Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Silja Bára Ómarsdóttir, fulltrúi
Vinstri grænna í nefnd um erlenda
fjárfestingu, og Björk Sigurgeirs-
dóttir, fulltrúi Borgarahreyfingar-
innar, sögðu í fréttum Útvarpsins í
gær, að Unnur G. Kristjánsdóttir,
fulltrúi Samfylkingarinnar og for-
maður nefndarinnar, hefði ítrekað
reynt að fá þær til að sitja hjá við af-
greiðslu álits nefndarinnar á kaup-
um Magma Energy Sweden á HS
Orku. Ekki náðist í Steingrím Sig-
fússon, fjármálaráðherra og for-
mann VG, í gærkvöld.
Silja Bára sagði Unni hafa ítrekað
beðið hana að sitja hjá við afgreiðslu
málsins og vísað meðal annars til
þess að ríkisstjórnarsamstarfið væri
í hættu. Sagðist Silja Bára ætla að
leita til umboðsmanns Alþingis í
þeirri viðleitni að fá ráðherraábyrgð
á áliti nefndarinnar hnekkt eins og
hún orðaði það.
„Hélt hún væri ekki viðkvæm“
Unnur sendi frá sér athugasemd
vegna málsins og segir að Silja Bára
vitni í einkasamtöl þeirra í vetur.
„Eins og vera ber sagði ég henni
þá skoðun mína að afstaða hennar
stæðist ekki lög og mat sérfræð-
inga,“ segir Unnur. „Þá ræddi ég
einnig um að þetta mál hefði áhrif á
stjórnarsamstarf ríkisstjórnarflokk-
anna sem henni var reyndar fullljóst
sjálfri. Ég hélt að hún væri ekki við-
kvæm fyrir þessu enda kennir hún
alþjóðastjórnmál í Háskóla Íslands.
En mér þykir leitt að hafa valdið
henni óþægindum með þessari rök-
ræðu minni,“ segir Unnur.
Afstaða Silju Báru og Bjarkar í
þessu máli hafi verið ljós frá upphafi
og lögfræðiálit og rannsókn málsins
hefði engin áhrif haft á þær. Unnur
segist hafa aflað sér gagna og sett
fram mjög gagnrýnar spurningar til
sérfræðinganna í gegnum allt vinnu-
ferlið sem stóð frá því í september
fram í mars 2010.
Þá undirstrikar Unnur, að allra
nauðsynlegra gagna hafi verið aflað.
„M.a. hef ég haft upplýsingar um að
Magma Sweden AB starfar sem fjár-
festingarfélag, með sjálfstæðan fjár-
hag og að allir fjármunir og skuld-
bindingar gagnvart HS Orku hf. fara
í gegnum reikninga þess eins og vera
ber í slíku fyrirtæki.“ kjon@mbl.is
Hefði áhrif á
ríkisstjórnina
Fulltrúi Samfylkingar sagði stjórn-
arsamstarf undir í máli Magma
„Eins og vera ber
sagði ég henni þá
skoðun mína að
afstaða hennar
stæðist ekki lög.“
Allir vita hvernig krían er á litinn -
eða hvað? Myndina tók séra Sig-
urður Ægisson á Siglufirði en
dökki fuglinn hefur sést nokkrum
sinnum á þeim slóðum síðustu daga,
fyrst 4. júlí. Breskir fuglafræð-
ingar, sem einnig sáu fuglinn, töldu
að um væri að ræða amerískan
flæking, kolþernu. Að sögn Sig-
urðar var erfitt að ná myndum af
fuglinum í fyrradag, þegar hann
sást síðast, vegna þess að kríurnar
gerðu aðsúg að honum.
Guðmundur Guðmundsson, dýra-
vistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, er sama sinnis og
bendir m.a. á að fuglinn á myndinni
hafi styttri og rúnnaðri vængi en
krían og stélið sé miklu styttra.
Yann Kolbeinsson, lífeðlisfræð-
ingur og áhugamaður um fugla,
bendir hins vegar á að mjög ung
kría sé einnig með rúnnaða vængi
og stutt stél. Um melanískan fugl
geti verið ræða, kríu með útlit sem í
reynd er andstæða við hvítingja
(albínóa) er þekkjast í fuglaheimum
eins og víðar. Einstaka sinnum fær
melanín, efnið sem gerir fuglinn
dökkan, algerlega yfirhöndina.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kolþerna eða
óvenjuleg kría?
Kría með útlit sem er andstæða við hvítingja?
Slitnað hefur upp úr viðræðum full-
trúa Landssambands slökkviliðs-
manna og sjúkraflutningamanna
(LSS) annars vegar og launa-
nefndar sveitarfélaganna hins veg-
ar en ríkissáttasemjari hafði kallað
þá til fundar í gær. Samningar hafa
verið lausir síðan sl. haust og hefur
sambandið boðað til verkfalls föstu-
daginn 23. júlí nema samningar
takist fyrir þann tíma.
Verði verkfallið að veruleika
mun slökkviliðið aðeins sinna neyð-
arútköllum. Mun færri menn verða
á vakt og gæti ástandið orðið erfitt
sums staðar ef eitthvað bregður út
af. Að sögn Þrastar Emilssonar,
fréttafulltrúa LSS, bauð launa-
nefndin eins prósents hækkun og
átti hún í reynd ekki að vera aftur-
virk heldur gilda frá 1. júlí.
Slitnaði upp úr
viðræðum
Skýrsla starfs-
hóps sem endur-
skoðar lög um
fiskveiðistjórnun
verður líklega
ekki tilbúin til
birtingar fyrr en í
kringum 20.
ágúst, að mati
Guðbjarts Hann-
essonar, alþing-
ismanns og for-
manns starfshópsins. „Við erum að
setja upp heildarskýrsluna,“ segir
Guðbjartur. „Við ætlum að láta vinna
ákveðnar hugmyndir betur þannig að
þetta dregst eitthvað fram í ágúst.
En þetta er allt í fullum gangi.“
Hann segir að starfshópurinn fjalli
um þrjá meginþætti í starfi sínu. Það
er auðlindaákvæði stjórnarskrár-
innar, en umhverfið er nú breytt að
því leyti að það ákvæði fer væntan-
lega fyrir stjórnlagaþing.
Í öðru lagi hefur verið farið yfir
einstaka þætti núverandi fisk-
veiðistjórnunar. Menn hafa lýst skoð-
un sinni á einstökum þáttum hennar
og því hvað betur megi fara.
Í þriðja lagi hefur verið rætt um
úthlutun aflaheimilda og með hvaða
hætti henni verði best hagað.
„Þetta er allt í gangi ennþá og það
kemur engin niðurstaða fyrr en hún
kemur í heild,“ sagði Guðbjartur.
Eftir er að vinna og lesa yfir textann
og afgreiða ýmis álitamál. Eins kann
að verða skilað sérstökum álitum um
einstök mál. gudni@mbl.is
Afgreiða
þarf ýmis
álitamál
Guðbjartur
Hannesson
Skil starfshóps
dragast fram í ágúst
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Páll Benediktsson, fréttafulltrúi
slitastjórnar Landsbankans gamla,
segir að sérfræðingar hjá Deloitte-
endurskoðunarfyrirtækinu í London
og þekktri lögmannastofu þar í borg,
MoFo, séu að fara yfir gang mála hjá
bankanum síðustu misserin fyrir
hrunið 2008. Um sé að ræða viða-
mikla rannsókn í líkingu við þá sem
fyrirtækið Kroll annast fyrir Glitni.
Búið sé að vísa nokkrum málum
Landsbankans til Fjármálaeftirlits-
ins til skoðunar, eitthvað af þeim hafi
farið til sérstaks saksóknara.
„Verið er að skoða viðskipti sem
fram fóru í bankanum síðustu miss-
erin fyrir hrun, fara ofan í allar
færslur og skoða hvort allt hafi verið
með eðlilegum hætti,“ segir Páll.
„Markmiðið er að ganga úr skugga
um að slitastjórn og skilanefnd nái til
allra þeirra fjármuna sem þær geta
náð í, til að auka endurheimturnar.
Þá þarf að sýna fram á hvort hugs-
anlega hafi verið farið þannig með
fjármuni að hægt sé að gera kröfur á
hendur einstaklingum eða félögum
um að skila fé inn í búið. Um leið
kemur í ljós hvort farið hefur verið
með lögmætum hætti með fjármuni
bankans.“
Sem kunnugt er hefur slitastjórn
Glitnis þegar höfðað mál erlendis
gegn helstu eigendum og stjórnend-
um bankans og borið þá þungum
sökum. Fram kom í rannsóknar-
skýrslu Alþingis að mikil tengsl
hefðu verið milli stóru bankanna
þriggja, mikið var um ýmiss konar
lánasamkrull. Páll segir þó of
snemmt enn að fullyrða um hvort
ekki komi upp alvarleg mál í rann-
sókn Landsbankans.
„Þessi rannsókn okkar er enn í
gangi og við erum ekki búin að sjá
niðurstöðurnar. Okkur sýnist ýmis-
legt benda til þess að það muni koma
til málshöfðana af okkar hálfu.“
Gæti komið til málshöfðana
Búist er við skýrslu erlendra sérfræðinga um Landsbankann gamla í haust
Þegar hafa nokkur mál verið send til embættis sérstaks saksóknara
Stóðu á bak við
» Icesave-reikningarnir um-
deildu í Bretlandi og fleiri Evr-
ópuríkjum voru á vegum gamla
Landsbankans. Þá á enn eftir
að gera upp að fullu, og standa
samningaviðræður yfir.
» Feðgarnir Björgólfur Thor
Björgólfsson og Björgólfur
Guðmundsson keyptu ráðandi
hlut í Landsbankanum þegar
hann var einkavæddur.
Til greina kemur
að efnahags-
brotadeild ríkis-
lögreglustjóra
kæri fjármálafyr-
irtæki vegna
gengislánanna
sem Hæstiréttur
úrskurðaði ólög-
leg fyrir skömmu.
„Lögin kveða á
um refsiábyrgð
sé brotið gegn 6. kafla laga um verð-
tryggingu og við ætlum því að kanna
málið,“ segir Helgi Magnús Gunn-
arsson, yfirmaður deildarinnar.
Hugsanlegt sé þó að málið heyri
undir embætti sérstaks saksóknara.
Kærir lög-
reglan geng-
islánin?
Helgi Magnús
Gunnarsson