Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Stjórnlaganefnd, sem kjörin var á Alþingi í júní kom saman til fyrsta fundar hinn 8. júlí sl. og kaus Guðrúnu Pétursdóttur sem formann nefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru Aðalheiður Ámundadóttir, Ágúst Þór Árnason, Björg Thorarensen, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Skúli Magnússon og Njörður P. Njarðvík. Nefndinni er ætlað að undirbúa þjóðfund um stjórnarskrármálefni og aðstoða stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar nk. Nýr formaður stjórnlaganefndar Guðrún Pétursdóttir Ford-félagið stendur fyrir ratleik í Heiðmörk kl. 10 laugardaginn 24. júlí nk. Þátttakendur setja saman sín eigin lið og skrá sig til leiks hjá Hróa hetti. Hámark fjórir eru í hverjum hópi. Verðlaun eru í boði, m.a. elds- neytisúttekt. Þátttökugjald er 3.000 kr. Skráning hefst í dag, föstudag. Nánari upplýsingar hjá fordfelagid- @fordfelagid.is. Ratleikur Morgunblaðið/Jakob Fannar Á morgun, laugardag, fer Lauga- vegshlaupið fram. Hlaupið í ár er það fjórtánda í röðinni. Alls eru 310 þátttakendur skráðir til leiks. Af þeim eru 227 karlar og 83 konur. Íslenskir þátttakendur eru 233 tals- ins og 77 frá öðrum löndum. Hlaup- ið er 55 km langt. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsadal í Þórsmörk, en eins og margir vita er Laugavegurinn ein fjölfarnasta og vinsælasta göngu- leiðin um íslensk öræfi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugar Hlaupið hefst í Land- mannalaugum og lýkur í Húsadal. Laugavegshlaupið Í dag, föstudag kl. 12.15-13.00 verð- ur Daniel Hannan, þingmaður Breta á Evrópuþinginu, með erindi á hádegisfundi Heimdallar í Ant- ares-salnum í Háskólanum í Reykjavík. Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta. Hannan, sem er í breska Íhalds- flokknum og þingmaður fyrir Suð- austur-England á Evrópuþinginu, hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á Evrópusambandið, frammi- stöðu ríkisstjórnar Gordons Brown og málefni Tíbets svo dæmi séu tek- in. Þá hefur hann látið stöðu Ís- lands sig varða, þar á meðal Ice- save-deiluna. Hann mun á fundinum m.a. ræða málefni Evr- ópusambandsins, stöðu Íslands í samningarviðræðum við sambandið og hvernig hugsanlegur aðild- arsamningur muni líta út. Daniel Hannan á fundi Heimdallar STUTT Fyrsta minningarmót Harðar Barð- dal í pútti fór fram á púttvellinum við Hraunkot í Hafnarfirði á miðvikudag sl. Alls voru 43 keppendur skráðir til leiks en þar af kepptu 15 í flokki fatl- aðra. Jóhanna Ásgeirsdóttir hafði sigur í flokki fatlaðra og fékk fyrir vikið farandbikar en héðan í frá verður minningarmót Harðar Barð- dal haldið árlega í júlímánuði. Hörður Barðdal var ötull forvíg- ismaður golfíþrótta fatlaðra og gegndi formennsku hjá Golfsamtök- um fatlaðra til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþrótta- manna landsins úr röðum fatlaðra og stjórnarmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra en hann lést í fyrra. Systur Harðar þær Fanney og Sesselja afhentu verðlaunin á mótinu en jafnframt tilkynntu þær að til stæði að stofna minningarsjóð Harðar Barðdal og að honum yrði komið í gagnið sem fyrst. Árangur á golfmóti Best Sigurvegarar í flokki fatlaðra á minningarmótinu. (F.v.) Hildur Jóns- dóttir, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Sigurður V. Valsson.  Jóhanna Ásgeirsdóttir sigurvegari á fyrsta minningarmóti Harðar Barðdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.