Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Hljómsveitin Todmobile verður
með tvenna tónleika á Akureyri um
helgina, nánar tiltekið á tónleika-
staðnum Græna hattinum. Fyrri
tónleikarnir verða í kvöld og hefj-
ast kl. 22. Sveitin stígur svo aftur á
svið annað kvöld og hefjast þeir
tónleikar einnig kl. 22.
Todmobile á Græna
hattinum um helgina
Fólk
„Við erum Bláu ninjurnar. Við spyrnum fótum
við hugsunarleysi og vannýttum tækifærum: Við
viljum fá fólk til að hugsa. Hugsaðu út fyrir kass-
ann. Hugsaðu jákvætt. Hugsaðu meira. Hugs-
aðu,“ segir á fésbókarsíðu hóps sem kallar sig
Bláu ninjurnar, en mikið hefur verið rætt um
hópinn og uppátæki hans á vefnum undanfarnar
vikur.
Hægt er að sjá fjölda myndbanda af meðlimum
hópsins á síðunni þar sem þeir sýna stökklistir
sínar á ýmsum stöðum víðsvegar á höfuðborg-
arsvæðinu. Fjölmiðlar virðast heilla hópinn, en
þær bláu hafa bæði heimsótt höfuðstöðvar 365
Miðla og DV upp á síðkastið. Ninjurnar urðu þó
fyrir því óláni að brjóta upplýsingaskilti fyrir
framan höfuðstöðvar 365 fyrir skemmstu.
„Þess má geta að Bláu ninjurnar munu bæta
þeim skiltið þeirra, þeim að kostnaðarlausu,“
stóð á Fésbókinni skömmu eftir óhappið og má
sjá myndband þegar ninjurnar mættu með pen-
ingaumslag og borguðu viðgerðina á skiltinu.
Hópurinn leit inn á Morgunblaðinu í vikunni
og hefur myndband af heimsókinni nú verið sett
á fésbókarsíðu þeirra.
„Ætluðum að hitta Davíð Oddsson en hann var
ekki við. Fengum í staðinn kynningarferð um
höfuðstöðvar Morgunblaðsins,“ segir í texta við
myndbandið. Bláklæddar ninjurnar nýttu kynn-
ingarferðina sína vel og læddust um á meðal
starfsfólks blaðsins ásamt því að stökkva um
húsið eins og ninjum einum er lagið.
matthiasarni@mbl.is
Bláu ninjurnar hrifnar af fjölmiðlum landsins
Ninjur Nokkrar af Bláu ninjunum.
Félag tónskálda og textahöf-
unda, FTT, í samvinnu við Reykja-
víkurborg, efnir til sumartónleika í
Hljómskálagarðinum í Reykjavík í
kvöld í tilefni af Íslensku tónlistar-
sumri. Fram koma ein vinsælasta
hljómsveit landsins, Hjálmar, ásamt
blásarasveit en áður en hún stígur á
svið mun söngvaskáldið Hörður
Torfason flytja nokkur lög. Tón-
leikarnir hefjast stundvíslega kl.
21. Hjálmar verða svo aftur á ferð-
inn seinna í kvöld þegar sveitin spil-
ar í opnunarpartíi Faktóry (gamla
Grand Rokk). Miðar verða seldir
við hurðina og kostar 1500 kr. inn
og verður húsið opnað kl. 22.
Sumartónleikar í
Hljómskálagarðinum
Dauðarokkshljómsveitin
Beneath heldur kveðjutónleika á
Sódómu Reykjavík í kvöld og verð-
ur húsið opnað kl. 22. Ásamt Be-
neath munu Severed Crotch, Gone
Postal, Gruesome Glory og Offer-
ings spila. Eftir tónleikana mun DJ
Gyða halda uppi fjörinu. Frítt er
inn á tónleikana og 18 ára aldurs-
takmark.
Kveðjutónleikar
Beneath á Sódómu
Það er ekki á hverjum degi sem ný íslensk her-
rafatalína lítur dagsins ljós, en hinn 22 ára
gamli Guðmundur Jörundsson frumsýndi línu
sína „Kormákur & Skjöldur“ á listahátíðinni
LungA á Seyðisfirði í gærkvöldi. Herralínuna
hannaði hann fyrir samnefnda verslun þar sem
hann hefur starfað í um fjögur ár, eða allt síð-
an hún var opnuð í Kjörgarði.
Fötin í línunni eru að sögn Guðmundar fínni
föt en hann notaðist við ensk ullarefni, eða svo-
kölluð „tweed“-efni.
„Þetta eru svona aðallega „three piece“-
jakkaföt og hnébuxur, í sjö til átta mismunandi
ullarefnum. Við erum mjög ánægðir með
þetta,“ sagði Guðmundur sem var í óða önn að
undirbúa tískusýninguna þegar blaðamaður
sló á þráðinn til hans.
„Það eru einhverjir þrettán hönnuðir sem
sýna hönnun sína á sýningunni. Það eru nokkr-
ar stelpur sem eru nýútskrifaðar úr Listahá-
skólanum. Ég var að klára annað árið í skól-
anum og það eru einhverjir hérna á mínu ári
og svo eru líka nokkrir á fyrsta ári. Við erum
öll á milli svona tvítugs og þrítugs. Ég er eini
strákurinn hérna.“
Herrafatalínan „Kormákur & Skjöldur“ er
fyrsta lína Guðmundar sem hann hefur hannað
fyrir utan veggi skólans.
„Ég hef gert tvær línur í skólanum, en
þetta er sú fyrsta sem fer í búðina og verður
seld.“
Að sögn Guðmundar reiknar hann fastlega
með að sýna línu sína í Reykjavík þegar nálg-
ast fer haustið.
„Það voru herrafatasýningar hér á Íslandi
fyrir svona tíu til tólf árum. Pælingin er að
endurvekja þær með eigin hönnun. Gömlu
sýningarnar voru bara með fötum sem feng-
ust í búðinni, svona second hand. Við ætlum
að vera búnir að bæta einhverju við.“
Lína Guðmundar kemur í verslanir næst-
komandi haust. hugrun@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flottur Guðmundur Jörundsson.
Ætlar að endurvekja
herrafatasýningar á Íslandi
Ungur fatahönnuður með eigin línu Eini strákurinn á sýningunni
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Stefán Einarsson er margverðlaun-
aður íslenskur grafískur hönnuður.
Hann bætti á dögunum enn einni
fjöðrinni í hattinn þegar þrjár tillögur
hans voru valdar til að keppa til úr-
slita í auglýsingasamkeppni Samein-
uðu þjóðanna, „We Can End Poverty
2015.“ Aðeins 30 af 2.034 tillögum frá
34 löndum komust áfram og því verð-
ur þetta að teljast einstaklega vel af
sér vikið.
Áminning til þjóðarleiðtoga
„Tilefnið er sem sagt það að að-
alritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-
moon, hefur boðað leiðtoga heimsins
til þess að koma saman á þingi í New
York hinn 20. september til að hraða
þróun þess að hægt sé að standa við
sett markmið um að útrýma fátækt í
heiminum, þar sem aðeins fimm ár
eru til stefnu,“ segir Stefán.
Sigurvegari keppninnar mun fá
5.000 evrur í verðlaunafé en þær aug-
lýsingar sem komust í úrslitin verða
notaðar í herferð þar sem almennir
borgarar eru hvattir til að minna
þjóðarleiðtoga sína á að láta ekki sitt
eftir liggja í herferðinni til að útrýma
fátækt.
Unnar á hlaupum
„Ég sendi inn fjórar tillögur og
voru þrjár valdar áfram af dómnefnd
og almenningi. Ég reyndar rétt náði
að senda þær inn þar sem ég gerði
þær á hlaupum um Buenos Aires þar
sem ég hef dvalið undanfarnar vikur.
Sem betur fer er ókeypis netsamband
alls staðar á öllum kaffihúsum hér,
svo ég gat unnið þetta þar,“ segir
Stefán og bætir við, „Reyndar ágætis
innblástur fyrir auglýsingarnar að
vera í landi sem varð gjaldþrota fyrir
nokkrum árum.“
Stefán er á leiðinni til Brasilíu í
nokkrar vikur en hyggst vinna að
nokkrum verkefnum í ferðinni. Hann
hefur lengi starfað sem hönn-
unarstjóri hjá auglýsingastofunni
Hvíta húsinu, „en ég hef und-
anfarið unnið meir og meir að
eigin verkefnum. Stefnan er að
vinna jafnt erlendis sem og á
Íslandi í framtíðinni.“
Útrýmum fátækt Ein af tillögum Stefáns sem komst áfram. Hinar má sjá á slóðinni www.stefaneinarsson.com.
Kominn áfram í alþjóðlegri
auglýsingasamkeppni SÞ
2.034 tillögur
sendar inn Her-
ferð til að útrýma
fátækt í heiminum
„Reyndar var þetta nokkuð
gleðilegur dagur þegar ég
fékk tilkynninguna um að
þessar þrjár tillögur hefðu
komist áfram, því ég
fékk líka tilkynningu
um að lógó sem ég
hafði gert fyrir all-
löngu fyrir Landsnet
hefði verið valið til birtingar í virtri
alþjóðlegri vörumerkjabók sem
heitir Logolounge og er gefin út
árlega. Og aðeins viku áður var
merki sem ég gerði fyrir Krika-
skóla valið í eina virtustu vöru-
merkjabók í heiminum. Hún er á
vegum Wolda og kemur einnig út
árlega.“
Mjög góður dagur
LÓGÓBÆKUR