Morgunblaðið - 16.07.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 16.07.2010, Síða 1
Fjöldi fólks streymdi í Nauthólsvíkina í gær en veðr- ið var með eindæmum gott. Hitinn fór þó ekki nema í 15,5°C í höfuðborginni en hæstur mældist hann 19,6°C í Húsafelli. Fólk var þó ekki eingöngu mætt til að flatmaga í sólbaði heldur til að skemmta sér, hvort heldur með skóflum og fötum, kútum, tenn- isspöðum eða boltum. Þá voru eflaust sumir sem mættu til að sýna sig og sjá aðra og njóta veðurblíð- unnar í góðum félagsskap. Í dag verður veðrið held- ur betra ef marka má spá Veðurstofu Íslands. Spáð er hátt í tuttugu stiga hita á Suður- og Suðvestur- landi og ætti það að haldast fram yfir helgi. »6 Morgunblaðið/Ernir Víkin vinsæl í veðurblíðunni F Ö S T U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  164. tölublað  98. árgangur  UNGIR FRÆÐA UNGA Í JAFNINGJA- FRÆÐSLUNNI ÓTRÚLEG BYRJUN Á LAXVEIÐI UPPSKERUHÁTÍÐ AFREKSFÓLKS Í ÍÞRÓTTUM BLANDA ER SPÚTNIK-ÁIN 14 ESPY-VERÐLAUNIN AFHENT 33HEIMSÆKJA VINNUSKÓLA 10 Lítið má út af bregða við frágang í Landeyjahöfn ef takast á að sigla með Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra inn í hana á þriðjudag – og áætlunarsiglingar Herjólfs geti haf- ist strax daginn eftir. Að sögn for- stöðumanns hafnasviðs Siglinga- stofnunar hafa verktakar staðið sig einstaklega vel að undanförnu, undir tímapressu, en á sama tíma hafa erf- iðleikar steðjað að, m.a. eldgos. Frá upphafi framkvæmda var áætlað að höfnin yrði tekin í notkun 1. júlí en þegar byrj- aði að gjósa í Eyjafjallajökli varð þegar ljóst að verkið myndi tefjast eitthvað. Þó hefur ávallt verið miðað við júlímánuð. Með tilkomu Landeyja- hafnar rofnar einangrun Vestmanna- eyja, að mati bæjarstjórans Elliða Vignissonar. Ferðatíminn fer úr 2 klukkustund- um og 45 mínútum í rúma hálfa og „[h]ægt verður að sækja atvinnu frá Vestmannaeyjum upp á fastalandið og öfugt.“ Íbúar Hvolsvallar eru ekki síður spenntir og hafa þjónustufyrirtæki verið að stækka við sig og bæta tækjakost að undanförnu. „Þetta er upplyfting fyrir okk- ur,“ segir Albert Áslaugsson, sem rekur veitingastaðinn Gallery pizza á Hvolsvelli. »16 og 17 Verktakar standa sig vel Höfnin Unnið er af fullum krafti við frágang enda afar stutt í formlega opnun.  Einangrun rofin þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun Morgunblaðið/Eggert Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Julio Escolano, einn höfunda skýrslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um íslenska skattkerfið, segir Íslendinga standa frammi fyrir því að velja á milli hárra skatta eða óstöðugs efnahagskerfis sem afleiðingar af veikri stöðu ríkis- ins. Báðir kostir séu slæmir en skatta- hækkanir séu þó ill- skárri. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var í samgöngu- ráðuneytinu í gær. Escolano, ásamt öðrum skýrsluhöf- undum, gerði grein fyrir efni skýrsl- unnar og svaraði spurningum í gegn- um fjarfundabúnað. Hann segir að líta eigi á skýrsluna eins og greiningu læknis, leitað hafi verið til sjóðsins um eins konar ástandsskoðun á skattkerfinu á Íslandi. Skattahækkanir ekki stefna AGS Escolano segir AGS ekki taka afstöðu til þess hvort hækka eigi skatta frekar en að beita öðrum aðgerðum til að bæta fjárhag ríkisins, né hvernig æskilegt sé að tekjudreif- ing sé. Það sé hlutverk stjórnmálamannanna sjálfra að taka ákvörðun um slíkt. Verði nið- urstaðan sú að hækka eigi hér skatta liggja tillögur sjóðsins fyrir. Hann sagði þó í fram- haldinu að íslensk yfirvöld hafi beðið nefnd- ina að horfa sérstaklega til tekjuaukningar- möguleika og jöfnunar tekjudreifingar með þrepaskiptingu tekjuskatts. Jafnframt hafi ríkið viljað auka samræmi skattkerfisins við það sem tíðkast annars staðar, til að mynda í Evrópu. Nefndinni hafi hins vegar ekki verið ætlað að fjalla um hugsanlegan niðurskurð opinberra útgjalda. Skatta- hækkun illskárri Ríkisstjórnin „pant- aði“ ekki niðurstöður Hækkun um 1-2%? » Niðurstaðan í skýrslu AGS er sú að hægt sé að auka skatttekjur ríkisins um 1-2% af vergri lands- framleiðslu með hækkunum sem lagðar eru til.  Lögregla telur að mikil aukning á þjófnaði á tjaldvögnum og felli- hýsum bendi til þess að um skipu- lagða brotastarfsemi sé að ræða. Henni gengur illa að finna vagnana og veit ekki hvað um þá hefur orð- ið. Líklegt er talið að stolnir ferða- vagnar séu seldir hér á landi en ekki fluttir úr landi, þó slíkt sé ekki útilokað. Að sögn starfsmanna Vík- urverks er mikil eftirspurn eftir notuðum fellihýsum og tjaldvögn- um hér á landi um þessar mundir. Kaupmáttur hefur minnkað umtals- vert og fólk ferðast meira innan- lands í kjölfar kreppunnar. Lögregla hvetur fólk til að vera á varðbergi ef það ákveður að fjár- festa í notuðum ferðavagni og kanna öll gögn vel. »4 Stolnir ferðavagnar seldir hér á landi Stolinn? Gæta þarf að sér ef kaupa skal notað hjólhýsi eða tjaldvagn á næstunni.  Saksóknari tel- ur að sakborn- ingar í stóru fíkniefnamáli sem rekið er fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur hafi breytt framburði sínum á seinni stigum máls til að halda hlífi- skildi yfir Davíð Garðarssyni sem lögregla telur nauðsynlegan tengilið í innflutningi á kókaíni til landsins. Lögregla hleraði síma í þágu rannsóknarinnar mánuðum saman og kom fyrir eftirlitsbúnaði. »12 Halda hlífiskildi yfir mikilvægum tengilið Davíð Garðarsson mætir í dómshús. 19°C Hitinn í Reykjavík kl. 18 í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands Heiðskírt Þegar líður á daginn í Reykjavík, Akureyri og Bolungarvík ‹ SUMAR OG SÓL › »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.