Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
✝
Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON
verslunarmaður,
Bogahlíð 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
13. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
21. júlí kl. 13.00.
Jóhanna M. Guðjónsdóttir,
Guðjón Ingi Guðmundsson, Ruth Guðmundsdóttir,
Elsa Guðmundsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson
og barnabörn.
✝ Bjarni Björg-vinsson fæddist í
Reykjavík 16. desem-
ber 1946.
Hann lést á Land-
spítalanum fimmtu-
daginn 8. júlí 2010.
Foreldrar hans:
Björgvin Bjarnason, f.
15. október 1916, d.
2005, og Ingibjörg
Árnadóttir, f. 4. sept-
ember 1916. Systkini
Bjarna: Björn Thom-
sen f. 7. september
1938, Árni f. 10. mars
1939, Ragnhildur f. 11. júlí 1942, Lí-
ney f. 16. febrúar 1949, Guðný f. 12.
mars 1952 , Páll f. 5. september
1953. Þann 11. mars 1972 kvæntist
Bjarni Láru Magnúsdóttur f. 11.
nóvember 1952. Foreldrar hennar
voru Magnús Gíslason f. 21. maí
1916, d. 1980, og Ferdína Stefanía
Bachmann Ásmundsdóttir f. 19.
mars 1917, d. 1968.
kynntust á Skálatúni þar sem þau
unnu saman og stofnuðu þau heimili
í Kópavogi, bjuggu um tíma á Eski-
firði, fluttu þaðan til Reykjavíkur og
hafa búið síðustu ár í Kópavogi.
Bjarni vann ýmis störf, meðal ann-
ars við bústörf, trésmíðar, sjó-
mennsku og sá um smíði á bátum
um tíma. Undanfarin ár hefur hann
unnið að listinni ásamt því að koma
að kennslu. Bjarni tók þátt í sjóralli
á vegum Snarfara ásamt konu sinni,
hann kom að sveitarstjórnarmálum
þegar hann bjó á Eskifirði og sat í
bæjarstjórn og var þar formaður
bygginganefndar um tíma. Bjarni
var mikill áhugamaður um andleg
málefni og var með fyrirlestra þeim
tengda. Hann sat í stjórn Íslenskar
grafíkur og hafði umsjón með graf-
íkverkstæði þar um árabil. Bjarni
var bæjarlistamaður Kópavogs-
bæjar árið 2003, hann hefur haldið
margar myndlistarsýningar hér á
landi og erlendis. Bjarni var mikill
áhugamaður um báta og tók virkan
þátt í að varðveita eldri trébáta.
Útför Bjarna fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, föstudaginn 16.
júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Börn þeirra eru
þrjú: 1) Björgvin
Bjarnason f. 25. des-
ember 1972. Maki
Guðrún Ósk Birg-
isdóttir f. 23. maí
1971. Börn þeirra eru
a) Páll Jóhannsson f.
25. mars 1989. b)
Birgir Svanur f. 21.
október 1993. c)
Bjarni Már f. 23. nóv-
ember 2003.
2) Sigurlaug Helga
Bjarnadóttir f. 29. júní
1975. Maki Skúli Bald-
ursson f. 4. september 1971. Barn
þeirra: a) Lára Kristín f. 24. nóv-
ember 2003. 3) Stefán Pétur f. 22.
maí 1988. Bjarni ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Skólavörðustíg og
síðar í Kópavogi. Bjarni nam bú-
fræði við Bændaskólann á Hólum og
lauk námi árið 1965, auk þess lauk
hann BA-gráðu frá Listaháskóla Ís-
lands árið 2000. Bjarni og Lára
Það ríkir djúp sorg meðal nánustu
ættingja og vina Bjarna.
Okkur er brugðið við snöggt frá-
fall hans enda á besta aldri og við
góða heilsu að við best vissum, en
skyndilega dró ský fyrir sólu.
Hinsta kveðjustund er runnin upp
og í dag fylgjum við honum til graf-
ar.
Oft er sagt að augun séu spegill
sálarinnar og Bjarni föðurbróðir
minn hafði einstaklega falleg augu,
brún, hlý og leiftrandi. Hann var
listrænn í sér, kíminn og hafði góða
nærveru. Mér fannst alltaf gaman
að hitta Bjarna þó að oft liði langt á
milli eins og gengur í lífsins amstri.
Ég minnist okkar síðustu samveru-
stundar sem við Árni, stjúpfaðir
minn, og Bjarni áttum fyrir stuttu
yfir kaffi og franskri súkkulaðitertu.
Það var hlýtt á milli þeirra bræðra
og ég naut þess að eiga með þeim
fjörlegar samræður um allt milli
himins og jarðar, enda ekki við öðru
að búast þegar Bjarni átti í hlut.
Mér fannst hann hafa áhugaverða
sýn á lífið og tilveruna.
Hann var næmur á lífsins liti og
sá lengra en mörg okkar ná á langri
ævi. Handlaginn var hann og hjálp-
samur með eindæmum sem margir
nutu góðs af. Bjarni var lánsamur í
sínu einkalífi og öllum ljóst sem til
þekktu að Lára og hann voru eitt.
Það hve þau voru samstiga í lífinu
og æðruleysi fannst mér einkenna
þau bæði.
Láru, börnum, barnabörnum og
fjölskyldunni allri votta ég samúð
mína.
Ég kveð Bjarna með erindi úr
ljóði (Tárið) eftir frænda hans, Jó-
hann Sigurjónsson skáld.
Svara þú fiðrildi,
og til flugs þér lyftu:
Kem ég ei að utan
úr köldu regni,
en áðan hvíldist ég
á ungu blómi
í hönd þess,
er þú heitast unnir.
Blessuð sé minning Bjarna Björg-
vinssonar.
Soffía Michiko.
Sú fregn barst óvænt að látist
hefði góður félagi minn í félaginu Ís-
lensk grafík, Bjarni Björgvinsson,
og er mér bæði ljúft og skylt að
minnast hans með fáeinum orðum.
Samskipti okkar Bjarna voru heil-
mikil og góð. Ég hef setið í sýning-
arnefnd félagsins undanfarin þrjú ár
og á þeim tíma hef ég oft þurft að
leita til hans með hvaðeina sem
snertir verkstæði og sýningarsal fé-
lagsins. Hann var óþreytandi að
koma þegar á þurfti að halda og var
ósérhlífinn við að aðstoða og miðla
upplýsingum.
Fyrir lítið félag er mikilvægt að
félagsmenn séu virkir og Bjarni var
einn af þeim félögum sem stóðu
vaktina um langa hríð í stjórn og
verkstæðisnefnd. Sýningarnefnd
naut góðs af reynslu hans og þekk-
ingu þegar kom að því að hengja upp
sýningar og aðstoða sýnendur.
Hann sá m.a. um ljós og ýmsa
tæknivinnu í sambandi við salinn
sem var ómetanlegt. Sjálf naut ég
þekkingar hans þegar ég var fengin
fyrir hönd félagsins til að gera graf-
íkvinamyndina 2010 fyrir Vetrarhá-
tíð. Bjarni hefur í mörg ár ásamt
Magdalenu Margréti Kjartansdótt-
ur komið að gerð grafíkvinamynd-
anna sem eru fastur liður í starfi fé-
lagsins. Mér fannst þessi samvinna
með þeim ákaflega skemmtileg, að
velja aðferð, pappír, réttu myndina
til að þrykkja og er það nú sérstak-
lega dýrmætt að hafa staðið við
pressuna og fylgst með myndunum
verða til á pappírnum en Bjarni
þrykkti yfir 100 eintök og hafði gam-
an af.
Það voru notalegar morgunstund-
ir sem við áttum ásamt Magdalenu
en þau voru þá jafnframt að skrá-
setja Grafíksafnið, sem var Bjarna
mikið hjartans mál og er það ómet-
anlegt fyrir félagið að þau skyldu af-
reka þetta á þessum tíma. Það er nú
skylda okkar að halda þessu verki á
lofti. Bjarni hafði sérstakt vatns-
merki sem hann þrykkti á pappírinn
þegar hann hafði lokið við myndina.
Merkið samanstóð af upphafsstöfun-
um hans sem sneru hvor á móti öðr-
um. Mér finnst nú sem hann hafi
sett mark sitt og líti yfir dagsverkið
sáttur. Ég veit að hann kom víða við
í sínu lífi og störfum, það kom oft
fram í spjalli okkar og hann var
ánægður og stoltur með þá sem
gengu áfram lífið með honum. Nú
verður þessi ganga ekki lengri en
verkin lifa. Ég votta öllum aðstand-
endum innilega samúð.
Soffía Sæmundsdóttir.
Honum var mikið niðri fyrir bless-
uðum þegar við áttum okkar síðasta
langa samtal. Umræðuefnið var mál-
efni félagsins Íslensk grafík. Aðal-
fundur var í nánd og heyrst hafði að
einhverjar breytingar á rekstri fé-
lagsins væru í bígerð. Bjarna var
mikið kappsmál að á málefnum fé-
lagsins væri haldið af öryggi, hlúð
væri að sérstöðu þess og sjálfstæði,
félaginu sem var honum svo kært,
þar sem hann hefur markað svo djúp
spor.
Bjarni gekk í félagið Íslensk graf-
ík árið 2000 að útskrift lokinni úr
Listaháskóla Íslands. Hann tók
strax til við að starfa fyrir félagið af
miklum myndarskap og kom að öllu
starfi þess eins fjölbreytt og það nú
er. Bjarni starfaði í öllum nefndum
félagsins og var formaður tímabund-
ið. Ekkert verk var honum óviðkom-
andi innan félagsins, hann sá um
ljósastillingar fyrir sýningar,
þrykkti árlegar Grafíkvinamyndir
fyrir aðra og með öðrum til margra
ára, smíðaði og lagfærði, stóð fyrir
eflingu á aðstöðu verkstæðisins, m.a.
með kaupum á stórri pressu, stóð
ásamt öðrum að stofnun og skrán-
ingu á Grafíksafni Íslands sem enn
er í þróun, tók á móti leigjendum á
verkstæði, stóð fyrir ýmsum sýning-
arverkefnum hérlendis og erlendis
ásamt öðrum og áfram mætti telja.
Bjarni var einstakur verkmaður
og þess nutum við félagarnir í Ís-
lenskri grafík. Hann var bóngóður
og einstaklega hjálplegur og til hans
leitaði m.a. undirrituð oft. Persónu-
lega áttum við Bjarni gott vinasam-
band þó svo að við værum ekki alltaf
sammála enda lá hann ekki á skoð-
unum sínum.
Bjarni hafði gefið til kynna nýver-
ið að hann vildi draga sig í hlé að
Bjarni Björgvinsson
✝ Snorri fæddist áSkriðulandi í
Arnarnesheppi 6.
nóvember 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akureyrar 9.
júlí 2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Ar-
inbjörn Árnason sjó-
maður og Unnur
Björnsdóttir hús-
móðir og klæðskeri.
Systkini Snorra voru
Ingimar, Bjarney,
Ragnheiður og
Guðrúnar eru: Unnur, f. 14. maí
1955, gift Bjarka Kristinssyni, f.
26. apríl 1947; Sigurlína, f. 23.
ágúst 1956, d. 25. febrúar 2005;
Helga, f. 15. apríl 1958, gift Krist-
jáni Ólafssyni, f. 26. september
1943, og Arinbjörn, f. 30. maí
1962, kvæntur Friðnýju Möller, f.
28. janúar 1962. Sonur Guðrúnar
og stjúpsonur Snorra er Guð-
mundur Hoff Møller, f. 1. mars
1945, kvæntur Mariönnu Hoff
Møller, f. 21. maí 1946. Barnabörn-
in eru 13 og barnabarnabörnin 16.
Snorri starfaði alla tíð í Mjólk-
ursamlagi KEA. Hann lét af störf-
um 30. september 1997.
Útför Snorra fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 16. júlí 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Skjöldur og eru þau
öll látin.
Snorri kvæntist 14.
nóvember 1954 eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 12.
desember 1919. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðmundur
Pétursson útgerð-
armaður og Sig-
urlína Valgerður
Kristjánsdóttir hús-
móðir.
Börn Snorra og
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Helga.
Í dag kveðjum við ættingjar og
vinir Snorra Arinbjarnarson. Að leið-
arlokum er mér ljúft að minnast
kærs tengdaföður nokkrum orðum.
Kynni okkar tókust fyrir rétt liðlega
áratug þá er leiðir mín og Helgu,
yngstu dóttur Snorra og hans ágætu
konu Guðrúnar, lágu saman. Allt frá
fyrstu stundu fann ég fyrir hlýju í
minn garð og fyrir það ber að þakka.
Við fundum báðir að áhugamál okkar
lágu á mörgum sviðum saman. Átt-
um við gott með að ræða saman. Æv-
inlega voru það þjóðmálin sem urðu
efst á baugi þegar fundum okkar bar
saman. Flokkspólitík var það ekki
enda rúmaðist víðsýni Snorra vart
innan stjórnmálaflokka vorra daga.
Ekki duldist mér að hann fylgdist
mjög vel með, las mikið, einkum um
þjóðlegan fróðleik en einnig um
landafræði og náttúrufræði og vissi
ótrúlegustu hluti af þeim vettvangi.
Við deildum einnig saman áhuga
okkar á íþróttum, einkum golfi og
knattspyrnu, og áttum oft notalegar
stundir saman við áhorf á þær grein-
ar þegar sýnt var frá þeim í sjón-
varpi.
Snorri var gætinn maður í hví-
vetna. Ráðdeildarsamur var hann og
samviskusamur. Skuldaði hann aldr-
ei neinum neitt. Greiddi oftast „út í
hönd“ eins og sagt var. Minnist kon-
an mín þess að á heimilinu hafi æv-
inlega verið til nægt fé til framfærslu
fjölskyldunnar og að þau systkinin
hafi aldrei liðið skort af neinu tagi.
Snorri sá um að afla tekna til fram-
færslu fjölskyldunnar en Guðrún
sinnti heimilisstörfunum og uppeldi
barnanna – þannig var verkaskipt-
ingu fólks af þeirra kynslóð háttað.
Mér er sagt að Snorri hafi mætt til
vinnu réttstundis hvern dag þau lið-
lega 50 ár sem hann starfaði sem
mjólkurfræðingur hjá Mjólkursam-
laginu á Akureyri og fáir dagar hafi
fallið úr vegna veikinda, enda Snorri
afar heilsuhraustur alveg þar til fyrir
um það bil tveimur árum er hinn
skæði sjúkdómur krabbameinið lét á
sér kræla og leiddi hann að lokum til
dauða.
Snorri var af þeirri kynslóð sem
ekki var tamt að láta tilfinningar sín-
ar í ljós. Þær voru þó til í ríkum mæli
undir niðri – það fann ég. Fyrir u.þ.b.
fimm árum lést skyndilega Sigurlína,
dóttir þeirra Snorra og Guðrúnar, þá
49 ára gömul. Það var þeim báðum
mikið áfall. Þegar ég svo upplifði son-
armissi um sl. jól fann ég glöggt hjá
Snorra mikla samúð og skilning og
deildum við þannig saman þeirri sáru
reynslu hvers foreldris „að lifa börn-
in sín“ – sem skyndilega eru hrifin
brott í blóma lífsins.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina,
Snorri, samhygðina og ljúfmennsku
alla sem þú sýndir mér þennan lið-
lega áratug sem við áttum samleið
hér á jörð. – Hvíl í friði, kæri vinur.
Kristján Ólafsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Hvíl í friði.
Bjarki Kristinsson.
Í dag kveðjum við mæðginin afa
okkar í Mýró sem hefði seinna á
þessu ári orðið 84 ára gamall. Alla tíð
hafði afi verið afar heilsuhraustur og
varla þurft inn fyrir sjúkrahúsdyr að
fara fyrr en fyrir tveimur árum og
eftir það fór heilsunni að hraka og
kvaddi hann svo þennan heim föstu-
daginn 9. júlí.
Afi var heimakær maður og leið
allra best þar. Hann spáði mikið í
stjórnmál og í veðrið og gat enginn
komið í heimsókn nema fá ýtarlegar
upplýsingar um þessi mál. Oft og tíð-
um urðu þetta hinar skemmtilegustu
samræður.
Fullt af minningum um afa kemur
upp í hugann á þessari stundu og ein
mín skemmtilegasta minning er þeg-
ar ég og Bjarki Heiðar frændi vorum
litlir krakkar að klifra í trjám, sem
við gerðum mikið af. En fyrir utan
húsið í Helgamagrastrætinu þar sem
amma og afi bjuggu var stórt tré með
þessari fínu grein til að sitja á. Að
sjálfsögðu gátum við frændsystkinin
ekki látið tréð vera og einn daginn
þegar við sátum á greininni brotnaði
hún og við hrundum bæði niður. Afi
kom bálreiður út, skammaði okkur
og hugaði strax að brotna trénu.
Hann hafði sko engar áhyggjur af
okkur krakkaormunum sem
skemmdum tréð. Enn þann dag í dag
má sjá hvar greinin var á vesalings
Snorri Arinbjarnarson HINSTA KVEÐJA
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
ans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Rakel Ýr, Rebekka Ýr
og Kristófer.