Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eft-
irtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. júlí 2010, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2010 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15.
júlí 2010, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisauka-
skatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti
á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kíló-
metragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi
vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vöru-
gjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteigna-
gjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrann-
sóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum
þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju-
skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygg-
ingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar-
málagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðv-
um gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingar-
gjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvik-
um. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af-
dreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra
verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega
eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir
gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök
greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi inn-
heimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir
ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2010.
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmanna-
eyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Fullkominn efna-
hagslegur stormur er
í aðsigi og við stönd-
um mitt í auganu. Í
auga stormsins er
logn og stilla, þar til
raunveruleikinn knýr
dyra. Þrátt fyrir
bestu viðleitni heims-
ins færustu manna
mun maðurinn ekki
ná að hugsa sig út úr
yfirstandandi skulda-
kreppu, með jákvæðni eða skap-
andi hugsun. Þegar maður hefur
drukkið yfir sig af ólyfjan kemur
að skuldadögum sama hversu hug-
arfarið og ásetningurinn er göf-
ugur eða uppbyggjandi. Hug-
arfarið skiptir máli, en það breytir
ekki hvernig raunveruleikinn er.
Talið er að heildarskuldbind-
ingar bandaríska ríkisins séu um
56 billjónir dala næstu fjögur árin,
sem er um fjórföld landsfram-
leiðsla. Í því eru ófjármagnaðar
almannatryggingar, skuldir og
aðrar skuldbindingar ríkissjóðs.
Svo er því einnig farið í helstu og
þróuðustu hagkerfum
heimsins. Japanska
hagkerfið er næst-
stærsta í heimi og
nema ríkisskuldirnar
meira en 200% af
þjóðarframleiðslu.
Ekkert nema óða-
verðbólga getur unnið
á slíkum skuldum.
Þrátt fyrir fordæma-
lausar efnahags-
aðgerðir helstu hag-
kerfa heimsins er svo
búið að niðurþrýst-
ingur á verðbólgu er
enn gríðarlegur í Bandaríkjunum
og fer verðbólga óðum vaxandi í
Evrópu og Kína. Verðbólga fer
lækkandi í Bandaríkjunum þrátt
fyrir 0% stýrivexti og dæmalausa
peningaprentun um nokkur miss-
eri, sem er merki um alvarleg
verðhjöðnunaráhrif. Á meðan ætla
Evrópuþjóðir að reyna að koma í
veg fyrir óðaverðbólgu með for-
dæmalausum niðurskurði í ríkisút-
gjöldum. Fjármálaráðherra
Bandaríkjanna gerir sér grein fyr-
ir skuldavanda Bandaríkjamanna
og hefur varað Evópubúa við því
að bandarískur almenningur muni
ekki draga vagninn í eftirspurn al-
þjóðaviðskipta eins og hann hefur
gert til þessa, heldur þurfi neysla
að aukast í Evrópu og einkum í
Kína til að koma í veg fyrir alvar-
lega heimskreppu. Vandinn er sá
að eignabólan í Kína er í þann
veginn að springa og verðbólgan
er að ná skriði með miklum látum.
Þarlend yfirvöld, sem og í Evrópu,
munu á næstu misserum draga úr
lánveitingum, setja hærra verð á
peninga og ganga í gríðarlegan
sparnað. Það sem gerist þegar yf-
irvöld skera niður í ríkisrekstri er
að almenningur fer einnig að
spara, borga niður skuldir, og
safna í vara- og neyðarsjóði til að
mæta áföllum þar sem ríkið er
hætt að hlaupa undir bagga með
þeim sem þurfa á hjálp að halda.
Þetta skrúfar fyrir almenna
neyslu, en almenn neysla er æðsti
dómari alls hagvaxtar í heiminum.
Skiptast málsmetandi hagfræð-
ingar einkum í tvær andstæðar
fylkingar, og spáir önnur þeirra
óðaverðbólgu á meðan hin spáir
óðaverðhjöðnun. Svo eru það aðr-
ir, sem trúverðugastir eru, sem
spá bæði óðaverðhjöðnun og óða-
verðbólgu. Þá lækka alllar eignir í
verði, en allar neysluvörur hækka
í verði. Þetta er versta tegund af
óðaverðbólgu sem hugsast getur.
Hvað viðkemur Íslandi mun
nýtt efnahagshrun hafa gríðarleg
áhrif á þjóðartekjur, lánstraust
þjóðarinnar og stöðu á al-
þjóðavetvangi. Heimsverðbólgan
mun áreiðanlega smitast til Ís-
lands og keyra um koll fast-
eignamarkaði, og skapa sögulega
stéttaskiptingu þeirra sem annars
vegar skulda ekki í fasteignum
sínum, og hinna sem skulda verð-
tryggð lán. Kaldhæðnin mun
verða sú, að það mun gerast á
vakt félagshyggjustjórnarinnar.
Það er kominn tími á að al-
menningur og yfirvöld fari að búa
sig undir erfiða tíma. Öll hags-
munasamtök ættu að gerast mál-
svarar þeirra sem eiga ekki fyrir
fæði, húsnæði og heilbrigðisþjón-
ustu á sama tíma. Bókstaflegt
svelti gæti orðið staðreynd í
óhugnanlega náinni framtíð á Ís-
landi. Hagsmunasamtök ættu ekki
að einskorða baráttu sína við höf-
uðstól lána eða eignir, því sá sem
hungrar kýs brauðið en ekki gull-
ið, ef hann þarf að velja annað
hvort. Staðreyndin er sú, að
drjúgur hluti þjóðarinnar er orð-
inn eignalaus, og þeir sem eru
orðnir atvinnulausir kvíða því
mest að eiga ekki fyrir mat og
heilbrigðisþjónustu fyrir sig og
sína. Þeir sem eru í þeirri stöðu
skulu sameinast í kröfu sinni um
að mennska þeirra sé virt af
stjórnvöldum, og þeir sem eru af-
lögufærir ættu að ganga fyrir
hópnum í samstöðu með allri þjóð-
inni.
Hugarfarið skiptir máli, hvernig
við tökum á móti storminum. Við
getum flúið hann eða afneitað hon-
um, eða við getum tekið storminn
í fangið fyrir alla þjóðina.
Í auga stormsins
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson » Bjartsýni mun ekkikoma í veg fyrir þá
skuldakreppu sem er í
aðsigi. Svikalogn má
ekki koma í veg fyrir
undirbúning fyrir erfiða
tíma.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er guðfræðimenntaður.
Miðborg Reykja-
víkur er fögur og
fjölbreytileg en líður
á sumum stöðum fyr-
ir þá biðstöðu sem er
á ýmsum fram-
kvæmdum og verk-
efnum, bæði einka-
aðila og hins
opinbera. Vel eru á
veg komnar ýmsar
framkvæmdir sem
auka munu á glæsileika miðborg-
arinnar og ber þar helst að nefna
tónlistarhúsið Hörpu, nýbyggingu
í gömlum stíl á horni Lækjargötu
og Austurstrætis og endurbygg-
ingu húsanna við Laugaveg 4 og 6.
Þá stendur yfir samstarf sjálf-
boðaliða og nokkurra fyrirtækja
sem útvega efni til málunar, hellu-
lagna o.fl. á svæðum sem þurfa
nauðsynlega á andlitslyftingu að
halda eða eru lengur í biðstöðu af
völdum hrunsins.
Verkefnið er viðvarandi en
óformlegt og gengur undir nafn-
inu Til betri vegar. Undirritaður
tekur við ábendingum um aðkall-
andi verkefni á : jfm@midborg-
in.is
Til að auka líf og yndi í mið-
borginni er jafnan sérstök áhersla
lögð á tónlistar- og skemmtiatriði
á fyrsta laugardegi hvers mán-
aðar.
Þar sem mikið verður um að
vera á fyrsta laugardegi ágúst-
mánaðar þegar skrúðgangan Hýr-
ark (Gay Pride) fer fram, verður
sérstök áhersla lögð á annan laug-
ardag ágústmánaðar, hinn 15.
ágúst, sem markar upphaf Skóla-
daga sem standa í heila viku á
meðan skólafólk viðar að sér
námsgögnum, skóla-
fatnaði o.fl. í miðborg-
inni. Þá verður langur
laugardagur með við-
eigandi uppákomum
víðs vegar um mið-
borgina auk þess sem
útimarkaður verður á
Hljómalindarreit.
Reyndar verða úti-
markaðir þar alla
laugardaga í sumar,
þar sem borð eru út-
veguð fólki að kostn-
aðarlausu. Nú um
helgina verður fjölbreytilegur
varningur þar í boði auk lifandi
tónlistar. Rétt er að benda á að öll
götu- og torgsala í Reykjavík er
bönnuð nema á þessum stað, en
auk hefðbundins útimarkaðar hef-
ur matsöluvögnum og öðrum verið
vísað á umræddan stað. Opið verð-
ur fyrir götu- og torgsölu á
Hljómalindarreit alla daga vik-
unnar með sérstakri áherslu á
laugardaga sem fyrr segir.
Þakka ber skemmtilegt framlag
skapandi hópa á vegum Hins
hússins sem litað hafa mannlífið
að undanförnu. Lifandi tónlist
verður áfram áberandi í sumar,
m.a. í tengslum við Íslenskt tón-
listarsumar og með góðum stuðn-
ingi Reykjavíkurborgar verður
t.a.m. efnt til útitónleika í Hljóm-
skálagarðinum í kvöld með reggí-
sveitinni Hjálmum, Herði Torfa-
syni o.fl. Þeir tónleikar eru öllum
opnir og án aðgangseyris. Rétt er
og að benda á að hinn glæsti og
nýuppgerði Hljómskáli er opinn
það sem eftir lifir sumars og þar
er boðið upp á góðar veitingar.
Það er gott að njóta sumarsins í
Reykjavík.
Færum góða
miðborg til enn
betri vegar
Eftir Jakob
Frímann
Magnússon
Jakob Frímann
Magnússon
» Opið verður fyrir
götu- og torgsölu á
Hljómalindarreit alla
daga vikunnar með sér-
stakri áherslu á laug-
ardaga.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Miðborgarinnar okkar.