Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 34
AF LEIKURUM Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Þegar ég frétti að myndin In-ception væri á leiðinni í bíómeð Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki var ég ekki lengi að kíkja inn á kvikmyndavefinn IMDB. Þetta hlaut að vera hörku- mynd, þar sem DiCaprio er meist- ari meistaranna þegar kemur að hlutverkavali. Leikarinn hefur nefnilega ekki tekið feilspor síðan hann birtist í myndinni The Bas- ketball Diaries árið 1995. Hún var jafnframt fyrsta myndin sem ég sá með honum og kæmi það mér ekki á óvart þó svo að sigurganga hans næði lengra aftur í tímann.    Ég heillaðist af DiCaprio þeg-ar Romeo+Juliet kom út, eins og flestar stelpur sem ég þekki. Ég varð svo ástfangin upp fyrir haus þegar hann túlkaði hinn ógleym- anlega Jack Dawson í Titanic. Ég fór þrisvar á þá mynd í bíó og grét jafn mikið, ef ekki meira, í hvert skipti sem hann hvarf niður á hafs- botninn (og geri enn). Þetta var semsagt tímabilið sem ég áleit Di- Caprio vera svokallaðan „pretty boy“-leikara. Það var ekki fyrr en í Gangs of New York sem ég fór að gefa leikhæfileikum hans gaum, enda orðin eilítið eldri og hætt að láta ástina gera mig staurblinda. Næstu ár tók hver stórmyndin við af annarri; Catch Me If You Can, The Aviator, The Departed, Blood Diamond, Body of Lies, Revolu- tionary Road og Shutter Island. Hvernig fer maðurinn að þessu? Ætli hann liggi heima með mömmu sinni og fari vandlega yfir hvert einasta handrit sem berst honum? (Við skulum ekkert velta því fyrir okkur hvort að það sé einhver kærasta sem gegnir því hjálparhelluhlutverki, því það vill engin kona heyra).    Ég man að hann bætti heift-arlega á sig á tímabili … Því tímabili sem ég uppgötvaði leik- hæfileika hans. Ætli það hafi verið með ráðum gert? Hann hefur ef- laust tekið eftir þeirri velgengni sem leikarar njóta eftir að þeir bæta á sig fyrir hlutverk; þar má nefna Tom Hanks (Cast Away), Charlize Theron (Monster), Robert DeNiro (Raging Bull), Russell Crowe (Body of Lies), George Clooney, (Syriana) og meistari Syl- vester Stallone (Copland). Þó svo að DiCaprio hafi ekki endilega bætt á sig fyrir hlutverk í kvikmynd sendi hann allavega framleiðendum þau skilaboð að sæti leikarinn úr Titanic væri reiðubúinn að kasta ímynd sinni á glæ.    Leonardo DiCaprio-innsæiðmitt hefur ekki brugðist mér áður og brást mér ekki í þetta sinn. Nýjasta mynd hans lofar góðu. Hún hefur þegar hlotið 9,6 stjörnur af 10 mögulegum á IMDB, jákvæðum athugasemdum rignir inn frá notendum síðunnar og kvikmyndagagnrýnendur halda vart vatni yfir henni. Það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem leikstjóri mynd- arinnar er Christopher Nolan, sá hinn sami og leikstýrði The Dark Knight og Batman Begins. Ég vona svo sannarlega að DiCaprio eigi eftir að ríghalda í þessa náð- argáfu sína og færa okkur fleiri stórmyndir í framtíðinni. DiCaprio klífur upp metorðastigann » Leonardo DiCap-rio-innsæið mitt hef- ur ekki brugðist mér áð- ur og brást mér ekki í þetta sinn. Nýjasta mynd hans lofar góðu Hugsi Nýjustu mynd DiCaprios, Inception, hefur verið lýst sem James Bond í bland við The Matrix. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Predators kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Shrek 4 3D enskt tal kl. 3:30 - 5:45 - 8 LEYFÐ Predators kl. 8 - 10:20 LÚXUS Knight and Day kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Shrek 4 3D íslenskt tal kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Killers kl. 10:30 B.i. 12 ára Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 462 3500 Predators kl. 8 - 10 (KRAFTSÝNING) B.i. 16 ára Knight and Day kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Killers kl. 6 B.i. 12 ára Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI , SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Óttinn rís á ný... Í þessum svakalega spennutrylli - News of the World - Timeout London - Boston Globe Þau eru hættulegustu morðingjar jarðar En þetta er ekki jörðin okkar... Bráðfyndin og hjartnæm frá byrjun til enda. Lang besta Shrek myndin og það eru engar ýkjur. - Boxoffice Magazine Með lokakaflanum af Shrek tekst þeim að finna töfrana aftur. - Empire Þrívíddin er ótrúlega mögnuð. - New York Daily News FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND Í Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.