Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 14
Nýr vefur fyrir áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur verið opnaður á vefsvæðinu hlaupastyrkur.is. Nýi vefurinn er nokkuð svipaður og reyndar byggður á sama grunni og vefur „mottumars“. Á vefnum geta hlauparar sett inn myndir af sér, búið til myndband og sagt frá því hvers vegna þeir hafa valið að hlaupa fyrir tiltekið góð- gerðarfélag. Almenningur getur svo farið inn á síðuna og heitið á hlauparana. Nú eins og áður þurfa hlauparar að skrá sig til þátttöku í Reykjavík- urmaraþonið á vefsíðunni mar- athon.is/reykjavikurmaraton. Þeg- ar því er lokið geta þeir farið inn á hlaupastyrkur.is og virkjað söfnun sína með því að velja „nýskráning“. Þau sem vilja heita á hlaupara fara beint inn á hlaupastyrkur.is og velja þar einstaklinga eða boð- hlaupslið sem þau vilja heita á. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 23. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 21. ágúst. Nú hafa 57 góðgerðarfélög skráð sig til þátttöku í áheitasöfnuninni og 2.000 hlauparar til þátttöku í hlaupinu. 57 góðgerðarfélög hafa skráð sig til leiks Hlaupa- styrkur í gagnið 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 STANGVEIÐI Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Laxveiðin hefur farið af stað með látum í sumar. „Þetta er svo gott að maður þorir varla að trúa á það,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson hjá Landssambandi veiðifélaga „En árnar sem byrjuðu fyrst, Norðurá, Þverá og Blanda, þær hafa allar haldið áfram að gefa mjög góðan afla og þar hafa verið góðar göngur. Það finnst mér benda til að þetta sé ekki bara fiskurinn sem er snemma á ferðinni í ár, heldur sé bara svo mikið af honum að ég er að sannfærast meir og meir um að við munum eiga von á góðu áfram,“ bætir Þorsteinn við. Hann segir tvennt hafa komið sérstaklega á óvart í Blöndu. „Í fyrsta lagi hversu mikill hluti af þessum afla er á neðsta svæðinu. Annað svæðið hefur ekki skilað jafn- miklu og stundum. En aftur á móti efsta svæðið, sem er fyrir ofan út- fallið úr virkjuninni, þó að þar sé orðið mjög lítið vatn, þá hefur það verið að gefa furðu mikið, komið eitthvað yfir sjötíu laxa þar. Þar var ekki opnað fyrr en um miðjan júní.“ Blanda er spútnik-áin í ár, en veiðin þar hefur nánast verið fárán- lega góð. Veiðimaður einn sem var á neðsta svæðinu um liðna helgi land- aði á tveimur dögum 52 löxum, öll- um á flugu. Sá stærsti var 103 senti- metrar eða um 22 pund, en hann missti í votta viðurvist tvo aðra tals- vert stærri. Þorsteinn segir líka að stundum sé fullmikið horft í veiðitölurnar án þess að deila laxafjöldanum í fjölda stanga. Hann nefnir Flókadalsá sem dæmi. Hún er komin í 360 laxa á einum mánuði og þar er aðeins veitt á þrjár stangir. Það gerir að með- altali fjóra laxa á dag á hverja stöng, sem verður að teljast feiki- lega gott. Sömuleiðis nefnir hann Búðardalsá sem er komin í 150 laxa á stuttum tíma, en þar er veitt á tvær stangir. Krökkt af bleikju í Fljótunum En líf veiðimannsins snýst ekki bara um lax. Fljótaá í Fljótum, ein besta bleikjuá landsins, hefur verið í essinu sínu að undanförnu. Veiði- maður sem var þar í vikunni tjáði blaðamanni að áin væri alveg stút- full af fallegri bleikju. „Svo mikið að í mörgum tilvikum að þegar veitt var andstreymis með tveimur flug- um þá voru tvær bleikjur á í einu,“ segir hann. Hann dvaldi við ána í einn og hálfan dag ásamt konu sinni og tveimur börnum og þetta gerðist fimm sinnum. Þrátt fyrir að börnin fengju mikið að reyna sig við veið- ina, halda í stangirnar, rota fiskinn og svo framvegis komu 40 bleikjur og þrír laxar á land í þessum stutta túr. Í Fljótaá er öllum laxi sleppt og er hann oft seint á ferð þar. Nú er hins vegar komið talsvert af laxi í ána. „Einn laxinn hjá okkur tók pínulítinn vílynribb-kúluhaus, þegar við vorum að egna fyrir bleikju. Við höfðum prófað alls konar laxaflugur sem hreyfðu ekki við honum. En þegar við köstuðum bleikjuflugunni, þá tók hann,“ segir veiðimaðurin fengsæli. „Er svo gott að maður þorir varla að trúa á það“  Tíu bleikjur í fimm köstum í Fljótaá í Fljótum, sem er stútfull af fallegum fiski Morgunblaðið/Golli Bítur ekki hvað sem er Júlía Þorvaldsdóttir með lax úr Fljótaá. Hann tók agnarsmáa vínylpúpu sem ætluð var í bleikjukjaft en hafði áður hundsað fjölda laxaflugna sem kastað var til hans. Hann vissi því hvað hann vildi. Aflahæstu árnar Þverá/Kjarrá (14) Blanda (12) Norðurá (14) Grímsá/Tunguá (8) Haffjarðará (6) Langá (12) Miðfjarðará (10) Elliðaár (-) Ytri-Rangá & Hólsá (18) Eystri-Rangá (18) Selá í Vopnafirði (5) Flókadalsá (3) Laxá í Kjós (8) Víðidalsá (6) Laxá í Leirársveit (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 668 481 1.045 250 505 495 201 319 519 236 305 254 270 246 176 Staðan 15. júlí 2010 1722 1694 1430 776 743 687 682 576 526 461 400 360 340 328 320 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Fákaflug, hátíð hestamanna, verður haldið dagana 30. júlí til 2. ágúst nk. á Vindheimamelum. Eins og flestum er kunnugt var Landsmóti hesta- manna á Vindheimamelum frestað í ár sökum hestaflensunnar, mörgum til mikillar armæðu. En hestamenn deyja ekki ráðalausir og hafa hesta- mannafélögin í Skagafirði ákveðið að blása til hestamannamóts og skemmtunar á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina í stað Landsmóts. Skemmtileg dagskrá Hátíðin hefur upp á ýmislegt að bjóða og verður þar keppt í A- og B- flokki gæðinga, unglinga og barna- flokkum. Keppt er í tölti, 100 metra skeiði og kappreiðum, að ógleymdri kynbótasýningu. Á staðnum verður 1.000 fermetra tjald og munu hljóm- sveitir leika fyrir dansi öll kvöldin. Meðal skemmtikrafta verða Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna, Hvanndalsbræður, Magni og SSSól. Auk hljómsveita verður veitingasala, barnagarður, sölubásar og trúba- dorar. Ragnar P. Pétursson, fram- kvæmdastjóri Fákaflugs, segir að- stöðuna á Vindheimamelum mjög góða og yrði það synd ef hún yrði ekki nýtt. Hestapest stendur ekki í vegi „Þó hestaflensan sé í gangi er fólk komið með fullt af hestum sem það vill sýna,“ segir Ragnar. „Það var ákveðið að keyra þetta áfram og halda flott hestamannamót með ákveðnum útihátíðarbrag. Þetta er svona „mini-landsmót“ ef svo má að orði komast“. Ragnar segir mótið skapað af Skagfirðingum til að hafa gaman og hefur fólk gríðarlegan áhuga á að sýna hrossin sín. „Þetta var ákveðið í fljótu bragði með stutt- um fyrirvara en við erum búin að setja saman glæsilega dagskrá, einnig fyrir fólkið sem nennir ekki að sitja alltaf í brekkunni“. „Við verðum með miða í forsölu á N1 og kostar 8.000 krónur en frítt er inn á mótið fyrir 14 ára og yngri. Mótsgjöld eru í algjöru lágmarki,“ segir hann. Skráning í keppni þarf að berast fyrir mánudaginn 26. júlí. Fákaflug kemur í stað Landsmótsins Mikill fólksfjöldi Myndin sýnir Landsmót hestamanna frá því í fyrra en við- burðurinn er vinsæll meðal landsmanna, hestamanna sem og annarra.  Skagfirðingar halda stórt hestamannamót um verslunarmannahelgina  Þrátt fyrir hestapest er hellingur af fólki með hesta sem það vill sýna Ástæða þess að flugmaður varð að nauðlenda lítilli flugvél á túni á Skeiðum fyrir réttu ári var sú að flugvélin varð bensínlaus. Flug- maðurinn aðgætti ekki hvort nóg bensín væri á bensíntankinum áður en hann lagði af stað í flugferðina. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú birt skýrslu um málið. Í skýrslunni segir að félagi flug- mannsins hafi sagt honum að nóg eldsneyti væri á vélinni. Því fylgdi hann ekki ábendingum í gátlista. Flaug af stað með of lítið eldsneyti Í ágúst ætlar Hlynur Guðmundsson frjálsíþróttaþjálfari að bjóða öllum 6-12 ára börnum í Mosfellsbæ (og næsta nágrenni) að koma og reyna fyrir sér íslenskri glímu. Gerð hafa verið mörg belti fyrir þennan aldur og verður Hlynur með þau á Varmárvelli þriðju-, mið- viku- og fimmtudaga allan ágúst- mánuð milli kl.14 og 15.30. Þátttökugjald fyrir kostnaði er 3.000 kr. Börnum boðið að læra glímu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.