Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Meirihluti banaslysa í umferðinni síðustu 10 ár hefur orðið á vegum með bundnu slitlagi þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er 90 km á klukku- stund. 72% þessara slysa hafa orðið í dreifbýli og 68% í dagsbirtu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rannsókn- arnefndar umferðarslysa fyrir árið 2009. Á síðasta ári fórust sautján manns í fimmtán umferðarslysum á Íslandi. Yfir helmingur þessara slysa var út- afakstur, eða 53%. Ölvunarakstur var algengasta orsök banaslysa árið 2009 en þrjú slys eru rakin til þess að ökumenn voru ölvaðir og vanhæfir til aksturs. Rannsóknarnefndin veltir í skýrsl- unni upp þeirri tillögu, að settir verði áfengislásar í bifreiðir ökumanna sem teknir hafa verið fyrir ölvunar- akstur. Sú aðgerð er fyrst og fremst hugsuð vegna ökumanna sem aka endurtekið undir áhrifum áfengis og láta sér ekki segjast. Auk þess að fá áfengislás myndu ökumenn sækja námskeið um hættu sem af ölvunar- akstri stafar. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að hraðakstur var aðalorsök slyss tvisvar árið 2009 og í tveimur slysum telur nefndin að ökumenn hafi sofnað undir stýri. Þá telur nefndin að fjórir af þeim 11 öku- mönnum og farþegum bifreiða sem fórust árið 2009 hefðu lifað slys af hefðu þeir notað bílbelti. andri@mbl.is Ölvunarakstur helsta orsök banaslysa árið 2009  Yfir 70% banaslysa í umferðinni síðustu tíu ár urðu í dreifbýli Tegundir banaslysa 53% 20% 23% ÚtafaksturAnnað Framanákeyrslur Morgunblaðið/Árni Sæberg Allir nutu vel Höfuðborgarbúar kunna vel að meta bílleysið í miðborginni og flykktust margir hverjir af nærliggjandi kaffihúsum til að fylgjast með flinkum götulistamanni leika listir sínar. Spá blíðviðri víða um land fram yfir næstu helgi Morgunblaðið/Ernir Buslað Fjölmargir bleyttu í sér í Nauthólsvík. Morgunblaðið/Eggert Á brókinni Þessir ungu herramenn léku sér fyrir framan Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kagginn Á slíkum dýrðardegi voru sparibílarnir dregnir út. Morgunblaðið/Eggert Grasagarðurinn Hvar sem komið var við nutu Íslendingar jafnt sem útlend- ingar veðursins til hins ítrasta. Sumir tóku sér kríu undir berum himni. Veðrið leikur við nú við landsmenn og hitinn fór í tæpar tuttugu gráður á Suðurlandi í gær. Veðurspár sýna áfram- haldandi blíðviðri fram yfir helgi og í dag er spáð góðu sumarveðri um mikinn hluta landsins nema helst suðaust- anlands. Víða verður hitinn á bilinu 15-20 stig en draga mun úr mestu hlýindunum á sunnudag. Fjölmenni var við Nauthólsvíkina í Reykjavík. Margir höfðu það einnig náðugt á Austurvelli, fengu sér ís og létu erlenda ferðamenn um að stunda göngutúra með kort og pinkla í sólarbreyskjunni, aðrir skelltu sér í sund. Sum fyrirtæki gáfu starfsfólki frí vegna veðurs. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í veðuryfir- liti fyrir mbl.is að það merkilega virðist ætla að fara gerast að veður fari hlýnandi á landinu á föstudag með norðan- og norðaustanátt en slíku eigi landsmenn ekki að venjast. Ástæðan sé sú að fyrir vestan og norðvestan landið sé hlýr loftmassi sem eigi greiða leið yfir landið við þessar að- stæður. kjon@mbl.is Jotun pallaolía 3 ltr.TSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTS ALA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SALA ÚTSA LA ÚTSALA TSALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SAL TSALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SAL TSALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SAL TSALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SAL TSALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SALA ÚTSA LA ÚTSALA ÚTSALA ÚT SAL G RÐ T L 50% AFSLÁTTUR Sumarblóm og trjáplöntur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.