Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Allt er á fullu við frágang í Landeyja- höfn þannig að Herjólfur geti siglt þangað inn með samgönguráðherra á þriðjudag og áætlunarsiglingar geti hafist morguninn eftir. Eins og stað- an er nú bendir allt til þess að þetta takist en lítið má út af bregða þar sem margir verkþættir eru í járnum. Þótt siglingar hefjist verður verkinu ekki lokið og áfram unnið næstu vik- urnar. „Ég er ánægður, þetta lítur vel út,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, for- stöðumaður hafnasviðs Siglingastofn- unar, þegar hann skoðaði stöðu fram- kvæmda við Landeyjahöfn, enn einu sinni. „Verktakar hafa staðið sig ein- staklega vel, undir þungri tímapressu og ýmsum erfiðleikum, meðal annars vegna eldgossins,“ segir Sigurður Áss. Hann nefnir að bryggjan sé góð og falleg smíði, grjótinu vel raðað í garðana og einnig að vel hafi tekist til við smíði aðstöðuhússins við höfnina. Þá er hann ánægður með framlag Landgræðslunnar sem annast hefur uppgræðslu við höfnina og veginn þangað. Ekki er algengt að tíma- og kostn- aðaráætlanir við slíkar stór- framkvæmdir standist, ekki síst í því umróti sem verið hefur í efnahagslíf- inu. Frá upphafi var áætlað að taka höfnina í notkun í þessum mánuði. Um tíma var stefnt að 1. júlí en frá- tafir vegna eldgossins sáu til þess að það markmið náðist ekki. Kostnaður við höfnina og tilheyr- andi mannvirki verður um 4 millj- arðar króna, að sögn Sigurðar Áss, og er í samræmi við kostnaðaráætlun sem gerð var 2007. Á hafnlausri strönd Landeyjahöfn er um margt sér- stök. Hún er byggð út í sjó við svart- an sand hafnlausrar suðurstrandar landsins. Hún er innan við hlið í sand- rifinu, í skjóli Heimaeyjar. Mark- arfljót ber stöðugt fram mikið efni sem berst meðfram ströndinni. Búist er við að dæla þurfi efni upp úr höfn- inni og innsiglingu hennar á næstu árum þótt höfnin sé þannig hönnuð að náttúruöflin sjái að mestu um það verk. Varnargarðarnir standa 600 til 700 metra út í sjó. Sigurður Áss vekur at- hygli á að höfnin hafi verið flutt utar, í raun út í sjó, til þess losna við sand- fokið. Byggja þurfti varnargarðana áður en farið var að huga að bryggju og aðstöðu við höfnina. Grjótið var tekið úr námu í Hamra- garðaheiði fyrir ofan Seljalandsfoss og selflutt niður að hafnarsvæðinu. Suðurverk hefur unnið að því verki í tæp tvö ár og að raða grjótinu. Jafn- framt hefur verið unnið að vegagerð og í vetur og vor hefur bryggjan verið steypt og innri hafnargarðar gerðir. Háaberg byggði bryggjuna sem und- irverktaki Suðurverks. Í gær fóru búkollurnar með síðustu grjóthnullungana niður að höfninni. Ekki var seinna vænna því Suð- urverksmenn voru byrjaðir á því að undirbúa veginn fyrir lagningu var- anlegs slitlags sem á að ljúka áður en gestir aka niður að höfninni næst- komandi þriðjudag. Seinna slitlagið verður sett yfir síðar. Þá er töluverð vinna eftir við að ljúka vestari varn- argarðinum og ganga frá fleiri görð- um. Helgi S. Gunnarsson, yfirverk- stjóri hjá Suðurverki, segir að unnið verði áfram að þessu verki í sumar. Eldgos og allskonar veður „Þetta hefur verið frábær tími. Við höfum fengið allskonar veður og frá- tafir hafa verið vegna eldgossins en þetta er að hafast,“ segir Helgi en hann hefur unnið við hafnargerðina frá því í byrjun september 2008 að Suðurverk kom sér upp aðstöðu á svæðinu. „Ég hugsa ekki þannig, vil klára mitt verkefni og hugsa svo ekki meira um það,“ segir Helgi þegar hann er spurður hvort hann sjái ekki eftir því að þurfa brátt að hverfa frá Landeyjahöfn. Mikill sprettur hefur verið á starfs- mönnum SÁ verklausna ehf. sem Morgunblaðið/Eggert Landgangur Farþegar munu ganga um borð í Herjólf um yfirbyggðan landgang af annarri hæð farþegahússins. Fyrsti hluti gangsins hífður á sinn stað. Opnað fyrir Eyjarnar  Einstök framkvæmd í Bakkafjöru, Rangárþingi eystra, er brátt í höfn  Hönnuðir Landeyjahafn- ar glímdu í upphafi við vantrú á hugmyndinni  Þeir segjast hafa hlustað á efasemdaraddir og tekið tillit til þeirra og það hafi gert mannvirkið betra  Höfnin verður tekin í notkun nk. þriðjudag Umferð mun aukast um Suður- landsveg þegar farþegar Herjólfs þurfa að fara í Landeyjahöfn í stað Þorlákshafnar. Þjónustufyrirtæki á Hvolsvelli og víðar á leiðinni hafa verið að búa í haginn fyrir þessa breytingu. Þannig hefur söluskál- inn Hlíðarendi verið stækkaður og endurbættur á ýmsa vegu. „Við höfum aðeins verið að stækka og bæta tækjakostinn. Við getum annað miklum fjölda á stuttum tíma,“ segir Albert Ás- laugsson sem rekur veitingastað- inn Gallery pizza á Hvolsvelli ásamt Björk Berglind Gylfadóttur. „Umferðin í gegnum Hvolsvöll mun aukast og þetta er upplyfting fyrir okkur. Við vonum að það auki við- skiptin,“ segir Albert. „Þetta auðveldar einnig aðgengi okkar að Vestmannaeyjum, nátt- úru þeirra og mannlífi og það verð- ur betra fyrir Vestmannaeyinga að komast í land,“ segir Albert og nefnir að hann muni hafa fleiri tækifæri til að heimsækja systur sína í Eyjum. Upplyfting fyrir Hvolsvöll UMFERÐ EYKST UM SUÐURLANDSVEG Mikil tækifæri skapast í ferðaþjón- ustu í Vestmannaeyjum með betri samgöngum. Eyjamenn hafa verið að búa sig undir að grípa þau. Meðal annars hafa á síðustu mánuðum ver- ið opnuð fimm eða sex ný kaffihús og veitingahús og keyptur hefur verið stór ferðaþjónustubátur til bæjarins. „Við höfum lengi verið að hugsa okkur til hreyfings og fara niður í miðbæ. Við sáum að miðbæjarkjarn- inn væri að þéttast, við værum loks- ins að fá miðbæ með breytingum á samgöngum í kjölfar Land- eyjahafnar, þannig að tímasetningin reyndist nákvæmlega rétt,“ segir Helga Jónsdóttir sem opnað hefur Vinaminni kaffihús í tengslum við flutning á bakaríi Arnórs bakara í nýtt húsnæði. Arnór Hermannsson bak- arameistari og Helga hafa lengi rek- ið lítið bakarí í úthverfi Vest- mannaeyjabæjar. Húsnæðið var löngu sprungið utan af rekstrinum og þau tóku skrefið nú á dögunum með því að opna bakarí í versl- unarmiðstöð í miðbænum og kaffi- húsið Vinaminni við hliðina. „Ég hef átt mér þann draum í fjór- tán ár að opna kaffihús sem tengt væri byggðinni sem fór undir hraun og var búinn að skipuleggja það fyr- ir tíu árum hvernig það ætti að vera,“ segir Helga. Hún hefur safn- að heimildum um húsin sem hraunið rann yfir í Heimaeyjagosinu og fólk- ið sem þar bjó og ljósmyndum og notar það í nýja kaffihúsinu. Þar segir hvert borð sögu síns húss, stór- ar ljósmyndir prýða veggina og meira að segja bollarnir sem kaffið er drukkið úr tengjast þessari sögu. „Það er gífurleg breyting að fá fjórar ferðir á dag og það gildir í báðar áttir. Við fáum það ferðafrelsi sem við höfum þráð í öll þessi ár. Fólkið á fastalandinu fær einnig frelsi til að heimsækja okkur.“ Hún segir þó að rekstur kaffihúss- ins byggist ekki á væntingum um aukinn ferðamannastraum. „Við urðum að gæta okkar, að hafa raun- hæfar áætlanir og miðum þær fyrst og fremst við að þjóna Vest- mannaeyingum. En við fögnum líka hverjum nýjum ferðamanni sem hingað kemur,“ segir Helga Jóns- dóttir í Vinaminni. Fögnum ferðafólkinu Vinaminni Fjöldi nýrra kaffihúsa hefur opnað í Vestmannaeyjum.  Fimm eða sex ný kaffihús og veitingahús hafa verið opnuð í Eyjum  Hugur í fólki vegna bættra samgangna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.