Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Til umhugsunar að vestan í góða
veðrinu
Vertu ekki alltaf að hugsa um hvað
veitir þér ánægju. Reyndu heldur að
gleðja aðra og hamingjan mun finna
þig. Hrósaðu einhverjum!
Vestfirska forlagið.
Dýrahald
Hvolpar á 0 kr. Fjórir hvolpar
óska eftir að eignast gott heimili og
góða fjölskyldu. Eru svartir og hvítir.
Upplýsingar í 431 4404 eða 865 5528.
Garðar
Túnþökusala
Oddsteins
Lóðaþökur
Fótboltaþökur
Golfvallargras
Holtagróður
Steini, s. 663 6666
Kolla, s. 663 7666
visa/euro
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s: 897- 5300.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu sumarhús
85 fm, milliloft 55fm. Ás. verð 12,5m.
Tilbúið til flutnings (seljandi tekur
þátt í kostn.) . Upplýsingar í síma
868 3002. haffihar@simnet.is og
hafgolan@gmail.com til að fá nánari
upplýsingar og myndir.
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Tölvur
MacBook Pro (nýtt módel), 2.8
GHz, 4GB min
Til sölu, eins og ný, MacBook Pro
(nýtt módel), 2.8 GHz, 4GB minni,
500 GB, SnowLeopard, 3 ára ábyrgð.
S. 690 4519, zz@internet.is.
Til sölu
TIL SÖLU
Vagn, afturendi af gömlum vörubíl.
Rollukerra, ca. 8 rollu far. Gamall
keðjumykjudreifari, þarfnast við-
gerðar. 70 ha. Zetor dráttarvél, Nall
dráttarvél þarfnast viðgerðar, 3 Mas-
sey Ferguson vélar í varahluti.
Upplýsingar í síma 865 6560.
TIL SÖLU
Chevrolet Matis árg. ´07, sparibaukur
sannkallaður, skoðaður 2012. Verð
825 þús. Útb. 300 þús. og eftirst.
óverðtr. lán 525 þús. Á sama stað
tveir Mitsubishi Pajero jeppar,
bensín. Ýmis skipti ræða má.
Upplýsingar í síma 865 6560.
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Hreinsa þakrennur og tek
að mér ýmis smærri verk
Upplýsingar í síma 847 8704
eða manninn@hotmail.com
Byggingavörur
Efnismikil plankaklæðning (frá
Síberíu). Tilvalin á sumarhús, 90 m².
Verð helmingur af gangverði, gólf- og
skrautlistar ca. 1.000 metrar, 20% af
gangverði. 3 franskir gluggar ca.
140x280 m. hvert stk. Upplýsingar í
síma 845 0454.
Ýmislegt
Glow & blikkvörur
fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á
www.hafnarsport.is og skoðaðu
úrvalið.
Heitir pottar
Sími 565 8899
GSM 863 9742
www.normx.is
normx@normx.is
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Nýkomið – Skór
Mjúkir leðurskór.
Litur: Svart. St. 36–40.
Sími 588 8050
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Nýkomið – Skór
Mjúkir leðurskór, fóðraðír með
hanskaskinni.
Litir: svart, beis. St. 36 –
40,5 Verð kr. 14.990,-
Sími 588 8050
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 7.500,-
Dömu og herra sandalar með
frönskum rennilás bæði á
hælbandi og yfir rist Litir: Svart -
Hvítt - stærð 36- 46 .
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- föstudaga
kl. 11.00 - 17.00
www.praxis.is
ALVEG SPLÚNKUNÝTT
Teg. FABRICIA - glæsilegur push
up í BCD skálum á kr. 7.680,-
teg. FABRICIA - fyrir stærri barminn
í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.680,
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
Fallegir sumarskór úr leðri með
skinnfóðri
Teg: 1066-26. Litur: cream
Verð: 13.885.-
Teg: 1066-25. Litur: cream
Verð: 13.885.-
Teg: 117F. Litur: hvítt
Verð: 13.885.-
Teg: 4762. Litir: hvítt og rautt
Litur: 13.885.-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18.
Lokað á laugardögum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bátar
Sportbátur til sölu
Shetland 570 til sölu með 140 hp 4
gengis Suzuki mótor. Flottur bátur í
veiðina og á svartfugl, gengur 38
mílur, gps, skipastöð og fleira. Uppl. í
síma 866 1345.
Bílaþjónusta
Fellihýsi
Til sölu Palomino Yarling
fellihýsi, árgerð 2000 með fortjaldi.
Ásett verð 850 þús. Upplýsingar í
síma 892 7968.
Fellihýsi til sölu
Palomino 4103 10f m/fortjaldi,
sólarsellu og fl. Vel með farið, tilbúið
í ferðalagið, ekkert áhv. Verð 1900
þús. stgr. Uppl. í s. 698 6309.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Óska eftir að kaupa gamla mynt og
seðla. Frá stórum og smáum
myntsöfnum. Kaupi gullmynt og
minnispeninga frá Seðlabankanum.
Sigurður: 825 1016.
Ferðafélagi/vinur 60+
Óska eftir að kynnast traustum manni
sem vill ferðast og spila á jákvæða
þætti lífsins. Er nokkuð hávaxin,
heiðarleg og með mín mál í góðu lagi.
Vænti þess sama. Fullur trúnaður.
S. 846 2470.
mund Þór í kjallaraíbúðina á Skúlagöt-
unni.
Þá kom maður alveg fram á ung-
lingsárin og alltaf var Erna til í að fá
litla bróður í heimsókn hvort sem var
eina helgi eða heilt sumar til að vinna í
fiski. Svo komu hinir strákarnir henn-
ar, Kristján Valur og Guðmundur
Rúnar, en alltaf var pláss fyrir mig að
koma í heimsókn jafnvel eftir að ég
eignaðist mín eigin börn, þá var bara
meira gaman enda dýrkaði hún öll
systkinabörnin sín og gilti einu hvort
þau voru nýfædd eða farin að eignast
sín eigin börn, alltaf vissi hún hvar allir
voru og hvað þeir voru að gera. Þetta
breyttist þó ekki neitt þegar hún eign-
aðist ömmustrákana sína sem maður
hélt samt stundum, miðað við hvernig
hún talaði, að væru fyrstu ömmubörn-
in sem hefðu fæðst á jörðinni enda var
hún alltaf að rifna úr stolti yfir þeim.
Það var mikið áfall fyrir Ernu systur
þegar pabbi dó hinn 4. júlí 2008 og er
það huggun harmi gegn að hún skyldi
eyða síðustu ævidögum sínum fyrir
austan uppi í sumó þar sem henni og
okkur hinum systkinunum, pabba og
mömmu leið alltaf svo vel. Hún talaði
alltaf um það frá því að hann dó að sá
gamli væri alveg klárlega sestur að
uppi í sumó enda vildi hún helst hvergi
annars staðar vera. Það verður skrítið
að fara vestur í Hólm og láta ekki taka
á móti sér með heimabökuðu pitsunni
sem var órjúfanlegur þáttur í að koma
í heimsókn til Ernu enda hafa börnin
mín þau Perla, Sigurbjörg og Ásgeir
sérstakar áhyggjur af því hvað þau fá
að borða núna þegar við heimsækjum
Gussa og strákana. Eftir situr alveg
hafsjór af minningum um góða konu
sem alltaf vildi allt fyrir alla gera en
ekki þiggja neitt í staðinn nema bros
eða bara takk eins og hún sagði oft að
væri alveg nóg.
Elsku Gussi, Guðmundur Þór,
Kristján Valur, Guðmundur Rúnar,
megi góður Guð styrkja ykkur í sorg-
inni sem hefur bankað upp á hjá okkur
öllum.
Hvíl í friði, kæra systir.
Þinn bróðir,
Björgvin T. Guðmundsson.
Í annað skipti á tveimur árum, ná-
kvæmlega upp á dag, þurftum við fjöl-
skyldan nú að kveðja náinn ástvin. Það
er næstum óbærilegt til þess að vita að
eiga ekki eftir að njóta samvista við
elskulega systur mína eins og undan-
farin 47 ár. En eins og sólin hnígur til
viðar í lok dags, þá er eins víst að hún
mun aftur upp koma, því trúi ég að
æðri máttarvöld muni leiða okkur
áfram.
Erna Björg var einstaklega opin og
hlý manneskja. Hún lét sér annt um
alla og efst í hennar huga var alltaf að
gleðja aðra. Aldrei gleymdi hún af-
mælisdögum, tók þá gjarnan upp sím-
ann og sendi kveðju. Þó að hún hafi
verið sú eina af systkinunum sem bjó
út á landi, lét hún sitt ekki eftir liggja
til að koma á mannamót ef tilefni var
til. Hún var í miklu og góðu sambandi
við okkur systkinin en ekki síður
systkinabörnin sín, fylgdist vel með
öllum og var óspör á hrós og hvatningu
í garð sinna nánustu. Hún fann alltaf
það jákvæða í hverri manneskju.
Upp í hugann hafa komið ótal minn-
ingar. Við sem stelpur, deildum saman
herbergi – þá gekk á ýmsu, við syst-
urnar þrjár, saman að prjóna og
spjalla, við Erna Björg og fjölskyldur á
ferðalagi um Evrópu fyrir tveimur ár-
um – ógleymanlegt og skemmtilegt
ferðalag. Hún að koma færandi hendi
með smágjöf nú eða bara opinn faðm-
inn til að knúsa og kyssa.
Erna Björg fékk sinn skammt af
mótlæti í lífinu. Hún hafði um langt
skeið glímt við heilsuleysi.Við vitum að
það er þung raun að missa heilsuna
fyrir miðjan aldur. En aldrei lét hún
bugast heldur tók því með æðruleysi
og hélt áfram. Hún hafði svo margt að
lifa fyrir.
Erna Björg var litla systir mín en
hún var alltaf stór í mínum huga. Þrátt
fyrir að hafa ekki náð háum aldri náði
hún að lifa innihaldsríku lífi. Hún gerði
líf okkar allra ríkara.
Mín eina huggun í dag er sú vissa að
vel hafi verið tekið á móti henni og hún
njóti nú samvista við pabba sem hún
var svo náin og saknaði svo mikið. Ég
ætla hins vegar að hafa orð 12 ára son-
ar míns í huga en hann sagði:
„Mamma, mundu bara að þó að þú sjá-
ir bara ein fótspor í sandinum þá þýðir
það ekki að þú sért ein á ferð, heldur
það að Guð ber þig í örmum sér í gegn-
um erfiðleikana.“
Elsku Gussi, Guðmundur Þór, Jó-
hanna, Sindri Þór, Elías Viðar, Sölvi
Freyr, Kristján Valur og Guðmundur
Rúnar. Guð gefi ykkur styrk til að tak-
ast á við erfiðleikana og æðruleysi til
að sættast við það sem enginn fær
breytt. Við stórfjölskyldan höfum svo
oft sýnt að við stöndum saman og
munum áfram gera. Megi ljúfar minn-
ingar veita ykkur yl og kjark til að
halda áfram.
Lifðum saman æskuárin
ærsl og gleði, barnatárin,
vafin öll af ást og hlýju
áfanga að lífi nýju.
Enginn veit hve örlög hremma
öllum horfin varstu snemma,
burt frá þeim sem bljúgir sakna
biðja að þú megir vakna.
Lífið er af Guði gefið
gildir eins um hinsta skrefið,
saman því við bæn nú biðjum
brjótumst út úr sorgarviðjum.
Gakk þú frjáls til helgra heima,
hjörtu okkar minning geyma
margar stundir bjartar blíðar.
Bráðum hittumst aftur síðar.
(Baldur Jónasson.)
Þín systir,
Guðrún.
Fleiri minningargreinar um Ernu
Björg Guðmundsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.