanuddi og
sjúkranuddi í vatni. „Þá var ég að
bæta við mig svokölluðu Doula-
námi sem snýst um að aðstoða
konur fyrir, í og eftir fæðingu.“
- ve
Styrkir tengslin
Ungbarnanudd styrkir tengsl foreldra og barna, en það er hægt að nota allan uppvöxtinn.
Sjúkranuddarinn Elsa Lára Arnardóttir hefur nuddað börnin sín frá fæðingu.
Veitir vellíðan og slökun Strokurnar úr ungbarnanuddinu er hægt að nota allan uppvöxtinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Samkvæmt könnun sem Fararheill gerði fyrir
skömmu fer ekkert eins mikið í taugarnar á flugfar-
þegum og grátandi börn. Allir sem flogið hafa með
börnum vita að það getur oft verið hægara sagt en
gert að þagga niður grátinn en á vefsíðunni aettleid-
ing.is er að finna nokkur ráð til að létta barninu
flugferðina og veita því öryggistilfinningu í ókunnu
umhverfi flugvélarinnar.
Þar er talað um að sérstaklega geti verið erfitt að
róa eldri börn í flugstöðvum og löngum, tilbreytingar-
lausum flugferðum. Því sé rétt að hafa meðferðis nóg
af leikföngum sem hæfi aldri þeirra og þroska.
Leikföng sem mælt er með að hafa meðferðis eru:
Bangsi eða dúkka, hringla fyrir ungbarn, blöðrur,
léttur bolti, myndabækur, bíll, púsluspil, MP3-spilari
eða geislaspilari með tónlist sem börnin þekkja.
DVD-ferðaspilarar virka oft vel á eldri börn, einkum ef
hafðar eru meðferðis myndir sem þau þekkja og geta
lifað sig inn í. Þá bregst það aldrei að hafa meðferðis
uppáhaldsbækur barnsins og lesa fyrir það í hálfum
hljóðum eða leyfa því að skoða myndirnar. - fsb
Glöð börn í flugi
MATARÆÐI BARNA Á vefsíðunni
www.6h.is er að finna margvíslegan
fróðleik um heilsu og hollustu, þar á
meðal um mataræði barna.
JÓLAGJAFA
HANDBÓKIN
KEMUR ÚT 29. NÓVEMBER
MEÐAL EFNIS
Í BLAÐINU:
Jólaljósin, kökur og sætindi,
skraut og föndur, matur og borðhald
jólasiður og venjur
Bókið auglýsingar tímanlega:
Benedikt Freyr Jónsson
S: 512 5411, gsm 823 5055
benediktj@365.is
Ívar Örn Hansen
S: 512 5429 , gsm 615 4349
ivarorn@365.is
Sigríður Dagný
S: 512 5462, gsm 823 3344
sigridurdagny@365.is