Morgunblaðið - 16.07.2010, Page 10

Morgunblaðið - 16.07.2010, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf María Ólafsdóttir maria@mbl.is V ið fræðum krakkana með því að tala við þá sem er auðvelt þar sem við erum á svipuðum aldri. Við sem sjáum um fræðsluna erum á aldrinum 17 til 20 ára og höfum því nýverið stigið þau skref sem unglingar á leið í framhalds- skóla eru við það að stíga. Það er mikil breyting að koma í mennta- skóla og krakkarnir lenda oft í hóp- þrýstingi. Því leggjum við áherslu á hversu mikilvægt sé að hafa sterka sjálfsmynd og hafa trú á sjálfum sér. Hluti af þessu er að æfa þau í að gera sér grein fyrir að allir geti bæði haft kosti og galla. Einnig fræðum við krakkana og eyðum ranghugmyndum sem þau kunna að hafa,“ segir Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, jafningjafræðari hjá Jafningjafræðslu Hins hússins. Dugleg að spyrja Áslaug Arna segir krakkana hafa mikinn áhuga á öllu því sem viðkomi næsta skrefi. Hvernig sé að fara í menntaskóla og hversu mikið lífið breytist. Flest séu þau dugleg að spyrja um hvað sem er og fræð- ararnir leggja sig fram um að svara öllum spurningum en þurfi einhver á faglegri aðstoð að halda er þeim einnig bent á hvar þau geti leitað sér slíkrar aðstoðar. Til að mynda er hægt að senda inn nafnlausar spurningar á heimasíðu Totalr- áðgjafar sem Áslaug Arna segir gott þegar málefnin séu viðkvæm. Stór hópur umsækjenda Alls starfa 20 fræðarar við Jafningjafræðsluna í sumar. Inn- tökuskilyrði eru nokkuð ströng og er valið úr stórum hópi umsækjanda sem fær þjálfun í hvernig eigi að fræða og nálgast krakkana á sem áhrifaríkastan hátt. „Krökkunum finnst langflestum gaman að fá okk- ur í heimsókn og það er gaman fyrir okkur að geta leiðrétt rang- hugmyndir hjá þeim en stundum hafa þau bara heyrt góða hlið á mál- unum. Þeim finnst þetta líka til- breyting og margt sem þau læra er gott fyrir framtíðina. Við sitjum í hring á gólfinu og höfum spjallið óformlegt, eins förum við líka í ýmsa leiki og reynum að fá þau til að stíga aðeins út fyrir þæg- indasvæðið sitt. Við fræðum en hræðum ekki og bendum á hvernig megi passa sig á vissum áhættu- atriðum. Við tölum um allt milli himins og jarðar, áfengi og munn- tóbak, misnotkun, vinnuréttindi, kynlíf, klám og margt fleira,“ segir Áslaug Arna. Fjörug götuhátíð Í dag heldur Jafningjafræðslan götuhátíð í samstarfi við VÍS og hefst hún kl. 14 á Austurvelli. Á há- tíðinni mun fjöldi tónlistarmanna og listamanna koma fram. Tónlist- Best að ungur fræði ungan Hugmyndafræði Jafningjafræðslu Hins hússins byggist á því að ungur fræðir ung- an. Í sumar einbeita fræðarar Jafningjafræðslunnar sér að því að heimsækja vinnuskólana og undirbúa unglingana undir það sem koma skal í menntaskóla. Grill Á götuhátíð Jafningjafræðslu Hins hússins verður nóg um að vera. Skemmtiatriði Götulistamaðurinn Wally er einn af þeim sem skemmtir. Fyrir þá sem finnst gaman að spá og spekúlera í stjörnumerkjunum er til- valið að kíkja á þessa síðu hans Gulla, Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnu- spekings, sem margir líta á sem kónginn hér á landi þegar kemur að stjörnuspeki. Þar er meðal annars hægt að fá ókeypis stjörnuspá fyrir hvern ein- asta dag en aftur á móti þarf að borga ef fólk vill sækja sér mán- aðarspá, ársspá eða framtíðarbók. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að stjörnuspá dagsins og fá eitt SMS sent í símann á hverjum degi. Þetta er persónuleg stjörnuspá, einungis gerð fyrir viðkomandi, en ekki alla sem eru fæddir í sama merki. Hvert SMS kostar 19 kr. Á þessari síðu er líka hægt að sjá hvernig hvaða merki passa saman, lesa sér til um hvert merki fyrir sig og svo er líka hægt að senda þaðan póstkort til vina og vandamanna og velja á milli afmæliskorts, hryllings- korts og stjörnumerkjakorts. Á síðunni getur fólk slegið inn sinn afmælisdag og séð hvaða frægir ein- staklingar eiga sama afmælisdag. Einnig er hægt að sjá nöfn hinna frægu sem eru í sama stjörnumerki. Líka mola og hugleiðingar. Vefsíðan www.stjornuspeki.is Vatnsberi Hinn loftkenndi vatnsberi er andlega þenkjandi. Frægir fæddir sama dag og þú? Fatahönnuðurinn Anderson D er rísandi stjarna á meðal fatahönnuða frá Fílabeinsströndinni. Hann hefur löngum haft ástríðu fyrir tísku og hefur hannað föt frá unga aldri. Hann þykir vera forvitnilegur hönn- uður og alltaf skrefi á undan með frumlegum útfærslum. Anderson D lauk fatahönnunarnámi frá Abidjan, stærstu borginni á Fílabeinsströnd- inni, árið 2002 og hefur hannað sína eigin fatalínu frá árinu 2003. Anderson D er þekktur fyrir sinn sérstaka og smekklega stíl þar sem hann blandar saman nýjum stefnum og straumum við hefðbundinn afr- ískan stíl. Í klæðnaðinn notar hann vaxborið og handofið efni, bast, trjá- greinar og ýmiss konar málma í bland við satín og organza-efni en herlegheitin skreytir hann síðan með pallíettum og steinum. Hönnun Anderson D var til sýnis nú á dög- unum á tískuvikunni í Dakar þar sem helstu hönnuðir Afríku koma saman og sýna hönnun sína. Reuters Fatahönnun Anderson D blandar saman ólíkum stefnum og efnum. Tískusýning Hin árlega tískuvika í Dakar er nú í fullum gangi. Frumleg hönnun Anderson D Bast í bland við satín og pallíettur Hollywood-skartgripahönnuðurinn Jennifer Meyer, sem einnig er þekkt fyrir að vera gift leikaranum góðkunna Tobey Maguire, er þekkt fyrir að sækja innblástur í náttúruna við hönnun sína. En nú kveður við nýjan tón og hefur Jennifer hannað nýja skart- gripalínu sem er í mjög anda Carrie- hálsfestarinnar góðu, uppáhalds- hálsfesti Carrie Bradshaw í Sex and the City. Í línunni eru bæði hálsmen og eyrnalokkar úr 18 karata gulli en Meyer hefur mótað nokkur uppáhalds- orð sín úr gulli eins og ást, koss, elsk- an og fleiri sæt og krúttleg orð. Eyrna- lokkarnir eru hannaðir þannig að hægt er að blanda ólíkum orðum saman eins og t.d. ég og þú og vildi Meyer með þessu búa til skartgripi sem fælu í sér yfirlýsingu og væru tilvaldir til að gefa góðri vinkonu sinni eða maka. Skartgripir Meyer hafa verið vinsælir og meðal annars bar Jennifer Aniston tvær hálsfestar úr smiðju hennar í hlutverki sínu í kvikmyndinni Marley and Me. Hálsmen í anda Carrie Reuters Sætt par Jennifer Meyer er spúsa Spider-Man, öðru nafni Tobey Maguire. Ný skartgripalína úr smiðju Jennifer Meyer

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.