Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.2010, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Ætlaðir kókaínsmyglarar mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í gærmorg- un þar sem aðalmeðferð í máli gegn þeim fór fram. Eru sakborningarnir fimm talsins og þeim gefið að sök, að hafa staðið í sameiningu að innflutn- ingi á um 1,6 kílóum af mjög hreinu kókaíni frá Spáni í þeim tilgangi að selja það hér á landi. Tveir hinna ákærðu, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Davíð Garð- arsson, neita sök í málinu. Ráða má af ákæru og málflutningi að ákæruvald- ið telur Guðlaug vera annan tveggja höfuðpaura í málinu. Hinn heitir Orri Freyr Gíslason og hefur játað sakir að hluta. Er Guðlaugi og Orra Frey gefið að sök að hafa fjármagnað og skipu- lagt smyglið en auk þess eru þeir ákærðir fyrir peningaþvætti. Orri Freyr er einnig ákærður fyrir vörslu kókaíns. Davíð er borið á brýn að hafa haft milligöngu um að útvega burðardýr en framburður annarra sakborninga er á reiki um hlut hans að málum. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum þremur árum kvaðst hann hafa þénað ágætlega á að „miðla samskiptum“ í tengslum við eiturlyfjasmygl og sölu. Verjandi Davíðs tók svo til orða að hann væri „rangur maður á röngum stað á röngum tíma“ og kvað ákæru gegn skjóstæðingi sínum í meginat- riðum ranga. Davíð játaði þó vörslu fíkniefna samkvæmt ákæru. Pétur Jökull Jónasson og Jóhannes Mýrdal gengust við þeim sökum sem þeir voru bornir. Pétur hafði milli- göngu um að fá Jóhannes til að flytja efnin inn, lét honum í té fé fyrir efninu og töskur til að fela það í. Jóhannes játaði að hafa sótt efnið, greitt fyrir það og flutt til landsins. Fyrir réttinum í gær kom fram að Sverrir Þór Gunnarsson er talinn hafa afhent Jóhannesi efnið gegn greiðslu í Alicante á Spáni. Sverrir Þór var ekki ákærður í málinu eða kallaður til vitnis. Hann er eftirlýstur af Europol í tengslum við fíkniefna- brot. Breyttu framburði sínum Tveir ákærðu í málinu, Orri Freyr og Pétur Jökull, breyttu upphafleg- um framburði sínum töluvert á síðari stigum málsins. Gerðu þeir báðir minna úr hlut Davíðs en áður í breytt- um framburði sínum. Lýsti saksóknari því þannig að framburður þeirra hefði „snarbreyst“ í kjölfar þess að þeim gafst færi á að ræða hvor við annan og aðra sakborn- inga í gæsluvarðhaldi. Ýjaði hann að því að um væri að ræða samantekin ráð um að halda hlífiskildi yfir Davíð þar sem hann væri nauðsynlegur tengiliður í starfseminni. Kvað saksóknari að leggja ætti upprunalegan framburð sakborning- anna tveggja til grundvallar; hann hafi verið samhljóða og eigi sér stoð í gögnum málsins. Létu að sögn undan þrýstingi Orri Freyr sagði í vitnisburði sín- um að lögregla hefði beitt hann mikl- um þrýstingi til að knýja hann til sagna. Kvaðst hann hafa eytt tveimur vikum í einangrun og í kjölfarið verið yfrheyrður af lögreglu án þess að lög- maður væri viðstaddur. Þegar ekki hafi fengist svör sem nægja þóttu hafi hann verið settur í einangrun að nýju. Sagðist hann hafa verið í mikilli neyslu þar til hann var handtekinn og því illa áttaður. Þetta hafi, í bland við innilokunina og ótta hans, skert dóm- greind hans þannig að hann skýrði ekki rétt frá í upphafi. Pétur Jökull kvaðst hafa verið svo illa farinn af eiturlyfjaneyslu að lítið mark hafi verið á honum takandi þeg- ar fyrst var tekin af honum skýrsla. Hann hafi verið hræddur og með slakan lögmann sér til aðstoðar. Dav- íð kvaðst telja lögregluna hafa hrætt meðákærðu og verjandi hans sagði þá hafa „séð að sér“ og leiðrétt frásögn sína þegar þeir voru komnir í jafn- vægi. Alþekkt væri að menn reyndu í örvæntingu að koma sök á aðra í mál- um sem þessu. Lögreglumaður sem kom að rann- sókn mannsins kallaði það í vitnis- burði sínum fjarstæðu að halda fram að lögregla hefði beitt óhæfilegum þrýstingi, þvingunum eða lagt sökuð- um mönnum orð í munn. Farið hafi verið að lögum og reglum og sjá megi á upptökum af yfirheyrslum hvernig þær fóru fram. Þá hafi sakborningar verið ágætlega á sig komnir við yfir- heyrslur að hans mati. Meintur höfuðpaur neitar sök  Burðardýr og handbendi játuðu fyrir dómi  Íslendingur í Alicante afhenti kókaínið og þáði greiðslu  Lögregla sökuð um að beita bolabrögðum  Tveir sakborningar einnig ákærðir fyrir peningaþvætti Fyrir rétt Tveir sakborninga ganga inn í dómsal í héraðsdómi. Davíð Garðarsson er með sólgleraugu og húfu til vinstri, Guðlaugur Agnar hylur andlit sitt. Morgunblaðið/Ernir 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2010 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Nemendum í tíunda bekk Álfta- nesskóla er gefinn kostur á að sitja námskeið sem kallast „stelpu- val“ og „strákaval“. Í lýsingu á námskeiðunum sem finna má í val- bók skólans segir að í strákavali verði farið yfir helstu áhugamál drengja. Þar verður því farið yfir helstu úrslit helgarinnar, bíla- íþróttir og tæknimál. Í stelpuval- inu verður hins vegar farið yfir tískumálin, fatnað, skó og liti. Þá verða undirstöðuatriði förðunar kennd ásamt knappri úttekt á slúðurblöðum og vefsíðum þeirra. Trúir ekki eigin augum Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, er afar ósátt með námskeiðin. Hún kveður þau ýta undir staðalmyndir þó skólanum beri skylda til að vinna gegn þeim. Kristín kveðst hafa fengið ábendingar um nám- skeiðin og því sent bréf til skóla- stjórans þar sem hún bendir á að námskeiðin brjóti gegn jafnrétt- islögum þar sem kveðið er á um hlutverk skólanna. „Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá þetta. Ég spurði sjálfa mig hvort árið væri 1920. Þetta er svo fráleitt því þarna er verið að ýta undir hefðbundnar ímyndir og þá sérstaklega verið að gefa í skyn að stelpur hafi ekki nein önnur áhugamál en tísku, útlit og fræga fólkið á meðan strákarnir eiga bara að hafa áhuga á íþróttum og tækni,“ segir Kristín sem telur námskeiðin varða við lög. „Þetta er náttúrlega bara brot á jafnréttislögum. Þetta er ekkert annað. Hér, í þessu tilviki, er þessi skóli að ganga þvert gegn jafnrétt- islögum og þeim áherslum sem verið er að leggja í nýrri námsskrá þar sem jafnrétti er ein af meg- instoðunum. Í grunnskólalögunum segir að strákar og stelpur skuli hafa jöfn tækifæri og það eigi að búa þau undir líf og starf í lýðræð- islegu þjóðfélagi.“ Kristín segir þetta ekki fyrsta tilfellið af þessu tagi á Íslandi en telur þetta það umfangsmesta. „Þetta er svo mikill hégómi. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkur vanti margt tæknimenntað fólk. Það vantar innan tölvu- og tæknigeirans. Hvað er skólinn að hugsa með svona hégóma?“ Segir skólann fullan hégóma  Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu afar ósátt með námskeið Álftanesskóla Jafnréttisstofa annast stjórn- sýslu á sviði jafnréttismála á Ís- landi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétta kvenna og karla en hún heyrir undir yf- irstjórn félagsmálaráðherra. Helstu verkefni stofunnar eru söfnun og miðlun upp- lýsinga um jafnrétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum, auk eft- irlits með lögunum. Kristín Ástgeirsdóttir er framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hefur eftirlit JAFNRÉTTISSTOFA Kristín Ástgeirsdóttir Lögregla beitti ýmsum aðferðum við rannsókn sína á málinu. Við meðferð málsins í gær kom fram að símar að minnsta kosti tveggja sakborninga hafi verið hleraðir, jafnvel mánuðum saman, og þeim veitt eftirför. Þá var hlerunarbún- aði komið fyrir í töskunni sem kók- aínið var falið í og eftirlitsbúnaði komið fyrir á bifreiðum ákærðu til að fylgjast með ferðum þeirra. Í málflutningi saksóknara kom fram að drjúgur hluti málskostn- aðar væri reikningar frá símafyr- irtækjum í tengslum við hleranir. Einnig rannsakaði lögregla fjár- mál sakborninga rækilega. Skoðuð var kortanotkun, skattframtöl og ýmis bankayfirlit í þeim tilgangi að varpa ljósi á rekjanlegar tekjur og útgjöld. Var þannig varpað ljósi á að töluvert misræmi var milli tekna og útgjalda tveggja sak- borninga; Orri Freyr eyddi sex milljónum króna umfram rekj- anlegar tekjur frá í janúar 2009 og Guðlaugur um sautján milljónum. Eltu ákærðu og hleruðu síma RANNSÓKN LÖGREGLU Á MÁLINU MJÖG UMFANGSMIKIL Hleraðir Með símahlerunum fengust mikilvægar upplýsingar um málið. Bílasala í júní var með ágætum í Evrópu allri. Á Írlandi jókst hún hvað mest en á eftir Írum koma Ís- lendingar, samkvæmt upplýsingum frá Brimborg. Eygja menn því von á að botninum sé loksins náð í íslensku efnahagslífi, enda hefur bílasala aukist mest á Íslandi af öllum Evr- ópuþjóðum þegar skoðaðir eru fyrstu sex mánuðir ársins. Júnímánuður var þriðji mánuður- inn í röð þar sem bílasala dróst sam- an að meðaltali í Evrópu. Í júní dróst til að mynda bílasala í Þýskalandi saman um 32,3%. Þó eru nokkur ríki að rétta úr kútnum, s.s Ítalía, Frakkland og Spánn. Hvergi hefur þó aukningin verið meiri undanfarna mánuði en á Íslandi en hér á landi hefur bílasala aukist um 58% fyrstu sex mánuði ársins. Bílasala að glæðast á ný Sala jókst næst- mest á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.